Hux!

Ok....nú ætla ég að hugsa upphátt, stundum gerist það að ég hugsa og þetta er ein af þeim stundum Wizard!

Ég lifi lífi, já ég geri það Whistling! Lífinu mínu fylgir líferni og alls konar hlutir sem að tengjast því að lifa! Lífið mitt er hluti af mér, því sem ég er og það sem gerir mig að þeirri manneskju sem ég er. Lífið mitt verður aldrei aðskilið frá mér, þannig að ég sem persóna verð eitt en lífið mitt eitthvað annað.

Þannig ef að ég hef velþóknun á fólki, þá felur það í sér velþóknun á því sjálfu og um leið því lífi sem það lifir vegna þess að þetta er eitt en ekki tvennt.

Þegar fólk segist hata líferni fólks, en ekki fólkið sjálft, þ.e. lífið sé svo syndugt en það hatar fólkið ekki sem manneskjur, þá er það bara bull. Þú getur ekki sagst hata líferni fólks en elskað fólkið. Það er svo undarleg réttlæting og fordómum og fyrirlitningu að ég hef sjaldan séð aðra eins staðleysu.

Líf og persónan er eitt og hið sama, líf sem er lifað í frelsi, í réttlæti, í virðingu og í kærleika. Ég og lífið mitt erum eitt og hið sama. Þetta myndar eina heild sem að gerir um leið mig að manneskju!

Hættið þessu nú þessu bulli þið sem þreytist ekki á að bera þetta á borð fyrir okkur. Við sjáum í gegnum þessa undarlegu réttlætingu á fordómum gegn fólki!

tjusssogfrusssss.....hasta la vista beibí Police!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Það er voða gott að sortera fyrir sér hvaða merkingu maður leggur í hvaða hugtök.   Og að segja öðrum það minnkar líkur á misskilningi.  En... þú átt ekki við aðgerðir þegar þú talar um líferni? 

Ég vil geta aðskilið aðgerðir frá persónunni.  Til dæmis þegar barnið manns gerir mistök eða eitthvað rangt, þá vil ég geta sagt því að það sem það gerði var rangt og um leið vil ég geta fullvissað barnið um að ég elski það þó ég elski ekki allt sem það gerir.  Ef vinur minn lýgur vil ég geta hatað lygina, en elskað vininn.  Osfrv. osfrv.

krossgata, 14.11.2007 kl. 21:50

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér finnst það annað þegar um er að ræða fullorðna manneskju sem að hefur fengið að uppeldi og er orðin fær um að vega og meta kosti, velja og hafna, gera mun á réttu og röngu osfrv. Allt sem ég geri er hluti af mér, ef ég vel að ljúga, þá geri ég rangt en það er samt hluti af því sem ég er og um leið mitt val! Ég get ekki skilið það frá mér og sagt, lygin tilheyrir líferni mínu en ég sem persóna er í lagi !

Sunna Dóra Möller, 14.11.2007 kl. 22:05

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég er búin að lesa þetta tvisvar og mér finnst þú heiðarleg - það hefur samt ekkert að gera með þig sko, því það er bara heiðarleikanum að þakka, hmmmmm..  ..

Er annars að horfa á How to look good naked .. það hefur ekkert að gera með nekt heldur   ... 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.11.2007 kl. 22:32

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég held ég þurfi að melta þetta töluvert. T.d. hata ég eyturlyf og neyslu, en ég elska ennþá drenginn minn sem fór í neyslu. Ef stóra systir mín lýgur og ég kemst að því, hætti ég aldrei að elska hana, hún er hluti af mér. Mun pæla í þessu áfram.  Knús til þín. Blow A Kiss 

Ásdís Sigurðardóttir, 14.11.2007 kl. 22:39

5 Smámynd: krossgata

Jú, auðvitað geturðu það.  Fullorðið fólk gerir líka mistök, stundum meira að segja ómeðvitað eða í hugsunarleysi.  Ef þú elskar þá manneskju og þar með allt líferni hennar - ert svikin og hatar athafnir sem voru framkvæmdar þá verðurðu að hata lífernið og þar með manneskjuna?

"Þú getur ekki sagst hata líferni fólks en elskað fólkið."

Þú getur kannski ekki hatað lífernið - sem allan pakkan sko.  Þú getur orðið sár og hatað mistökin, rangindin sem voru framin, en elskað manneskjuna áfram.  Annars yrði aldrei fyrirgefning, annað tækifæri.

krossgata, 14.11.2007 kl. 22:41

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sunna þú lætur okkur hugsa svo mikið að þú frestar Alzheimerinu mínu um 5 ár! .. .. (sko ef maður fær ögrandi verkefni fyrir heilann hjálpar það til, skák, krossgátur, sudoko, Sunna) ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.11.2007 kl. 22:43

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

En við getum hatað það sem kemur að utan og eyðileggur líf okkar ekki satt! En á meðan fólk er í neyslu eru lyfin hluti af þeirri persónu og hafa áhrifvá hana og móta! Það sem ég er að meina að við getum ekki aðskilið lífið og persónuna! En við getum hatað þessi utanaðkomandi áhrif sem að eyðileggja persónuna og um leið líf hennar !

Persónan og lífernið eru eitt og óaðskiljanlegt! Ekki tveir mjög óskildir hlutir!

Eru að horfa á hvað Jóhanna OMG....á hvaða stöð ...ég er megrun sko...þarf að sjá svonatil að vita sko

Sunna Dóra Möller, 14.11.2007 kl. 22:45

8 Smámynd: Helga Dóra

Sunna Dóra farðu á skjá einn strax.

Helga Dóra, 14.11.2007 kl. 22:50

9 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er að reyna að horfa á þetta út frá sjálfri mér og hugsa upphátt um leið....ég bara get ekki hugsað mér þetta sem tvo hluti. Ég gerí ákveðna hluti, sumir særa en það er ég sem geri þessa hluti. Ég sem manneskja sem að lifir ákveðnu lífi. Ef að ég ákveð að taka mig á og breyta til, þá er það aftur ég sem manneskja sem að lifir ákveðnu lífi sem geri það og til að fyrirgefning sé virk, þarf þá ekki að fyrirgefna bæði rangindin og persónunni. Getum við fyrirgefið persónunni en sleppt að fyrirgefa rangindin...er þá fyrirgefningin heil! verðum við ekki að fyrirgefa allan pakkann.....manneskjunni og gjörðunum til að fá lokun á erfið mál??

Jóhanna...huxhux....það er gott að hugsa ! Jákvæðnin mannstu......

Sunna Dóra Möller, 14.11.2007 kl. 22:52

10 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Hvað er þar...af hverju er ég að missa?

Sunna Dóra Möller, 14.11.2007 kl. 22:54

11 Smámynd: krossgata

Fyrirgefa rangindin og þar með gleyma þeim, ýta þeim í óminnishyldýpið.  Sama verður misgjörðamaðurinn að gera, þ.e. hætta að beita rangindunum og þau eru ekki hluti af honum lengur.  Ef við segjum bara já ég fyrirgef en geymum rangindin í myrku skúmaskoti þá koma þau upp í hvert sinn sem okkur líður illa eða jafnvel bara þegar við erum ósammála manneskjunni og við breyskar manneskjurnar gætum farið að pikka í manneskjuna með gömlu rangindunum.  Það er vantraust og ekki fyrirgefning - ávísun á alls konar leiðar flækjur.  Fyrirgefning er merkilegt fyrirbæri. 

En how to look good naked finnst mér bara ganga út á að fela hvernig þú lítur út nakin, strekkja hér og strengja þar og umfram undirstrika og minna á allt sem lítur ekki vel út þegar þú ert nakin. 

krossgata, 14.11.2007 kl. 23:01

12 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er algjörlega sammála að rangindamanneskjan verður að hætta að beita rangindunum til að þau séu ekki hluti af honum/henni lengur. Enn  eru svo ekki sum rangindi sem að hreinlega er ekki hægt að fyrirgefa....alla vega mjög erfitt. Sjáum fyrir okkur manneskju sem að beitir barn kynferðislegu ofbeldi....getum við fyrirgefið persónunni en ekki rangindin...sjáum við ekki alltaf einmitt fyrir okkur brotið þannig að fyrirgefningin nær ekki alla leið! Eins og þú segir farið að pikka í manneskjuna með gömlu rangindunum vegna þess að sumt er ekki hægt að líð.a....þá á það við manneskjuna og lífernið sem að hún valdi....sumt fær ekki annan séns......bara svona að spá...

péess....er að hugsa upphátt, ekki slá neinu föstu...þetta má kallast svona hæpóþettikal umræða...set fram dæmi sem að koma upp í hugan jafnóðum...olræs!

En ég hef aldrei horft á þennan þátt .....finnst ekkert gaman að spá í þessu hvernig ég lít út nakin...klæði mig í myrkri og hátta mig í myrkri !

Sunna Dóra Möller, 14.11.2007 kl. 23:12

13 Smámynd: krossgata

Það er allt í lagi að kalla fram umræðu.    Sumt er tel ég ekki hægt að fyrirgefa.  Sumir eru líka örugglega sterkari í fyrirgefningarmálum en aðrir.  Við erum svo misjöfn manneskjurnar.

Annars finnst mér líferni ekki vera ég, líferni ekki vera persóna.  Ég get kosið að lifa meinlæta líferni en verið ágætis persóna.  Ég gæti kosið eins að njóta allra lífsins gæða og nokkurra lasta  og verið þessi sama ágæta persóna.  Ég gæti líka kosið framansagt og í báðum tilfellum verið ömurleg manneskja.  Líferni mitt gæti líka miðað að því að njóta lífsins lystisemda og aðstæður orðið þannig að forsendum þess lífernis væri kippt undan og ég þyrfti að breyta líferni mínu - það þarf ekki að breyta persónunni mér, þó það virkjaði kannski eiginleika í fari mínu sem ekki hafði reynt á.

Ég held reyndar að þetta sé spurningin um hvaða skilning maður leggur í að líferni sé.   Þess vegna er hægt að ræða þetta út í eitt án þess að komast að niðurstöðu, því hver og einn mun alltaf tala út frá sínum skilning á hugtakinu.  Það er skemmtilegt svo lengi sem enginn ákveður hvað er réttur eða rangur skilningur.

krossgata, 14.11.2007 kl. 23:36

14 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Nákvæmlega....ég bara á svo erfitt með, ef að ég hugsa út frá mér að aðskilja hvað ég geri, hvað ég vinn við, hver ég er, einkalífið mitt og persónuleg sambönd í lífinu mínu osfrv. frá persónunni mér. Mér finnst þetta vera allt ein heild og sami pakkinn....Það sem þú sérð er það sem þú færð !

Það er einmitt gaman að geta rætt svona hluti án skilyrða og á svona málefnalega hátt! Takk fyrir það !

Sunna Dóra Möller, 14.11.2007 kl. 23:40

15 Smámynd: krossgata

Gleymdi annars áðan þegar ég talaði um misgjörðamanninn.... er það ekki indælt að ekki er talað um misgjörðakonu?  Það er nú kannski málfræði- og samfélagsleg pæling út af fyrir sig. 

krossgata, 14.11.2007 kl. 23:40

16 Smámynd: Sunna Dóra Möller

hahaha....jú það er víst málfræði og samfélagspæling og örugglega efni í nýja færslu

Sunna Dóra Möller, 14.11.2007 kl. 23:42

17 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Gott að vita til þess að guðinn þinn hatar þá ekki syndina heldur syndgarann.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.11.2007 kl. 00:01

18 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Geta þá athafnir okkar bætt upp persónu okkar? Ef ég geri það sem almennt er skilgreint sem góð og ásættanleg hegðun verð ég þá sjálfkrafa að öðlingi, alla vega þá stundina? Ég er ekki svo viss um að fólki sé alltaf sjálfrátt með gjörðum sínum enda gerum við ekki alltaf það góða sem við viljum en toppum okkur við í því vonda sem við viljum ekki.

Ég get ekki tekið undir það að manneskja í eiturlyfjavímu sé sannarlega hún sjálf í því ástandi. Til þess stendur málið mér of nærri. Ég er á því að við sem manneskjur séum svo miklu meira en athafnir okkar, saga og minningar. Í því liggur gildi okkar og elskuvirði. 

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 15.11.2007 kl. 00:05

19 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er alveg sammála þér líka Ólöf! Það er mikið til í þessu síðasta hjá þér. Mér finnst gaman að fá svona ólík sjónarhorn á þetta mál og takk fyrir skrifin ykkar.

Undirliggjandi hjá mér í þessari pælingu var það, þegar fólk segist hata syndina en elska syndarann í tengslum við samkynhneigð, svo ég láti það bara uppi núna ! Ég skil ekki hvernig það er hægt að aðgreina líf fólks á þann hátt frá persónunni. Líf mitt sem kynvera og sem eiginkona og sem kærstara osfrv. sem að tengist öðrum aðila, verður aldrei skilið frá mér sem persónu. Það er of stór hluti af mér, að geta tengst öðrum tilfinningaböndum, geta elskað og átt samband sem að er byggt upp á ást, trúfesti og virðingu. Einmitt eins og þú segir Ólöf við erum miklu meira virði en athhafnir, saga og minningar og akkúrat í því liggur gildi okkar, að geta elska okkur sjálf og náunagann eins og hann væri við sjálf ....

Takk fyrir góð og skemmtileg viðbrögð

péeess....Gaman að sjá þig hér á blogginu Ólöf

Sunna Dóra Möller, 15.11.2007 kl. 08:58

20 Smámynd: halkatla

þetta tal um að hata syndina en ekki syndarann fer í taugarnar á mér. Við eigum ekkert að hata, við eigum að sýna öðrum virðingu og kærleika hvað sem tautar og raular, ég er ekki að halda því fram að við þurfum alltaf að vera sammála öllu en að velta sér uppúr einhverskonar ég veit best fyrirhyggju er óþolandi. Alveg sammála þér mín kæra

halkatla, 15.11.2007 kl. 10:19

21 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hef ekki tekið fasta bloggrúntinn minn lengi og datt inn á þessar skemmtilegu pælingar þínar hérna.

Sem andlega heilbrigð manneskja sem hefur fulla stjórn á lífi sínu og hugsunum að þá ætti þetta við að mínu mati. Það að þú getir ekki aðskilið manneskjuna og gjörðir hennar og hugsanir.

En ef þú ert ekki andlega heilbrigð? Ef þú ert t.d. manneskja sem að á engan séns í lífinu án aðstoðar æðri máttar?  Manneskja sem að á aðeins möguleika fyrir náð Guðs (skv. skilningi hvers og eins á honum)?

Er til þessi fyllilega andlega heilbrigða manneskja?

Og ein pæling að lokum, ef þessi manneskja er til og tekur algerlega yfirvegaðar ákvarðanir um allt sem hún gerir og hugsar, hvers vegna ætti þá að fyrirgefa henni rangindin?

Baldvin Jónsson, 19.11.2007 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 66266

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband