Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
11.1.2008 | 21:26
The Secret of my success!
Ég er búin að fattaða...ó já! Núna veit ég hvernig ég kemst í heita pottinn hér á blogginu, jams...tók mig tæpt ár en það hafðist! Einfaldir hlutir geta vafist fyrir miklum hugsuðum...!
Sko....hlustið nú vel, svona á að gera:
Annað hvort að blogga um kynhegðun karlmanna í Rómarveldi, færsla sem að skilaði 125 ath.semdum og fór í heita pottinn (persónulegt met )
Eða að blogga gremjulegt dylgjublogg!
Jams....ðats ðatt! Ég hef þó ekki reynt alveg allt ennþá, á eftir að blogga karlhaturslegt feminstablogg....það kemur !
Þá hef ég deilt þessum leyndardómi með ykkur, það er ekki annað hægt vegna þess að öll ölum við þann draum í brjósti að komast alla vega tvisvar á ári í heita pottinn....ekki reyna að segja að svo sé ekki, ég mun ekki trúa því!! Við erum jú mannleg og viljum athygli, annars værum við ekki að blogga........hrmpf!
Nóg í bili...netið mitt er svo hægt núna að það mæti halda að það væri handsnúið...
Góða nótt og góða helgi!
Þettaeralvörublogg!
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
9.1.2008 | 22:06
Merkilegt gremjublogg!
Mér finnst það merkilegt hvað það eru margir sjálfskipaðir guðfræðingar til á blogginu án þess að hafa lært staf í guðfræði og eru einnig um leið vel að sér í túlkunarfræði Nt og Gt! Það er bara eins og ég myndi fara að útlista hér læknisfræði og greina sjúkdóma bara af því sem að ég hef lesið á netinu! Það virðist bara vera þannig að þegar trúmál sem tengjast vandamálum í sambandi við ritninguna ber á góma að þá verða allir guðfræðingar...það er svo skemmtilegt eitthvað.....ég veit ekki hvort að það er gengistfelling á náminu sem slíku (kúrsarnir í Nt fræðum eru einhverjir þeir þyngstu sem finnast í akademísku námi ), en ég bíð mig ekki fram til að leggja pípulagnir í hús.....þó að ég gæti lesið mér til um það!!
En höldum áfram að þrátta.....það er svo gaman...og aftur og aftur um sömu hlutina! Þá fæst líklega örugglega niðurstaða....hin trúlausu taka trú og hin trúuðu missa hana...eða eitthvað!
Lengi lfi tímalaust trúarkarp!!
Góða nótt!
Þettaerhrokafullagremjubloggdagsins!
8.1.2008 | 13:01
Hux
Ætli það sé ekki kominn tími á að ég hugsi aðeins, hef ekki stundað þá iðju mikið yfir jólin enda verið með bækur og sjónvarp til að hugsa fyrir mig yfir hátíðina !
Hversdagurinn krefst þess að maður taki upp þá iðju að hugsa á ný og nú er ekki umflúið og ég er byrjuð að þjálfa heilann !
Ég og Bolli vorum í morgun á fundi með talþjálfanum hennar Möttu. Hún er komin upp í eðlilegt meðaltal miðað við sinn aldur og hefur í raun náð þeim árangri á nokkrum mánuðum. Við foreldrarnir erum að sjálfsögðu himinlifandi og hún þarf ekki meiri talþjálfun í bili og verður endurmetin í vor. Nú þurfum við hér á heimilinu að halda þessum árangri og þjálfa hana áfram. Talþjálfinn sagði okkur að Tryggingastofnun hefði einhliða sagt upp öllum beiðnum hjá þeim sem að þurfa á þessari þjálfun að halda og þessi uppsögn hefði ekki verið tilkynnt neinum, hvorki talþjálfum né foreldrum með bréfi. Heldur hefur fólk verið að komast að þessu smátt og smátt þegar sækja á um endurgreiðslu á gjaldi. Þá er ekki heldur endurgreitt vegna þess að beiðnirnar eru ekki í gildi og sækja þarf um nýjar en þær gilda heldur ekki til endurgreiðslu. Þannig að það sem að kom fram í nýrri reglugerð heilbr.ráðherra að endurgreiða ætti eitthvað aftur í tímann stendur ekki vegna þessarar aðgerðar trygg.stofnunar að segja upp öllum beiðnum. Stofnunin ber fyrir sig samningsleysi milli talþjálfa og trygg.stofnunar. Alveg ótrúlegt mál og ég heiðarlega botna ekki í þessu frá upphafi til enda. Þessi reglugerð heilbrigðisráðherra er því meira í orði en borði þar sem enginn fær endurgreitt....ætli þetta hafi ekki bara átt að róa fólk með loforði um endurgreiðslu og svo er beitt einhverjum neðanmálsgreinum til að snúa út úr eins og alltaf !
------
Annað sem að ég hef verið að velta fyrir þessa dagana er sú undarlega tilhneiging hjá fólki til að flokka sig og aðra í ákveðin box. Hér á blogginu eru nokkur svona flokkunarbox en það eru til dæmis þau sem eru flokkuð "kristin", "feministarnir" og "trúleysingjar" svo að eitthvað sé nefnt. Ætli það láti mann líða betur ef að maður fellur í einhvern flokk, að geta skilgreint sig í einhverju boxi og þá í samfélagi með fólki af sömu tegund. Ég skilgreini mig kristna þó að margir hafi reynt að koma með mótbárur og sagt að svo sé ekki. Ég tel mig líka vera feminista og svo er ég móðir og eiginkona osfrv. Í hvaða boxi á ég að vera, skv. einhverjum kemst ég ekki í kristna boxið og ekki í trúleysis boxið . Ekki er ég stjórnmálamaður eða virk í þannig umræðu af því að mér leiðast stjórnmál....sorrí það er bara þannig . Er til dæmis hægt að vera kristin án þess að vera bundin dogmatík og reglugerðum sem að fylgja trúarkerfum. Þarf ég að vera bókstafstrúar til að flokkast sem kristin, sitja þannig á kantinum í stjörfum ótta við komandi heimsendi og þora þannig ekki að víkja í einu eða neinu frá bókstaf lögmálsins. Er ég kristin ef að ég fylgi ekki lögmálsstafnum en kýs að taka mér stöðu með fólki sama hvaðan það kemur og vinna að réttindum þeirra, jafnvel þó að ég viti að sumt af því sem að ég geri samræmist þannig ekki bókstaf heilagrar ritningar. Á ég þá von á að brenna í víti vegna þess að ég hef leyft mér að víkja frá bókstafnum, gerir það mig minna kristna? Í mínum huga er það að vera kristin að fara í götu krossins og fylgja Jesú Kristi. Ég viðurkenni að ég hef ekki gaman að mörgu sem að Páll segir og hef lítið lagt mig fram við að fara eftir því sem að hann segir. Í mínum huga er hann maður, hann hitti aldrei Jesú sjálfan og var í trúboði sínu að skálda upp leikreglur fyrir söfnuði sína jafnóðum og hann stofnaði þá. Hann á marga góða punkta og marga skelfilega. Gerir það mig minna kristna að segja þetta og hugsa svona.....ég veit það ekki og eflaust er einhver til í að skjóta mig í kaf fyrir að segja þetta. Mér finnst það bara ekki alveg klippt og skorið, hvað það er að vera kristinn. Í mínum huga er veröldin ekki alveg svart-hvít, heldur full af gráum svæðum. Mér finnst líka þessi tilhneiging til að flokka fólk og setja það í ákveðin box gremjuleg og vil alls ekki sett í eitthvað box sjálf!
Nóg af hugsi í bili...þetta er nú alveg feikinóg til að byrja með !
tjussss.....ekki hugsa of mikið !
6.1.2008 | 16:24
Jól: In memoriam!
Ég hef hér kerti til að minnast jólanna sem nú eru liðin og eru gengin til liðs við minningar liðinna jóla. Spurning um að hafa kertafleytingar á Rauðavatninu í kvöld og jafnvel að safna saman öllum trjánum sem nú ligga þvers og kruss um Árbæinn og bíða þess að verða safnað saman af borgarstarsmönnum í komandi viku .
Ég er búin að taka jólatréð mitt og henda því, það var smá sorglegt....líka smá gleðilegt vegna þess að því leið ekki vel eftir 14 dagana hér inni á heimilinu og var orðið þurrt og farið að hengja greinar. Ég varð smá döpur en mun bera mig vel þegar frá líður og fara að huga að hversdagslegri málum skammdegisins .
Ég er líka búin að taka niður seríur og jólaskraut.....Georg Jensen er enn hangandi en hann mun fara í kassa líka og bíða þolinmóður eftir næstu jólum þegar hann fær að skína á ný öllum til ánægju og yndisauka.
Hvað boðar nýárs blessuð sól......í augnablikunu veit ég það ekki og er stundum að hugsa of mikið um það og stundum ekki neitt. En það er allt í lagi að vita ekki hvað nýtt ár felur í sér, það að vita of mikið getur bara verið kvíðavaldandi og aukið álagið svo um munar . Þannig að í dag er ég bara nokkuð sæl og ánægð. Bolli veit enn ekki hvernig staðan er með Kenýu ferðina og kemur það í ljós á næstu dögum, á meðan bíðum við bara róleg og vonum að fólki þar úti takist að leysa málin á farsælan hátt án þess að saklaust fólk þurfi að þjást.
Bestu kveðjur og óskir um góða viku framundan !
22.12.2007 | 13:25
Jólabæn!
Ég fann þessa fallegu bæn í bænabókinni sem að kom út fyrir síðustu jól og er eftir Karl Sigurbjörnsson biskup. Mér fannst við hæfi að setja hana inn hér í dag, þegar tveir dagar eru til jóla .
Minnstu Drottinn kirkju þinnar sem að nú heldur heilög jól. Lát jólaengil þinn vitja barna þinna allra með gleðiboðin um frelsarann sem fæddur er. Lát frið hans og birtu gagntaka hverja sál og ríkja í hverjum ranni. Drottinn Guð, englar þínir sungu um frið á jörðu. Blessa þau sem nú eiga jól í skugga átaka og ógna, fordóma og kúgunar. Gef frið meðal þjóða. Leið alla menn á veg réttlætis og sáttagjörðar. Vak yfir þeim sem halda jól í myrkri sorgar og harma, hugga þau og tendra hjá þeim ljósið þitt. Líkna þeim sem þjást, veit von þeim sem örvænta. Minnstu þeirra sem eru í fjötrum og í fangelsi. Ver hjá þeim sem bundnir eru við skyldustörf í nótt svo að við getum fagnað helgri hátíð í öryggi og friði.
Helga gleði allra þeirra sem fagna og blessa barnsins glaða jólahug. Amen. (Karl Sigurbjörnsson)
Það er mín ósk að þið eigið öll sem eitt góða og gleðilega jólahátíð.
Bestu kveðjur, Sunna Dóra!
14.12.2007 | 08:55
Ég fór jólafrí í gær!
Klukkan fjögur núll núll í gær komst ég í jólafrí eftir ansi strembna en frábæra viku í kirkjunni. Við erum búin að taka á móti 500 börnum og starfsfólki þessa vikuna, hafa helgistund og gefa öllum piparkökur og kakó !
Ég var einmitt að hugsa það í gær á leiðinni heim hvað ég hef verið heppin að fá að vinna þessa vinnu með börnunum í kirkjunni. Það að horfa á þessi kríli labba inn í kirkjuna, með hátíðlegan svip og finna um leið að þau upplifa þessa heimsókn sem merkilegan hlut. Það komu 9 leikskólar til okkar, einn grunnskóli (hinir eftir að koma), eitt frístundaheimili og svo okkar hefðbundna barnastarf sem er að skóla loknum í kirkjunni í hverri viku. Allt starfsfólk kirkjunnar tók þátt í þessu og lögðust allir á eitt að gera þetta sem best úr garði enda gekk þetta allt upp eins og í sögu án þess að eitthvað út af brigði.
Allt þetta fólk tók þá ákvörðun að koma í kirkjuna og þiggja þessa þjónustu sem að er í boði fyrir hver jól og allir fóru glaðir og ánægðir heim! það er sannarlega gott veganesti að sjá og heyra að fólk var sátt við kirkjuna sína og það sem að hún hefur upp á að bjóða !
Á Þriðjudagskvöldið fórum við svo með unglinga í Mæðrasyrksnefnd þar sem að við vorum í tvo tíma að flokka mat í poka eftir stærð fjölskyldu. Þarna inni átti ég frekar erfitt og það að fá neyðina svona blákalt framan í sig var erfitt og ég er ákveðin í að kaupa gjöf og setja undir tréð í kringlunni og ég vona að það gleðji eitthvert barn sem á lítið. Það á enginn að þurfa að fara í röð og bíða eftir að vera úthlutað mat. Það á enginn að þurfa að horfa á stoltið og sjálfmynd sína fjara svona út og þurfa í hverri viku að stíga þessi þungu skref og fá úthlutað mat í poka. Ég var gráti nærri þarna inni en um leið vissi ég að við sem þarna vorum, vorum líka að gera góða hluti og unglingarnir sem voru með okkur voru svo dugleg og þau vissu að þau voru að leggja góðu málefni lið. Ég er svo heppin að fá að kynnast og vinna með jafn fábæru ungu fólki og þau sem að sækja æskulýðsfélagið í Nes- og Dómkirkju. Maður komst ekki hjá því að fyllast von innan um allt vonleysið sem að blasti við mér þarna, svo undarlegt sem að það kann nú að hljóma.
Svo ég tali nú áfram í austur og vestur að þegar ég var komin í jólafrí í gær, þá fórum við fjölskyldan niður á Landakotstún og keyptum jólatré og fórum síðan og fengum okkur súpu saman að loknum kaupunum. Núna er ég lafhrædd um að það fjúki og stari á það út um gluggann. Ef að það hefur sig á loft þá mun ég taka á stökk og reyna að grípa það ! Síðan eftir að við komum heim, fór ég að pakka inn jólagjöfum og manninn mín að skrifa jólakort og allt varð svo ægilega jólalegt eitthvað .
Núna var planað að fara í bónus og kaupa í baksturinn ógurlega en veðrið er eitthvað gremjulegt þannig að ég fer ekki fet fyrr en lægir! Ég get svo sem þrifið á meðan !
Nú læt ég þetta nægja að sinni og bið ykkur að fara varlega í óveðrinu, þegar Icelandair frestar flugi vegna veðurs þá er best að vera bara heima við á síns eigins heimili og fara ekki fet. Þeir þarna sem stjórna fluginu vita sko hvað klukkan slær í þessum efnum, fyrst að Boeing fer ekki í loftið, þá fer ég ekki í Bónus !
Píslofendtenderness!
péess...veit einhver hvar ég fæ pressuger í bænum annars !
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.12.2007 | 20:50
Var að hugsa um að blogga.....
En ég held ég sleppi því í dag , er bæði kjaftstopp og orðlaus enda stormur úti og glugginn minn í stofunni hreyfist fram og til baka! Inni er samt notalegt og úti er ónotalegt, þannig að ég vel að vera inni núna, það eru mín mannréttindi !
Ég verð að vinna allan daginn á morgun alveg fram á kvöld enda fullt af fólki sem er að koma í jólaheimsóknir í kirkjuna, ó já og svo mun ég enda í Mæðrastyrksnefnd annað kvöld með unglinga í æskulýðsfélaginu NeDó til að aðstoða við undirbúning jólaúthlutunar!
En nú segi ég góða nótt og sofiði rótt í vonda veðrinu !
Einsogþiðsjáiðþáerþettaekkiblogg !
9.12.2007 | 17:14
Annars í aðventublogg!
Sunnudagarnir þessar vikurnar hafa það að markmiði að það er nóg að gera. Ég byrjaði daginn á að taka þátt í fjölskylduguðsþjónustu í Bessastaðakirkju en hana leiddi Sr. Hans Guðberg Alfreðsson. Kirkjan var full af fólki sem kom með börnin sín og þetta var alveg frábær stund. Hafdís Huld kom í heimsókn og tók nokkur lög af nýja disknum sínum "Englar í ullasokkum" og vakti það mikla gleði hjá börnunum á staðnum enda um frábær lög að ræða.
Eftir hádegi hefur líka verið nóg að gera í kirkjumálum og erum við rétt nýkomin heim. Gærdagurinn fór að mestu í Laufabrauðsgerð og Laugavegslabb og það var hreinlega of jólalegt ! Við borðuðum síðan öll heima hjá mömmu og pabba og fengum Hamborgarhrygg (líka of jólalegt ) sem var líka of góður !
Það er hreinlega allt sem minnir á að jólin eru að koma núna og ekki skemmir snjórinn fyrir....ég vil meiri snjó en mér sýnist að mér verði ekki alveg að ósk minni ef ég skoða veðurspána fram í tímann, en ég bara loka augunum og vona að þau séu alveg að klúðra þessu á veðurstofunni og spáin sé hundvitlaus. Það er svo mikil birta sem að fylgir snjónum og svo þegar ég horfi út um gluggan og sé alla á skautum á Rauðvatni og ljósin á skíðasvæðinu í Bláfjöllum, að þá bara má ekki snjórinn fara.....hann þarf að hanga inni fram yfir jól, þá má alveg rigna feitt og hitinn fara í 20 stig! Ég held að það sé bara díll....!
Núna er framundan kósí kvöld og lokaþátturinn af Næturvaktinni en hér er beðið með mikilli spennu eftir þeim þætti!
Eigði gott kvöld og góða viku framundan!
Hér koma nokkrar myndir frá helginni !
tjusss!
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.12.2007 | 19:22
Smá helgarkveðja frá mér til þín ;-)!
Ég hef stormað í dag um kringluna, verslað nokkrar jólagjafir og keypt aðrar nauðsynjar sem að farið var að bráðvanta á þetta kærleiksheimili !
Ég er aftur að komast í jólagírinn eftir að hafa aðeins dottið úr honum, ekkert alvarlega þó neineinei....ég er sko ekki af baki dottinn þó ég hallist aðeins í hnakknum !
Ég óska ykkur góðrar helgar, ég ætla að gera heilan helling og kannski meira en það.....kannski minna, sé bara til.....ég geri alla vega eitthvað og örugglega nokkuð, alla vega ekki, ekkert !
Eigiði gott kvöld !
6.12.2007 | 22:00
Ég er hér og les og les :-)
Enn er ég meira í lesgírnum en blogg-gírnum! Ég les og fylgist með, komenta við og við en það er líka stundum ágætt að vera á hliðarlínunni !
Annars er vinnuvikunni minni lokið formlega og frí á morgun. Við fengum hátt í 30 krakka í kirkjuna í dag og við föndruðum jólakúlur, jólahjörtu og kransa. Það gekk bara vel og ég er glöð að fram undan eru smá rólegheit, alla vega um helgina !
Ég og mamma ætlum í Kringluna á morgun, ég er ekki byrjuð að kaupa jólagjafir þannig að nú ætla ég að sjá hvort að ég komist eitthvað af stað með það allt saman. Tvö af mínum þremur ástkæru krílum eiga líka afmæli yfir jólin þannig að ég þarf að hugsa fyrir því líka. Ég blanda aldrei saman jólunum og afmælunum þeirra. Held þessu alltaf aðskildu til að þau upplifi bæði jól og afmæli. Þau eiga ekki að gjalda þess greyin að vera fædd á jólum !
Við erum svo jafnvel að plana Laufabrauðsgerð á laugardaginn hjá mömmu og svo kannski þríf ég (það gerast enn kraftaverk í þessum heimi, ó já) og jafnvel kíkjum við á kók-lestina, krakkarnir hafa aldrei séð hana og kannski kominn tími til að þau sjái kóka kóla í allri sinni ljósadýrð ! Þó að mér finnist kannski ekki gaman að horfa á stóra kókbíla með ljósum, þá kannski finnst krökkunum það gaman, ég á ekki alltaf bara að hugsa um það sem að mér finnst gaman. Það er bara eigingirni og frekja !
Á sunnudaginn verðum við sunnudagaskólakennararnir í Bessastaðakirkju með fjölskylduguðsþjónustu og sr. Hans Guðberg Alfreðsson verður með okkur og leiðir. Þessi stund verður á hefðbundnum sunnudagaskólatíma klukkan 11.00. Það verður vonandi bara jólalegt og gott !
Þetta hefur annars verið alveg ágætur dagur og ég hef svo sem ekki yfir neinu að kvarta. Fullt af jólastússi framundan og þá er ég sæl!
Góða nótt kæra fólk og sofið rótt !
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar