Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Stundum eru það litlu hlutirnir....

Ég er eitthvað ægilega þreytt þessa dagana, það er mikið að gera í kirkjunni og fullt að stússi í kringum það. Við tókum á móti 300 börnum úr Grandaskóla í jólastund í morgun og svo 20 börn eftir hádegi í 7 ára starf. Þetta gekk allt bara vel fyrir sig allir glaðir!

Ég hef mest megnis bara verið að lesa bloggin í dag, hef einhvern veginn lítið að segja. Fylgist með umræðum og fæ stundum á tilfinninguna að fólk sé að berjast við vindmyllur á alla kanta Wizard!

Þegar ég verð svona yfirkeyrð eins og ég er núna, þá leggst ég í sjónvarpsgláp eða bókalestur. Þá er ég ekki að tala um skólabækur, heldur reyfara og svona bækur sem að fara inn um eitt og út um hitt Whistling! Vegna þessarar tilhneygingar hjá mér, þá er ég algjör sökker fyrir framhaldsþáttum. Ég horfi á ER, Grays, Numbers, Nágranna ofl, ofl. Ég bara hreinlega má ekki missa af þætti. Ég hertek sjónvarpsfjarstýringuna til að passa að enginn annar fjölskyldumeðlimur nái henni og fari að skipta sér af þáttavali.

En á meðan ég horfi á þetta, þá þarf ég ekki að hugsa um flókna hluti og ég hvílist. Hvílist frá daglegu amstri og ég gleymi mér í smá stund. Ég á það til að hugsa of mikið um hluti, ég hugsa mál út frá öllum mögulegum hliðum og hugsanlegum og óhugsanlegum afleiðingum og þegar öll sú krufning er búin þá hef ég yfirleitt ekki komist að neinni tímamóta niðurstöðu og hef frekar flækt málin í hausnum á mér frekar en hitt.

Eftir að ég hef legið yfir amerísku fjöldaframleiddu skemmtiefni, þá er það besta að fara og leggjast hjá stelpunum mínum og halda utan um þær og horfa á krúttlegu andlitin þeirra og hlusta á rólegan andadráttinn þeirra á meðan þær sofa og sofna að lokum sjálf Sleeping!

Það er það besta, það eru litlu hlutirnir sem að skipta svo miklu máli, en um leið eru þeir það stærsta og dýrmætasta í lífinu InLove

Góða nótt hvar sem þið eruð, hver sem þið eruð, hvaða trú sem þið hafið og jafnvel þó að þið hafið enga trú Halo. Sofiði rótt!


Jæja...hvað segiði gott :-)

svefnÞað er eitthvað svo lítið að gerast hjá mér að ég finn ekkert til að blogga um!! Mér finnast fréttirnar annað hvort of leiðinlegar eða of alvarlegar til að hægt sé að tjá sig um þær af viti! Síðan er einhvern veginn lífið bara eitthvað svo venjulegt LoL! Já, stundum er lífið bara ****** venjulegt og ekkert markvert sem að drífur á dagana.

  1. Ég er búin að segja frá jólaseríunum og uppsetningunni á þeim.
  2. Ég er búin að segja gleðilega aðventu við ykkur og algjörlega vita gagnslaust að segja það aftur og aftur....jú nó! Endurtekningar virka ekki hér, bara í Teletubbies Whistling!
  3. Ég er búin að sýna ykkur myndir af jólaljósunum, ekki hægt að vera alltaf að sýna myndir af sömu ljósunum.
  4. Ekki get ég endalaust fleygt inn myndum að börnunum mínum, þó þau séu bestust, flottust, skemmtilegust, sætust, gáfuðust og allt InLove! Ekki vil ég að aðrir verði öfundsjúkir....alla vega ekki í desember Pinch!Þetta er skrifað af dæmalausri hlutdrægni, því hverjum finnst sinn fugl fagur og engin börn eru fallegri en manns eigin. Ég set þetta inn svo að enginn fái það á tilfinninguna að ég sé að segja að annarra börn séu ekki falleg Cool! (Þau eru bara ekki eins falleg og mín Tounge)
  5. Ekki get ég endalaust sagt frá ritgerðarskrifunum....það er of boring og mér verður hent út af moggablogginu Devil.
  6. Ég er búin að segja frá því þegar ég var ofurþreytt og gleymdi öllu!
  7. Ég er orðin yfir mig þreytt á þessum endalausa kítingi milli hinna trúlausu og hinna trúuðu. Hvernig væri að komast bara að niðurstöðu í þessum málum sem að steytir á. Það þurfa örugglega allir að gefa eitthvað eftir, en það er kominn tími á lendingu milli þessara hópa. Hvernig væri að slíðra sverðin, alla vega yfir jólin og tala um eitthvað annað. Við getum þess vegna skipst á kalkúna uppskriftum, rætt um steikingartíma á rjúpu eða hvort það sé betra að borða heitan eða kaldan hrísgrjónagraut Smile!

Ég á eftir að segja frá:

  1. Að ég fékk loksins Georg Jensen óróann, takk mamma Wizard og tvær stórar Lindt rjómasúkkulaði plötur að auki....
  2. Ég mun taka á móti 500 börnum í kirkjuna á næstu tveimur vikum, þeim verður gefið kakó og síðan verður jólahelgistund!
  3. Ég föndraði jólaskraut með 40 sex ára börnum í dag, það var gaman og mikið fjör Wizard!
  4. Ég ætla að halda áfram að föndra út þessa viku.
  5. Þann 18. des er ég komin í jólafrí!
  6. Ég svindla alltaf á möndlugjöfinni og stjórna hver fær hana á þessu heimili.
  7. Börnin mín eru búin að fatta það, ætli ég fái hana ekki bara í ár Grin!

Jams, svona hef ég lítið að segja og læt þessi fátæklegu orð nægja að sinni. Verið hress, ekkert stress og bless.

Góða nótt HeartSleeping

 


Fyrsti sunnudagur í aðventu!

Skírn 012Ég vildi bara óska ykkur gleðilegrar aðventu sem að nú í dag hefst með pompi og pragt Wizard. Njótið ljósanna, kyrrðarinnar og hvers annars á þessum tíma þegar nálgast heilög jólahátíð.

Eigði gott kvöld og góða nótt og enn betri vinnuviku framundan Heart


Ofurþreyta í gangi!

hómerÞetta er búið að vera vika dauðans! Ég var að skila í dag 2. hlutanum í embættisritgerðinni minni og náði að skrifa nánast allan kaflann á 5 dögum, með því að sitja við sveitt og skrifa og lesa til skiptis. Ég á þó smá hluta eftir en fékk fín viðbrögð og er bara sátt og sæl Wizard!

Vikan fólst í því að ég skrifaði á morgnana og var í kirkjunni á daginn og kom heim á kvöldin og skrifaði. Síðan hélt ég í millitíðinni tvö matarboð, þannig að þetta er búið að vera ansi kreisí Whistling!

Núna er ég gjörsamlega búin á því, ég man ekkert hvort ég er að koma eða að fara. Ég átti að fara á pósthús á leiðinni heim, gleymdi því. Ég þarf að baka fyrir morgundaginn vegna þess að bróðir minn er að láta skíra litla prinsinn sinn en ég eyðilagði botnana í kökuna áðan Pinch! Ég hef ekki eyðilagt köku í mörg ár, en núna varð þetta að einni drullu.

Ég er samt ánægð með þessa viku en mikið er ég fegin að hún er búin. Ég ætla að fara að sofa snemma og baka í fyrramálið, trúi að nýr dagur verði mér betri í þeim efnum en þetta kvöld.

Eigiði góða helgi! Lengi lifi lýðveldið og kristinn siður LoL!

Með "ofsa"-trúarlegri kveðju Tounge,

Sunnatunna!


Eigum við ekki bara að leggja niður jólin!

Ég mæli með því til þess að við mismunum ekki þeim sem eru Vottar Jehóva að við leggjum niður jólin. Það er ekki hægt að hópur fólks þurfi að flýja í Húsafell á hverjum jólum á meðan við hin göngum um með sælubros á vör, stútfullan maga af mat og drekkhlaðið borð af gjöfum. Mér finnst þetta hin argasta mismunun og skil ekki af hverju fólk hefur ekki vakið athygli á þessu máli fyrr vegna þess að hér er um stórt réttlætismál að ræða!  

Við skulum um leið leggja allt niður sem að minnir á þessa alda gömlu hefð í okkar samfélagi, hættum að nota aðventuljós, þau eru jú gyðingleg að uppruna og notkun þeirra mismunar þeim sem eru augljóslega ekki gyðingar. Hættum að gefa jólagjafir vegna þess að þær eru komnar til vegna gjafa vitringanna þriggja til Jesú á jólanótt, það er augljós mismunum á þeim sem að eru ekki kristinnar trúar. Síðan skulum við hætta að vera með jólatré vegna þess að sá siður liggur í fornri trjádýrkun og verið er augljóslega að mismuna öllum sem að trúa ekki á trjáguðina og dýrka ekki tré. Síðan en ekki síst hættum þessu ljósarugli í gluggunum, það minnir augljóslega á ljósahátið Gyðinga og á Jesú sem er hið sanna ljós sem að kom í heiminn til að færa fólki sinn frið og notkun þessara ljósa mismunar augljóslega öllum þeim sem að trúa ekki svona vitleysu Pinch.

Hættum allri þessari mismunum, leggjum þetta allt niður og þá verða allir glaðir, allir sáttir. Engin afstaða lengur, allir lausir við lífskoðanir og síðan en ekki síst allri mismunun hætt.

Burt með jólin, burt með blessuð litlu jólin!

Þess má geta að undirrituð er frekar tæp þessa dagana vegna skila á áfanga í embættisritgerð og hefur litla þolinmæði fyrir bulli!

Bull, ergelsis og pirringskveðjur frá vitleysingnum í Austurbænum W00t!


Áhugaverð tilvitnun!

Ég rakst á áhugavert efni í bók sem að ég er að notast við þessa dagana í skrifunum mínum og fjallar kaflinn sem ég var að lesa um vandamálið við að finna og skrifa sögu kvenna.

Mér fannst þetta einnig merkilegt í ljósi umræðunnar um feminista sem að fer nú offari hér á netinu, oftar en ekki frá karlmönnum sem að finna konum sem að aðhyllast þessa hugmyndafræði allt til foráttu og spara ekki stóru orðin í þessari ádeilu herferð sinni gegn þessari hugmyndafræði.

Þessi tilvitnum vakti mig til umhugsunar og ég læt hana fylgja hér með öðrum til ánægju og yndisauka:

Hugmyndir karlmanna um konur, endurspegla ekki sögulegan raunveruleika kvenna þar sem að hægt er að sýna fram á að hugmyndafræðileg ádeila um stöðu kvenna, hlutverk eða eðli þeirra eykst um leið og raunverulegt frelsi kvenna eykst og raunveruleg þátttaka þeirra í sögunni verður sterkari.[1]

[1] "In memory of her", bls. 85.

Þangað til næst Smile!


Þegar þrengir að....

konanHvað gera konur þá.......þær slá öllu upp í kæruleysi og missa sig í gleðinni HómerNei bara grín, fyndin ég.........! Nei þær snúa vörn í sókn og leggja sig alla fram, ó já Wizard!

Nú er svo komið að ég er á algjöru deadline fyrir föstudaginn og þarf að skila af mér innleggi um annan hlutann í ritgerðinni minni. Þannig að nú bretti ég upp ermar, munda pennan (hljómar betur en pikk á lyklaborð, meira gamaldags Whistling) og tekst á við það verkefni eins og best verður á kosið miðað við þann tíma sem ég hef til reiðu.

Þannig að ég verð eins lítið og ég get á blogginu vegna þessa og bið ykkur um vinsamlegast um að skrifa ekki margar færslur og vera ekki skemmtileg fram á föstudag........er það nokkuð frekjulega fram á farið af mér Tounge!

Þannig að nú sný ég mér að alvöru lífsins, ekki í fyrsta sinn W00t og reyni vera dúggleg!

Síjúsúnendbígúd Heart!


Smá jólablogg ásamt ýmsu öðru :-)!

Ég ákvað með sjálfri mér hér við tölvuna að jólablogga þessa færslu en svo að taka pásu fram á næsta sunnudag (fyrsti í aðventu) en þá breytist þetta blogg í jólablogg Sunnu og þá verður massíft bloggað um jólin og undirbúning þeirra hér á bæ! Ekkert verður gefið eftir Whistling!

Annars þjóðfstörtuðum við í sunnudagaskólanum í morgun og sungum "Bráðum koma blessuð jólin" og það var bara gaman, enda held ég að leikskólar séu byrjaðir að syngja jólalög, alla vega hvíslaði ein lítil því að mér í morgun Wink!

En hér hefur verið nóg að gera um helgina, ég fór eins og stormsveipur í gær um helstu verslunarhallir Reykvíkinga (ekkert verið að hætta að kaupa á kauplausa deginum hér á bæ, vissi ekki einu sinni af honum Pinch). Ég fór í Kringluna, Ikea og Garðheima að skoða jólalandið. Þegar heim var komið, þá var farið í stórþrif. Ég get ekki sett upp jólaljós í skítuga glugga, það bara passar ekki Cool! Þannig að það voru dregnar fram hreinsunargræjur (voru lengst inni í skáp, farnar að rykfalla Whistling) og tekið til hendinni. Fullt af ruslapokum var hent, ásamt því að sorterað var í dótakössum og öðrum kössum og útkoman var bara nokkuð fínt heimili þó að ég segi sjálf frá.

Útkoman er nokkurn vegin þessi, en hér á eftir fylgja smá myndir af afrakstri gærdagsins:

Nedó 131Nedó 133Nedó 135

Nedó 137

Þetta eru svona fyrstu myndir af jólaljósum heimilisins...en úti er ekkert voða jólalegt...:

ýmislegt 002Þessi er tekin út um stofugluggann, yfir Rauðavatnið....heldur dimmt Pinch!

En það er hlýtt inni og þar eru þessar tvær:

 ýmislegt 004ýmislegt 005

Eigði góða vinnuviku framundan og farið varlega í hálkunni og rokinu og kuldanum og og og og....W00t!

 

 

 

 


Karpað í Korintu - Lokahluti!

imagesJæja, þá er komið að loka hlutanum í þessu litla greinakorni um Korintu. Ég þakka viðbrögðin frá þeim sem að hafa tjáð sig og nú er komið að lokum.

Frelsi: 

Hin upphafna andlega staða og meðvitund hafði þá niðurstöðu, að það að vera fyllt andanum fól í sér fyrir einhverja í söfnuðinum, frelsi. Lykil táknið fyrir þá var nátengt slagorðinu: “Allt er leyfilegt” Það er ekki erfitt að ímynda sér hversu aðlaðandi þetta hefur verið meðal þeirra sem að höfðu eytt ævinni sem lágstéttar leysingjar eða innfluttir verkamenn.  Ólíkir meðlimir samkundunnar í Korintu aftur á móti notuðu frelsi sitt á ýmsan hátt sem virðist endurspegla tvær andstæðar tilhneigingar til heimsins. Eitt af þeim virðist koma fram snemma í kynferðislegu meinlæti en það var síðar ríkjandi þáttur í hinu kristna lífi, sjá t.d . 1.Kor. 7.1.

Einhverjir af meðlimum safnaðarins voru að draga sig út úr kynferðislegum tengslum af andlegum ástæðum. Hugsanlega hafa þetta að mestu verið konur. Retorík jafnréttisins sem að Páll notar í 1. kor. 7.2-6, þegar hann ávarpar konur jafnt sem karlmenn sem að er óvenjulegt í fornum ritum er einungis skiljanleg ef að litið er á það þannig að Páll hafi verið að reyna að sannfæra konur að forðast kynferðisleg tengsl tímabundið.  

Þó að þær væru andlega innblásnar, þá hafði meinlæti þeirra ákveðna pólitíska vídd. Í karlveldi grísk-rómversk samfélags var einkenni konu meira eða minna fast í einkennum karlsins sem að hún var undirgefin. Konur giftust venjulega ungar, áttu mörg börn og voru háðar heimilinu húsbónda síns eða meistara. Konurnar í Korintu söfnuðinum sem að héldu sig frá kynferðislegum tengslum voru svipaðar öðru  trúarlegu meinlætafólki í hinum forna heimi sem að höfnuðu líkamlegum og veraldlegum munaði til að helga líf sitt hugleiðslu og sýnum á hinu guðlega. Meinlæti hinna korintísku kvenna var flutningur á frelsinu í anda og visku.

Konurnar sem að héldu sig frá kynferðislegum tengslum voru að brjóta gegn rómversk-grískum menningarlegum venjum þegar kom að kyni. Hin heimsvaldslega regla var byggð á karlveldis fjölskyldunni, með hjónabandstengsl og framleiðslu og var sterklega mælt með af keisurunum sjálfum alveg frá Ágústusi. Þær voru því einnig að ögra hinni heimsvaldslegu reglu sem að gerði lítið úr þeim og reyndi að stjórna hegðun þeirra.  Málið varðandi manninn sem að býr með fyrrverandi konu föður síns virðist hafa verið and-tesan við meinlæti Korintukvennanna, næstum því tjáning á kynlífs leyfi. Á meðan Páll telur þessa hegðun vera ógn við samfélagið, þá bendir ekkert til að meðlimir safnaðarins hafi haft áhyggjur af þessu og sumir jafnvel bara ánægðir með þetta (1. Kor. 5.6).

Þetta gæti einnig hafa verið tjáning á hinu nýfundna frelsi sem að meðlimirnir voru að upplifa.  Sú tjáning á frelsi sem að virðist hafa truflað Pál mest, var átið á fórnarkjötinu. Þetta frelsi átti rætur sínar í því að þeir höfðu viskuna. Þessi gnosis (viska) sem að þeir höfðu átti rætur í heimspekilegri túlkun á biblíuhefð Ísraelsmanna. að það er enginn Guð nema sá eini og að skurðgoð á ekki tilveru í heiminum (8.4).

Á grundvelli þessarar gnosis gerðu þeir ráð fyrir að fyrst að guðirnir sem að voru heiðraðir í fórnarathöfnum voru í raun og veru ekki til, þá var í lagi að borða kjötið sem að var fórnað og taka þátt í hátíðum í musterum.  Slíkar kúltískar máltíðir fólu í sér samfélag við guðina. Páll sá þetta ósamrýmanlegt við samfélag trúaðra sem var deilt í máltíð drottins og sem áhrif, skurðgoðadýrkun.  

Breytt tengsl við Pál! 

Þegar samkundan í Korintu heyrði langt bréf Páls (1. Kor) lesið upphátt fyrir þau, heyrðu þau rök sem að gerðu lítið úr, jafnvel hafnaði hrifningu þeirra á viskunni, andlegri stöðu, gjöfum og frelsi. Fjarri því að sannfærast af rökum hans, urðu að einhverju leyti sumir í samkundunni frekar gagnrýnari á hann en áður.  

Ein persóna sérstaklega virðist hafa tekið leiðtogahlutverkið í að vera gegn Páli (2. Kor. 1.23-2.11). Eftir að hafa fengið fréttir af ástandinu, hugsanlega í gegnum Tímóteus (1. Kor. 16.12), þá kom Páll til Korintu. Seinni heimsókn hans, sem hann kallaði síðar sársaukafulla heimsókn, braust út í ágreiningi milli postulans og samkundunnar (2. Kor. 2.1-3, 12.21; 13.2). Á einhverjum tíma eftir það fékk samfélagið í Korintu annað bréf frá Páli, kalla bréf táranna (2. Kor. 2.4; 9; 7.8; 12). En það var örvæntingarfull vörn hans fyrir hlutverki sínu sem postuli, bréf sem að fræðimenn álíta að sé í 2. Kor. 10-13.   

Sumir Korintubúar höfnuðu jafnvel kennivaldi Páls vegna keppinauta sem að pössuðu betur inn í hugmyndir þeirra um það hvernig postuli ætti að vera. Ef við metum út frá vörn Páls á eigin hlutverki, virðist sem að aðrir postular hafi komið til Korintu eftir sársaukafulla heimsókn hans (2. Kor. 11.22-23). Skilaboð þeirra og prógramm var ólíkt því sem að Páll var með, þannig að hann gat ásakað þá um að hafa komið með annan Jesús, annan anda, annað guðspjall (11.4-5; 4.2). Þeir áttu heldur ekki í vandræðum með að þiggja fjárhagslegan stuðning frá Korintubúum.  

Gegnum þennan langa ágreining Páls, þá hafði samkundan í Korintu fengið heimsókn frá samverkamönnum Páls, fyrst Tímóteusi og síðar Títusi. Gegn miðlun Títusar, virðist sem að samkundan hafi á endanum sæst við Pál sem var fyrsti trúboðinn í Korintu og hafði barist við að ná velþóknun þeirra. Páll talar um að með eftirsjá og sorg hafi þeir iðrast og hann fyrirgefið þeim. Hann hvetur þá einnig til að útvíkka fyrirgefninguna til þess sem að olli vandræðunum, en þeir voru að refsa honum.  

Eftir Pál! 

Við missum af því sem að gerist í Korintu í tvær kynslóðir sem að á eftir fylgja þeim árum sem að ókyrrðin ríkti! Á einhverjum tímapunkti á þeim tíma, þá var bréfum Páls safnað í safn og hringsólaði það á samkundum í Grikklandi og litlu Asíu, jafnvel víðar. Áhrifin hafa verið að þrýsta kennivaldi hans inni í almennt líf samfélaganna, þar með talið samfélagið í Korintu. Lærisveinar Páls skrifuðu einnig bréfin til Kolossómanna og til Efesus manna og enn síðar Hirðisbréfin og 1 og 2 Tím og Títusarbréf.  

Þessi bréf gefa til kynna íhaldsama tilhneigingu til að móta félagsleg tengsl innan samkundunnar á því munstri sem að mótaði grunninn að hinni rómversku heimsvaldsreglu. Þau krefjast þess að hin karlveldis þrælaeigandi fjölskylda sé nú grunnurinn að samkundum Krists um leið og hin stigveldislega regla. Konur eiga að hlýða eiginmönnum sínum og þrælar eigendum sínum. Konur eins og þær í Korintu geta vel verið þær sem að hin detuero pálínska hefð er að reyna að ná stjórn á. Það er staðreynd að á þessum tíma voru karlmenn að koma konum úr flestum leiðtogastöðum innan samkundnanna.  

Það er einnig til minna íhaldsöm lína í þróuninni frá Páli. En  það er að finna í hinum ókanónísku bókmenntum eins og í sögu Páls og Theklu. Thekla er persóna sem að ögrar hefðbundnu hlutverki kvenna og heldur áfram hlutverki kvenna eins og Prisku og Föbe og annarra korintískra kvenna.  Við fáum innsýn í annan ágreining í ekklesíunni í Korintu við enda fyrstu aldarinnar gegnum bréf sem að heitir 1. Klemensarbréf. Þar er talað um öldunga sem eru ekki aðeins höfuð heimilis síns heldur prestar samkundunnar sem að hafa verið leystir frá embættum sínum.

Samkundan hafði verið leidd af óformlegum karismatískum leiðtogum postula, spámanna og kennara, en hafði nú þróast í formlegri embætti þeirra sem að fylgdust með og presta. Sá skilningur var uppi að þeir höfði fengið vald sitt frá Kristi með ábendingu frá postulunum.  Embættismennirnir í Róm sendu bréf til að vara samkunduna í Korintu við að þau voru að skapa hættu fyrir þau sjálf svo lengi sem að fréttir um uppreisn þeirra myndu ná til þeirra sem voru fyrir utan og til þeirra sem að voru í öðrum samkundum Krists.  

Í bréfinu er krafist undirgefni við hina heimsvaldslegu reglu og að beðið sé fyrir hlýðni gagnvart þeim sem að ríkja og stjórna.  Ásamt því að hlýða hinni heimsvaldslegu reglu, þá þrýsti þetta bréf Rómverjanna til Korintu á að setja samfélagið þeirra og fjölskyldu líf undir ríkjandi félagslega reglu. Þetta inngrip rómversku kirkjunnar í málefni Korintu er grundvallað á aðgerðum rómverska þingsins og keisarans. Bréfið talar fyrir hlýðni gagnvart embættismönnum samkundunnar og undirgefni gagnvart félagslega ríkjandi stigveldi ríkis og samfélags. Friður og samlyndi þýddi undirgefni á móti því sem að Páll hafði talað um einingu í fjölbreytileika. Undirgefni kvenna var sett fram sem hið fullkomna án gagnkvæmra skyldna eiginmanna og feðra eins og við sjáum í deutero-pálínsku hefðinni. 

Við höfum enga hugmynd, nákvæmlega hvernig Korintubúarnir brugðust við þessu bréfi embættismanna rómversku kirkjunnar. 70 árum síðar skrifaði Dionysus í Korintu bréf til rómversku kirkjunnar að bréfið þeirra (1. Klemens) væri lesið upphátt á samkomum reglulega til að fá leiðbeiningar. Undir slíkum þrýstingi þá voru Korintubúarnir að aðlaga stöðu sína að hinni rómverski heimsvaldsreglu.  

En við vitum það ekki fyrir víst. Þrátt fyrir allt, þá áttu Korintubúarnir arf um sjálfstæðan anda og ögrun gagnvart utanaðkomandi valdapersónum. Það er vegna þess að fólk hlýðir ekki alltaf þeim sem fara með völdin, að valdapersónurnar skrifa bréf til að kalla eftir hlýðni!!

Nú ætla ég að reyna að fara bloggrúnt, þegar maður dettur út af bloggi einn dag, þá er margt að vinna upp.....þið eruð of dugleg að blogga gott fólk CoolWizard!

blessíbili!

   

 


Karpað í Korintu V. hluti!

imagesÞað er búið að vera svo mikið að gera í samfélagslífinu hjá minni að ég bara hef ekki haft tíma til að sinna þessu bloggi sem skildi Pinch!

Ég var á útgáfuhófi í gær vegna útkomu predikunarsafns tengdaföður mín sr. Bolla Gústavssonar (sjá fyrri færslu) og síðan var haldið á grillið á Hótel Sögu og þar voru öll systkini mannsins míns, Bolla Péturs ásamt móður hans og mökum. Við borðuðum mat sem að var listaverk og höfðum það afskaplega gott!

Í morgun var svo brunch í tilefni afmælis tengdaföður míns en hann er 72 ára í dag og voru þar allir saman komnir og mikið borðað, hlegið og spjallað.

Í kvöld er svo sextugs afmæli móðursystur minnar og verður það án efa mikið fjör ef ég þekki móður fjölskyldu mína rétt Wizard!

En ég skil ekki við ykkur án þess að kíkja aðeins áfram inn í Korintu. Við skulum sjá hvað verið er að bralla þar!

Viska, andlegar gjafir og andlegt fólk. 

Sá ágreiningur sem að tekist er á við í 1. Kor. 1.10-4.21 er beint tengdur því að sumir Korintubúanna tengdust beint ákveðnum postulum, sérstaklega Appóllosi og Páli sjálfum. Þessi mál voru einnig nátengd hrifningu um dulspekilega visku (sophia), ef að dæmt er frá harðri árás Páls í 1. Kor. 1.17-25. Byggt á þessari visku þá sögðust sumir Korintubúanna að þeir hefðu ekki aðeins mælskusnilld heldur einnig upphafna stöðu sem “vitrir” og “valdamiklir”, “konungbornir”, “ríkir”, “heiðraðir”, “sterkir” og “konunglegir” (1.26; 4.8.-10.) 

Sem áframhaldandi óvirtir leysingjar í hinu ytra samfélagi, þá hefur þetta fólk mjög líklega verið langeygt eftir virðingarstöðu innan síns félagslega ramma. Hver sem staða þeirra var fyrir utan samfélagið, þá höfðu þau núna háa andlega stöðu gegnum viskuna sem að kennd var í samfélaginu.  

 Þessi korintíska upphafna andlega staða var einnig tengd reynslu þeirra af andanum. Krafa Páls um að hina sönnu visku sé að finna í krossi Krists (1.Kor. 1.24-25) virðist vera tilraun til að svara því hve Korintubúarnir voru uppteknir af að “túlka” andlega hluti til þeirra sem eru “andlegir” (1. Kor. 2.13.). 

 Í því trúboði sem að var leitt af Páli og öðrum, þá var andinn alltaf skilinn sem andlegur kraftur sem var móttekinn hjá einstaklingum sem að létu skírast en það var innvígsluathöfn inn í samfélagið. Hinir andlegu Korintubúar virðast hafa upplifað skírnina meira sem persónulega gáfu með valdi og visku, ef við dæmum út frá skyndilegri vörn Páls yfir að hafa skírt einhverja af Korintubúunum (1. Kor. 12.4.13).  

Svo virðist sem að spámennska og tungutal hafi verið þær tvær gjafir sem að voru eftirsóttastar í Korintu. Sú hin vinsælasta virðist hafa verið að tala tungum en það var óskiljanlegt ræða. Það að tala tungum má hafa verið lík opinberunar spádómum í hellenistískum trúarbrögðum og jafnvel líkt því sem að Philon lýsir sem ekstatískum spádómum.  

Í þeim texta sem að valin er til þýðingar í flestum útgáfum Nt, þá lýsir Páll því yfir afdráttarlaust að konur eigi að þegja á safnaðarsamkomum, það er, þær eiga ekki yfir höfuð að spá (1. Kor. 14.34-5). Það er  skekkja í grískum handritum á þessu versi og frekari efasemdir um að Páll hafi í raun skrifað þessi vers og frekari efasemdir um að Páll hafi líka skrifað versin í 1. Kor. 11.3-16, sem að fjalla um konur sem spá. Ef að Páll skrifaði þessi orð í raun og veru, þá gefa þau til kynna að konur voru sérstaklega virkar meðal Korintubúanna sem voru hrifnir af hinum andlegu gjöfum spámennsku og tungutals.  Þetta á vel við texta frá hinum forna miðjarðarhafsheimi almennt sem að sýnir konur oftar en karlmenn, frá sér numdar (ecstatics). 

Fyrir konur í ekklesíunni, jafnt sem þræla og aðra sem höfðu jaðar félagslega stöðu, þá hafði sú viska og það vald sem kom með því að vera fyllt andanum þau áhrif að það leyfði þeim að umbreyta hefðbundnum kynferðislegum og trúarlegum gildum sem voru tæki stjórnunar í hinum heimsvaldlega samfélagi.  Í gegnum andlega handanveru sem kom í gegnum skírnina, upplifði fólkið umbreytingu frá stöðu vanvirðingar og niðurlægingar yfir í upphafna andlega stöðu.  

Hafið það gott í kvöld og ekki skemmta ykkur betur en ég, þá fer ég í fýlu fram að jólum Tounge.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 66423

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband