Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Lífið sækir fram!

BollieldriÍ dag kemur út safn predikana Sr. Bolla Gústavsonar fyrrverandi vígslubiskups á Hólum. Bókin er til heiðurs Sr. Bolla sjötugum og er afrakstur samheldinna barna Sr. Bolla og Matthildar Jónsdóttur.

Bók þess geymir safn predikana og ljóða eftir Sr. Bolla Gústavsson. Myndskreytingar eru eftir hann og Gústav Geir Bollason myndlistarmann og son höfundar. Sr. Bolli Pétur Bollason, sonur höfundar einnig, ritstýrir bókinni.

Sr. Bolli Gústavsson var sóknarprestur í Hrísey 1963-1966 og í Laufási við Eyjafjörð frá árinu 1966 til 1991 er hann varð víglsubiskup að Hólum í Hjaltadal.

Hr. Karl Sigurbjörnsson biskup ritar inngang og Hjörtur Pálsson norrænufræðingur og guðfræðingur ritar grein um manninn og rithöfundinn sr. Bolla Gústavsson.

Ég læt hér fylgja með ljóð sem að sr. Bolli flutti í tilefni heimsóknar Vigdísar Finnbogadóttur til Hóla árið 1991. Þá samdi hann fyrstu hugleiðingu sína sem vígslubiskup á Hólastað, en í henni birtist ljóðið.

Láréttir geislar

yfir alhvítu landi

bræða frerann seint.

 

Þó logar hjartað

er dauðinn þokast nær

þá brennur hjartað

 

Lífið sækir fram

gagnstæð skaut mætast

fljúga neistar í milli

 

Leiftrandi neistaflug kveikir

í þurru tundri hjartans

og það slær.

 

Við staðnæmumst hjá gröfunum

finnum þanþol lífsins

vaxa í dauðanum

líkt og vorhiminn eilífðar

yfir hvítu landi.

Sr. Bolli Gústavsson, 1991.

Það er mér mikil ánægja að skrifa um þessa bók og sjá hana útkomna. Ég hef fengið að gægjast yfir öxlina á þeim sem að unnu að þessari bók og ég get með sanni sagt að hún er út komin í miklum kærleika og alúð við ævistarf þessa mæta manns sem að var dyggur þjónn kirkjunnar, góður faðir og eiginmaður!

Kveðja, Sunna!


Karpað í Korintu IV hluti!

Korinta2Nú er ég búin að hlaupa smá og búin að setja í eins og eina þvottavél og þá er komin tími til að halda aftur til Korintu og sjá hvað fólk er að bralla þar!

Uppruni og stofnanagerving. 

Ekklesía er hugtak sem að notað var um staðbundið samfélag á stöðum eins og í Korintu, en einnig um hreyfinguna sem heild. Þýðingin sem að er yfirleitt notuð, kirkja gefur ekki til kynna alla merkingu orðsins. Í fornum grískum borgum þá var ekklesían pólitískt hugtak, átti við ríkjandi samkundu frjálsra borgara í hinni grísku “polis” eða borg. Í hinu heimsvaldslega samhengi fyrstu aldarinnar eftir Krist þá var þetta hugtak notað af ýmsum hópum sem tilvísun í samkundu þar sem fólk kom saman. Í grískum þýðingum á ritum Ísrael, þá er þetta orð notað yfir samkundurnar í staðbundnum þorpum (kallað einnig synagógur), eða heildar samkundur allra Ísraelítanna. Seinni notkunin hjálpar til við að útskýra hvernig samkundan gat átt við bæði staðbundið samfélag og allrar hreyfingarinnar sem um var að ræða. Korintubúar hafa líklega skilið þetta sem hliðstæðu við og jafnvel sem staðgengil samkundunnar í hinni grísku borg, þar sem að fyrrum vald hennar hafði verið skipt út fyrir hið aristókratíska borgarráð undir rómverskri stjórn. (121)

 Þátttaka og einkenni. Þrælar munu líklega hafa laðast að samfélagi þar sem grundvöllur skírnarinnar mun hafa verið afnám aðgreiningar milli þræla og frjálsra, sjá einnig 1. Kor. 7.21. Seinni tíma heimildir benda til þess að samkundur á hinu forna pálínska trúboðssvæði hafi keypt meðlimi úr þrældómi með samfélagsfé sem að var aflað (sjá bréf Ignatíusar til Pólýkarps).  Í fornöld, miklu meira en í dag var fólk skilgreint út frá stöðu sinni í hinni félagslegu reglu og út frá þeim félagslega hópi sem það tilheyrði. Flest fólk var mótað af þjóðernislegum og félagslegum arfi sem að það var fætt inn í.  

Fólkið sem að gekk inn í hina nýju samkundu heilagra í Korintu hafði nú þegar menningarleg einkenni sem var grundvallandi. Það voru einkenni sem að höfðu verið félagsgerð í uppeldi fólksins. Trúskiptin og þróunin á nýrri félags-trúarlegri hreyfingu mun hafa falið í sér ferli annars stigs félagsgervingar og endur-félagsgervingu. Þessi nýju einkenni voru lögð yfir það félagslega einkenni sem að var til fyrir. Jafnvel þó að hin trúuðu tóku á sig nýja persónu í samfélagi Krists, héldu þau áfram að starfa á hinu opinbera sviði og inni á heimilinu í samræmi við áður ákvarðað félagslegt hlutverk.  Það kemur því ekki á óvart að það hafi verið alvarlegur ágreiningur innan hinnar nýju samkundu í Korintu jafnt sem milli sumra meðlima hennar. 

Ágreiningur á samkundunni. 

Samkundurnar fólu í sér til viðbótar við máltíð Drottins, farið með sálma, kennsla, spádómar, opinberanir og túlkanir, 1. Kor. 14.26. Svo virðist sem að ólíkt samkundunum í Þessalónikku og Filippí að þá hafi samkundan í Korintu ekki upplifað mikil átök við ytri heiminn. Aftur á móti reis upp ágreiningur innan samkundunnar í Korintu og milli einhverra af meðlimunum og Páls. Á einhverjum tímapunkti eftir að Apóllos hafði kennt í Korintu, skrifaði samkundan Páli bréf um ákveðin mál sem höfðu komið upp.  Hægt er að lesa á milli línanna, inn í þessi álitamál með því að lesa gagnrýnið milli línanna.  

Enn meira síðar, meira í dag enn í gær!

 


Karpað í Korintu III. hluti!

imagesOg áfram höldum við þar sem frá var horfið án þess að líta til baka eða horfa of langt fram á veginn Cool!

Rómarveldi.  

Hin forna borg Korinta var eyðilögð af rómverskum hersveitum 146 f.kr. Hún síðar stofnuð aftur sem rómversk nýlenda af Júlíusi Sesar 44. f.kr. Eftir að sonur Júlíusar Sesar, Oktavíus sigraði andstæðing hans Markús Antóníus í baráttunni við Actium, það varð rómverski keisara költinn miðlægari í Korintu eins og í öðrum borgum hins rómverska keisaraveldis.(117). 

Byggingarnar, viðhald þeirra og fórnir sem fóru fram í keisaratrúarreglunni voru styrktar af auðugri elítunni sem starfaði einnig sem prestar hennar. Tilgangur þeirra var að ala á tilfinningu varðandi samloðun yfir stéttarmörkin og þá tilfinningu að tilheyra rómversku keisarareglunni með því að hafa með fólk úr hverri stétt í fórnarathöfnum og hátíðum umhverfis borgina. (118). 

Sú tilgáta hefur verið uppi að eina skiptið sem að margir borðuðu kjöt var á árlegri hátíð sem að tileinkuð var keisaranum. Þar sem að ólæst, venjulegt fólk skildi ekki eftir sig skrifaðar heimildir, að þá vitum við ekki hver viðhorf þeirra kunna að hafa verið.(118). 

Hin stjórnmálafræðilega og efnahagslega uppbygging í Korintu mun líklega hafa verið í samræmi við rómverska heimsveldið í heild. Rómverskir félagssögufræðingar hafi fundið það út að hið rómverska heimsveldis samfélag fól í sér stórt gap milli hins örsmáa hluta ríkjandi yfirstéttar og svo afganginn af fólkinu. Mjög ríkur minnihluti, minna en 3% sem bjó við alsnægtir í borgunum átti mest af framleiðslulandinu sem síðan byggði grunninn undir auð þeirra og veldi. Stórkaupmenn, kaupmenn, iðnaðarmenn og einhverjir hermenn voru ca. 7 % af heildar fjöldanum. Þau 90 % sem að eftir eru, lifðu við eða undir uppihaldsmörkum. Þannig að flestir í Rómarveldi voru fátækir, lifðu rétt yfir, við eða rétt undir uppihaldsmörkunum.(119)

 Undir hinni rómversku reglu höfðu samkundur frjálsra borgara misst áhrif sín í borgarmálunum þar sem að valdinu var komið fyrir í borgarráðum ríkrar yfirstéttar sem Rómverjarnir treystu til að viðhalda hinni keisaralegu reglu. Í nýrri og útvíkkaðri rómverskri Korintu samanstóð íbúafjöldinn af nýbúum í borginni frekar en innfæddum Korintubúum með rætur í infæddum menningarlegum hefðum. Nærvera þessa fólks af ýmsum þjóðernislegum og menningarlegum uppruna gæti hafa lagt til tilfinningu félagslegs rótleysis og skort á hefðbundinni menningarlegri stefnumörkun meðal fólksins í borginni.(119) 

Aðgreining milli frjálsra og þræla, mun hafa verið mikilvæg á félagslega sviðinu í Korintu, bæði beint og óbeint. Rómverska keisaraveldið var þrælasamfélag. Þrælar voru svo ódýrir að þrælaeign fór langt niður samfélagsskalann. Það er áætlað að í heimsveldissamfélaginu hafi þrælar verið um það bil 1/3 að íbúafjöldanum og annar þriðjungur var fólks sem að hafði hlotið frelsi. Þrælar voru lifandi verkfæri, ekki persónur, með engin lagaleg réttindi og að eilífu merktir sem óvirðulegir. Á meðan sumir þrælar höfðu það betra en aðrir, þá voru allir þrælar á jaðrinum og höfðu upplifað það sem að Orlando Patterson kalla “félagslegur dauði” í tengslum við fjölskyldu, samfélagið og menningarleg einkenni uppruna þeirra. Til viðbótar við það að vera samfélagslega óvirtir, þá voru þrælar reglulega settir undir líkamlegar og kynferðislegar meiðingar. (120) Við getum á engan hátt áætlað fjölda þræla í Korintu. (120). 

Mikill fjöldi íbúa í Korintu voru fyrrum þrælar og afkomendur þræla. Í rómversku samfélagi voru leysingjar áfram litnir hornauga vegna þjónandi bakgrunns síns. Afkomendur þræla voru ennþá óvirðulegt fólk. (120)

Árið 44 f. kr þá flutti Júlíus Sesar leysingja inn í nýlenduna ásamt umfram íbúafjölda frá Róm og hermenn.  Þess vegna hefur stór hluti íbúanna í Korintu verið afkomendur leysingja.  Af því að svona margir íbúanna í Korintu hafa verið afkomendur þræla, þá hefur löngunin eftir félagslegri stöðu spilað stórt hlutverk.  

Ég vona að við séum öll enn glöð, með á nótunum og séum ekki drepast úr leiðindum Sick!

Bless í bili, ég er farin að hlusta á jólalög WizardWhistling!


Hux!

Ok....nú ætla ég að hugsa upphátt, stundum gerist það að ég hugsa og þetta er ein af þeim stundum Wizard!

Ég lifi lífi, já ég geri það Whistling! Lífinu mínu fylgir líferni og alls konar hlutir sem að tengjast því að lifa! Lífið mitt er hluti af mér, því sem ég er og það sem gerir mig að þeirri manneskju sem ég er. Lífið mitt verður aldrei aðskilið frá mér, þannig að ég sem persóna verð eitt en lífið mitt eitthvað annað.

Þannig ef að ég hef velþóknun á fólki, þá felur það í sér velþóknun á því sjálfu og um leið því lífi sem það lifir vegna þess að þetta er eitt en ekki tvennt.

Þegar fólk segist hata líferni fólks, en ekki fólkið sjálft, þ.e. lífið sé svo syndugt en það hatar fólkið ekki sem manneskjur, þá er það bara bull. Þú getur ekki sagst hata líferni fólks en elskað fólkið. Það er svo undarleg réttlæting og fordómum og fyrirlitningu að ég hef sjaldan séð aðra eins staðleysu.

Líf og persónan er eitt og hið sama, líf sem er lifað í frelsi, í réttlæti, í virðingu og í kærleika. Ég og lífið mitt erum eitt og hið sama. Þetta myndar eina heild sem að gerir um leið mig að manneskju!

Hættið þessu nú þessu bulli þið sem þreytist ekki á að bera þetta á borð fyrir okkur. Við sjáum í gegnum þessa undarlegu réttlætingu á fordómum gegn fólki!

tjusssogfrusssss.....hasta la vista beibí Police!


Karpað í Korintu II. hluti!

imagesHér kemur 2. hluti í framhaldssögunni "karpað í Korintu" og er haldið beint áfram frá því í gær!

Lesið milli línanna! 

Frumheimildir okkar varðandi upplýsingar um uppruna og fyrstu ár samkundunnar í Korintu eru í 1. Korintubréfi og 2. Korintubréfi. Í þessum bréfum er Páll að bregðast við fréttum af  sérstakri þróun eftir að hann yfirgaf Korintu. Í því fólust einnig átök sem að risu innan samkundunnar og milli einhverra af meðlimum hennar og Páls. Í mótun raka sinna, gefur Páll miklar upplýsingar varðandi sjónarhorn þeirra og iðju. Lykilhugtökin, orðin og þemun í þessum bréfum eru aðgreinandi ólík þeim sem að Páll notar í öðrum bréfum sínum. Við vitum ekki hvernig hin trúuðu í Korintu sjálf, brugðust við lestri bréfa Páls á sameinaðri samkomunni, en það er ljóst að ákveðin sjónarhorn og iðjur í samfélaginu voru ekki í samræmi við væntingar Páls. Þar sem að mælskufræði Páls útvegar okkur bæði uppsprettu þekkingar okkar um Korintubúa og mótar skynjun okkar á þeim, þá verðum við að lesa gagnrýnið milli línanna og gegn hefðinni. (116). 

Hinar Korintísku bréfaskriftir innhalda í raun nokkur bréf í áframhaldandi samskiptum milli Páls og hinna trúuðu í Korintu. Páll hafði ritað bréf áður til samkundunnar (1. Kor. 5.9), þannig að bréfið sem að við þekkjum sem 1. Korintubréf er í raun 2. Korintubréf. 2. Korintubréf er talið innihalda tvö eða fleiri bréf sem að Páll skrifaði hvert á fætur öðru. Hin ýmsu rök í 1. Korintubréfi og hlutar í 2. Korintubréfi getum við notað til að endurskapa bæði innri þróun í Ekklesiunni (kirkjunni) og samband Páls við meðlimi hennar, sem að urðu nokkuð þvinguð.(116). 

Textinn í 1. Kor. 1.10-4.21 vísar til frétta sem að komu frá heimilismönnum Klóe um aðgreiningu í samkundunni. Ein ástæða ágreiningsins getur verið persónulegs eðlis eða tengsl heimilishalds við Appollós og Pál. Í 1. Korintubréf 5. kafla ávarpar Páll umburðalyndi samkundunnar gagnvart manni sem býr með fyrrum eiginkonu föður síns. 6.1-12 tekst hann á við innri samfélagslegan ágreining og það að fara með hann til borgaralegra dómstóla. Það er ljóst út frá 1. Kor. 7.1 að Páll er að svara bréfi frá Korintubúum varðandi það að halda sig frá kynferðislegum tengslum í hjónabandi. Textinn í 1. Kor. 8.1-11.1 einblínir á fórnarkjöt, kaflar 12-14 á andlegar gjafir, 16.1-4 um safnanir fyrir dýrlinga í Jerúsalem og 16.12 um Apollós. Í 11.17-34 mótmælir Páll hvernig Korintubúar eru að fylgjast með máltíð Drottins og í kafla 15 svarar hann afneitun sumra á upprisunni.(116-117). 

Ákveðin ný álitamál koma fram í dagsljósið eða í 2. Korintubréfi. Sársaukafull heimsókn er nefnd í 2. Kor. 2.1-3 sem hefur þær afleiðingar að frekari beiskja myndast milli meðlima samfélagsins og Páls. Einhverjir postular sem eru samkeppnisaðilar  koma inn í myndina, en Páll vísar til þeirra sem ofur-postula og hann setur fram þjakandi vörn fyrir sinn eigin postuladóm í 2. Kor. 10-13 og nefnir “bréf táranna” í 2. Kor. 2.4. 2. Kor 1-7 bendir til að einhvers konar sáttargjörð hafi átt sér stað milli Páls og Korintubúa, hugsanlega nauðsynlegt fyrir þau plön að ljúka söfnuninni fyrir Jerúsalem sem að er talað um í 2. Kor. 8-9.(117). 

Upplýsingar um lífið í Korintuborg, í því samhengi sem að samkundan þróaðist er hægt að rýna í frá fornleifafræðilegum rannsóknum en einnig grískum og latneskum textum. Bréfið sem að þekkt er sem 1. Klemensarbréf gefur einnig smá innsýn frekar inni í átökin í korintísku samkundunni alveg fram að lokum fyrstu aldarinnar, 2 kynslóðum eftir upphaf hennar. (117).

Meira síðar, vonandi skemmtið þið ykkur vel, ég er alla vega í stuði með Guði og í botni með Drottni Halo!

Þar til síðar!  

 


Karpað í Korintu!

Kórinta Nú er komið að yfirliti yfir afa fróðlega grein að eigin mati að sjálfsögðu (geri alltaf ráð fyrir að öllum finnist það sama skemmtilegt og mér Wizard). Þessi grein fjallar um sögu fólksins í Korintu og átök sem að áttu sér stað milli ákveðinna safnaðarmeðlima í hinum frumkristna söfnuði í Korintu og Páls.

Þessi grein er eftir mann að nafni Ray Pickett og birtist hún í bókinni "A Peoples History Of Christianity. Vol. 1. Christian Origins".

Hér á eftir fylgir útdráttur úr þessari grein, en ég birti hana í pörtum af því að ég trúi því að fólk hafi ekki þolinmæði í langan texta. Þannig að þetta kemur inn á næstu dögum skref fyrir skref. Svona framhaldssaga vikunnar Halo!

Þess má geta að titill færslunnar er tekin að láni frá bloggvinkonu minni krossgátu en hún kom með afar góðar tillögur að titlum á þessari væntanlegu færslu minni um Korintu og mér fannst þær svo góðar margar að ég notast við þær hér , takk krossgáta Smile!

Annað sem að ég vil taka fram er að umræða um þessa færslu mun einskorðast við fólk með útstæð eyru, of stuttan hægrifót, stutta putta og feita litlu tá! Vegna viðkvæmni umræðunnar er ekki í boði fyrir aðra að taka þátt Tounge!

Njótið nú vel, enda of skemmtilegt efni um að ræða Police!

Málefnin í hinum elstu samfélögum Krists-trúaðra í Korintu voru augljóslega flóknari og átakameiri en hin fegraða mynd af frumkristnum samfélögum í Jerúsalem. En sú mynd var gefin af þeim, að fólk var sýnt brjótandi brauð saman með glöðu og örlátu hjarta (Post. 2.43-46).113. Á þeim tveimur áratugum sem að liðu frá því að Jesús boðaði í Galíleu og krossfestingunni fram að uppreisninni gegn rómverska keisaraveldinu, spruttu upp samfélög fylgismanna hans umhverfis Miðjarðarhafið. Við miðju þess var samkundan í Jerúsalem sem var stýrt af lærisveininum Pétri og síðar Jakobi bróður Jesú. Samfélög og hreyfingar festu rætur í þorpum og bæjum í Palestínu og Sýrlandi, til dæmis Damascus.(113).

Postulinn Páll og samverkamenn hans settu á stofn samfélög Krists-trúaðra í sveitum Galatíu, í hinum makedónsku borgum Filippí og Þessalónikku og í hinum grísku borgum, Korintu og Efesus. Þó að það séu bréf Páls og arfleifð sem að lifa og sem að fengu kennivaldið í mótun kristindómsins, þá voru aðrir postular og túlkanir á guðspjallinu sem að kepptu um athyglina og hollustu hinna allra fyrstu trúuðu.(113). Sú eina af þessum samkomum sem að við getum rakið frá elstu söguna, er sú í Korintu. Það er vegna þess að mikil átök þróuðust innan samfélagsins og milli meðlima þess og Páls.(114).  

Bréfið segir söguna af erfiðum tilraunum Páls til að móta viðhorf og athafnir hinna trúuðu sem ekki aðeins brugðu út af og voru á móti kenningum hans, heldur settu einnig spurningamerki við trúverðugleik Páls vegna þess, eins og þeir orðuðu það sjálfir: “Sjálfur er hann lítill fyrir mann að sjá og enginn tekur mark á ræðu hans (II. Kor. 10.10)”. Skynjun þeirra var fjarlægt hróp frá hinum fegraða Páli seinni kynslóða sem varð fyrirmyndar guðfræðingur hjálpræði trúarinnar.(114).

Hin kanóníska staða bréfa Páls lét í það skína síðar að meðlimir þeirra kirkna sem að hann stofnaði hefðu um leið samþykkt allt sem að hann skrifaði, sem grundvöll trúar þeirra, heimsmyndar og samfélags lífsins. Það er því gert ráð fyrir að bréfin hans leggi til glugga beint inn í það sem að einhvern veginn stökk inn í tilveruna sem pálínskur kristindómur. (114).  

Aftur á móti með því að lesa gagnrýnið bréfaskriftirnar í Korintu, þá koma þær upp um samfélag sem að fæddist í baráttu og átökum þar sem að meðlimir samkomunnar sóttust eftir ólíkum sjónarhornum og athöfnum. (114).  

Þessi saga fólksins sem voru hluti af samkomum Krists í Korintu snýr sjónarhorninu frá Páli að átrúnaði og iðju Korintubúa. Við erum því ekki lengur með áhugann á Páli beint og enn minna á guðfræði hans. Frekar höfum við áhuga á fólkinu sem að hann átti samskipti við í sérstökum borgum, hverju þau trúðu, hvernig þau tengdust og brugðust við trúboði Páls og samverkamanna hans og hvernig þau erfiðuðu við að móta styðjandi samfélög oftar en ekki í fjandsamlegum pólitískum aðstæðum. Sögulega hafa bréf Páls verið notuð fyrst og fremst sem grunnur til að endurmóta guðfræði hans, sem að hefur leitt af sér túlkun á mælskufræðinni á grundvelli guðfræðilegra hugtaka sem eru lesin frá samtímanum aftur að tíma Páls.(115). 

En bréf Páls hafa haft svo gríðarleg áhrif á sögu kristindómsins að það er erfitt að gefa rödd hans og sjónarhorni ekki forréttindi þegar þau eru lesin.(115).

Bless í bilinu, framhald á morgun Wizard! 

 


Nýr dagur, nýtt verkefni!

konanÍ einu lagi með Sigurrós segir að það besta sem að Guð hefur skapað er nýr dagur. Ég held að það sé alveg rétt, nýr dagur felur í sér nýja möguleika, nýtt upphaf og ný verkefni.

Verkefni dagsins hjá mér er að vinna úr þeim heimildum sem að ég ætla að skoða fyrir næsta hluta í ritgerðinni minni, hlaupa smá og fara í kirkjustarf með 6 ára börnum í Neskirkju. Ég held að þetta sé bara ágætlega raunhæft og bý mig undir að takast á við þetta með nokkurri bjartsýni. Það er svo gott að taka sér smá frí eins og við gerðum um helgina, fara út úr bænum og koma því inn á sjóndeildarhringinn sem er mikilvægast og forgangsraða út frá því. Stundum þarf maður ákveðna fjarlægð við það sem að liggur þungt á manni til að sjá það í raunhæfu, framkvæmanlegu ljósi.

Þannig að nú held ég áfram veginn, þangað til annað kemur í ljós Whistling!

Til að gefa ykkur innsýn í þær heimildir sem að liggja fyrir að renna yfir á næstu tveimur vikum, þá er hér smá listi:

The Mary Magdalene Tradition. Witness and Counter Witness in Early Christian Communities. Holly E. Hearon.

The Gospel of John. Sagra Pagina Series. E. Moloney.

Mary Magdalene and Many Others. Women who followed Jesus. Carla Ricci.

The Women in the Life of the Bridegroom. A Feminist Historical-Literary Analysis of the Female Characters in the Fourth Gospel. Adeline Fehribach.

Mary Magdalene The First Apostle. The Struggle For Authority. Ann Graham Brock.

Mary of Magdala. Apostle and Leader. Mary R. Thompson.

Her Testimony is True. Women as Witnesses according to John. Robert Gordon Maccini.

The Gospel of Mary. Beyond Gnostic and a Biblical Mary Magdalene. Esther De Boer.

The Resurrection of Mary Magdalene. Legends, Apocrypha, and the Christian Testament. Jane Schaberg.

Mary Magdalene understood. Jane Schaberg.

Það er best að byrja og ég má engan tíma missa.

Nýr dagur, nýtt verkefni Wizard!

Ha´det!


Helgarfréttir!

sveitinÉg og stelpurnar mínar erum komnar heim úr sveitinni eftir afar góða helgi í afslöppun og leti Wizard! Það jafnast ekkert á við góða umhverfisbreytingu og við erum endurnærðar mæðgur!

Eiginmaðurinn og fermingarbarnið eru enn fyrir norðan í góðu yfirlæti á Svalbarðseyrinni og búið er að redda jólamatnum þetta árið og ég er hreinasta bara of kát með það W00t! Þeir koma heim á morgun en framundan er plönuð DVD stund þar sem að við mæðgur ætlum að horfa á nýjustu Harry Potter myndina og borða jarðaber (hef enn ekki svindlað á namminu).

Ég er búin að redda jólafötum þetta árið á dætur mínar, gerði það fyrir helgi þar sem keyptir voru silfur kjólar með svörtu tjullpilsi undir, peysur yfir, silfurskór og glimmer sokkabuxur. Þannig að þetta er frá fyrir jólin. Frúin fór líka í Oasis í Kringlunni og verslaði sér jólaföt því að það væri nú andstyggilegt ef að hún færi í jólaköttin, hver ætti þá að elda jólamatinn t.d. Whistling...annars voru þetta svona "égáþaðsvoskiliðkaup" af því að ég er búin að vera svo dugleg að borða ekki neitt nammi í 4 vikur á morgun Wizard!

En ný vika er framundan og hún vona ég að verði bara góð.....mig dauðlangar að fara að jólast í kirkjustarfinu ... en samt er spurning hvort að ég haldi aftur af mér viku í viðbót..sé til Halo!

Eigði gott kvöld framundan og farsæla vinnuviku!

sunnatunna!


Auðskiljanlega konan við Rauðavatnið!

 tvíburarGóðan daginn kæra fólk! Ég er bara nokkuð lukkuleg í morgunsárið, veit ekkert afhverju en það liggur bara aldeilis ljómandi vel á mér. Framundan er kirkjustarf eins og venjulega og svo bara venjulegt hversdagslegt líf og það er bara ágætt Halo!

Svona hljómar stjörnuspáin mín í dag: Tvíburar: "Þú þarft hvorki að segja né gera mikið til að fá þínu framgengt. Það er eins og verndarstjarnan þín, Merkúr, vinni yfirvinnu bara fyrir þig. Allir skilja þig."

Þannig að ég segi ekki meira þennan daginn, allir skilja mig Wizard...það er nú ekki lítið skal ég segja ykkur, að það sé ekki ein manneskja til sem að skilur mig ekki. Ó já...ég get bara ullað á ykkur Tounge..án þess að segja af hverju....en þið skiljið mig! Ég get orðið rosa reið, alveg svona Devil...en þarf ekkert að útskýra af hverju...af því að þið skiljið mig. Svo get ég brostið í ofsagrát Crying, en neita að segja af hverju, en það er alltílæ vegna þess að þið skiljið mig. En mér finnst best í dag að vera bara svona Grin...af því að þið skiljið mig svo vel!

Knús og kossar inn í daginn frá auðskiljanlegu konunni við Rauðavatnið Kissing!


Bók, kaffi og eplasafi!

sofandi Þetta þrennt er hjá mér á borðinu núna. Ég er búin með tvo kaffibolla en samt geispa ég enn alveg nánast golunni í hvert sinn. Ég er eitthvað í óstuði og langar mest að skrýða undir sæng og sofa fram að hádegi.

Það er þó ekki í boðinu og ég þarf að halda áfram. Það er svo merkilegt að þegar ég finna að tíminn minnkar, þá gef ég ekki í, heldur bind fyrir augun á mér og þykist ekki sjá bókastaflann á borðinu hjá mér og læt sem að ég hafi allan tímann í heiminum. Síðan þegar snaran er nógu hert um hálsinn tek ég frá augunum og vinn eins og ég eigi lífið að leysa!

Svona er þetta nú bara, ég er á þeim stað núna með ritgerðina mína að mér finnst ég ekkert komast áfram og er stopp og búin að vera í smá tíma. En ég þarf bara að halda áfram, smá á hverjum degi og þá kemur þetta. Verst hvað mig langar frekar samt til að kúra og lesa skáldsögur, fara í bæinn og skoða jólaskraut og svo langar mig í NAMMI!

Svona er þetta nú bara, ég sný mér aftur að bókunum, kaffinu og eplasafanum og læt sem að allt sé í himnalagi Halo!

Hér í lokin er smá innsýn í greinina sem ég er að skoða um Korintu út frá sögunni að neðan...eða sögu fólksins. Greinin er eftir Ray Pickett.

Enjoy W00tWizard!

"Aðgreining milli frjálsra og þræla, mun hafa verið mikilvæg á félagslega sviðinu í Korintu, bæði beint og óbeint. Rómverska keisaraveldið var þrælasamfélag. Þrælar voru svo ódýrir að þrælaeign fór langt niður samfélagsskalann. Það er áætlað að í heimsveldissamfélaginu hafi þrælar verið um það bil 1/3 af íbúafjöldanum og annar þriðjungur var fólk sem að hafði hlotið frelsi. Þrælar voru lifandi verkfæri, ekki persónur, með engin lagaleg réttindi og að eilífu merktir sem óvirðulegir. Á meðan sumir þrælar höfðu það betra en aðrir, þá voru allir þrælar á jaðrinum og höfðu upplifað það sem að Orlando Patterson kallar “félagslegur dauði” í tengslum við fjölskyldu, samfélagið og menningarleg einkenni uppruna þeirra. Til viðbótar við það að vera samfélagslega óvirtir, þá voru þrælar reglulega settir undir líkamlegar og kynferðislegar meiðingar."

Bless í bilinu!  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 66423

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband