Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
22.10.2007 | 09:19
Þessi fallegi dagur...
Svona er veðurspáin í dag:
Viðvörun: Búist er við stormi sunnan- og vestanlands eftir hádegi. Einnig má reikna með mikilli rigningu á Suðausturlandi í dag. Spá: Vaxandi suðaustanátt, 18-23 m/s og talsverð rigning sunnan- og vestalands síðdegis og jafn vel mikil rigning á Suðausturlandi. Hægara og úrkomuminna norðaustan til. Dregur úr vindi og úrkomu suðvestanlands um kvöldið. Suðvestan 10-15 og skúrir á morgun, en hægara og bjart eystra. Hlýnandi veður í dag.
En þrátt fyrir þetta er ég barasta kát.......skrýtið....
Eigiði góðan mánudag !
20.10.2007 | 18:24
Ok ég viðurkenni...
.....að ég er úthverfaneysluhúsmóðir og plebbi!!
Jams, það er erfitt að horfast í augun við það, en stundum er lífið grimmt og óréttlátt.
Til dæmis þá var opnuð ný risadótabúð á fimmtudaginn við Smáratorg. Ég sór og sárt við lagði að fara ekki þangað fyrr en að um hægðist.
En nei, ég fór þangað áðan, stóð samt ekki í röð eins og fólkið sem að ég sá í hádeginu (alltaf gott að finna einhvern sem er verri en maður sjálfur). En inn stormaði fjölskyldan ásamt 1000 öðrum og fólk stóð með fjarrænt blík í augum að versla sér dót, með grátandi börn sér við hlið sem að störðu tómum augum á stóru litríku kassana!
Út fórum við með tvo Barbie kassa handa stelpunum og héldum áfram sem leið lá niður í Perlu.
Þar var búið að opna enn einn neyslumarkaðinn mér til höfuðs og ég dróst þangað eins og segull og inn stormaði fjölskyldan á ný! Þar ráfuðum við um í leit að einhverju til að kaupa en fórum tómhent út vegna þess að raðirnar voru ógnarlangar og ég nennti ekki að standa í röð fyrir DVD mynd með Clint Eastwood í aðal hlutverki!
Við fengum okkur í stað þess að borða og héldum svo heim með viðkomu í Skalla og leigðum okkur mynd. Þar var engin röð....engin grátandi, örvætningarfull börn og frústreðaðir foreldrar með fullar körfur af dóti.
Þar kostaði líka myndin miklu minna en í Perlunni og ég þarf ekki að finna pláss fyrir hana í hillunum hjá mér.
Get skilað henni á morgun og bara lifað sátt!
Ég tók samt þátt í þessu æði.....næst fer ég með hauspoka og reyni að láta lítið fyrir mér fara ....svo aðrir sjái ekki að ég er neyslubarn og plebbi!!
Þeinkjú end gúdbæ! Síjúsún!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.10.2007 | 10:54
Góðan dag!
Eftir að fjölskyldan er búin að ranka við sér úr rotinu á þessum laugardagsmorgni er stefnan sett á skírnarveislu í Reykjanesbæ og jafnvel mar kíki við í Kaffitár en það er algjörlega ómissandi stopp þegar lagt er upp í ferð á Suðurnesin !
Þannig að nú er að rísa upp úr sófanum, blása hárið, sjá hvort að ég finni sparifötin og skella á sig sólarpúðri og brosa svo framan í heiminn!
Eigði góðan laugardag þið öll sem kíkið hér inn í dag til að lesa og auðvitað bara allir aðrir líka !
18.10.2007 | 21:31
Samtal við fimm ára flís rétt fyrir svefninn:
Matta: Mamma, ég nenni ekki að lesa þessa bók.
Mamman: alltílæ..finndu aðra.
Matta: Mamma, viltu vera hjá mér og ekki fara frá mér.
Mamman: Jájá.
Matta: Mamma, ætlaru ekki að hátta þig.
Mamman: jújú..á eftir sko, á eftir að bursta tennurnar og svona.
Eftir smá stund stendur mamman upp eftir 10x góða nótt, góða nótt...læðist af stað....
Matta: Þú ert að fara frá mér, ætlaru ekki að vera hjá mér?
Mamman: ha...jújú ...bara aðeins að teygja úr mér....
Eftir smá stund.....stendur mamman aftur upp og læðist aftur af stað...
Matta: Mamma þú ert að fara, þú sagðist ætla að vera hjá mér....af hverju ert alltaf að fara...??
Mamman gefst upp og legst niður...!
Matta: Mamma lokaðu augunum !!
Góða nótt og sofiði rótt
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.10.2007 | 21:13
Grúsk!
Ég var að grúska í gömlum skrifum í tölvunni hjá mér og fann útdrátt sem ég vann úr lokaritgerð eiginmannsins en hann kláraði guðfræðina árið 2000 og vígðist sem prestur árið 2002 í Seljakirkju.
Bolli fjallaði um predikanir og leikrit Kaj Munk, danska prestsins og predikarans, sem að féll fyrir hendi nasista í seinna stríði.
Það er eitthvað við þennan texta sem ég ætla að setja hér, sem að lætur mig alltaf fá gæsahúð. En þessi texti er úr predikun sem að hann flutti þremur dögum áður en að hann var skotinn til bana.
Kaj Munk var einn af þeim sem þorði að tala gegn nasistum opinberlega og sparaði ekki hörðu orðin. Honum fannst þjóð sín huglaus að standa ekki gegn þessum ógnaröflum og talaði mikið um trúna og það að fylgja sannleikanum. En sannleikurinn krafðist þess að hann talaði inn í þessar aðstæður ofbeldis og kúgunar og fyrir það galt hann með lífi sínu. Sannleikurinn var Jesús Kristur.
Eftirfarandi er tekið í kandídatsritgerð Bolla: "Sannleikurinn gerir sínar eigin kröfur".
Það má kannski engan undra þau örlög sem Kaj Munk hlaut, þegar skoðað er hvað hann fór mikinn í ræðu og riti. Í nýjárspredikun sem hann flutti í Vedersökirkju þremur dögum áður en hann var myrtur kemur fram hve mikið honum gramdist gunguháttur Dönsku þjóðarinnar, sem gat ekki valdið öðru en frekari átroðningi annarra þjóða á óróatíma. Hann þoldi illa þá varkárni sem honum fannst danska þjóðin sýna öllum stundum. Honum fannst að kirkjan ætti ekki að þegja, heldur ætti hún að tala opinskátt eins og Kristur gerði. Stjórnmálaleg umræða gat vel farið fram innan veggja kirkjunnar að hans mati. Það væri jafn satt að segja að kristindómur væri ópólitískur og að segja að hann væri pólitískur. Sumum þætti það ögrun við ríkjandi ástand að spinna stjórnmálalegar skoðanir saman við Guðs orð á þessum óróatíma. Var Kaj Munk að storka örlögum sínum. Var það sanngjarnt af honum gagnvart eiginkonu og fimm börnum. Þessar spurningar eru áleitnar , en Kaj virðist sjálfur hafa verið vel meðvitaður um hvað koma skyldi og þess vegna er erfitt að sjá það út hvort það eigi að virða eða vanvirða þessa þrjósku hjá Kaj Munk að fylgja orðum sínum fram í rauðan dauðann.
Ég stend ekki hér til að predika hatur gegn einum né neinum. Mér er það alveg ómögulegt. Ég legg ekki einu sinni fæð á Adolf Hitler. Ég veit út í hvaða skelfingu og þjáningu heimurinn hefur kastað sér. Ég veit hvaða niðurlægingu land mitt hefur mátt þola. Ég veit að ég hef í nokkra mánuði ekki getað tekið á mig náðir án þess að hugsa: Koma þeir til þess að ná í þig í nótt. Þessi hugsun er ekki gleðileg fyrir þann sem elskar lífið, hefur nóg fyrir stafni og er hamingjusamur með eiginkonu sinni og börnum. En þrátt fyrir þetta get ég ekki hatað. Mannfólkið er af svo margvíslegum toga og er haldið ýmis konar andagift og frelsarinn hefur kennt okkur bænina: Fyrirgef þeim: Því þeir vita ekki hvað þeir gjöra.
Nýjárspredikun í Vedersökirkju þremur dögum fyrir morðið á Kaj Munk.
Þessar spurningar sem að settar eru fram eru áleitnar jafnvel enn í dag! Er það réttlætanlegt að ögra þannig ríkjandi ástandi og tvinna pólitík saman við guðsorðið! Var þetta sanngjarnt gagnvart fjölskyldu og börnum hans, að taka þessa áhættu.
Gerum við þetta í dag, tökum áhættu og tölum inn í aðstæður sem að okkur ofbýður, jafnvel þó að við leggjum okkur sjálf að veði. Gerir kristindómurinn þessar kröfur til okkar í dag eða er hann orðin trú velferðarsamfélagsins þar sem forréttindi þeirra sem að falla inn í normið eru vernduð en það sem að er talið syndugt fellur utan þess. Er kristin kirkjan þannig hætt að gera kröfur til okkar um að spyrna gegn óréttlæti og við fljótum þannig sofandi að feigðarósi! Erum við á þann hátt hætt að fylgja sannleikanum??
Kaj Munk sagði sannleikann gera sínar eigin kröfur og hann kaus að fylgja þeim sannleika, værum við í dag tilbúin til þess sama??
Um leið og ég set lokapunktinn vil ég minna á undirskriftarlistann sem að Ásdís Sigurðardóttir kom af stað hér á blogginu til stuðnings baráttu aldraðra og öryrkja fyrir bættum kjörum. Sameinumst öll um að skrifa undir og styðjum baráttu þeirra sem að þurfa svo sannarlega á því að halda. Listinn er hér: http://www.petitiononline.com/lidsauki/
Góða nótt
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
17.10.2007 | 09:14
Gott mál!
Ég verð nú að viðurkenna að ég gladdist núna í morgunsárið við að sjá þessa frétt. Ég vona að nýjum meiri hluta í borginni takist að gera eitthvað í þessum málum og mér finnst það jákvætt að Dagur skuli gera það eitt af sínum fyrstu verkum að tala við yfirmenn leikskólanna og fara yfir vandann.
Ég á eina á leikskóla, sem býr við skertan vistunartíma núna þessa dagana og það er heil deild lokuð á hennar leikskóla og er búin að vera það síðan snemma í haust. Þetta er alveg skelfilegt og mér finnst að við eigum að sýna börnunum okkar þá virðingu að búa vel að þeim á þeirra vinnustað þar sem þau eyða deginum sínum alla vikuna. Við eigum einnig að búa vel að því fólki sem að sinnir börnunum okkar á meðan við sækjum vinnu, vegna þess að ef að starfsfólki leikskólanna líður vel, þá líður börnunum okkar vel.
Þannig að ég er ánægð með þetta útspil Dags og vona að núna verði framkvæmt af krafti í þessum málum!
![]() |
Borgarstjóri fundar um leikskólamál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2007 | 09:55
Hvað á að blogga um þegar manni dettur ekkert í hug að blogga um....
Ég veit að það er án efa af nógu að taka....en stundum koma svona dagar þar sem að andleysið er ríkjandi og hversdagleikinn yfirþyrmandi. Ekkert framundan nema vetur, stöðugar fréttir af yfirvofandi heimsfaraldri inflúensu og krappar vetrarlægðir með tilheyrandi ofsaveðri !
Það er nákvæmlega svona dagur í dag....ég sit heima á íþróttabuxunum (ekki mæ gordjöss self ónei..) og stari í tölvuskjáinn! Það er iðnaðarmaður inni hjá mér að skipta um dyrasíma og ég þori varla á klósettið, svo hrædd um að hann steli kristalsglösunum (hvað er hægt að verða meiri smáborgari en þetta, vesalings maðurinn er án efa strangheiðarlegur
)! Jams......ég er smáborgari og stundum meiri smáborgari en minna.
Vegna þess að ég hef ekkert að segja, þá langar mig bara að þakka bloggvinum mínum sem að nenna að kíkja hér inn á hverjum degi, lesa rausið mitt og skilja eftir sig spor í athugasemdarkerfinu. Það er ótrúlegt hvað er gaman að fá koment við því sem að er skrifað og stundum smá pepp og hrós ef að því er að skipta ! Það gerir bloggið sannarlega skemmtilegra og meira spennandi.....
Þeinkjúgæs....
En nú ætlar hún ég að fara að smáborgarast aðeins meira og jafnvel að fara að skrifa smá í ritgerðinni, fara að ráðum góðra kvenna sem að bentu mér á að láta ekki of langt líða á milli skrifa.....!
Tjuss og eigið góðan, hversdaglegan þriðjudag alle samen rundt om landet (ég er að æfa mig í úglensku til að komast úr smáborgaranum yfir í heimsborgarann )
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.10.2007 | 17:27
Skrýtið....
Stelpunum mínum var boðið í bíó áðan af frænku sinni, unglingurinn minn er að vinna og maðurinn minn að skíra barn! Ég er ein heima og það er svo merkilegt að þegar ég er ein heima á tímum sem að ég er venjulega ekki ein heima, þá veit ég aldrei hvað ég á að gera af mér, ég bara ráfa úr einu í annað og bíð eftir að gengið mæti heim á ný !!
Skrýið.........eða kannski er þetta ekki skrýtið !
13.10.2007 | 21:22
Að loknu afmæli....
Húsmóðirin á þessu heimili situr hálf dösuð við tölvuna þessa stundina, er að reyna að komast blogghring eftir fjarvist úr bloggheimum síðan í gærkveldi...horfi með öðru á laugardagslögin, er samt ekkert upprifin en fylgist með til að geta haft skoðun á þessu .
Dagurinn byrjaði klukkan 10 í morgun í Bónus. Síðan hófst bakstur klukkan hálf ellefu og eldamennsku lauk klukkan 17.00 en þá hófst afmælið með kvöldmat og kökum í eftirrétt.
Mér finnst alltaf gaman að halda upp á afmæli barnanna minna vegna þess að þau lifa sig svo inn í þetta afmælistand af lífi og sál ! Þannig að þetta er búið í bili. Eldri börnin mín eiga bæði afmæli á jólatíma. Sá eldri 20. des og miðjan mín 2. jan. Þannig að þau verða alltaf hálf ringluð á þessum tveimur vikum vegna gjafaflóðsins sem að flæðir yfir þau á þessum tíma! Sú minnsta sagði einmitt við mig í fyrra þegar ég var að undirbúa afmælið hennar hvort að hún gæti ekki fengið að hafa jólatré í afmælinu sínu og lagði mikla áherslu á það. Hún vildi náttúrulega fá eins og systkini sín en þau hafa alltaf jólatré og skraut í sínu afmæli
!!
En hér eru nokkrar myndir frá fögnuðinum!! Eigiði gott laugardagskvöld !
Gúdnæt og síjúgæs!
p.s. farin að horfa á Önnu í Grænuhlíð
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.10.2007 | 19:11
Hálfnað verk þá hafið er....
Nú er ég nýkomin heim eftir langan dag. Ég mætti klukkan 9 í morgun á lesstofuna til að vinna að fyrsta kaflanum í kandídatsritgerðinni minni. Klukkan hálf þrjú stóð ég upp, komin með 12 síður og fór og skilaði drögunum.
Nú er ég komin heim og er alveg tóm í hausnum. En ég er svo glöð að vera byrjuð og komin af stað með þetta verkefni og nú veit ég hvað ég þarf að gera næst, hvað ég þarf að laga og hverju ég þarf að bæta við !
Þetta er bara tóm gleði og það að vera komin yfir þann hjalla að geta ekki byrjað að skrifa er svo mikill léttir vegna þess að ég hef átt svo erfitt með að komast á þetta stig að nú er andinn mikið léttari!
Læt þetta nægja í bili......eigiði gott föstudagskvöld ....ég ætla upp í sófa, í náttbuxum með DVD og nammi (nammibindindið byrjar ekki fyrr en á mánudag
)!
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
halkatla
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Hrafnhildur Ólafsdóttir
-
Axel Eyfjörð Friðriksson
-
Erla Björk Jónsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Guðný Bjarna
-
Sigríður Gunnarsdóttir
-
Helga Dóra
-
Brussan
-
Hulda Lind Eyjólfsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Heiða Þórðar
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kolgrima
-
Heiða B. Heiðars
-
Edda Agnarsdóttir
-
Halla Rut
-
Huld S. Ringsted
-
Dísa Dóra
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Árni Svanur Daníelsson
-
Viðar Eggertsson
-
Þorgeir Arason
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Vefritid
-
Dofri Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Toshiki Toma
-
Guðmundur Örn Jónsson
-
Róbert Björnsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
krossgata
-
Ólafur fannberg
-
Baldvin Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Pétur Björgvin
-
Linda
-
Jóhann Helgason
-
Helena Leifsdóttir
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Alfreð Símonarson
-
Hlekkur
-
Mamma
-
Þóra Ingvarsdóttir
-
Bwahahaha...
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Ómar Bjarki Kristjánsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar