Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
4.6.2008 | 15:16
Um daginn og veginn!
1.6.2008 | 16:38
Þetta finnst mér hressandi...
http://www.religionnewsblog.com/21553/catholic-church-women-priests
30.5.2008 | 13:21
Misnotkun á valdi!
Líkt og með önnur brot í starfi þá eru kynferðisbrot réttlætismál vegna þess að þau eru tilkomin vegna misnotkunar á valdi. Það felur í sér ósæmilega notkun á stöðu og brot á trausti. Hegðunarbrot presta geta verð fjárhagsleg, tilfinningaleg, líkamleg eða kynferðisleg. Ekkert af þessum brotum er einfaldlega persónulegt mál milli prestsins og einhvers annars. Hvert brot brýtur á einstaklingsbundnu trausti og trausti safnaðarins. Hvert persónulegt verk á sér opinbert andlit.
Hið opinbera andlit birtist oft því þegar prestur hefur t.d misnotað opinbert fé! Missir á opinberu féi kirkjunnar kallar á umræðu og opinberar aðgerðir. Það er sjaldgæfara að heyra söfnuði tala um kynferðislega misnotkun prestanna sinna. Í trúarlegri menningu er víxlverkun valds og peninga opinbert álitamál en víxlverkun valds og kynlífs er einkamál!
Alveg frá tímum Ágústínusar hefur hin kristna hefð flokkað kynlíf sem siðferðislegt álitamál. Þegar prestar hafa stundað óviðeigandi kynferðislega hegðun hefur venjulega verið litið á það sem siðferðislegan brest. Vegna þess að kirkjan lýtur á siðferði sem sinn sérstaka málaflokk, þá er það þannig, ef að hún hefur tekið á kynferðisbrotum yfir höfuð, þá hefur það verið gert á grundvelli innri málefna kirkjunnar. Þetta merkir það aftur á móti að kenningar, lög og vettvangur dómaframkvæmda hins veraldlega samfélags eru hafðir að engu og jafnvel hafnað af staðbundnum söfnuðum, embættismönnum kirkjudeilda og lögmönnum þeirra.
Þessi ritgerð víkkar hina kynferðislega hegðun út fyrir svið siðferðisins og inn á svið réttlætisins. Það hvernig persóna notar kynferði í tengslum við sambönd er verkefni siðferðislegrar rannsóknar. Siðferðislegt mat er hér ekki komið frá alhæfingum um kynlíf. Það að kyngera samband milli prests og safnaðarmeðlims er ekki afsakað sem kynferðislegt vandamál heldur er það gagnrýnt sem vandamál sem verður til vegna misnotkunar á valdi!
Við þetta vandamál bætist svo samfélagsgerð sem lýtur á það að hafa vald sé kynferðislega aðlaðandi. Fyrir suma þá er það að hafa vald kveikjuþráður fyrir kynferðislegar langanir. Fyrir aðra þá getur það að vera andlag valdhafans, kveikt erótískt andsvar.
Það að útiloka gildi og hugðarefni hins veraldlega samfélags frá guðfræðinni og kirkjulegri umræðu sem lýtur að valdi, siðferði og kynferði, lýsir ólýsanlegum hroka og fákunnáttu. Reynsla leikmanna verður að heyrast jafn vel og skoðanir klerkanna. Ef að þetta gerist ekki verða trúarsamfélögin óöruggari en heilsuræktarstöðvarnar okkar og verslunarmiðstöðvar, sérstaklega þegar kemur að börnum og viðkvæmum einstaklingum.
Vald er eðlislægt í samböndum klerka og safnaðarmeðlima.
Innan gyðinglegra, kristinna og unitarískra hefða er enginn einstaklingu fæddur með vald eða með þá stöðu að vera trúarlegru leiðtogi. Slíkt vald og slík staða er eitthvað sem að einstaklingur öðlast. Ein hlið þessa máls er sú að vald og staða veitist einstaklingum í gegnum vígslu í samræmi við hefðir og kenningar flestra kirkjudeilda. Á hin bóginn geta einstaklingar, bæði leikmenn og klerkar unnið sér inn vald og stöðu ásamt virðingu og trausti þegar þeir/þær uppfylla þær væntingar sem gerðar eru til þeirra sem leiðtogar í söfnuði. Valdið er ekki eitthvað sem að verður til í tómarúmi heldur byggist það á tengslum og er í sjálfu sér hvorki gott eða illt, heldur siðferðislega hlutlaust. Hvernig við notum valdið aftur á móti í tengslum við annað fólk er það sem verður að réttlætismáli.
Skýrasta dæmið um valda ójafnvægi er líklega milli fullorðinna og barna. Siðferðisleg lög samfélagsins, jafnt sem almenn lög þekkja þetta ójafnvægi og krefjast þess að fullorðnir séu ábyrgir fyrir verlferð barna sinna þegar þau eru í foreldraumsjá þeirra. Hin hryllilegasta misnotkun á valdi er þegar börn eru beitt kynferðislegu, líkamlegu, sálarlegu og tilfinningalegu ofbeldi. Þegar fagfólk gerir þetta, þar á meðal læknar, kennarar og prestar þá bregst traust samfélagsins um leið og traust barnsins bregst.
Það er þó til aðrar birtingarmyndir á misnotkun valds meðal presta og annarra fagstétta sem eru þekktar sem mjög skaðlegar einstaklingum og sem framkalla mikið óréttlæti innan samfélaga. Sérstaklega er hér átt við þegar faglegt samband við viðkæmt fólk er kyngert, en á þetta er litið sem brot á trausti og brot á hinum sérstöku skyldum sem fagfólk hefur gagnvart því fólki sem það þjónar. Nýlega eru trúarsamfélög farin að einkenna þetta form á valdamisnotkun sem kynferðisbrot presta.
Það að koma að kynferðislegri misnotkun á grundvelli réttlætis er ólíkt því að koma að því á grundvelli siðferðislegra álitamála. Á meðan það getur verið minna ógnandi að skilgreina kynferðisbrot sem persónlegan brest og sérstaklega brest á kynferðislegri siðvitund, þá er það heiðarlegra að rannsaka hvernig trúarlegar stofnanir styðja fólk sem notar vald á óréttlátan hátt. Hér telst með misnotkun á valdi í kynferðislegum málum. Þetta felur í sér að allir meðlimir í samfélagi trúar eru gerðir ábyrgir fyrir því að fylgjast með öryggi og hegðun leiðtoga sinna.
Margir prestar eiga erfitt með að viðurkenna að þeir fara með vald í tengslum við safnaðarmeðlimi sína. Því miður eiga þó leikmenn erfitt með að aðskilja vald leiðtogahlutverksins frá persónu leiðtogans. Konur talar oft um að algengasta ástæða þess að þær tóku þátt í kynferðislegum tenglsum þegar kom að sálgæsluviðtölum, var sú trú þeirra að prestar séu heilagri og hafi sérstakan aðgang að guðs vilja. Börn sem eru fórnarlömb kynferðisbrota kirkjunnar manna segja frá svipuðum tilfinningum.
Prestar sem misnota vald kynferðislega!
Valdamisnotkun presta á kynferðislegan hátt á sér margar birtingarmyndir. Jafnvel þó að alvarleiki langtíma áhrifa þess geti verið mismunandi, þá er allt ofbeldi brot á trausti. Hver söfnuður ætti að fyrirskipa tafarlausa tilkynningu til yfirvalda um ofbeldisbrot. Ríkið hefur þau tæki og tól sem þarf til að rannsaka ofbeldismál sem þá glæpi sem þau eru. Trúarsamfélög geta einnig rannsakað og tekist á við glæpina sem syndir, en það má ekki gerast á kostnað opinberrar rannsóknar ríkisins.
Innan trúarsamfélaga koma flestar ásakanir í kynferðismálum frá konum sem eru annars vegar í afturhvarfsferli eða frá konum sem eru að þiggja ráðgjöf vegna hjónabands, fjárhagslegra vandamála eða heilbrigðismála. Þessar konur eru venjulegast viðkvæmar og móttækilegar. Margar hafa lágt sjálfsálit og eru í áfalli. Það er sjálfsögð þekking að engin sem er á tilfinningalegu berangri og sem er um leið viðkvæm persóna, geti aldrei gefið merkingarfullt samþykki við kynferðislegu sambandi við þá persónu sem hún/hann hefur snúið sér til í leit að lækningu.
Það að gefa út öryggispósta til að vernda hina valdalausu innan safnaðar liggur að hjarta réttlætisins. Það að kyngera sambönd með viðkvæmu fólki er siðlaust, en eðli siðleysisins er ekki kynferðislegt. Líkt og með valdið, þá öðlast kynlíf siðferðislegt gildi sitt í sambandi. Kynferðisleg misnotkun á fullorðnum og börnum er ekki byggt á kynferðislegri afstöðu eða hjónabandsstöðu. Siðleysið í sambandinu er heldur ekki virkni þeirrar afstöðu eða hjónabandsstöðunnar. Kjarni siðleysisins er misnotkunin á valdi og trausti. Sambandið er siðlaust af því að það er í ójafnvægi og án gagnkvæms samþykkis.
Kynferði sem gjöf; Hvernig geta prestar nýtt sér hana!
Þegar sem best lætur, þá veldur bann við kynferðislegum samskiptum milli presta og safnaðarmeðlima ekki neikvæðum guðfræðilegum viðhorfum til kynlífs. Þetta staðfestir frekar kraft og jákvæðar hliða ástríðunnar í öllum samskiptum manna á milli. Lifandi ástríða í milli tveggja einstaklinga umbreytist í orku sem viðheldur lífi samfélagsins. Reglur sem að banna sérstök kynferðisleg sambönd hafa verið hafðar í heiðri til að samfélagið sé öruggur staður til að kanna og raungera andlega nálægð milli karla og kvenna.
Bann gegn kynferðislegri snertingu milli presta og safnaðarmeðlima er byggt á siðferðisreglu sem felur í sér virðingu fyrir fólki. Réttlátt kynferðislegt samband verður að eiga sér stað milli tveggja jafningja, fólks sem eru jafningjar í þroska, sjálfstæði, persónulegu og líkamlegu valdi.
Einstaklingsbundin og sameiginleg ábyrgð!
Til að hægt sé að útrýma kynferðislegri misnotkun presta, þarf trúarsamfélagið að spyrja sig þessarar spurningar um hvern og einn einasta prest: Er þessi persóna hæf til að fella saman persónulegt vald og kvennivaldið sem fylgir leiðtogahlutverkinu. Eða er þetta persóna sem skortir sjálfsmeðvitund og heilbrigt sjálfsálit og sóst er eftir hlutverkinu sem þóknun fyrir eitthvað annað??? Þær spurningar sem eru viðeigandi snúast ekki um kynhneigð eða kynferðislega reynslu, heldur snúast þær um skilning persónunnar á valdi og meðvitund hans/hennar og samþykki á persónulegum takmörkunum.
Prestar sem skilja, viðurkenna og heiðra vald sitt munu ekki brjóta gegn trausti í gegnum kynferðislegt ofbeldi. Með þvi að velja rétt fólk til starfa og með því að styðja þetta fólk mun það fara langt´í því að útrýma þeim ofbeldis aðstæðum sem nú í dag krefjast þess að allt fólk í trúarsamfélögum gerist ábyrgt fyrir þeim brotum sem áttu sér stað í fortíðinni. Það að taka ábyrgð, eins og það er skilið hér er ekki einkamál frekar en að kynferðisbrot séu einkamál. Þetta tvennt er samfélagslegt mál. Þó að halda þurfi þagnarskyldu í heiðri, þá er ekki hægt að gera leyni samninga og engin samþykki um að breiða yfir ofbeldið og síðan að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Réttlæti er opinbert verk sem er framkvæmt með og af öllu samfélaginu. Þetta er ekki gert á forræði einhverra örfárra. Það að gera einstakling ábyrgan fyrir því óréttlæti sem hann veldur er opinbert verk sem felur í sér einstaklingsbundar og samfélagslegar afleiðingar. Þetta tvennt er nauðsynlegt í trúarsamfélagi.
Það að koma fram við fólk af virðingu liggur við hjarta gyðinglegs, kristins og unitarísks arfs. Það að iðka réttlæti, elska miskunnina og ganga fram í auðmýkt krefst einskis minna af prestum og leikmönnum sem leytast við að svara á heiðarlegan hátt kalli Guð um að vera í samfélagi!!
Kveðja í bili!28.5.2008 | 13:42
Leiðsögn í siðferðislegum efnum!!
27.5.2008 | 17:25
Tölvumál komin í lag!!
Það er bróður mínum að þakka að nú sit ég og blogga á mína tölvu og ég get sett kommur á rétta staði! Það er sannarlega gott að þessi mál eru komin í lag og ég get nú einhent mér í verkefni sem hafa setið á hakanum á meðan tölvan var að reyna að gera það upp við sig hvort hún ætti að hrynja eða ekki ! Hún ákvað að sleppa því að hrynja og nú er hún ný straujuð og fín með yfirnóg af vinnsluminni þannig að nú get ég troðfyllt hana af drasli alveg upp á nýtt !
Annars er ég bara nokkuð góð þessa dagana, ég er byrjuð að lesa aftur eftir smá hlé og á borðinu hefur verið þessa síðustu daga mastersritgerð Sr. Bjarna Karlssonar sem heitir "Gæði náinna tengsla. Leit að viðunnandi lágmarksgildum fyrir kristna kynslífssiðfræði" og er alveg hreint stórkostleg lesning! Lestur þessarar ritgerðar fékk mig til að fara að lesa meira í kristinni kynlífssiðfræði og hef ég verið að glugga í greinar um misnotkun kirkjunnar manna á valdi almennt og síðan hef ég verið að skoða grein um hjónabandið þar sem að talað er um það sem valdatæki! Mikið finnst mér gaman að svona lestri og mikið líður mér vel þegar ég er að grúska í svona hlutum, ég finn að ég þarf á þessu að halda að lesa og vera að velta vöngum yfir þessum hlutum! Ég hef svo óendanlega gaman af þessum fræðum innan Guðfræðinnar, sérstaklega sem að lýtur að kynjafræði, siðfræði og svo uppáhaldið mitt Nýja testamentisfræðin en ég er að byrja að grúska í viskuhugmyndum ítengslum við kvenkynsveruna Sófíu og Jesú eins og hún birtist í Jóhannesarguðspjalli! Þannig að þið sjáið að það er stöðugt rokk og ról hjá mér og ég er að komast aftur af stað eftir ansi langt stopp! Hver veit nema ég bloggi svolítið um vald í tengslum við embættismenn kirkjunnar almennt og jafnvel í tengslum við hjónabandið líka ef að vel liggur á mér á næstunni. Hugmyndin og hugtakið "vald" er mér ansi hugleikið þessa dagana eftir lestur ofangreindra rita og má vera að ég setji fram hér smá pistil við gott tækifæri ! Það er gott að ögra sjálfum sér stundum og takast á við hluti sem að fá mann til að hugsa út fyrir rammann !
Ég bið að heilsa í bili mín kæru, sí jú sún!
sunna!
10.5.2008 | 18:00
Ferming framundan!
28.4.2008 | 10:56
Morgungleði???
Í morgun sofnaði ég í 10 mínútur og mér leið eins og stór fíll hefði sest á mig þegar ég vaknaði, ætlaði ekki að hafa það af að heilsa nýjum degi !
Ég er annars að verða góð og fíllinn er tekinn að hörfa !!
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.4.2008 | 17:02
Fullkomnunarárátta...eða vandvirkni???
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.4.2008 | 09:57
Sjitt
22.4.2008 | 12:27
hmmmm.....
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar