Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Auðskiljanlega konan við Rauðavatnið!

 tvíburarGóðan daginn kæra fólk! Ég er bara nokkuð lukkuleg í morgunsárið, veit ekkert afhverju en það liggur bara aldeilis ljómandi vel á mér. Framundan er kirkjustarf eins og venjulega og svo bara venjulegt hversdagslegt líf og það er bara ágætt Halo!

Svona hljómar stjörnuspáin mín í dag: Tvíburar: "Þú þarft hvorki að segja né gera mikið til að fá þínu framgengt. Það er eins og verndarstjarnan þín, Merkúr, vinni yfirvinnu bara fyrir þig. Allir skilja þig."

Þannig að ég segi ekki meira þennan daginn, allir skilja mig Wizard...það er nú ekki lítið skal ég segja ykkur, að það sé ekki ein manneskja til sem að skilur mig ekki. Ó já...ég get bara ullað á ykkur Tounge..án þess að segja af hverju....en þið skiljið mig! Ég get orðið rosa reið, alveg svona Devil...en þarf ekkert að útskýra af hverju...af því að þið skiljið mig. Svo get ég brostið í ofsagrát Crying, en neita að segja af hverju, en það er alltílæ vegna þess að þið skiljið mig. En mér finnst best í dag að vera bara svona Grin...af því að þið skiljið mig svo vel!

Knús og kossar inn í daginn frá auðskiljanlegu konunni við Rauðavatnið Kissing!


Hux!

Stundum finnst mér ég eitthvað svo venjuleg Woundering!

Hómer 2


Bók, kaffi og eplasafi!

sofandi Þetta þrennt er hjá mér á borðinu núna. Ég er búin með tvo kaffibolla en samt geispa ég enn alveg nánast golunni í hvert sinn. Ég er eitthvað í óstuði og langar mest að skrýða undir sæng og sofa fram að hádegi.

Það er þó ekki í boðinu og ég þarf að halda áfram. Það er svo merkilegt að þegar ég finna að tíminn minnkar, þá gef ég ekki í, heldur bind fyrir augun á mér og þykist ekki sjá bókastaflann á borðinu hjá mér og læt sem að ég hafi allan tímann í heiminum. Síðan þegar snaran er nógu hert um hálsinn tek ég frá augunum og vinn eins og ég eigi lífið að leysa!

Svona er þetta nú bara, ég er á þeim stað núna með ritgerðina mína að mér finnst ég ekkert komast áfram og er stopp og búin að vera í smá tíma. En ég þarf bara að halda áfram, smá á hverjum degi og þá kemur þetta. Verst hvað mig langar frekar samt til að kúra og lesa skáldsögur, fara í bæinn og skoða jólaskraut og svo langar mig í NAMMI!

Svona er þetta nú bara, ég sný mér aftur að bókunum, kaffinu og eplasafanum og læt sem að allt sé í himnalagi Halo!

Hér í lokin er smá innsýn í greinina sem ég er að skoða um Korintu út frá sögunni að neðan...eða sögu fólksins. Greinin er eftir Ray Pickett.

Enjoy W00tWizard!

"Aðgreining milli frjálsra og þræla, mun hafa verið mikilvæg á félagslega sviðinu í Korintu, bæði beint og óbeint. Rómverska keisaraveldið var þrælasamfélag. Þrælar voru svo ódýrir að þrælaeign fór langt niður samfélagsskalann. Það er áætlað að í heimsveldissamfélaginu hafi þrælar verið um það bil 1/3 af íbúafjöldanum og annar þriðjungur var fólk sem að hafði hlotið frelsi. Þrælar voru lifandi verkfæri, ekki persónur, með engin lagaleg réttindi og að eilífu merktir sem óvirðulegir. Á meðan sumir þrælar höfðu það betra en aðrir, þá voru allir þrælar á jaðrinum og höfðu upplifað það sem að Orlando Patterson kallar “félagslegur dauði” í tengslum við fjölskyldu, samfélagið og menningarleg einkenni uppruna þeirra. Til viðbótar við það að vera samfélagslega óvirtir, þá voru þrælar reglulega settir undir líkamlegar og kynferðislegar meiðingar."

Bless í bilinu!  


Neyðarkallinn!

ættarmót 030 Ég og þessi flís hér á myndinni fórum í Kringluna í gær. Þar á röltinu keypti ég Neyðarkallinn, best að vera við öllu búin þegar húsbandið á heimilinu stundar veiðar af kappi þennan mánuðinn til að redda jólamatnum Whistling! Við Matta vorum sammála um að það væri ný aldeilis gott framtak að styrkja þetta góða málefni.

Hún er síðan búin að vera mikið að spá í þessum kalli og alltaf að skoða lyklana mína og þennan neyðarkall.

Síðan í morgun þegar við vorum að hafa okkur af stað, spyr hún mömmu sína: Mamma, hver er þetta?

Ég svara að bragði: Þetta er neyðarkallinn!

Hún setur þá upp svip og segir: Mamma, af hverju ekki neyðarkonan??

Ég verð hálf hvumsa og segi: Ha...jújú, auðvitað getur þetta verið neyðarkonan, að sjálfsögðu (yfir mig hissa yfir þessum hugsunum barnsins).

Hún tekur gleði sína á ný og svarar að bragði: Já mamma, þetta er neyðarkonan.

Ég get ekki sagt annað en að ég sé að sjálfsögðu yfir mig hrifin af þessum jafnréttishugsunarhætti barnsins, hvort sem að hann sé meðvitaður eða ekki Wizard! Hér er án efa lítill feministi í fæðingu og uppeldið að skila sér Whistling!

Eigiði góðan dag Heart!


Fermingarbarnið mitt!

Hér er fermingarbarnið og unglingurinn á heimilinu í öllu sínu veldi....hann segist vera hnakki og mamman bara brosir í gegnum tárin og reynir að bera sig vel, kannski erfitt að sjá börnin sín verða stór...InLove!

Útskrift 007

Útskrift 012

Eigiði góða helgi og hér er ein slóð sem fær mann til að leggjast í gólfið og grenja úr hlátri: http://youtube.com/watch?v=eXgdSOxaCGI

(Ég kann ekki að setja inn video...ráðleggingar vel þegnar Wink)

blessíbili Smile!


Helgin framundan!

nammiNamminamminamm (mig langar í nammi núna)

Stundum dett ég í niður í það hér á blogginu, bara að lesa og lesa skrif annarra og nenni einhvern veginn ekkert að skrifa sjálf Smile! Það er bara svo merkilegt hvað það er hægt að festast í skrifum annarra og sökkva niður í færslur um allt milli himins og jarðar Cool.

En stundum lít ég nú upp og horfi á heiminn í kringum mig, fer í búð, stend pirruð í röð á meðan fólk dundar sér í rólegheitum að setja í poka og er ekkert að flýta sér og ég bara bíð tilbúin að grípa poka til að setja mitt í. En þetta bráir nú fljótt af mér enda er ég að vissu leyti smá óþolinmóð og vill helst ganga hratt í hlutina og klára málið. Mér reyndar leiðast matvörubúðir alveg svakalega og ég fæ alltaf búðarblokkát þegar ég kem inn í búð, man aldrei hvað ég ætlaði að kaupa og kaupi stundum tóma steypu og oftast gleymi ég einhverju...en ég skrifa samt aldrei miða, vegna þess að ég hef ofurtrú á eigin minni...Whistling!

Helgin lítur bara nokkuð vel út, á morgun er ættarmót hjá móðurfamilíunni. Það er nú bara hressandi að fara á ættarmót....spurning hvort að ég megi fá mér köku (er kaka nammi Wizard)?

Eftir það kemur systurdóttir mín í gistingu til mín og þá verður bara fjör W00t.

Ég segi bara eigiði góða helgi og farið varlega og munið að ganga hægt um gleðinnar dyr.

blessíbili Heart


Blaðr!

jól Það er alveg brjálað veður fyrir utan gluggann hjá mér (bý á þeim stað í Árbænum sem að skýlir restinni af hverfinu fyrir rokinu W00t)...þegar það er austan- eða sunnanátt þá dúar stofuglugginn lítillega fram og til baka. Ég man hvað mér brá þegar ég fattaðidda en nú er þetta bara kósí InLove!

Það er svo gott að vera inni þegar það er óveður úti. Ég sit hérna við tölvuna, búin að vera á bloggrúnti í smátíma og er að drekka kók light og hef það ansi gott. Ég er laus við gremjuna þó að dylgjurnar hafi hafi haldið aðeins áfram Devil....það þýðir ekki að missa sig yfir litlu hlutunum. Ég er bara í vetrarfríi með krökkunum og við erum bara að hafa það ansi fínt Smile.  Ég á bara ansi fína krakka, skal ég segja ykkur Wink!

Manninn mín ætlar að skegla sér á morgun og fá sér heilsubótargöngu í Tungunum við þriðja mann og kíkja á jarðskjálftavirknina og ef að rjúpa flýgur hjá, þá mun verða reynt að fanga hana Whistling! Ég bara get ekki hugsað mér Rjúpulaus jól....ég bara krullast upp í íhaldseminni þegar kemur að jólunum, þá bara verður allt að vera eins. Það er bara þannig, engin samningar í boði hér Devil!!

Annars fékk ég í magann í vikunni, þegar ég fattaði að ég ætti eftir að kaupa jólaföt á öll börnin þrjú (alltaf verið búin um þetta leyti, kæruleysið að fara með mig),  svo veit ég ekki hvort að allar seríurnar mínar virka...kannski þarf að fjárfesta í nýjum, það skulu sko vera ljós í öllum gluggum, ó já!) og svo fattaði ég að ég hef ekki enn fengið nýja óróann frá Georg Jensen (ég veit að þetta er dekurslegt), ég á alveg síðan ´98 en þá byrjuðum við að búa og ég bara verð alveg miður mín ef það bankar enginn upp á hjá mér fljótlega með óróann og konfekt í skál...Whistling! Já, það er margt að hugsa um þegar jólin nálgast og tíminn líður og þolir enga bið, það er bara þannig. Þannig að nú er bretta upp hendurnar, skipuleggja bakstur, skreytingar, jólafata- og jólagjafakaup og svo að njóta....ég nebblega elska jólin og allt sem þeim fylgir og verð bara kreisí....fæ þó ekki stress og álagseinkenni, hef of gaman af þessu til að verða alveg biluð, bara kreisí...ef það er einhver munur þar á, sem ég vona að sé og aðrir sjái með mér!

Nóg af rausi...hafið það gott, verið stillt og prúð og gleðilegan jólaundirbúning Wizard!

Nætínæt!


Langar ekki til að blogga...

Ég viðurkenni það að það er einhvern veginn ekki efst í huganum þessa stundina að blogga (geriþaðnúsamt). Ég er með eitthvað svo blendnar tilfinningar til þessa bloggs eitthvað þessa dagana, að ég bara upplifi stóra og feita gremju í garð bloggsins.

Það eru svo margir sjálfskipaðir siðapostular á ferðinni og vita allt um allt og dylgja og koma með sleggjudóma, sumir vita jafnvel meira um mann heldur en maður sjálfur þessa dagana. Mér finnst alveg merkilegt hvað margir eru með góða innsýn í líf annarra, jafnvel persónulegar tilfinningar. Ég er ekki svona gáfuð að vita svona mikið um fólk út frá bloggi, kýs að mynda mér skoðanir á fólki út frá persónulegum samskiptum og samtölum.

Hvað veldur því að fólk telji sig eiga heimtingu á að vita allt um einstakling sem að bloggar, hvað veldur því að ef að einstaklingur vill eiga sumt fyrir sig að þá fer fólk af stað og getur í eyðurnar og bara giskar og um leið dylgjar og setur fram eitthvað sem að ekki er fótur fyrir.

Ég bara verð stundum svo yfirgengin að ég verð fráhverf blogginu, nenni ekki að standa í þessu, verja það hver ég er gegn tilbúnum skoðunum annarra á mér. Það er eins og að standa móti beljandi stormi og kalla stöðugt en móttakan er engin vegna þess að fólk er bara búið að gera sér upp skoðanir og þær skulu bara standa, sama hvað tautar og raular.

Einu sinni sagði ég við samstarfsmann minn í Neskirkju þegar hann fór í gremjukast, að það væri allt í lagi og hann hefði 24 tíma til að vera í gremjunni, eftir það yrði hann að fara að lifa í lausninni!

Nú sem sagt áskil ég mér 24 klst gremjutímabil, þannig á að morgun um þetta leyti verð ég farin að hugsa í lausnum!

Gremjukveðja, Sunna DevilWhistling


Helgarfærsla!

letiÞessi helgi hefur verið bara nokkurn veginn venjuleg, ég fyrir framan sófann með fjarstýringu í einari og bjór í hinari.....Whistling!

Neinei....þetta er var djók sko...fyrir þau sem halda að ég hafi verið að mein´idda Halo!

Annars er ég bara nokkuð kát. Við hjónin vorum í fríi á föstudaginn og fórum til Keflavíkur og borðuðum góðan mat og gistum þar í bæ. Systir mín tók ómagana og leyfði þeim að gista.

Við komum svo í bæinn á laugardeginum, þar sem að við gerðum mest lítið, enda stundum afar gott að gera ekki neitt Sleeping!

Um kvöldið hélt svo bróðir minn upp á útskriftina sína úr DTU í Kaupmannahöfn en hann er núna orðin verkfræðingur drengurinn og komin í góða vinnu, á lítinn prins og frábæra konu. Hann er lukkunar pamfíll og ég er svo stolt af honum.

Þessi dagur hófst á sunnudagaskóla út á Álftanesi, en þetta eru mínar uppáhaldsstundir í kirkjunni. Að byrja daginn á því að hitta yndislegustu börn í heimi, þau eru svo flott börnin sem að sækja sunnudagaskólann og hlusta svo vel og taka svo vel þátt að ég fer alltaf heim glöð og kát í einu stóru krúttkasti InLove! Ég er svo heppin að fá að taka þátt í þessu, vegna þess að þessar stundir gefa mér svo mikið.

Nú er framundan matur hjá mömmu og það er ekkert betra en mömmumatur Heart, þar sem að við komum öll saman systkinin með maka og börn.

Og svo blasir við vinnuvikan handan við hornið og ég vona að við eigum öll góða viku framundan. Farið varlega í hálkunni og eigið góðan sunnudag alles sammen sem lesið þetta raus Heart!


Svona er staðan...

 gleði

Ég er búin að vera heima í dag, fékk í magann Sick og fór að vorkenna mér. Horfði fram á allt sem að ég á eftir að gera og varð ennþá pirraðri og svo ætlaði ég að fara út í búð  en þá var ruslabíllinn búin að leggja fyrir bílinn minn og ég komst ekki neitt Crying. Pirringurinn bar mig nánast ofurliði....W00t!

Þá allt í einu sá ég smá týru og mér datt í hug að byrja á einhverju af því sem að ég á eftir að gera og viti menn ég sökkti mér niður í ritgerðina mína, og nú er ég komin á kaf í feðraveldi, stofnanagerða illsku og kristinn feminisma! Nú hef ég skrifað tvær síður í viðbót við hitt og er bara komin aftur á skrið.

já, ég hef fullt að gera, það er margt sem að truflar mig, margt sem að ég skil ekki, á fjölskyldu sem að sest ekki á hakann á meðan ég vinn og sinni öðrum málum. Þetta er oft drulluerfitt að samræma allt saman og ég verð stundum alveg úrvinda og uppgefin og langar mest upp í rúm og vera þar fram á vor.

En þegar maður nær að snúa vörn í sókn, snúa sér að málum sem að vekja hjá manni ástríðu og áhuga. Knúsa börnin InLove sín og eiga gott samfélag við sinn ástkæra eiginmann InLove. Þá er lífið ágætt InLove. Þetta  er alltaf spurning um rétta forgangsröðun og það sem að skiptir mestu máli í lífinu!!

Ég breyti ekki fólki með því að blogga og skrifa athugasemdir við skrif sem að mér líkar ekki. Svo mikill er nú ekki minn máttur, en maður getur reynt að hafa áhrif, ef að það virkar ekki ....þá bara só bí it Whistling!

Ég veit hvar ég stend, hverju ég trúi og hvað ég vil að verði. Það ætti að nægja mér í bili.

Þannig að ég er nokkuð bara róleg og yfirveguð og geri tilraun til að leggja gremjuna mína á hilluna í bili Halo.

Bakk tú bissness .... nú horfa á mig þrjú hungruð börn og vilja mat! Þá er bara að hverfa í forgangsröðina og leggja til atlögu við eldhúsið!

Bless í bili.....

Kveðjur frá húsmóður, nema, og útivinnandi konu á fullri ferð!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband