Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Afmælisbarnið mitt og nammibindindi!

Hér er afmælisbarn heimilisins í allri sinni 5 ára dýrð:

haustbústaður2 038haustbústaður2 039haustbústaður2 033

haustbústaður2 037

Hún fékk smá afmælisveislu í kvöld með köku og kerti! Stóra veislan er á laugardaginn og ég er ekkert smá fegin að klúbbablað Gestgjafans er komið í hús......er alveg desperat að finna nýjar uppskriftir.....pínu leiðinlegt að keyra alltaf á sama heita réttinum og sömu kökunni...Crying

Annars ætla ég að byrja í stóru nammibindindi á mánudaginn kemur, verð að hafa góðan fyrirvara sko. Er orðin pínu oggó óánægð með mig.....fór meira segja á hlaupabretti í kvöld og ég er ekki frá því að ég hafi misst 10 kíló....plús-mínus 1......Whistling

En sem sagt, barnaafmæli á laugardag.....nammibindini á mánudag!

ps. ef að einhver kann góða uppskrift að girnilegum grænmetisréttum, má sá og hinn sami gjarnan deila þeim fróðleik! Ég ætla að vera svo dugleg að elda grænmeti........en þekki bara ekki eina einustu uppskrift að góðum grænmetisrétt!

þangað til næst, góða nótt Sleeping!


Hún á afmæli í dag...hún á afmæli í dag...hún á afmæli hún Matta.....hún á afmæli í dag!!!

Fyrir fimm árum í dag, fæddist litla músin mín, sem fékk nafnið Matthildur Þóra.

sumarbústaður 042

Hún er dæmisgert minnsta barn foreldra sinna sem vita ekkert betra en að vera  í kringum hana, því hún er lífsglöð og kát og skiptir nánast aldrei skapi. Hún vaknar glöð og fer að sofa glöð.

Austfirðir 051

Hún er núna meðal elstu barnanna á leikskólanum og er í skólahóp sem henni finnst ekkert smá flott.

brúðkaup 011brúðkaup 012

Elsku Matthildur okkar. Það er heiður að eiga jafn yndislega og frábæra stelpu og þú ert. Til hamingju með daginn mín kæra InLove!

Þingvellir 017

p.s. ég vil í leiðinni óska Smáralindinni til hamingju með daginn. Elsku Smáralind takk fyrir að vera til og stytta mér stundirnar þegar mér leiðist og þegar ég finn fyrir þörf til að eyða peningum WhistlingWizard!


Samtal við 7 ára dóttur mína!!

Þessar samræður áttu sér stað áðan á leið í búð:

Sú 7 ára: Mamma þegar ég verð stór ætla ég í ræktina!!

Mamman: Jæja elskan!

Sú 7 ára: Mamma, hvort viltu að ég búi í sveit eða fari í ræktina??

Mamman: Þú getur nú bæði búið í sveit og farið í ræktina.....

Sú 7 ára: jaaaaá....en sniðugt!

Greinilegt borgarbarn að tala...móðirin ekki alveg með þetta hver er alltaf að tala um ræktina, því hún sjálf hefur ekki sést í 100 metra nálægð við slíka staði síðan seint á síðustu öld....

En samtalið hélt áfram stuttu síðar:

Sú 7 ára: Mamma, viltu að ég verði konungborin..??

Mamman: það er nú frekar erfitt vina mín, því hvorki ég né pabbi þinn erum konungur eða drottning!!

Sú 7 ára: Okei...þá get ég orðið forsetafrú!

Mamman: Já, en þú getur líka orðið forseti!

Sú 7 ára: Nei, það er bara fyrir stráka!

Mamman (skelfingu lostin): Nei..nei....þú getur vel orðið forseti, það geta konur. Það var kona forseti fyrir nokkrum árum sem heitir Vigdís Finnbogadóttir. Ótrúlega flott kona og fyrsti kvenforsetinn (voða ánægð með mig núna....)

Sú 7 ára: Nei ... núna er strákur forseti og forsetafrú (ætlar ekki að gefast upp).

Mamman: Já en hann bauð sig fram sko...það geta allir boðið sig fram til forseta. Bæði karlar og konur!

Sú 7 ára: Jaaaaaá.....sniðugt og þá get ég það líka!!

Mamman: Alveg rétt Grin!!

Svona geta samræður verið merkilegar í bílnum á leiðinni heim Smile....ég er staðráðin í að ala upp góðan og gegnan femínista Wink og mun ekki gefast upp fyrir svona hugmyndum sem að barnið er með að konur geti ekki orðið hitt og þetta og sá sem er að segja henni þetta má passa sig.....WhistlingW00t!

Eníhú...áfram veginn!!


Skemmtilegur morgun....

Við hjónin byrjuðum morguninn á því að keyra upp í sveit vegna þess að það gleymdist jakki með bíllyklum af öðrum heimilisbílnum og dagbók eiginmannsins þannig að við fengum okkur svona tveggja tíma mánudagsrúnt glöð í bragði og sungum víxlsöngva á leiðinni....sá ég Spóa .... alveg hástöfum Devil!

Núna er bíllykillinn sem sagt kominn í hús og dagbókin í vasann og lífið getur hafist á ný.

Það er gaman af því hvað lífið færir manni margar skemmtilegar óvæntar uppákomur. Sumir kalla það verkefni .. aðrir vandamál! Ég hugsaði mér í þessu máli: Sunna Dóra .. nú skaltu lifa í lausninni...og bara anda inn.....anda út og sjá!! Allt fór vel!

Eigiði góðan mánudag og lifið í lukku en ekki í krukku Joyful!


Sveitin og fleira!

Við vorum að lenda rétt í þessu eftir helgardvöl í sveitinni. Það er alveg merkilegt hvað það gerir fyrir mann að fara út úr bænum. Ég er annars svo mikil borgarkona að ég bara á stundum erfitt með kyrrðina og myrkrið. Alltaf þegar ég kem fyrst í sveitina er ég alltaf á vaktinni eftir því hvort að það sé ekki annað fólk í kringum okkur í sínum bústöðum. Og ég einhvern veginn róast við að sjá ljós og bíla í kringum mig. Þá veit ég af fólki og ég sé alltaf fyrir hvert ég myndi hlaupa í það og það sinnið ef að brjálaður axarmorðingi lætur sjá sig! Spurning um að vera fórnarlamb bandarískrar hollívúdd menningar....Whistling!

En hér eru myndir:

haustbústaður 013

haustbústaður 017

haustbústaður 018haustbústaður 028haustbústaður 027

haustbústaður 032haustbústaður 031haustbústaður 030

haustbústaður 023Fermingarbarnið mitt og unglingurinn upp á þaki að hlusta á FM tónlist....Whistling!

Þetta eru svona smá glefsur frá helginni sem fór í leti og nammi át!

Ég vil einnig vekja athygli á að ég hef skipt um mynd af mér efst á síðunni. Var með mynd af mér með eldkyndil. Mér fannst sú mynd eitthvað svo dökk og þetta ljósberaþema eitthvað vandræðalega messíasarkomplexalegt. Núna er ég í síðkjól með gaffal á lofti. Ég ákvað að taka svona Morticiu Adams stef á þetta núna og sjá hvort það virkar betur. Þau sem héldu að ókunnug kona væri að kommenta hjá sér ..... Þorrí að ég lét ekki vita af þessum breytingum og takk fyrir að henda mér ekki út af vinalistum vegna þessarar breytingar Heart! Fólk hefur nú hent vinum út fyrir minna en þetta sko....jafnvel bara fyrir að vera ekki á sömu skoðun......Halo!

En nú bíður grænmetissallat og agalega gróft brauð til að vega upp á móti sælgætisáti helgarinnar!

þangað til næst.....tjusssss....

p.s. þetta er ég núna: brúðkaup 098


Unga Ísland!!

Eins og fram hefur komið í fyrri færslum að þá eigum við hjónin dóttur. Hún er alveg að verða fimm......eftir 13 daga Wizard  og hún er byrjuð í skólahóp, alveg ótrúlega montin og ánægð með sig enda alveg ástæða til þegar um er að ræða fallegustu stelpu í heimi Heart!

Hún hefur þó átt við, það að vera með málþroskahömlun. Hún greindist með það í janúar 2005, hún var síðan um haustið send á Heilsuverndarstöðina í greiningarteymi og í framhaldi af því vísað í Talþjálfun Reykjavíkur. Hún átti sem betur fer beiðni afturvirka frá því að hún var send á Heyrna- og tal í jan 2005 og þess vegna sáum við fram á styttri bið en margir foreldrar eru að horfa fram á í dag.

Það voru því gleðitíðindi þegar við fengum þær fréttir í maí síðastliðinn að hún væri komin inn í Talþjálfun Reykjavíkur. Kostnaðurinn átti ekki að vera mikill þar sem Tryggingastofnun samþykkti að greiða niður 50 tíma fyrir hana og þá var tíminn á tæplega 800 krónur. ´

Hún fór í nokkra tíma.....síðan kom sumarleyfi og nú er kominn október og hún er búin að fara í tvo tíma eftir leyfi. Hún þarf á þessari aðstoð að halda vegna þess að ef ekki er tekið á þessu getur hún átt erfitt með að læra að lesa og átt við frekari námserfiðleika að stríða þegar hún er komin í skóla en það er nú bara næsta haust sem það skellur á.

En nú virðist allt vera í uppnámi milli Talþjálfunar og Tryggingarstofnunarinnar og samningar ekki lengur í gildi að mér skilst. Við þurfum því að greiða núna tæplega 5000 krónur fyrir skiptið og svo getum við "látið á reyna" hvort að Tryggingarstofnun endurgreiðir sinn hlut, það er þó ekki víst. Nú má ekki misskilja mig að ég sjái eftir þessum peningum í dóttur mína, alls ekki. En þegar maður er farin að borga 20-25.000 á mánuði þá er það heilmikið og efnalítið fólk hefur ekki efni á að borga svona mikið og þá er farið að skapa aðgreiningu þegar kemur að börnum og aðstoð þeim til handa innan kerfisins.

Ég á eiginlega ekki til orð í dag vegna þess að mér finnst einhvern veginn alls staðar þar sem að gripið er niður gagnvart börnum í samfélaginu að þá er pottur brotinn. Svona mál þegar kemur að sértækum úrræðum fyrir börn eiga ekki að fara í uppnám og það á að vinna að því hörðum höndum að barnanna velferð sé í fyrirrúmi.

Það er svo merkilegt að um leið og við fengum þessar upplýsingar að samningar væru í uppnámi milli Talþjálfunar og Tryggingastofnunar, var mér tilkynnt um skerðingu á leikskólatíma þessarar sömu dóttur minnar.

Þannig að við horfum fram á skerðingu í tveimur málaflokkum þegar kemur að yngstu dóttur okkar í dag.

Gott að vita að framtak í málaefnum barna og þeirra velferð er á sterkri siglingu í dag hjá þeim sem að stjórna ríki og borg Crying!


« Fyrri síða

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband