Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
21.10.2007 | 12:08
Hux
Ég hef verið hugsi og legið svolítið á meltunni eftir að hafa fylgst með viðbrögðum hér í bloggheimi við nýju Biblíu þýðingunni. Mörg þeirra eru góð og jákvæð og gleðileg til aflestrar!
Það má ýmislegt gott um hana segja, eins og t.d. notkun á orðinu systkin yfir útilokandi hugtakið bræður! Þannig að hér er tilraun til að innifela bæði kynin í boðun Biblíunnar og tala líka á þann hátt til kvenna, takk fyrir það kæru biblíuþýðendur .
Eitthvað hefur borið á því að menn fari nú hörðum orðum um þessa þýðingu og kalli hana fals.
Notast menn þar aðallega við nýja þýðingu á þeim versum þar sem þeir telja að Guð okkar almáttugur fordæmi samkynhneigð og sakna nú uppáhalds orðsins síns: Kynvillingar!
Þessi menn ætla sko ekki að notast við þessa fals þýðingu og býst ég við að menn taki nú óðar upp aftur þýðinguna frá 1912 eða jafnvel fari enn aftar og grafi upp Guðbrand heitinn enda allt best sem er frá fornu fari í bland við dass af fordómum.
Þannig burðast menn með þunga hefðina á bakinu og geta varla úr sér rétt af ótta við að okinu gæti létt og menn séð í gegnum þokuna að fólk er nú kannski bara jafnt frammi fyrir Guði og að hugsanlega eru flóknari rök að baki hinum gríska texta en séð var fyrir í upphafi.
Þannig slá menn sig til riddara og þykjast nú aldeilis vita betur en vel menntaðir Nt-fræðingar sem að hafa lagt ár að baki í rannsóknum á hinum forna texta og hafa jafnvel eins og eitt Dr. fyrir framan nafn sitt.
Nei, nú óttast menn að fordómar þeirra missi stuðning sinn frá hinni helgu bók, nú geti þeir ekki vísað lengur í orð Páls sér til stuðnings þegar berja á fólk með Biblíunni fyrir að vera ekki með "rétta kynhneigð".
Nú standa fordómarnir einir og óstuddir, alls naktir frammi fyrir þjóðinni og hvað er hægt að gera annað en að fara fram í nauðvörn!
Eigið góðan og gleðilega sunnudag í öllum regnbogans litum !
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
19.10.2007 | 18:17
Lífsins ljós!
Ég sótti málþing áðan í þjóðminjasafninu um málefni samkynhneigðra og kirkju. Að þess málþingi stóð hópur presta ásamt samtökunum 78.
Þarna var þétt setinn salur af fólki, prestum, þingmönnum og fleirum sem að vilja kynna sér þessi mál.
Á morgun hefst kirkjuþing og þar liggja fyrir tvær tillögur um samvistir samkynhneigðra og það verður áhugavert að sjá hvernig kirkjuþing mun taka á þessu máli. Málaskrá kirkjuþings er hægt að sjá inni á kirkjan.is.
Ég hef oft skrifað hér um hjúskap samkynhneigðra og lýst þeirri skoðun minni að mér finnst að þetta eigi að vera heimilt og það eigi að vera ein hjúskaparlög fyrir alla óháð kynhneigð. Ég ætla ekki að fara hér út í biblíutúlkun eða hefðarrök eða andhefðarrök og allt það. Tel þá umræðu hafa farið hér fram áður og ég þar lýst minni skoðun skýrt og skorinort.
Ég vil nota tækifærið og lýsa þeim tilfinningum sem að fara í gegnum hugann á þessari stundu eftir þetta þing. Ég ætla algjörlega að tala á nótum tilfinningaraka og ekki einhverra kaldra trúarkenninga sem að ala á aðgreiningarhyggju og framandleika milli fólks.
Ég hef verið með hugann alveg á flugi og næ einhvern veginn ekki að klára eina hugsun til enda áður en að ný tekur við. Þarna komu fram og stigu í pontu góðir fyrirlesarar og allt konur ! Allt voru þetta flottar konur en það sem að stendur upp úr er frásögn manns og sonar hans sem að er samkynhneigður. Hann stóð þarna faðirinn og lýsti því hvernig hann óskaði þess að börnin hans nytu allra réttinda sem að hann sjálfur nýtur. Sonur hans var svo spurður út í nokkra hluti og það sem að situr eftir í mínum huga voru lokaorð hans þegar búið var að tala um mannréttindi og hans hug til kirkjunnar og hvað honum fyndistum um það, að samkynhneigðir ættu að sitja við sama borð: Já, annars hefði Guð ekki skapað mig!!!
Vitiði að þessi játning þessa drengs er eitthvað það sterkasta sem að ég hef orðið vitni að lengi og ég er enn viðkvæm eftir að hafa hlýtt á þessi orð.
Það töluðu fleiri þarna, ung lesbísk stúlka lýsti því að hún er að fara að gifta sig 22. mars nk. Hún þarf að fara og skrifa undir einhver skjöl í gegnum gler fyrst. Þá er hún komin í staðfesta samvist. Hún lýsti því hvernig hún vildi geta farið til einhvers sem að stendur ekki á sama um hana og hennar líf og tilfinningar. Einhvern sem að lætur sig hana og unnustu hennar varða. Það gerir konan/maðurinn ekki bak við glerið hjá sýslumanni.
Guðfríður Lilja átti líka flott innlegg þar sem að hún talaði um að ef að Jesús Kristur gengi inn í salinn í dag, sá sem að hafði það að markmiði að vera í kringum þá sem að minnst mega sín og þeirra sem að eru á jaðrinum og hann gaf þeim gildi í samfélaginu. Það fyrsta sem að hann hefði gert í dag hefði hann komið inn, þá hefði hann fyrst gengið inn og tekið í höndina og heilsað þessum hugrakka unga dreng sem að var ný búinn að tala.
Þetta er svo rétt hjá henni. Við erum búin að búa til kristindóm í dag sem að hafnar og meiðir. Kristindóm sem að aðgreinir og gefur sumum forréttindi og öðrum ekki. Kristindóm sem að segir: Þú ert í lagi....ekki þú.
Ég get ekki fellt mig við þennan kristindóm, ég get ekki fellt mig þessa aðgreiningarhyggju og gagnkynhneigðarhyggju sem að meiðir annað fólk. Ég vil ekki vera hluti af því að meiða og særa fólk og tilfinningar þess. Ég vil ekki vera þátttakandi í að viðhalda veruleika sem að aðgreinir og býr til framandleik úr andstæðum. Nú er ég ekki prestur og ekki einu sinni ennþá orðinn guðfræðingur, en þetta er veruleiki sem að mér finnst ekki áhugaverður þegar ég hugsa um þann möguleika sem að ég hef eftir mitt nám, þá að að geta sótt um embætti innan kirkjunnar. Hugur minn leitar ekki þangað í dag og er blendinn! Ég viðurkenni það og mér finnst það á ákveðinn hátt erfitt. Kirkjan er í mínum huga er griðastaður og vin í önnum dagsins. Hún hefur verið mér skjól og hún hefur gefið mér blessun og frelsi til að elska þann sem að ég valdi og varð ástfangin af. Þetta frelsi hafa ekki allir og við sitjum ekki öll við sama borð þegar kemur að frelsinu til að elska innan kirkjunnar. Þetta er sorglegur veruleiki en hann er raunverulegur!
Það er svo merkilegt að ég fyllist sorg vegna þessa, en um leið fyllist ég von. Ég hef von um að kirkjan muni hverfa til uppruna sín, til hans sem segir við hverja manneskju: Þú skiptir mig máli, vegna þess að þú ert mín góða sköpun. Ég hef samþykkt þig í heilagrí skírn og ég þekki nafnið þitt og ég veit hver þú ert, hvað þú stendur fyrir, hvers þú óskar og hvað þú þráir. Þú ert mitt elskað barn og ég tek þér eins og þú ert!
Þeir prestar þjókirkjunnar sem að, að þessu máli komu í dag eiga heiður skilinn. Þeir eiga heiður skilinn fyrir sína vinnu og þrautseigju og vilja þeirra til að koma þessum málum í farsæla höfn. Þau hafa synt gegn straumnum en ég trúi að þau munu sjá vinnu sína njóta þeirra ávaxta sem að hún á skilið.
Það er vegna þessarar vinnu þessa presta að ég fylltist von í dag, von fyrir kirkjuna mína og von fyrir okkur öll að það komi tími þar sem að það sem að við eigum sameiginlegt verður forsendan í okkar samskiptum, ekki það sem að skilur okkur að. Þannig verði kirkjan okkur vettvangur fyrir okkur öll ekki bara suma útvalda sem njóta þeirra forréttinda af hafa fæðst með "rétta kynhneigð".
Takk fyrir mig í dag þið sem að stóðuð að þessu þingi og takk fyrir að gefa mér von um réttláta, sterka og flotta kirkju sem þorir að taka áhættu fyrir fólk!
Þetta er mitt lífsins ljós í dag !
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
18.10.2007 | 18:21
Hugsað upphátt!
Mér var hugsað til þess núna rétt í þessu eftir að hafa lesið bloggið hjá Jennýu Önnu (jenfo.blog.is) þar sem að hún er að tala um femínisma, að á þriðjudaginn kom drengur til mín í æskulýðsstarfi sem heyrði spjall mitt um femínisma við annan á staðnum. Hann kom til mín og spurði hvort að ég væri feministi! Ég sagði já og í ákveðnum tilfellum skilgreindi ég mig sem róttækan feminista.
Hann spurði þá hvort að það væri rétt að allir feministar hati karlmenn??
Það kom á mig og ég varð hálf hvumsa......hann sagði mér þá að allir sem að hann talaði við segðu sér að feministar hati karlmenn.
Ég reyndi að útskýra fyrir drengnum að svo væri ekki og þvert móti. Heldur ætti feminismi sér miklu dýpri rætur sem að snýst að menningarlegum, sögulegum og trúarlegum forsendum. Á sumum stöðum í heiminum væru konur sem að berjast fyrir réttindum annarra kvenna og sú barátta væri oftar en ekki upp á líf og dauða!
Mér var hálf um eftir þetta og fór að velta fyrir mér hversu neikvæða skírskotum hugtakið feminismi hefur almennt.
Fyrir mér er þetta ekki neikvætt hugtak og eitthvað sem er í mínum huga sterk afstaða, sem felur í sér að taka sér stöðu með konum og öðrum sem að vinna að jafnrétti almennt. Það er til dæmis ekki langt síðan kvennarýnin tók sér stöðu innan guðfræðinnar og nú er kynjafræðin að koma þar sterk inn líka sem sín tæki og tól. Þetta eru svo spennandi fræði og ég segi það heils hugar að kvennaguðfræðin sem slík er eitthvað það áhugaverðasta sem að ég hef komist yfir.
Það að þetta hugtak sé búið að fá svona neikvæða skírskotun, finnst mér í raun dapurlegt og í raun finnst mér að þau sem tala gegn femínisma á þeim nótum að í honum felist karlahatur, tala af vanþekkingu og fávisku.
Ég er á móti öfgum almennt, sama hvar að þær öfgar eru. Ég er á móti ofsatrú, ofsa karlrembu og ofsakvenrembu einnig ...bara almennt öllum ofsa.
Ég er ekki á móti róttækum feminisma enda geri ég mun á ofsa og róttækni.
Ég vona innilega að hægt sé að komast hjá því að ræða um feminsima á þessum nótum, að hann feli eingöngu í sér karlahatur. Drengurinn sem að ég talaði við sagði nú við mig að hann hefði ekki þessa skoðun en hann heyrði þetta alls staðar í kringum sig.
Skoðum málin betur áður en að settar eru fram svona fullyrðingar sem að eiga sér ekki forsendur.
Ég er feministi, ofurfeministi, róttækjur feministi.... en ekki ofsafeministi!
Ég elska þessi fræði, þau gefa mér heilmikið á hverjum degi. Ég hef mótað mér ákveðna afstöðu út frá þeim og þau hjálpa mér að skilja og skynja aðstæður kvenna út um allan heim.
Kona verður fyrir ofbeldi í heiminum í dag eingöngu vegna þeirrar forsendu að hún er kona.
Það er talið að þriðja hver kona í heiminum verði fyrir kynferðislegu áreitni einhver tímann á ævinni.
Kona á meiri hættu á að makinn beiti hana ofbeldi þegar hún er ófrísk, en þegar hún er það ekki.
Mjög margar konur er myrtar þegar þær fara fram á skilnað frá maka sínum sem að hefur beitt þær ofbeldi árum saman.
Ein stærsta kristna kirkjudeildin í dag, neitar að vígja konur sem presta eingöngu þeirri forsendu að þær eru konur. Það er kynið sem að skapar aðgreininguna hér.
Þetta ásamt mörgu öðru, er ástæðan fyrir því að ég er feministi!
Þar hafiði það!
tjussss......
17.10.2007 | 21:13
Grúsk!
Ég var að grúska í gömlum skrifum í tölvunni hjá mér og fann útdrátt sem ég vann úr lokaritgerð eiginmannsins en hann kláraði guðfræðina árið 2000 og vígðist sem prestur árið 2002 í Seljakirkju.
Bolli fjallaði um predikanir og leikrit Kaj Munk, danska prestsins og predikarans, sem að féll fyrir hendi nasista í seinna stríði.
Það er eitthvað við þennan texta sem ég ætla að setja hér, sem að lætur mig alltaf fá gæsahúð. En þessi texti er úr predikun sem að hann flutti þremur dögum áður en að hann var skotinn til bana.
Kaj Munk var einn af þeim sem þorði að tala gegn nasistum opinberlega og sparaði ekki hörðu orðin. Honum fannst þjóð sín huglaus að standa ekki gegn þessum ógnaröflum og talaði mikið um trúna og það að fylgja sannleikanum. En sannleikurinn krafðist þess að hann talaði inn í þessar aðstæður ofbeldis og kúgunar og fyrir það galt hann með lífi sínu. Sannleikurinn var Jesús Kristur.
Eftirfarandi er tekið í kandídatsritgerð Bolla: "Sannleikurinn gerir sínar eigin kröfur".
Það má kannski engan undra þau örlög sem Kaj Munk hlaut, þegar skoðað er hvað hann fór mikinn í ræðu og riti. Í nýjárspredikun sem hann flutti í Vedersökirkju þremur dögum áður en hann var myrtur kemur fram hve mikið honum gramdist gunguháttur Dönsku þjóðarinnar, sem gat ekki valdið öðru en frekari átroðningi annarra þjóða á óróatíma. Hann þoldi illa þá varkárni sem honum fannst danska þjóðin sýna öllum stundum. Honum fannst að kirkjan ætti ekki að þegja, heldur ætti hún að tala opinskátt eins og Kristur gerði. Stjórnmálaleg umræða gat vel farið fram innan veggja kirkjunnar að hans mati. Það væri jafn satt að segja að kristindómur væri ópólitískur og að segja að hann væri pólitískur. Sumum þætti það ögrun við ríkjandi ástand að spinna stjórnmálalegar skoðanir saman við Guðs orð á þessum óróatíma. Var Kaj Munk að storka örlögum sínum. Var það sanngjarnt af honum gagnvart eiginkonu og fimm börnum. Þessar spurningar eru áleitnar , en Kaj virðist sjálfur hafa verið vel meðvitaður um hvað koma skyldi og þess vegna er erfitt að sjá það út hvort það eigi að virða eða vanvirða þessa þrjósku hjá Kaj Munk að fylgja orðum sínum fram í rauðan dauðann.
Ég stend ekki hér til að predika hatur gegn einum né neinum. Mér er það alveg ómögulegt. Ég legg ekki einu sinni fæð á Adolf Hitler. Ég veit út í hvaða skelfingu og þjáningu heimurinn hefur kastað sér. Ég veit hvaða niðurlægingu land mitt hefur mátt þola. Ég veit að ég hef í nokkra mánuði ekki getað tekið á mig náðir án þess að hugsa: Koma þeir til þess að ná í þig í nótt. Þessi hugsun er ekki gleðileg fyrir þann sem elskar lífið, hefur nóg fyrir stafni og er hamingjusamur með eiginkonu sinni og börnum. En þrátt fyrir þetta get ég ekki hatað. Mannfólkið er af svo margvíslegum toga og er haldið ýmis konar andagift og frelsarinn hefur kennt okkur bænina: Fyrirgef þeim: Því þeir vita ekki hvað þeir gjöra.
Nýjárspredikun í Vedersökirkju þremur dögum fyrir morðið á Kaj Munk.
Þessar spurningar sem að settar eru fram eru áleitnar jafnvel enn í dag! Er það réttlætanlegt að ögra þannig ríkjandi ástandi og tvinna pólitík saman við guðsorðið! Var þetta sanngjarnt gagnvart fjölskyldu og börnum hans, að taka þessa áhættu.
Gerum við þetta í dag, tökum áhættu og tölum inn í aðstæður sem að okkur ofbýður, jafnvel þó að við leggjum okkur sjálf að veði. Gerir kristindómurinn þessar kröfur til okkar í dag eða er hann orðin trú velferðarsamfélagsins þar sem forréttindi þeirra sem að falla inn í normið eru vernduð en það sem að er talið syndugt fellur utan þess. Er kristin kirkjan þannig hætt að gera kröfur til okkar um að spyrna gegn óréttlæti og við fljótum þannig sofandi að feigðarósi! Erum við á þann hátt hætt að fylgja sannleikanum??
Kaj Munk sagði sannleikann gera sínar eigin kröfur og hann kaus að fylgja þeim sannleika, værum við í dag tilbúin til þess sama??
Um leið og ég set lokapunktinn vil ég minna á undirskriftarlistann sem að Ásdís Sigurðardóttir kom af stað hér á blogginu til stuðnings baráttu aldraðra og öryrkja fyrir bættum kjörum. Sameinumst öll um að skrifa undir og styðjum baráttu þeirra sem að þurfa svo sannarlega á því að halda. Listinn er hér: http://www.petitiononline.com/lidsauki/
Góða nótt
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
17.10.2007 | 10:47
Málþing um hjúskap og staðfesta samvist!
MÁLÞING UM HJÚSKAP OG STAÐFESTA SAMVIST
Hópur presta í samvinnu við samtökin ´78 býður upp á málþing um hjúskap og staðfesta samvist í samfélagi okkar. Málþingið verður haldið í sal Þjóðminjasafns Íslands föstudaginn 19. október kl. 13:30 - 16:00. Allir áhugasamir eru boðnir hjartanlega velkomnir að taka þátt í umræðum um þessi mikilvægu mál.
Dagskrá:
13:40 - 13:55 Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir siðfræðingur fjallar um hjónabandið og mælir fram með þeirri skoðun að það skuli standa opið öllu fullveðja fólki í samfélagi okkar sem vill lifa saman í skuldbindandi ástartengslum.
14:00 - 14:15 Hulda Guðmundsdóttir kirkjuþingsmaður og MA í guðfræði mun mæla fram með þeirri leið að hjónaband karls og konu og staðfest samvist fólks af sama kyni verði ekki sameinuð heldur skuli hvort um sig halda sérkennum sínum sem jafngild sambúðarform sem prestar fái umboð til að staðfesta að lögum.
14:20 - 14:40 Lára V. Júlíusdóttir lögfræðingur mun lýsa lagaumhverfi hjónabands og staðfestrar samvistar.
Páll Óskar Hjálmtýsson og Monika Abendroth flytja ástarljóð.
15:00-15:15 Feðgarnir Kristján Kolbeins og Eyjólfur Kristopher Kolbeins lýsa samskiptum sínum, en sonurinn er hommi.
Kaffiveitingar og tónlist
15:40 - 16:30 Pallborðsumræður þar sem framsögumenn sitja fyrir svörum ásamt fulltrúum frá Samtökunum 78
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.10.2007 | 14:05
Barátta kvenna úr grasrótinni!
Uppáhalds fræðikonan mín þessa dagana heitir Elisabeth Schussler Fiorenza. Hún er höfundur af hluta þeirrar aðferðafræði sem að ég byggi ritgerðina mína á. Þegar ákveðið er að fara í ritskýringu á biblíutextum, gegn hefðinni er nauðsynlegt að hafa til þess annars vegar greiningarmódel og hins vegar ákveðna framtíðarsýn! Hún hefur gefið mér þessu módel sem að í raun er of langt mál að fara í hér.
En ég vildi setja hér fram ákveðna drætti sem að hún er með og hún er hér í þessum texta að fjalla um grasrótarhreyfingar kvenna sem að eru sprottnar upp úr baráttu við samfélag sem að kúgar og myndar minnihlutahópa vegna aðgreiningar sem er byggð á hugmyndafræði ákveðinnar elítu karlmanna sem fara með yfirráðin.
Hún segir að þessir hópar geti hjálpað til að finna samhengi fyrir kvennafræðilega Biblíutúlkun!
Hún segir:In modernity most of the social movements for change have been inspired by the dream of radical democratic equality and equal human rigths. Since the Western democratic ideal has promised equal participation and equal rigths to all but in actuality has restricted power and rights to a small group of Elite gentlemen, those who have been deprived of their human rights and dignity have struggled to transform their situations of oppression and exclusion. However, such radical grassroots democratic struggles are not just a product of modernity, nor is their ethos and vision of radical democracy restricted to the West.
Since it is impossible to adequately represent these movements and their struggles for changing structures of domination, I will just highlight some of them by listing their names. My aim is not to be comprehensive but to be illustrative. I invoke these struggles because I want to contextualize feminist biblical interpretation within them.
- Wo/men´s struggle for democratic decision-making powers
- Wo/men´s struggle for abolition of slavery
- Wo/men´s struggle for religious freedom
- Wo/men´s struggle for voting rights
- Wo/men´s struggle for education
- Wo/men´s struggle for workers´ right
- Wo/men´s struggle for human rights as wo/men´s rights
- Wo/men´s struggle for access to the professions
- Wo/men´s struggle against colonialism and for national dependence
- Wo/men´s struggle against sexual violence
- Wo/men´s struggle for reproductive rights
- Wo/men´s struggle for lesbian/gay/bisexual/transsexual rights
- Wo/men´s struggle against global capitalism
- Wo/men´s struggle for cultural preservation and artistic expression
- Wo/men´s struggle for divorce as well as the rights to their own names
- Wo/men´s struggle for inheritance and property rights
- Wo/men´s grassroots movement struggeling for food, shelter, and resources
- Wo/men´s struggle for the environment and against ecological devastation
- Wo/men´s struggles against age, health-related and disability discrimination
- Wo/men´s struggles against debilitating beauty standards
All these struggles-and many more-have been struggles for wo/men´s self-determination, rights, autonomy, dignity, and radical democratic equality. These and many others provide the context of a critical feminist interpretation for liberation. The do so not only by articulating ever-new sites of struggle but also by providing ever more sophisticated categories of analysis of domination and visions of a radical democratic society.
Það er augljóst að barátta kvenna kemur víða við og þessar grasrótahreyfingar kvenna eru á mörgum stöðum í heiminum barátta upp á líf og dauða!
Ég viðurkenni að ég nennti ekki að þýða.....en vonandi skilst þetta fyrir þau sem nenntu að lesa alla leið !
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
12.10.2007 | 19:11
Hálfnað verk þá hafið er....
Nú er ég nýkomin heim eftir langan dag. Ég mætti klukkan 9 í morgun á lesstofuna til að vinna að fyrsta kaflanum í kandídatsritgerðinni minni. Klukkan hálf þrjú stóð ég upp, komin með 12 síður og fór og skilaði drögunum.
Nú er ég komin heim og er alveg tóm í hausnum. En ég er svo glöð að vera byrjuð og komin af stað með þetta verkefni og nú veit ég hvað ég þarf að gera næst, hvað ég þarf að laga og hverju ég þarf að bæta við !
Þetta er bara tóm gleði og það að vera komin yfir þann hjalla að geta ekki byrjað að skrifa er svo mikill léttir vegna þess að ég hef átt svo erfitt með að komast á þetta stig að nú er andinn mikið léttari!
Læt þetta nægja í bili......eigiði gott föstudagskvöld ....ég ætla upp í sófa, í náttbuxum með DVD og nammi (nammibindindið byrjar ekki fyrr en á mánudag )!
11.10.2007 | 10:20
Ógn og skelfing....
Eða þannig....fannst þetta bara svo flottur titill....!
Ég á að skila fyrsta kaflanum í ritgerðinni minni á morgun klukkan 15.00.
Sit því við með kaffi og Bergtopp og set sjálfa mig í bloggstraff!
Amm......stundum dugar ekkert annað en harðar agaaðgerðir gegn sjálfum sér.
Þannig bið ég alla vinsamlegast um að skrifa ekki of mikið af færslum í dag......og ef að fólk verður að skrifa að hafa þær leiðinlegar svo ég freistist ekki til að kíkja of oft !
þeinkjúteinkjú!
4.10.2007 | 09:46
Stutt lýsing konu frá Kóreu...
Ég fann þetta í sömu bók og ég notaðist við í síðustu færslu....þetta vakti mig til umhugsunar....
"Chung Hyun Kyung notes that the biblical story of Jesus´suffering and death is held up as the model to imitate for Asian wo/men, whose lives are filled with suffering and obedience. She relates a story about a Korean Sunday school teacher whose life was threatened in a bout of domestic violence. The woman testified that she had experienced G*d´s love through her husband´s judgment. When she accepted that she had to obey her husband as G*d´s representative, her old self died and her new self was born. She concluded her testimony, to applause from the congregation: There have been no arguments and only peace in my family after I nailed my self on the cross and followed God´s will."
Höfundur bókarinnar segir í framhaldi: Such a reading of the central Christian biblical story, wich identifies with obedience and suffering of Jesus, not only reinforces the bible´s culutral masculinizing tendencies but also inculcates kyriarchal (Drottnandi vald) submission and self-alienation in the interest of mental and psychological colonization.
Mér fannst þetta bara svo merkilegt í ljósi færslunnar á undan þar sem að ég lýsti frásögn konu sem að vill að ljótu sögurnar séu frekar í Biblíunni heldur en ekki. Sagan af Lot hjálpaði henni að muna eftir sínu eigin skelfilega ofbeldi. Hér er aftur á móti megin frásögn guðspjallanna, sagan af krossinum notuð til að kúga konur til að samþykkja eigin ofbeldi og þjáningu. Þetta er jú í öðru menningarlegu samhengi en þetta á sér líka stað í vestrænum heimi, svona skilningur.
Í stað þess að horfa á þann þátt í frásögunni sem frelsar, þá er hún notuð til að kúga konur undir drottnandi vald karlmannsins.
Kannski er bara ekkert lengur sem að frelsar, þegar búið er að misnota boðskapinn á þennan hátt gagnvart konum og oftar en ekki börnum og öðrum minnihluta hópum??
þangað til næst...
tjusss....
3.10.2007 | 11:49
Leiðir viskunnar,,
Ég rakst á svo athyglisverða frásögn í bók sem ég er að lesa um femíníska aðferðafræði í biblíuvísindum. Bókin heitir: Wisdom Ways. Introducing Feminist Biblical Interpretation og er eftir Elisabeth Schussler Fiorenzu og er afar áhugaverð.
Hér er frásögnin:
"Amy sat in a chair, her body frozen, her hand clenched around a crumpled ball of Kleenex, and her face an unmoving mask. The only sign of the storm raging inside her was the tears that slid down her own cheeks. She saw so many images: The flowers at her grandmother´s funeral, her fater throwing a chair in rage and her mother´s fave turned, unfocused seeing nothing....the word incest spun in her head that would not attach itself to the bits of memory or the feelings in her body. If she could move, she knew she would scream or throw up. Finally she said, "I have to know, even if I die!" Amy was a member of a small group in a psychiatric hospital who had just played the story of Lot. Amy played Lot´s wife, a wo/man without a name. Her husband Lot, faced with the angry and lustful men of Sodom, offered his two young daugthers to be raped in place of the two angels who were his guests. He the fled G*d´s wrath...."But Lot´s wife behind him looked back, and she turned into pillar of salt (Genesis 19.17-26). Later .....Lot had intercourse with his two daugters.......For Amy a door had opened to memories and awareness....Now at last, she was looking back into a childhood of violence and abuse-burning city of Sodom.....During discussion of our play, someone said: "This is a horrible story. Why would G*d put such a terrible story in the Bible?" Amy answered, "It´s the story of my life. Somehow I feel better that it is in the Bible. " A Pillar of salt is something precious-salt of the earth and salt of our tears-it is an example that nourishes the spirit of the community. Amy´s courage to look back healed us and gave us hope.
Merkilegt.......veit ekki alveg hvað mér finnst, ennþá, þarf að hugsa það....en samt merkilegt! Þetta dæmi er tekið úr sálfræðilegri meðferð þegar biblíusögur eru notaðar til að vekja upp minningar og meðvitund. Minningarnar geta þá bæði verið góðar og svo slæmar eins og í þessu tilviki. Hér er saga sem er afar ljót en í henni er þessi kona Lots sem er nafnlaus og verður að saltstólpa. Það má eðlilega í þessu samhengi velta fyrir sér, hvað það merkir að hún líti til baka...og svo verður hún að salt stólpa. Kannski merkir það sorgina sem að hún ber í brjósti vegna dætra sinna og stólpinn táknar tár hennar vegna ódæðisverksins. Í því ljósi má skilja túlkun þessarar konu hér að ofan sem að notar söguna til að vinna sig frá erfiðum minningum. Amy sér sig sem konu Lots sem að horfir til baka inn í fortíðina og saltið eru tárin......
Þetta sýnir hvernig konur nýta sér jafnvel ljótu sögurnar sér til hjálpar. Kannski er það rétt hjá henni að það sé betra að þessar sögur séu í Biblíunni frekar en að um þessi mál ríki þögn þar sem annars staðar........veit samt ekki....það er alveg umdeilanlegt og ég er ekki tilbúin til að taka afstöðu til þess hér og nú.
Nóg í bili og þangað til næst...
tjusss......
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 66423
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar