Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
20.4.2008 | 19:08
Vorboðinn ljúfi....
Ja hérna hér....mig langar hreinlega að fara að blogga á ný !
Máské það sé eitthvað í loftinu en ég hef núna farið út í tvo daga í röð á peysunni og mér hefur ekki orðið kalt eða það farið að leka úr nefinu á mér .... ..klöppum fyrir því!
Kannski er það vegna þess að verkefnapakki síðustu vikna sem að lífið færði mér að gjöf, er svona nokkurn veginn að baki (vonandi) og sá pakki var ekki lokaritgerðin ógurlegu ! Hún er fallin í gleymskunnar dá !
Kannski er það vegna þess að ég hef svo ótrúlega mikið að segja og það er allt merkilegt! Ó já...enginn vitleysa í gangi hér á bæ, allt sagt af viti og mikilli speki sem hreinlega verður að flæða út um flóðgáttir lyklaborðisins þannig að engin takmörk verði á!
Kannski langar mig að blogga hreinlega vegna þess að ég sakna ykkar allra....ætli það sé ekki líklegasta skýringin , dæmigerð ég að vera alltaf að flækja hlutina !
Ég kveð í bili með hefðbundnu tjussi og sjáumst fljótt á ný!
Knús í krús!
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
4.3.2008 | 13:21
Bloggstraff!
Einhver kann að hafa velt því fyrir sér undanfarið af hverju hér er ekkert bloggað....öðrum kann að vera nákvæmlega sama . Mér fannst ég þó þurfa að skýra fyrir þeim sex sem að hafa kíkt hér inn í dag af hverju hér er ekkert að gerast.
Sko: Málið er að ég er farin í bloggstraff vegna mikilla anna. Ég hef ákveðið að láta bloggið í friði þangað til að ég hef lokið við stóran hluta af ritgerðinni minni og get þá farið að blogga með góðri samvisku á ný og lesið um leið annarra mannarra blogg án þess að vera alltaf að stela til þess tíma frá öðrum verkefnum.
Reynslan er þó sú að þegar einhver lýsir yfir bloggfríi eða bloggstoppi, þá blogga menn og konur sem aldrei fyrr ......þannig að við skulum sjá hvernig til tekst hjá undirritaðri. En í augnablikinu fer þetta ekki saman hjá mér, vegna þess að mér finnst svo gaman að lesa og skrifa blogg og það fer svo mikill tími í að lesa vegna þess að mér finnast svo margir skemmtilegir bloggarar til, að ég verð að draga mig alveg frá þessu í bili !
Það er þó ekki ástæða til að molda yfir þessu bloggi alveg strax og ég vona að menn bresti ekki í "Allt eins og blómstrið eina" .......Ég mun snúa aftur, þó ekki fyrr en að ég hef sýnt umtalsverðan árangur í skrifum í minni blessuðu lokaritgerð.
Ég kíki þó öðru hvoru inn á uppáhaldsbloggvini (ekki henda mér út....plíííís...), ég veit þó ekki hvort að ég kvitti mikið ... en ég verð á sveimi muhahahahahahaha.....!
Þangað til síðar, hafið það gott, eigið góða og gleðilega Páskahátíð öll sömul. Farið vel með ykkur og ég hlakka til að eiga hér bloggsamfélag sem allra, allra fyrst!
Lof jú gæs !
Sunna Dóra
19.2.2008 | 12:45
Hux
Við Matta erum heima í dag, fengum tölvupóst í gær að það væri streptókokkafaraldur á leikskólanum og hann væri einkennalaus. Þannig að það var brunað á læknavaktina og tekið strok og kom í ljós að hún er með streptókokka og Guð einn veit hvað hún hefur haft þetta lengi vegna þess að hún hefur ekki fundið til í hálsinum og verið hin hressasta. Nú er hún hins vegar komin á lyf en má ekki fara á leikskólann fyrr en á morgun, þá er hún víst hætt að smita.
Þannig að við mæðgur erum bara í rólegheitum og höfum það barasta ágætt! Ég hef verið að lesa smá, halda mér í ritgerðarformi og læt hér fylgja með ljóð sem ég fann í bók sem heitir "But She Said. Feminist Practices Of Biblical Interpretation" eftir Elisabeth Schussler Fiorenzu, hún er pínu uppáhald þessa dagana !
Contact Lenses.
Lacking what they want to see
makes my eyes hungry
and eyes can feel
only pain
Once I lived behind thick walls
of glass
and my eyes belonged to a different ethic
timidly rubbing the edges
of whatever turned them on.
Seeing usually
was a matter of what was
in front of my eyes
matching what was
behind my brain.
Now my eyes have become
a part of me exposed
quick risky and open
to all the same dangers.
I see much
better now
and my eyes hurt.
Audre Lorde, the black unicorn: Poems.
Eigði góðan dag
15.2.2008 | 16:23
Guðfræðiblogg - Hlutverk kvenna í Jóhannesarguðspjalli!
Ég er að skoða núna hugmyndir Raymond E. Brown en hann skrifaði áhugaverða bók árið 1979 sem að heitir The Community of the Beloved Disciple. The Life, Loves, and Hates of an Individual Church in New Testament Times. Það sem að skiptir mig máli varðandi þessa bók er að í henni birtist viðauki sem að heitir "Roles of Women in the Fourth Gospel". Þessi grein birtist upphaflega sem grein og var tilgangur hennar sá að vera innlegg í umræðuna um prestsvígslu kvenna innan rómversk kaþólsku kirkjunnr.
Brown er sagður hafa með þessari grein lagt línurnar í frekari umræðu næstu árin um túlkunarsögu kvenna í Jóhannesarguðspjalli. Fiorenza tók upp umfjöllun hans og saman settu þau fram ofurjákvæða mynd af hlutverkum kvennanna eins og þau birtast í Jóhannesi.
Margir fræðimenn í dag vilja meina að myndin sé í raun dekkri og hafa beitt aðferðafræði lesendarýni til dæmis til að afhjúpa karlveldis hugmyndir sem að umvefja þessar sögur af konum og sem að um leið sýnir að staða þeirra hefur ekki verið á þessum jafnréttisgrundvelli innan Jóhannesarsamfélagsins eins og Brown og Fiorenza héldu fram á þessum tíma fyrir 30 árum síðan.
Ég læt hér fylgja með smá af umfjöllun Brown þar sem að hann talar almennt um aðferðafræði sína og svo um söguna af samversku konunni. Hafa skal í huga að sú jákvæða afstaða sem að hann tekur á þessum tíma er gagnrýnd í dag en um leið lagði hún algjörlega línurnar svona ca. næstu 20 árin eftir að grein hans birtist!
Í bók eftir Raymond Brown The Community of the Beloved Disciple. The Life, Loves, and hates of an Individual Church in New Testament Times skrifar hann viðauka sem að hann nefnir Roles Of Women In The Fourth Gospel. Þessi viðauki birtist upprunalega sem grein í Theological Studies 36 (1975) . [1] Tilgangur þessarar greinar var upprunalega sá að vera innlegg í umræðuna um prestsvígslu kvenna kaþólsku kirkjunni í dag.[2] Brown segir að viðhorf Jóhannesar til kvenna hafi verið ólíkt því sem að hefur sýnt sig innan annarra kristinna kirkna á fyrstu öldinni.[3] Hin einstaka staða sem að konum er gefin í fjórða guðspjallinu endurspeglar söguna og gildi Jóhannesar samfélagsins.[4]
Sú nálgun sem að Brown beitir felur sér að hann skoðar hina almennu mynd af konum í nýja testamentinu, í fjórða guðspjallinu og einu samfélagi nýja testamentisins eða Jóhannesarsamfélaginu.[5] Brown segist hafa valið fjórða guðspjallið vegna hinna skarpskyggnu leiðréttinga sem að guðspjallahöfundurinn kemur fram með, á einhverjum af þeim kirkjulegu viðorfum sem að voru við lýði á hans tíma. Rödd hans á að vera rödd sem að heyrist og hún á að vera rödd sem að vitnað er til þegar verið er að ræða ný hlutverk kvenna innan kirkjunnar í dag.[6]
Brown segir að það séu ekki miklar upplýsingar um kirkjuleg embætti í fjórða guðspjallinu og það sem mikilvægara er, það eru ekki miklar upplýsingar um konur í kirkjulegum embættum. Eini textinn sem að vitnar hugsanlega beint um þetta er Jh. 12.2, þar sem að okkur er sagt að Marta hafi þjónað til borðs (diakonein).[7] Hann segir að í sögulegu samhengi starfs Jesú þá virðist þetta ekki mjög mikilvægt. En guðspjallshöfundurinn er að skrifa í kringum árið 90 e. kr. þegar embættið djákni var nú þegar til síð-pálínskum kirkjum (sjá Hirðisbréfin) og þegar verkefnið að þjóna til borðs hafði sérstaka virkni og leiðtogar samfélagsins eða samfélagið sjálft útnefndi einstaklinga til þessa verkefnis með því að leggja yfir þá hendur.[8] Brown segir að í Jóhannesarsamfélaginu er konu hugsanlega lýst hafandi virkni sem að í öðrum kirkjum var virkni vígðrar persónu.[9]
Brown skoðar eftir þetta frásögur af konum í guðspjallinu og segir um söguna af samversku konunni að þorpsbúar trúi vegna orða konunnar. Þessi framsetning er mikilvæg vegna þess að hún á sér stað aftur í hinni prestlegu bæn Jesú fyrir lærisveinum sínum í Jh. 17.20.[10] Brown segir að með öðrum orðum, þá geti guðspjallshöfundurinn lýst bæði konu og (trúlega karlkyns) lærisveinum við síðustu kvöldmáltíðina sem bera Jesú vitni gegnum predikun og þannig fá þau fólk til að trúa á hann í gegnum styrkleika þeirra eigin orða.[11] Hann segir að það sé hægt að andmæla því að í fjórða kaflanum öðlist samversku þorpsbúarnir trú byggða á eigin orðum Jesús sjálfs og eru þess vegna ekki háðir orðum konunnar. Þetta er tæplega vegna óæðri stöðu hennar sem að hún hefur sem kona. Þetta er frekar vegna óæðri stöðu sérhvers mannlegs vitnis í samanburði við það að mæta Jesú sjálfum.[12] Brown segir að í sögunni um samversku konuna megi segja að konan hafi sáð og þess vegna undirbúið fyrir postullega uppskeru. Þó er hægt að færa rök fyrir því að aðeins karlkyns lærisveinar hafi verið sendir til uppskerunnar, en hlutverk konunnar er mikilvægur þáttur í heildar sendiförinni. Að einhverju leyti þjónar hún til að þrengja að þeirri kenningu að karlkyns lærisveinar hafi verið einu mikilvægu persónurnar í stofnun kirkjunnar.[13]
Brown segir hér að ofan að það sé ekki vegna óæðri stöðu samversku konunnar sem konu að þorpsbúarnir taka frekar trú vegna orða Jesú en ekki hennar fyrstu boða. Heldur sé vegna almennt óæðri stöðu þeirra sem að mæta Jesú og þá óháð kyni. Þetta er einmitt punktur sem að m.a. er gagnrýni verður. Hér er það einmitt staða hennar sem konu sem að skiptir öllu máli og í lok sögunnar er gert lítið út hennar hlutverki og að lokum hverfur hún alveg úr sögunni og kemur ekki fram aftur.
En nóg í bili af þessum vangaveltum og takk þau sem að nenntu að lesa alla leið......þið eruð best og eigið góða helgi !
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.2.2008 | 21:42
Hux!
Það er svo sérstakt þegar verið að skrifa ritgerð og svo er komist á smá flug og allir glaðir. Síðan þegar búið er að skrifa, þá er allt í einu allt ömurlegt. Ekkert passar og hugmyndin sem að var svo góð þegar verið var að skrifa er allt í einu ekki að virka og löngunin er helst í þá átt að stroka allt út og byrja upp á nýtt.
Síðan hellist yfir ótti við að skila drögum og að leiðbeinanda finnist allt vera jafn ömurlegt og hendi drögum til baka og með fylgi athugasemdir um að skrifa det hele igen !
Þarflaus ótti eða bara eðlilegt þegar kemur að því að láta annan meta verkið sem að er að verða ansi stór hluti af manni !
Viðvörun: Allar færslur verða næstu vikurnar um ritgerðaskrifin nema eitthvað stórkostlegt gerist sem að ég verð tilneydd til að deila með lýðnum !
Góða nótt !
4.2.2008 | 16:57
Er að skrifa......
Ég er að skrifa á fullu, er að fara að senda leiðbeinandanum mínum eitthvað í kringum 20 síður og svo svipað magn sem allra fyrst aftur. Ég er komin í 49 síður.........þannig að þetta silast.
Ég vildi bara láta vita af mér, þetta hefur verið alveg blogg dauðans en svo kom galdranorn hér inn í kommentakerfið og svipti bloggleysishulunni af !
Annars er alveg ótrúlega sorglega lítið að frétta af mér! Þegar að mér dettur eitthvað í huga að skrifa hér inni, þá nenni ég því ekki þegar ég sest við tölvuna til að skrifa það.....! Lífið bara einhvern veginn tikkar áfram eina sekúndu í einu, 24 stundir á sólarhring og ég bara líð áfram með hahahaha !
En ritgerðin á hug minn allann núna og það er bara gott og ég gleðst með sjálfri mér að vera að sjá smá árangur á hverjum degi. Maður þarf á því að halda á sjá árangur af því sem að maður er að gera, þó að það séu bara nokkrar skrifaðar línur á dag, þá verður það að heilli blaðsíðu fyrr eða síðar og svo endar þetta væntanlega allt í heilli ritgerð......eða bara tómri vitleysu !
Hafið það gott og þangað til næst !
30.1.2008 | 17:52
Sjálfsskoðun!
Alltaf þegar ég fer í mótþróakast gagnvart lokaritgerðinni minni og hætti að skrifa, þá hætti ég að blogga!!
Skrifa síðan kvartblogg í kjölfarið yfir eigin framtaksleysi !
Ætli það sé einhver fylgni hér á milli !
Spyr sú sem að ekkert veit .
24.1.2008 | 08:50
Guðfræðiblogg - Ekki fyrir viðkvæma!
Það er kominn tími á smá guðfræðiblogg! Ég hef ekki skrifað um þau mál í langan, langan tíma! En nú er sem sagt komin tími til að snúa sér frá hversdagsamstri, uppvaski og skúringum og hverfa inn í heim andans án alls efnis, enda ekki vanþörf þá þegar heimur versnandi fer !
Ég er að lesa yfir og undirbúa til yfirferðar fyrsta kaflann í lokaritgerðinni og fannst tilvalið að setja hér inn smá sem að mér fannst bara ansi gott , annars hefði ég ekki skrifað það sjáið til.....!
Ég nota sem sagt greiningarmódel Elisabeth Schussler Fiorenzu til að finna atriði í texta sem að eru kúgandi og neikvæðir í garð kvenna. Hluti af því módeli eru þættir sem að hún kallar tvíhyggjuflokkar greiningarinnar. Mér finnst þetta athyglisvert, hljómar svona:
Í þennan flokk falla umræður um kyn, karlmiðlægni og karlveldi. Varðandi kynin þá segir Fiorenza að í vestrænum samfélögum þá séu aðeins tvö kyn og þau eru skilin í versta tilfelli: Á gagnkvæman hátt útilokandi og í besta tilfellinu: Uppfylling á hvort öðru. Einstaklingur er annað hvort karl eða kona en ekki bæði.[1] Þessi ályktun um náttúrulegan kynja/kynferðismun tjáir hversdagslega reynslu og breytir henni í almenna skynsemisþekkingu á þann hátt að munurinn á kynjunum virðist eðlilegur, algengur og guðlega fyrirskipaður. Þessi náttúrulegi skilningur á kynferði þjónar sem fyrirfram gefinn merkingarrammi fyrir konur og menningarlegar stofnanir. Þessi merkingarrammi kynferðisins hylur og blekkir þann raunveruleika að hugmyndin um tvö kyn sé einmitt félags-menningarleg uppfinning. Þessi málvísindalegi og menningarlegi merkingarrammi hylur þá staðreynd að það er ekki svo langt síðan að kynþátta- og þjóðernislegur munur var og er enn álitinn af sumum náttúrleg líffræðileg staðreynd eða fyrirskipaður af Guði.[2]
Fiorenza segir að líkt og með kynferðinu þá marki karlmiðlægnin félagslega ákvörðuð ólíkindi milli kynjanna. Aftur á móti, ólíkt kynferðinu þá ákvarði karlmiðlægnin ekki bara hinn tvískipta mun kynjanna heldur tengist valdatengslum kynjanna. Karlinn er fyrirmyndar persónan sem er miðja karlmiðlægra samfélaga, menningar og trúarbragða. Hugmyndafræði karlmiðlægninnar er svo allsráðandi vegna þess að hún er innrætt í og gegnum málfræðilega uppbyggingu bæði til forna og í nútíma vestrænum tungumálum, eins og hebresku, grísku, latínu eða ensku.[3]
Karlveldið er þriðja atriðið í þessum tvíhyggju flokkum og Fiorenza segir að það merki bókstaflega vald föður yfir börnum sínum eða öðrum meðlimum ættbálks hans eða heimilis.[4] Ef að hugmyndin um feðraveldi er skilgreind á grundvelli karlkyns/kvenkyns kynjatvíhyggju þá verður gjörnýting og fórnalambsgerving á grundvelli kynferðis og kyns, frumkúgunin.[5] Fiorenza segir að skilningurinn á kerfisbundinni kúgun í feðraveldinu sé vandamálabundin af eftirfarandi ástæðum:
- Konur eru skildar sem hjálparlaus fórnarlömb og það algerir vald karla yfir konum. Hér er litið framhjá því að karlmenn hafa ójafnar stöður sjálfir þegar að yfirráðum kemur.[6]
- Aftur á móti eru konur ekki alltaf algjörlega hjálparlausar og valdalausar heldur taka sjálfar þátt í því að hafa vald yfir. [7]
- Tveggja póla greining á feðraveldi gerir ráð fyrir algjörum kynjayfirráðum og kynjamismun, jafnvel þó að kyn/kynferði standi aðeins fyrir eina vídd á flóknu kerfi yfirráða. Kynjagreining sem er ekki um leið einnig, kynþátta, stéttar og heimsvaldstefnu greining nægir ekki. Flókin greining á því hvernig formgerðir yfirráðanna skarast er nauðsynleg.[8]
- Tvípóla tvíhyggju greining á feðraveldinu vanrækir einnig völd kvenna yfir öðrum konum.[9]
[9] Sama, bls. 117.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
15.1.2008 | 21:51
Smá kvartblogg!
Ég hef yfirleitt alveg nóg að gera, ég er heppin að vera í vinnu sem að gefur mér hellings reynslu, ég er að reyna nýja hluti á hverjum degi og um leið tekst ég á við sjálfa mig sem þjáist af óframfærni og feimni sem að þó fer minnkandi með árunum. Jams sum epli eru seinni að þroskast en önnur og ég er frekar sein í þessum efnum !
Ok..nú er ég búin að tala um það jákvæða...þá kemur kvartið (þrátt fyrir óendanlegt þakklæti fyrir hvað ég er heppin (alltaf gott að slá svona varnagla þegar mar kvartar ))! Ég hef verið á hlaupum í allan dag, frá því fyrir hádegi og kom ekki endanlega heim fyrr en hálf sjö. Ég á tvo heila daga í viku sem að ég á að nýta í ritgerðina mína. En einhverra hluta vegna þá skerðast þessir dagar alltaf, því ég er alltaf á hlaupum. Ég finn að ég er að verða pínu stressuð yfir þessu, vegna þess að ég verð að fara að skrifa og einbeita mér að þessu verkefni, því annars útskrifast ég aldrei og það er ekki smart . Öll þessi hlaup eru nauðsynleg, eða alla vega flest og tengjast vinnunni, börnunum mínum ofl. Ég er ekki að telja það eftir mér, annars væri ég ekki að standa í þessu en núna er ég með smá kvíðahnút í maganum og finn að ég verð að fara að snúa mér að ritgerðinni með heilum hug og engu hálfkáki!
Þannig að í augnablikinu er það sem ég þrái nokkrir óskiptir heilir dagar til að koma mér aftur af stað, þá veit ég að ég verð rólegri! Mig langar að fara að vinna að þessu og klára. Ég er komin með þessa bestaðfaraaðkláratilfinningu og ég verð eiginlega pirruð þegar að ég kemst ekki af stað.
En svona er lífið, nú er að forgangsraða og búa sér til tíma, það gerir það enginn fyrir mig !
Ég varð aðeins að kvarta hahahaha.....það er bara hressandi!
Stefni á að skrifa ofur jákvæða og glaða færslu næst....eða þar næst....alla vega einhvern tímann !
Annars er ég bara góð.....í sömu of stóru bláu flíspeysunni og í gær !
tjussss
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.1.2008 | 21:54
Afrek!
Ég tók fram skólabók í morgun, nánar klukkan 10.20 að staðartíma. Þetta var í fyrsta skipti sem að ég lít þessar bækur augum í heilan mánuð og ég las nákvæmlega í 25 mínútur eða til 10.50 þegar hungrið bar mig ofurliði og ég skrönglaðist inni í eldhús til að fá mér flatköku. Eftir það var kominn tími á sturtu og vinnu þannig að ekki vannst meiri tími til að lesa, en það var lesið ! Það er afrek dagsins í dag og ég mátti til með að deila því með ykkur!
Annars er ég nokkuð góð, er grasekkja. Bolli fór reyndar ekki til Kenýja í morgun eins og ætlað var, þar er víst ekki gott að vera þessa dagana og ég er afar fegin. Hann lagði hins vegar á fjallið í morgun (Hellisheiðina) og keyrði sem leið lá í Skálholt (Mattan mín sem er fimm ára, kallaði það Kattholt áðan. Sagði að pabbi sinn væri í Kattholti ). Bolli er sem sagt á endurmenntunar námskeiði presta og þangað er kominn úglendingur að nafni Gordin Lathrop til að fræða menn og konur um predikunarfræði. Bolli verður þarna fram á föstudag!
Þannig að hér sit ég, í blárri allt of stórri flíspeysu með alla glugga lokaða og að kafna úr hita og er virkilega að hugsa um að fara bara að lesa.....eða sofa....eða lesa blogg...sé til. Það er alla vega tómlegt þegar vantar hinn helminginn !
Læt þetta duga af fréttum hér af kærleiksheimilunu og bíð lesendum til sjávar og sveita góða nótt !
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar