Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
6.11.2007 | 12:53
Bloggleysið ...
2.11.2007 | 22:09
Til umhugsunar...
Ég á það til að velta ýmsu fyrir mér og stundum hugsa sjálfa mig í marga hringi, þannig að ég enda aftur á byrjunarreit .
Nú er ég að velta fyrir mér ákveðnum hlutum sem að ég vil varpa út í loftið en ég hef verið hugsi yfir þessu í dag:
Spurt er:
1. Er hægt að gagnrýna skoðanir fólks og vera ósammála grundvallar afstöðu þess til lífsins en um leið bera virðingu fyrir skoðunum þess?
2. Felur gagnrýni í sér óvirðingu um leið?
3. Þarf gagnrýni á skoðanir og afstöðu fólks að fela í sér óvirðingu fyrir persónu einstaklingsing um leið?
4. Getum við rætt saman, skipst á ólíkum skoðunum, verið ósammála en samt borið virðingu fyrir hvort öðru?
Þetta eru nokkrar vangaveltur, en þetta er mér bara eitthvað svo ofarlega í huga að ég bara verð að blogga um þetta eftir bloggrúnta dagsins .
Með von um að málefnin verði persónum ofar, kjósi fólk að tjá sig hér við þessa færslu !
kveðja!
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
1.11.2007 | 10:36
Ég fæ hroll...
...við tilhugsunina um þetta fólk! Hvað gerist í hausnum á manneskjum sem að ákveða að mótmæla við útför? Að vaða inn á fólk í sorg með mótmælaspjöld og tala svo um tjáningarfrelsi!
Stundum fæ ég það á tilfinninguna að fólk sé fífl !
Kirkja dæmd til skaðabótagreiðslna fyrir að mótmæla við jarðarför | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.10.2007 | 22:06
Smá fróðleikur fyrir svefninn!
I doubt very much if, in the present age, we shall ever get to the point where we know all there is to know, and understand all there is to understand, about Jesus himself, who hes was, what he said and what he did, and what he meant by it all. But since orthodox Christianity has always held firm to the basic belief that it is by looking at Jesus himself that we discover who God is, it seems to me indisputable that we should always expect to be continuing the quest for Jesus, precisely as a part of, indeed perhaps as the sharp edge of our exploration of God himself.
- N.T Wright.
As with God, so with the Bible; Just because our tradition tells us that the Bible says and means one thing or another, that doesn´t excuse us from the hard task if studying it afresh, in the light of the best known knowledge we have about its world and context, to see whether these things are indeed so. For me, the dynamic of a commitment to scripture is not, "We believe the Bible, so there is nothing more to be learnt", but rather, "We believe the Bible, so we´d better discover all the things in it to wich our traditions, including our "protestant og evangelical traditions, wich have supposed themselves to be biblical but are sometimes demonstrably not, have made us blind. Ans this process of rethinking will include the hard and often threatening question, wether some things that our traditions have taken as literal, should be seen as metaphorical, and perhaps also vise versa-and if so, wich ones.
- N. T. Wright.
A Paris newcomer, I´d never been
Followed by those dark eyes, bewitched by that
Half smile. Meaning, like beauty, teases, dancing
In the soft spaces between portrait, artist,
and the beholder´s eye. But now, twice shy,
She hides behind a veil of wood and glass;
And we who peer and pry into her world
See cameras, schoolchildren, other eyes,
Other disturbing smiles, So, now, we view
The world, each other, God, through prison glass:
Suspicion, fear, mistrust-projections of
Our own anxieties. Is all our knowing
Only reflection? Let me trust, and see,
and let love´s eyes pursue, and set me free.
- N.T. Wright.
Góða nótt og verið góð .
31.10.2007 | 11:15
Langar ekki til að blogga...
Ég viðurkenni það að það er einhvern veginn ekki efst í huganum þessa stundina að blogga (geriþaðnúsamt). Ég er með eitthvað svo blendnar tilfinningar til þessa bloggs eitthvað þessa dagana, að ég bara upplifi stóra og feita gremju í garð bloggsins.
Það eru svo margir sjálfskipaðir siðapostular á ferðinni og vita allt um allt og dylgja og koma með sleggjudóma, sumir vita jafnvel meira um mann heldur en maður sjálfur þessa dagana. Mér finnst alveg merkilegt hvað margir eru með góða innsýn í líf annarra, jafnvel persónulegar tilfinningar. Ég er ekki svona gáfuð að vita svona mikið um fólk út frá bloggi, kýs að mynda mér skoðanir á fólki út frá persónulegum samskiptum og samtölum.
Hvað veldur því að fólk telji sig eiga heimtingu á að vita allt um einstakling sem að bloggar, hvað veldur því að ef að einstaklingur vill eiga sumt fyrir sig að þá fer fólk af stað og getur í eyðurnar og bara giskar og um leið dylgjar og setur fram eitthvað sem að ekki er fótur fyrir.
Ég bara verð stundum svo yfirgengin að ég verð fráhverf blogginu, nenni ekki að standa í þessu, verja það hver ég er gegn tilbúnum skoðunum annarra á mér. Það er eins og að standa móti beljandi stormi og kalla stöðugt en móttakan er engin vegna þess að fólk er bara búið að gera sér upp skoðanir og þær skulu bara standa, sama hvað tautar og raular.
Einu sinni sagði ég við samstarfsmann minn í Neskirkju þegar hann fór í gremjukast, að það væri allt í lagi og hann hefði 24 tíma til að vera í gremjunni, eftir það yrði hann að fara að lifa í lausninni!
Nú sem sagt áskil ég mér 24 klst gremjutímabil, þannig á að morgun um þetta leyti verð ég farin að hugsa í lausnum!
Gremjukveðja, Sunna
30.10.2007 | 14:57
Í dag vil ég gefa þér...
Þarfnast þú handa minna, Drottinn,
til að geta hjálpað sjúkum, fátækum og nauðstöddum?
Drottinn, í dag vil ég gefa þér hendur mínar.
Þarfnast þú fóta minna, Drottinn,
til að geta vitjað þeirra,
sem einmana eru og án vonar?
Drottinn, í dag vil ég gefa þér fætur mína.
Þarfnast þú vara minna, Drottinn,
til að geta talað til þeirra,
sem þrá kærleiksrík orð og viðmót?
Drottinn, í dag vil ég gefa þér varir mínar.
Þarfnast þú hjarta míns, Drottinn,
til að geta elskað
skilyrðislaust sérhvern mann?
Drottinn, í dag vil ég gefa þér hjarta mitt.
- Móðir Teresa.
Eigði góðan dag og farið varlega í vonda veðrinu !
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
29.10.2007 | 18:10
Af gefnu tilefni..
Ég er guðfræðinemi og vonandi ef að vel gengur þá fæ ég leyfi til að kalla mig Guðfræðing með vorinu. Ég hef alveg ofsalega gaman að guðfræði og les mikið og þegar eitthvað heillar mig þá bara verð ég að skrifa um það! Ég hef gaman að stórum pælingum og get týnt mér í alls konar kenningum og hugmyndum, þetta hreinlega virkar á mig eins og segull.
Ég hef nú ekki bloggað lengi, ég byrjaði hér í apríl og var búin að blogga annars staðar í ca. ár. Ég blogga um guðfræðina af því að ég elska hana, þær fræðigreinar og bækur sem að ég blogga um eru ekki endilega alltaf yfirlýsingar um mína trú. Ég get bloggað um eitthvað sem að ég er gjörsamlega ósammála, oftast þó er ég fræðilega sammála því, annars hefði hugsanleg hugmynd ekki gripið mig .
Þó að ég bloggi, er ekki þar með sagt að ég bloggi um allt. Ég á líf fyrir utan bloggið, sumu deili ég ... öðru ekki. Sumt á heima á þessum vettvangi, sumu held ég fyrir mig. Ég er að eðlisfari frekar lokuð manneskja og kýs því að bjóða ekki allt sem að mér tengist upp til umræðna enda á margt ekki heima á vettvangi eins og moggabloggið er, vegna þess að það er svo opið. En að sama skapi dáist ég að fólki sem að bloggar um erfiða lífsreynslu og veikindi vegna þess að slíkt getur komið mörgum til hjálpar og verið okkur dýrmæt lesning og dýrmætur lærdómur. Þau sem þetta gera eru hetjur í mínum augum og ég ber mikla virðingu fyrir þessum bloggurum . Þó að ég kjósi að gera þetta ekki, að tala mikið á mjög persónulegum nótum, þýðir ekki að mér finnist það rangt. Það bara hentar ekki fyrir mig.
Ég hef fengið á mig alls konar skrif, vegna þess að trúarbragða bloggið er minn bloggvettvangur að mestu. Ég er án efa í margra augum bullandi villutrúarkona og stefni hraðbyri til helvítis . Ég hef ákveðnar skoðanir og kem þeim oft hér á framfæri, það þýðir þó ekki að ég hafi mikið bloggað um mína trú enda hef ég ekki kosið að rita hér mikið af eigin trúarjátningum.
Nú hefur mér verið afhentur míkrafónn á annarri síðu hér inni á þessum bloggvettangi og ég beðin um að svara spurningum um sem eiga væntanlega að skilgreina mína trú. Hér hef ég líka fengið í athugasemd, beiðni um að svara þessum spurningum, til að aðrir geti fylgst með af áhuga, hvað villutrúarkonan kann að segja og hver hennar játning er. Verður að öllum líkindum boðið upp á pallborðsumræður á eftir til að diskútera frekar hvort að ég sé á réttri leið eða rangri.
Menn og konur megar kalla þetta ofurviðkvæmni eða undanfærslu, en í þetta sinn kýs ég að hafa slökkt á míkrófóninum. Mín trú er ekki boðin upp til umræðna hér á þessu bloggi eða annars staðar. Hún er mín og mitt einkamál.
Ég mun þó halda áfram að blogga um guðfræði og einhverjar smásögur af mér og mínum þegar við á .
Ég slekk því á þessu kastljósi sem að beint var að mér og beini því annað. Taki viðeigandi aðilar því eins og þeir vilja.
Kær kveðja, Sunna (semerpínupirruð )
Péess.....ef ég væri kynlífsfræðingur....væri það eðlilegt að spyrja mig út í eigið kynlíf á forsendum þeirra greina sem að ég setti hér inn á þá fræðilegum grunni...
26.10.2007 | 11:26
Drottinveldi í stað karlveldis!
Eftir orrahríð gærdagsins hef ég ákveðið að venda mínu kvæði í kross og gefa ykkur innsýn í greiningarkerfi sem að ég hef verið að skoða til að greina biblíutexta í ritgerðinni minni þá með tilliti til minnihlutahópa, í mínu tilviki kvenna.
Hér er um að ræða greiningarkerfi Fiorenzu sem að ég hef áður getið um hér. Hún vill ekki lengur greina textann eingöngu á grundvelli skilgreininga á karlveldi og segir að það gangi ekki upp, vegna þess að kúgunin og yfirráðin séu flóknari og margslungnari en að eingöngu sé um að ræða, yfirráð karla yfir konum. Hér er þá til grundvallar kynjatvíhyggjan. Hún vill útvíkka karlveldishugmyndina og tala um drottinveldi (kyriarchiu).
Mér finnst þetta alveg ofsalega spennandi og flott greining og læt hér smá umfjöllun fylgja með öðrum til ánægju og yndisauka inn í helgina !
Karlveldið er þriðja atriðið í þessum tvíhyggju flokkum og Fiorenza segir að það merki bókstaflega vald föður yfir börnum sínum eða öðrum meðlimum ættbálks hans eða heimilis.[1] Ef að hugmyndin um feðraveldi er skilgreind á grundvelli karlkyn/kvenkyns kynjatvíhyggju þá verður gjörnýting og fórnalambsgerving á grundvelli kynferðis og kyns, frumkúgunin.[2] Fiorenza segir að skilningurinn á kerfisbundinni kúgun í feðraveldinu sé vandamálabundin af eftirfarandi ástæðum:- Konur eru skildar sem hjálparlaus fórnarlömb og algerir vald karla yfir konum. Hér er litið framhjá því að karlmenn hafa ójafnar stöður sjálfir þegar að yfirráðum kemur.[3]
- Aftur á móti eru konur ekki alltaf algjörlega hjálparlausar og valdalausar heldur taka sjálfar þátt í því að hafa vald yfir. [4]
- Tveggja póla greining á feðraveldi gerir ráð fyrir algjörum kynjayfirráðum og kynjamismun, jafnvel þó að kyn/kynferði standi aðeins fyrir eina vídd á flóknu kerfi yfirráða. Kynjagreining sem er ekki um leið einnig, kynþátta, stéttar og heimsvaldstefnu greining nægir ekki. Flókin greining á því hvernig formgerðir yfirráðanna skarast er nauðsynleg.[5]
- Tvípóla tvíhyggju greining á feðraveldinu vanrækir einnig völd kvenna yfir öðrum konum.[6]
- Drottinveldi er ekki eingöngu yfirráð karla yfir konum. Frekar er það flókið pýramída kerfi yfirráða sem að vinnur í gegnum ofbeldi efnahagslegrar gjörnýtingar og lifaða undirgefni. Hinn drottinvaldslegi pýramídi með stigsbundin yfirráð, getur ekki verið álitinn kyrrstæður heldur síbreytilegt net yfirráða tengsla.[11]
- Við getum ekki litið á drottinveldi sem ósögulegt eða ósveigjanlegt heldur verðum við að líta á það sem raungert á mismunandi hátt í ólíku sögulegu samhengi. Lýðræðislegt drottinveldi eða drottinvaldslegt lýðræði tengdist á ólíkan hátt í fornöld og í nútímanum.[12]
- Það er ekki aðeins kynjakerfið heldur einnig hið lagskipta kerfi kynþáttar, stéttar, nýlendustefnu og gagnkynhneigðarhyggju sem ákvarðar hið drottinvaldslega kerfi. Konur lifa ekki aðeins í fjölmenningarsamfélögum og innan ólíkra trúarbragða, heldur eru þær einnig aðskildar í félagslega hópa með ójafna stöðu, ójafnt vald og ójafnan aðgang að yfirráðunum. Kynþáttamismunun, gagnkynhneigðarhyggja, stéttamismunun og nýlendustefna eru ekki hliðstæð heldur margföld. Hinn mikli kraftur drottinlega valdsins kemur fram í lífi kvenna sem er lifa á botni drottinvaldslega pýramídans.[13]
- Drottinvaldsleg samfélög og menning þurfa til að virka, þjónandi stétt, þjónandi kynþátt og þjónandi kyn og þjónandi trúarbrögð fólksins. Tilvist þjónandi stéttar er viðhaldið í gegnum lög, menntun, félagsgervingu og grimmilegt ofbeldi. Þessu er viðhaldið með þeirri trú að meðlimir hinnar þjónandi stéttar eru af eðli og með guðlegri tilskipun óæðri þeim sem að þeim er ákvarðað að þjóna.[14]
- Bæði í vestrænum nútíma og grísk-rómverskri fornöld þá hefur drottinveldið verið í spennu við lýðræðislega siðfræði og kerfi jafnréttis og frelsis. Í róttæki lýðræðislegu kerfi, þá er vald ekki notað í gegnu vald yfir eða gegnum ofbeldi og undirgefni, heldur gegnum mannlega möguleika á virðingu, ábyrgð, sjálfs-ákvörðun og sjálfsvirðingu. Þessi róttæka lýðræðislega siðfræði hefur aftur og aftur hrint af stað frelsandi hreyfingum sem að krefjast jafns frelsis, virðingu og jafnra réttinda fyrir alla.[15]
- Á hinu málfræðilega og málvísindalegu stigi: Tungumálið er ekki bara karlmiðlægt, heldur setur það yfirstéttar karlmenn í miðjuna, en yfirstéttar konur og aðrir karlmenn fara út á jaðarinn. Kvenkyns þrælar og fátækar konur verða ósýnilegar.[18]
- Á hinu táknræna og menningarlega stigi: Drottinmiðlægni formgerir og gerir eðlileg kynja, kynþátta, stétta og nýlendutengsl sem nauðsynlega ólík.[19]
- Á hinu hugmyndafræðilega og menningarlega stigi: Drottinmiðlægni lætur kynja, kynþáttar, stétta og nýlendu fordóma líta út sem eðlilega og hylur þá staðreynd að slíkur munur séu samfélagslega mótaðir. Það formgerir mismuninn sem tengsl yfirráða.[20]
- Á félagslegu og stofnanalegu stigi: Drottinmiðlægnin viðheldur annars flokks ríkisborgararétti allra annarra en hvítra yfirstéttar karlmanna. Það gerist gegnum efnahagslega og laga-stjórnmálalegra hjálpargagna og sérstaklega í gegnum félagsgervingu, menntun og innrætingu.[21]
[24] Sama, bls. 130.
Eftirfarandi hefur verið tekið úr bókinni: Wisdom Ways. Introducing Feminist Biblical Interpretation.
Eigði góða helgi
péesssss: Þau sem lásu fá tvö prik og broskall í kladdann....
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
25.10.2007 | 11:50
Mér finnst svo margt skrýtið í þessu máli!
Ég fer alveg á flug með samsæriskenningarnar núna!!
Hvers vegna var gert hlé eftir að tveir fulltrúar höfðu tjáð sig og síðan engar fleiri umræður?? Hver vegna vill biskup ekki tjá sig um það??
Hver vegna var hin tillagan síðan dregin til baka??
Hver vegna þarf að standa vörð um hefðbundinn skilning á hjónabandinu, merkir það núna að málinu sé lokið og engar frekari umræður í boði um hjónabandið og skilninginn á því! Merkir það að nú mun kirkjan ekki ræða þetta frekar, allir glaðir og allir sáttir !
Ég er einhvern veginn viss um að það séu bara alls ekkert allir sem að gleðjast og fagna, vissulega einhverjir. En það mun ekki nást sátt um þetta og alls ekki ef það á að halda áfram að skapa aðgreiningu með því að nota hjónabandið sem valda- og útilokunartæki gegn samkynhneigðum.
Ég persónulega skilgreini ekki mitt kynhlutverk á grundvelli hjónabandsins eða hjúskaparlaganna. Hef svo sem lítið spáð í þeim lagabálki eftir að ég gifti mig og líka áður en ég gerði það. Ég hugsa að kynhlutverkið hafi orðið til miklu fyrr og vafið inn í það félagslega umhverfi sem að ég er fædd inn í. Ég skilgreini mig í mínu hjónabandi út frá þeim tilfinningum sem að ég ber til mannsins míns og við eigum gagnkvæm samskipti byggð á ást, virðingu og trúfesti. Hjúskaparlögin gera mig ekki að konu eins og ágæt kona orðaði það nokkurn veginn um daginn.
Ég er ekki tilbúin til að standa vörð um þennan hefðbundna skilning og ætla mér ekki að taka þátt í þeim leik. Því miður, en ég er ekki sátt og eflaust verða einhverjir sammála mér, örugglega einhverjir ósammála! Þannig er nú bara lífið, en mér finnst þetta líta út sem þvinguð niðurstaða, það er bara tilfinning sem ég fæ og grunur minn er sá að hér fari ekki allir sáttir frá borði og nú muni þjóðkirkjan en og aftur gjalda þess með úrsögnum.
*hrmpf*
Verum meðvituð um að niðurstaða er fengin og gleðjumst yfir því" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
23.10.2007 | 16:23
Bloggandleysisleti!
Ég hef alveg afskaplega lítið að segja þessa dagana, viðurkenni að ég hef mest megnis verið að lesa önnur blogg og fylgjast með umræðunni.
Einhvern veginn hef ég lítið við að bæta þessa dagana og læt þetta tímabil bara líða og svo eflaust dettur mér eitthvað í hug fljótlega.
Mig dreymdi nú í nótt að ég væri að skrifa blogg um söfnuðinn í Korintu vegna greinar sem að ég er að skoða, sem er saga fólksins. Þetta er sem sagt ekki saga að ofan, heldur er þetta svona peoples history, þar sem reynt er að rýna inn í fólkið sjálft og viðbrögð þeirra en vitað er að miklar deilur voru innan þessa safnaðar. Sagan vill oft gera þetta svo slétt og fellt. Kannski er það ekkert skrýtið að enn er deilt, fyrst að kenningarnar mættu hugsanlegri andstöðu strax í upphafi??
En ég er eitthvað að pirrast, búin að lesa of mikið af gremjulegum trúarbloggum og þá verð ég andlaus og þreytt og nenni ekki að taka þátt í þessari vitleysu. Þannig að ég vendi mínu kvæði í kross og safna kröftum og kem aftur með krassandi, andhefðarlegan pistil um Korintu og hamaganginn þar í kringum 50 e.kr.
Bíðið bara spennt þangað til, sem ég efast ekki um að þið gerið.....þar sem að allir vildu um Korintu lesið hafa !
Verið hress, ekkert stress og bless !
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 66423
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar