Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
23.11.2007 | 19:39
Lítil saga um konu með fullkomnunaráráttu ;-)!
Ég gerði aðra tilraun í dag til að kaupa jóladisk þessara jóla og fór núna í tvær búðir frekar en eina og ekki var hann til! Ég er farin að halda að hann sé ekki kominn út og ég sé eitthvað snemma á ferð, ég er að hugsa um að gera aðra tilraun í næstu viku, nær mánaðarmótum!
Ég hef alltaf verið snemma á ferð í jólaundirbúningi, búin að setja upp ljós og smá skraut fyrir mánaðarmótin nóv/des. Ég held að ástæðan sé sú að ég hef alla mína hunds og kattartíð verið í prófum í desember og þess vegna hef ég alltaf viljað vera búin að setja eitthvað upp áður en álagið hefur brostið á. Núna eftir þessa erindisleysu í dag, ákvað ég bara að skella mér í geymsluna og ná í seríurnar mínar, þó að ég sé ekki að fara í próf, þá liggur ritgerðin á mér og ég ákvað að drífa í að setja upp ljósin. Ég skundaði niður og hélt á stórum kassa upp, fór að vinna úr flækjum og gekk þetta greiðlega. Síðan kom að því að setja upp herlegheitin. Ég sem kona með fullkomnunaráráttu á háu stigi, fór að telja út í gluggana.......ég get ekki skellt þessu upp svona tilviljanakennt. Ég tel út fjöldann í hverja hlið gluggans, svo set ég þær upp alveg þráðbeinar, með nánast sama bili á milli hvers ljós upp á millimeter. Síðan lími ég þetta alveg blýfast vegna þess að ég þoli ekki seríu sem að hangir hálf niður í glugganum
....mér finnst það svo druslulegt að ég bara krullast upp
!
Núna nokkrum tímum seinna eru komnar seríur í þrjá glugga....komst ekki yfir meira, þetta tekur mig svo langan tíma !
Á morgun er plönuð Ikea ferð og Garðheimaferð. Mig vantar eina seríu í einn glugga og svo hef ég aldrei getað átt aðventuljós, vegna þess að á einhvern dularfullan hátt eyðileggjast alltaf þau sem ég á. Núna ætla ég að gera eina tilraun enn...!
Ég ætla þó ekki að setja á svalirnar strax, bíð fram yfir mánaðarmót með það!
En mikil skelfing eru þessi ljós notaleg ! Þetta er það besta við aðventuna og jólakomuna, það er hlýjan og ljósin!
Verum góð hvort við annað, verið hress, ekkert stress og bless!
Eigið gott föstudagskvöld !
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
22.11.2007 | 20:13
Ókei....smá blogg...:-)
Þetta blogg verður í símskeytastíl enda um fréttir af mér og mínum að ræða, og hver vill ekki fá fréttir af mér !
- Ég var glöð á leiðinni heim í dag úr Neskirkju, vegna þess að umferðin gekk vel og ég var fljót í búðinni. Venjulega stoppa ég við Reykjavíkurflugvöll og fer fetið fram að Kringlu. Það góða við þetta er að ég get hlustað á Reykjavík síðdegis og ég hef afar gaman að þeim þætti.
- Matarbúðarferðir fara venjulega í taugarnar á mér, vegna þess að mér finnast allir aðrir svo lengi að versla. Ég lendi svo oft á eftir fólki í röðinni sem bíður alltaf með að setja í pokann þar til allt er farið í gegn, síðan borgar það og fer svo að setja í pokana. Þá þarf ég að bíða líka, vegna þess að það er ekki pláss fyrir minn mat og þá fer ég alveg yfir um
. Ég set alltaf í pokana á meðan verið er að renna í gegn og er búin þegar komið er að því að borga og get þá gengið beint út og nóg pláss fyrir næsta
! Það var einmitt þannig í dag og ég var alveg of kát! ef einhverjum finnst þetta óþarfa pirringur þá má sá og hinna sami hafa það fyrir sig....þetta er stórmál í mínum huga, þegar ég er á leið heim og vil komast þangað á sem stystum tíma og með sem minnstri fyrirhöfn
!
- Ég er ekkert að skrifa í ritgerðinni minni þessa dagana og er komin svoldið langt frá henni og kem mér ekki aftur inn. Nú er þetta hin mesta ógn í mínu lífi og ég vil helst bara fara til Balí og stofna sértrúarsöfnuð
!
- Ég ætlaði að kaupa fyrsta jóladótið í dag, en það var í formi geisladisks (kaupi alltaf einn fyrir hver jól) en hann var ekki til í búðinni sem að ég fór í, það var sorg því ég hafði hlakkað til. Sömuleiðis var pabbi minn á leið frá London í gærkvöldi og ætlaði að kaupa Georg Jensen óróann fyrir mig og ég var svo spennt, því ég elska jólaóróana frá Georg Jensen...en hann var uppseldur
! Spurning um að fresta bara jólunum, þvílík er sorg mín
...ef einhver ætlar að segja þetta dekurslegt raus, þá má sá og hinn sami hafa það fyrir sig, því þetta er grafalvarlegt mál
.
- Maðurinn minn ætlar í Rjúpnaferð á morgun í Dalina. Það er næst síðasta ferð vetrarins......enda tímabilið brátt á enda!
- Ég er enn í nammibindindi og gengur vel, komst í buxur í dag sem að ég ætlaði að grenna mig í, keypti þær of litlar sko og setti mér markmið og í dag hafði það nást og ég er alsæl
! Ég veit, ég er á kafi í efnislegum og útlistlegum hlutum...týnd í neysluhyggjunni og útlistsdýrkuninni....ekki segja það við mig beint þá fer ég bara að gráta
!
- Ég er að verða jólaviðkvæm og finn að ég get tárast við minnsta tilefni ef að eitthvað hreyfir við mér. Að fenginni reynslu mun þetta ágerast og ná hámarki á aðfangadag
!
- Miðjan mín er að læra á píanó og nú hljómar hér "klukknahljóm" og "Bjart er yfir Betlehem" á fimm mínútna fresti.....ég ber mig vel í þágu listarinnar
!
- Ég vil óska Bandaríkjamönnum til hamingju með þakkargjörðardaginn og vona að Kalkúnninn smakkist vel
!
- Fyrir akkúrat ári síðan var ég á leið til Boston, en þar eyddi ég þremur dögum við verslun og OMG...það var svo gaman, ég var með mömmu og systur minni og við vorum ógisslega skemmtilegar og við gátum sko aldeilis verslað
!
- Nú eru einmitt foreldrar mínir á leið til Boston í þessum skrifuðu orðum og ég er oggó pínku abbó
...hefði alveg verið til í að kíkja aðeins í Galleríuna...
...mig vantar alltíeinu svo mikið af einhverju sem ég veit ekki alveg hvað er
!
- Ég ætla láta þetta nægja að sinni og vona að allir, ungir sem aldnir, góðir sem baldnir eigi hið besta kvöld!
- Góða nótt mín kæru flón
!
21.11.2007 | 17:49
Ekkert að segja...
...Mér dettur ekkert í hug til að blogga um þessa dagana....er hálf þreytt, hálf andlaus, hálf áhugalaus og margt fleira sem er eitthvað að valda þessari hugmyndaþurrð!
Ég mun þó blogga þegar andinn blæs í brjóst, en sem komið er stafalogn og hann blæs ekki neitt!
Þannig að ég bíð eftir storm viðvörun og þegar stormar á ný, þá mun bloggað af krafti.............er það ekki málið að það eru gæðin en ekki magnið.....
(þettasegiégtilaðréttlætabloggleysiogleti
)!
Síjúsún!
20.11.2007 | 13:28
Veika stelpan mín!
Stelur tölvunni af mömmu sinni, en það er erfitt að standast svona englasvip
!
Hún elskar að horfa á Gullu Hér situr hún að horfa með enn einn englasvipinn á krúttlega trýninu sínu
!
Síðan þegar maður er heima lasin þá fær maður að sjálfsögðu að máta jólaskóna smá. Bara aðeins, smá stund mamma mín eins og hún segir og horfir bænaraugum á móður sína. Þetta eru skórnir í öllu sínu veldi
Skóna valdi daman sér sjálf í Steinar Waage um daginn og er ekkert smá glöð enda er hún flottust í þessum skóm.
Við mæðgur biðjum að heilsa og vonum að þið séuð ekki að verða veik þarna úti, það er svo leiðinlegt að hanga heima !
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
19.11.2007 | 13:06
Þetta er ég núna:
Þetta er ég núna þegar ég skrifa athugasemdir. Ég er sem sagt búin að skipta um mynd
! Þessi mynd var tekin í einum af gleðsköpum helgarinnar en frúin er að skríða saman núna í þessu eftir þreytudaginn mikla í gær
!
En nú horfir allt á betri veg, ég átti alveg ótrúlega skemmtilega helgi sama hvar á hana er horft (ef frá er talinn dagurinn í gær ).
Ég fór í svo skemmtilegt sextugs afmæli hjá móðursystur minni að ég hef ekki skemmt mér svona vel í langan tíma. Ég á alveg hrikalega skemmtilega fjölskyldu, það er alveg ljóst !
Núna er ég heima með Möttuna mína veika, hún er með augnsýkingu og ljótan hósta. Við tókum okkur bara spólu og keyptum kleinuhring og höfum það gott!
Hafið þið það líka gott og njótið dagsins í þokunni !
17.11.2007 | 16:02
Karpað í Korintu V. hluti!
Það er búið að vera svo mikið að gera í samfélagslífinu hjá minni að ég bara hef ekki haft tíma til að sinna þessu bloggi sem skildi
!
Ég var á útgáfuhófi í gær vegna útkomu predikunarsafns tengdaföður mín sr. Bolla Gústavssonar (sjá fyrri færslu) og síðan var haldið á grillið á Hótel Sögu og þar voru öll systkini mannsins míns, Bolla Péturs ásamt móður hans og mökum. Við borðuðum mat sem að var listaverk og höfðum það afskaplega gott!
Í morgun var svo brunch í tilefni afmælis tengdaföður míns en hann er 72 ára í dag og voru þar allir saman komnir og mikið borðað, hlegið og spjallað.
Í kvöld er svo sextugs afmæli móðursystur minnar og verður það án efa mikið fjör ef ég þekki móður fjölskyldu mína rétt !
En ég skil ekki við ykkur án þess að kíkja aðeins áfram inn í Korintu. Við skulum sjá hvað verið er að bralla þar!
Viska, andlegar gjafir og andlegt fólk.
Sá ágreiningur sem að tekist er á við í 1. Kor. 1.10-4.21 er beint tengdur því að sumir Korintubúanna tengdust beint ákveðnum postulum, sérstaklega Appóllosi og Páli sjálfum. Þessi mál voru einnig nátengd hrifningu um dulspekilega visku (sophia), ef að dæmt er frá harðri árás Páls í 1. Kor. 1.17-25. Byggt á þessari visku þá sögðust sumir Korintubúanna að þeir hefðu ekki aðeins mælskusnilld heldur einnig upphafna stöðu sem vitrir og valdamiklir, konungbornir, ríkir, heiðraðir, sterkir og konunglegir (1.26; 4.8.-10.)
Sem áframhaldandi óvirtir leysingjar í hinu ytra samfélagi, þá hefur þetta fólk mjög líklega verið langeygt eftir virðingarstöðu innan síns félagslega ramma. Hver sem staða þeirra var fyrir utan samfélagið, þá höfðu þau núna háa andlega stöðu gegnum viskuna sem að kennd var í samfélaginu.
Þessi korintíska upphafna andlega staða var einnig tengd reynslu þeirra af andanum. Krafa Páls um að hina sönnu visku sé að finna í krossi Krists (1.Kor. 1.24-25) virðist vera tilraun til að svara því hve Korintubúarnir voru uppteknir af að túlka andlega hluti til þeirra sem eru andlegir (1. Kor. 2.13.).
Í því trúboði sem að var leitt af Páli og öðrum, þá var andinn alltaf skilinn sem andlegur kraftur sem var móttekinn hjá einstaklingum sem að létu skírast en það var innvígsluathöfn inn í samfélagið. Hinir andlegu Korintubúar virðast hafa upplifað skírnina meira sem persónulega gáfu með valdi og visku, ef við dæmum út frá skyndilegri vörn Páls yfir að hafa skírt einhverja af Korintubúunum (1. Kor. 12.4.13).
Svo virðist sem að spámennska og tungutal hafi verið þær tvær gjafir sem að voru eftirsóttastar í Korintu. Sú hin vinsælasta virðist hafa verið að tala tungum en það var óskiljanlegt ræða. Það að tala tungum má hafa verið lík opinberunar spádómum í hellenistískum trúarbrögðum og jafnvel líkt því sem að Philon lýsir sem ekstatískum spádómum.
Í þeim texta sem að valin er til þýðingar í flestum útgáfum Nt, þá lýsir Páll því yfir afdráttarlaust að konur eigi að þegja á safnaðarsamkomum, það er, þær eiga ekki yfir höfuð að spá (1. Kor. 14.34-5). Það er skekkja í grískum handritum á þessu versi og frekari efasemdir um að Páll hafi í raun skrifað þessi vers og frekari efasemdir um að Páll hafi líka skrifað versin í 1. Kor. 11.3-16, sem að fjalla um konur sem spá. Ef að Páll skrifaði þessi orð í raun og veru, þá gefa þau til kynna að konur voru sérstaklega virkar meðal Korintubúanna sem voru hrifnir af hinum andlegu gjöfum spámennsku og tungutals. Þetta á vel við texta frá hinum forna miðjarðarhafsheimi almennt sem að sýnir konur oftar en karlmenn, frá sér numdar (ecstatics).
Fyrir konur í ekklesíunni, jafnt sem þræla og aðra sem höfðu jaðar félagslega stöðu, þá hafði sú viska og það vald sem kom með því að vera fyllt andanum þau áhrif að það leyfði þeim að umbreyta hefðbundnum kynferðislegum og trúarlegum gildum sem voru tæki stjórnunar í hinum heimsvaldlega samfélagi. Í gegnum andlega handanveru sem kom í gegnum skírnina, upplifði fólkið umbreytingu frá stöðu vanvirðingar og niðurlægingar yfir í upphafna andlega stöðu.
Hafið það gott í kvöld og ekki skemmta ykkur betur en ég, þá fer ég í fýlu fram að jólum .
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.11.2007 | 21:16
Dæmigert kvöld á heimili vísitölufjölskyldunnar!
Svona er dæmigert kvöld á þessu heimili:
Dæturnar eru sofnaðar og fara yfirleitt snemma í bólið! Þá færist yfir himneskur friður enda ekkert í heiminum fallegra en sofandi börn !
Fermingarbarnið er á leið heim úr fermingarferð í Vatnaskóg (það er þó ekki hluti af rútínunni ). Hann er væntanlegur innan stundar!
Eiginmaðurinn situr við skriftir og talar á milli þess í símann við hinn og þenna, aðallega þennan .
Ég sit við tölvuna og les blogg, er á leið í Skalla að taka mér mynd og ætla að fleygja mér með teppi og kodda og gleyma mér í smá stund !
Ég elska kvöldin, þau er alltaf næstum eins......en það er það sem er svo gott vitiði það! Lífið bara gengur, tikkar áfram rólega og allt er bara í lagi! Þá er ég hamingjusömust og þá líður mér best !
Góða nótt í alla nótt !
péess: Klukkan 21.35, frúin komin heim af videoleigunni með splatter hryllingsmynd! Það er einnig hluti af rútínunni....við erum með óbilandi áhuga hjónin á hryllingsmyndum, þeim mun meira krípí þeim mun skemmtilegra!! Er ekki lífið dásamlegt
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.11.2007 | 09:52
Nýr dagur, nýtt verkefni!
Í einu lagi með Sigurrós segir að það besta sem að Guð hefur skapað er nýr dagur. Ég held að það sé alveg rétt, nýr dagur felur í sér nýja möguleika, nýtt upphaf og ný verkefni.
Verkefni dagsins hjá mér er að vinna úr þeim heimildum sem að ég ætla að skoða fyrir næsta hluta í ritgerðinni minni, hlaupa smá og fara í kirkjustarf með 6 ára börnum í Neskirkju. Ég held að þetta sé bara ágætlega raunhæft og bý mig undir að takast á við þetta með nokkurri bjartsýni. Það er svo gott að taka sér smá frí eins og við gerðum um helgina, fara út úr bænum og koma því inn á sjóndeildarhringinn sem er mikilvægast og forgangsraða út frá því. Stundum þarf maður ákveðna fjarlægð við það sem að liggur þungt á manni til að sjá það í raunhæfu, framkvæmanlegu ljósi.
Þannig að nú held ég áfram veginn, þangað til annað kemur í ljós !
Til að gefa ykkur innsýn í þær heimildir sem að liggja fyrir að renna yfir á næstu tveimur vikum, þá er hér smá listi:
The Mary Magdalene Tradition. Witness and Counter Witness in Early Christian Communities. Holly E. Hearon.
The Gospel of John. Sagra Pagina Series. E. Moloney.
Mary Magdalene and Many Others. Women who followed Jesus. Carla Ricci.
The Women in the Life of the Bridegroom. A Feminist Historical-Literary Analysis of the Female Characters in the Fourth Gospel. Adeline Fehribach.
Mary Magdalene The First Apostle. The Struggle For Authority. Ann Graham Brock.
Mary of Magdala. Apostle and Leader. Mary R. Thompson.
Her Testimony is True. Women as Witnesses according to John. Robert Gordon Maccini.
The Gospel of Mary. Beyond Gnostic and a Biblical Mary Magdalene. Esther De Boer.
The Resurrection of Mary Magdalene. Legends, Apocrypha, and the Christian Testament. Jane Schaberg.
Mary Magdalene understood. Jane Schaberg.
Það er best að byrja og ég má engan tíma missa.
Nýr dagur, nýtt verkefni !
Ha´det!
11.11.2007 | 17:12
Helgarfréttir!
Ég og stelpurnar mínar erum komnar heim úr sveitinni eftir afar góða helgi í afslöppun og leti
! Það jafnast ekkert á við góða umhverfisbreytingu og við erum endurnærðar mæðgur!
Eiginmaðurinn og fermingarbarnið eru enn fyrir norðan í góðu yfirlæti á Svalbarðseyrinni og búið er að redda jólamatnum þetta árið og ég er hreinasta bara of kát með það ! Þeir koma heim á morgun en framundan er plönuð DVD stund þar sem að við mæðgur ætlum að horfa á nýjustu Harry Potter myndina og borða jarðaber (hef enn ekki svindlað á namminu).
Ég er búin að redda jólafötum þetta árið á dætur mínar, gerði það fyrir helgi þar sem keyptir voru silfur kjólar með svörtu tjullpilsi undir, peysur yfir, silfurskór og glimmer sokkabuxur. Þannig að þetta er frá fyrir jólin. Frúin fór líka í Oasis í Kringlunni og verslaði sér jólaföt því að það væri nú andstyggilegt ef að hún færi í jólaköttin, hver ætti þá að elda jólamatinn t.d. ...annars voru þetta svona "égáþaðsvoskiliðkaup" af því að ég er búin að vera svo dugleg að borða ekki neitt nammi í 4 vikur á morgun
!
En ný vika er framundan og hún vona ég að verði bara góð.....mig dauðlangar að fara að jólast í kirkjustarfinu ... en samt er spurning hvort að ég haldi aftur af mér viku í viðbót..sé til !
Eigði gott kvöld framundan og farsæla vinnuviku!
sunnatunna!
9.11.2007 | 22:16
Helgarfrí!
Ég skellti mér í smá helgarfrí með stelpurnar mínar, nei ekki til Spánar og ekki til London !
Húsbandið og fermingarbarnið eru farnir norður á heimaslóðir til að eltast við hvítt fiðurfé og nú verður ekkert gefið eftir !
Eigði góða helgi og ekki missa ykkur í gleðinni!
síjúsún
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
halkatla
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Hrafnhildur Ólafsdóttir
-
Axel Eyfjörð Friðriksson
-
Erla Björk Jónsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Guðný Bjarna
-
Sigríður Gunnarsdóttir
-
Helga Dóra
-
Brussan
-
Hulda Lind Eyjólfsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Heiða Þórðar
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kolgrima
-
Heiða B. Heiðars
-
Edda Agnarsdóttir
-
Halla Rut
-
Huld S. Ringsted
-
Dísa Dóra
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Árni Svanur Daníelsson
-
Viðar Eggertsson
-
Þorgeir Arason
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Vefritid
-
Dofri Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Toshiki Toma
-
Guðmundur Örn Jónsson
-
Róbert Björnsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
krossgata
-
Ólafur fannberg
-
Baldvin Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Pétur Björgvin
-
Linda
-
Jóhann Helgason
-
Helena Leifsdóttir
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Alfreð Símonarson
-
Hlekkur
-
Mamma
-
Þóra Ingvarsdóttir
-
Bwahahaha...
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Ómar Bjarki Kristjánsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar