Málþing um hjúskap og staðfesta samvist!

Mig langar að vekja athygli á eftirfarandi:

MÁLÞING UM HJÚSKAP OG STAÐFESTA SAMVIST

Mynd með frétt

Hópur presta í samvinnu við samtökin ´78 býður upp á málþing um hjúskap og staðfesta samvist í samfélagi okkar. Málþingið verður haldið í sal Þjóðminjasafns Íslands föstudaginn 19. október kl. 13:30 - 16:00. Allir áhugasamir eru boðnir hjartanlega velkomnir að taka þátt í umræðum um þessi mikilvægu mál.

Dagskrá:

13:40 - 13:55  Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir siðfræðingur fjallar um hjónabandið og mælir fram með þeirri skoðun að það skuli standa opið öllu fullveðja fólki í samfélagi okkar sem vill lifa saman í skuldbindandi ástartengslum. 

 

14:00 - 14:15 Hulda Guðmundsdóttir kirkjuþingsmaður og MA í guðfræði mun mæla fram með þeirri leið að hjónaband karls og konu og staðfest samvist fólks af sama kyni verði ekki sameinuð heldur skuli hvort um sig halda sérkennum sínum sem jafngild sambúðarform sem prestar fái umboð til að staðfesta að lögum.  

 

14:20 - 14:40 Lára V. Júlíusdóttir lögfræðingur mun lýsa lagaumhverfi hjónabands og staðfestrar samvistar.

Páll Óskar Hjálmtýsson og Monika Abendroth flytja ástarljóð.

15:00-15:15 Feðgarnir Kristján Kolbeins og Eyjólfur Kristopher Kolbeins lýsa samskiptum sínum, en sonurinn er hommi.

Kaffiveitingar og tónlist

15:40 - 16:30  Pallborðsumræður þar sem framsögumenn sitja fyrir svörum ásamt fulltrúum frá Samtökunum 78

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skil ekki þennan tvískinnung manna sem boða umburðarlyndi og kærleika, en segja svo og gera allta annað

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2007 kl. 19:46

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég þekki nú presta sem að vinna að þessum málefnum innan kirkjunnar, það er, vinna að réttindum samkynhneigðra og standa m.a. að þessu málþingi og leyfi mér að segja að það sé af heilum hug og hjarta. Ég meira segja vil ganga svo langt að segja að flestir séu nú trúir sinni boðun um kærleika og umburðalyndi og ég trúi því að kirkjan nái lendingu í þessu máli, þannig að við bjóðum það sem er framandi velkomið og stuðlum þannig að réttindum allra og að allir sitju við sama borð í því samfélagi sem að kirkjan er.

Þetta málþing er líður í þeirri baráttu!

kær kveðja

Sunna Dóra Möller, 17.10.2007 kl. 21:41

3 Smámynd: Róbert Björnsson

"Give credit where credit is due" - Ég er ekki trúaður og hef oft verið harkalega gagnrýninn á skipulögð trúarbrögð af öllu tagi.  Hins vegar ber að hrósa og þakka þeim aðilum, sem af hugsjón og hugrekki standa upp á móti ríkjandi afturhaldssömum öflum innan eigin stofnunar og berjast fyrir réttlæti og heilbrigðum umbótum.

Mér þykir miður að bæði ég og aðrir hafa í hita leiksins stundum látið þung orð falla um þjóðkirkjuna og alhæft ýmislegt í ljósi þess að innan hennar starfar vissulega margt mjög gott fólk, sem eins og þú segir, sinnir starfi sínu að heilindum með kærleika og umburðarlyndi að leiðarljósi.    Þið eruð sem betur fer ekki öll svartstakkar og eigið ekki öll skammirnar skildar. 

Róbert Björnsson, 18.10.2007 kl. 02:41

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Róbert, þetta eru sannarlega góð orð frá þér og mér þykir afar vænt um þau !

Sunna Dóra Möller, 18.10.2007 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 66266

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband