Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
14.12.2007 | 19:40
Að halda sig við það sem að maður gerir vel :-)!
Í dag er dagur eitt í fríi og ég ætlaði að vera ofur dugleg, sumt gerði ég annað ekki. Til dæmis tók ég til í fataskáp stelpnanna , talaði í símann, þvoði þvott og las blogg!
Hér á bær var heldur tómlegt í búi og varð ég að fara í búð, ef að ég hefði gert eins og ég sagði í fyrri færslu og beðið eftir Boeing í Kef þá væri ég enn ekki farin og allir svangir. Þannig að ég og Mattan mín brutum odd af oflæti okkar og fukum í Bónus og aftur heim. Ferðin gekk stórslysalaust og ískápurinn fylltist og það sem ekki var verra húsmóðirin keypti í bakstur ! Ég hafði lofað stelpunum að baka í dag, alltaf að taka allt með stæl á fyrsta degi
! Þegar ég var í Bónus sáum við Matta piparkökuhús sem að hægt er bara að setja saman, allt tilbúið. Þetta fannst okkur alveg stórsniðugt og var jú alveg viss um að þetta myndi ég gera án þess að blása úr nös!
Við gengum í verkið þegar við komum heim og árangurinn er eftir atvikum góður ! Maður er svo heppin að fá margt gott í vöggugjöf, sumt fær maður ekki og bara sættir sig við. Þolinmæðisverk eru ekki mér í blóð borin og lítið af listrænum genum eru í mér. Ég er frekar mikil subba og hef aldrei getað dundað mér við hárfín nákvæmnisverk, það er bara ekki ég að listrænast eitthvað mikið.
Ég hef því sætt mig við að vera bara ekki með þetta í mér að gera flott piparkökuhús og mun halda mig við það sem að ég geri vel í framtíðinni. Ekki vera að sprengja öryggiskúluna með of háum hvelli !
Hér eru svo myndir af afrakstrinum, ekki gera of mikið grín af þessu ef mögulega verður hjá því komist !
Bless í bili og góða nótt!!
14.12.2007 | 08:55
Ég fór jólafrí í gær!
Klukkan fjögur núll núll í gær komst ég í jólafrí eftir ansi strembna en frábæra viku í kirkjunni. Við erum búin að taka á móti 500 börnum og starfsfólki þessa vikuna, hafa helgistund og gefa öllum piparkökur og kakó
!
Ég var einmitt að hugsa það í gær á leiðinni heim hvað ég hef verið heppin að fá að vinna þessa vinnu með börnunum í kirkjunni. Það að horfa á þessi kríli labba inn í kirkjuna, með hátíðlegan svip og finna um leið að þau upplifa þessa heimsókn sem merkilegan hlut. Það komu 9 leikskólar til okkar, einn grunnskóli (hinir eftir að koma), eitt frístundaheimili og svo okkar hefðbundna barnastarf sem er að skóla loknum í kirkjunni í hverri viku. Allt starfsfólk kirkjunnar tók þátt í þessu og lögðust allir á eitt að gera þetta sem best úr garði enda gekk þetta allt upp eins og í sögu án þess að eitthvað út af brigði.
Allt þetta fólk tók þá ákvörðun að koma í kirkjuna og þiggja þessa þjónustu sem að er í boði fyrir hver jól og allir fóru glaðir og ánægðir heim! það er sannarlega gott veganesti að sjá og heyra að fólk var sátt við kirkjuna sína og það sem að hún hefur upp á að bjóða !
Á Þriðjudagskvöldið fórum við svo með unglinga í Mæðrasyrksnefnd þar sem að við vorum í tvo tíma að flokka mat í poka eftir stærð fjölskyldu. Þarna inni átti ég frekar erfitt og það að fá neyðina svona blákalt framan í sig var erfitt og ég er ákveðin í að kaupa gjöf og setja undir tréð í kringlunni og ég vona að það gleðji eitthvert barn sem á lítið. Það á enginn að þurfa að fara í röð og bíða eftir að vera úthlutað mat. Það á enginn að þurfa að horfa á stoltið og sjálfmynd sína fjara svona út og þurfa í hverri viku að stíga þessi þungu skref og fá úthlutað mat í poka. Ég var gráti nærri þarna inni en um leið vissi ég að við sem þarna vorum, vorum líka að gera góða hluti og unglingarnir sem voru með okkur voru svo dugleg og þau vissu að þau voru að leggja góðu málefni lið. Ég er svo heppin að fá að kynnast og vinna með jafn fábæru ungu fólki og þau sem að sækja æskulýðsfélagið í Nes- og Dómkirkju. Maður komst ekki hjá því að fyllast von innan um allt vonleysið sem að blasti við mér þarna, svo undarlegt sem að það kann nú að hljóma.
Svo ég tali nú áfram í austur og vestur að þegar ég var komin í jólafrí í gær, þá fórum við fjölskyldan niður á Landakotstún og keyptum jólatré og fórum síðan og fengum okkur súpu saman að loknum kaupunum. Núna er ég lafhrædd um að það fjúki og stari á það út um gluggann. Ef að það hefur sig á loft þá mun ég taka á stökk og reyna að grípa það ! Síðan eftir að við komum heim, fór ég að pakka inn jólagjöfum og manninn mín að skrifa jólakort og allt varð svo ægilega jólalegt eitthvað
.
Núna var planað að fara í bónus og kaupa í baksturinn ógurlega en veðrið er eitthvað gremjulegt þannig að ég fer ekki fet fyrr en lægir! Ég get svo sem þrifið á meðan !
Nú læt ég þetta nægja að sinni og bið ykkur að fara varlega í óveðrinu, þegar Icelandair frestar flugi vegna veðurs þá er best að vera bara heima við á síns eigins heimili og fara ekki fet. Þeir þarna sem stjórna fluginu vita sko hvað klukkan slær í þessum efnum, fyrst að Boeing fer ekki í loftið, þá fer ég ekki í Bónus !
Píslofendtenderness!
péess...veit einhver hvar ég fæ pressuger í bænum annars !
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.12.2007 | 17:14
Annars í aðventublogg!
Sunnudagarnir þessar vikurnar hafa það að markmiði að það er nóg að gera. Ég byrjaði daginn á að taka þátt í fjölskylduguðsþjónustu í Bessastaðakirkju en hana leiddi Sr. Hans Guðberg Alfreðsson. Kirkjan var full af fólki sem kom með börnin sín og þetta var alveg frábær stund. Hafdís Huld kom í heimsókn og tók nokkur lög af nýja disknum sínum "Englar í ullasokkum" og vakti það mikla gleði hjá börnunum á staðnum enda um frábær lög að ræða.
Eftir hádegi hefur líka verið nóg að gera í kirkjumálum og erum við rétt nýkomin heim. Gærdagurinn fór að mestu í Laufabrauðsgerð og Laugavegslabb og það var hreinlega of jólalegt ! Við borðuðum síðan öll heima hjá mömmu og pabba og fengum Hamborgarhrygg (líka of jólalegt
) sem var líka of góður
!
Það er hreinlega allt sem minnir á að jólin eru að koma núna og ekki skemmir snjórinn fyrir....ég vil meiri snjó en mér sýnist að mér verði ekki alveg að ósk minni ef ég skoða veðurspána fram í tímann, en ég bara loka augunum og vona að þau séu alveg að klúðra þessu á veðurstofunni og spáin sé hundvitlaus. Það er svo mikil birta sem að fylgir snjónum og svo þegar ég horfi út um gluggan og sé alla á skautum á Rauðvatni og ljósin á skíðasvæðinu í Bláfjöllum, að þá bara má ekki snjórinn fara.....hann þarf að hanga inni fram yfir jól, þá má alveg rigna feitt og hitinn fara í 20 stig! Ég held að það sé bara díll....!
Núna er framundan kósí kvöld og lokaþátturinn af Næturvaktinni en hér er beðið með mikilli spennu eftir þeim þætti!
Eigði gott kvöld og góða viku framundan!
Hér koma nokkrar myndir frá helginni !
tjusss!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.12.2007 | 19:22
Smá helgarkveðja frá mér til þín ;-)!
Ég hef stormað í dag um kringluna, verslað nokkrar jólagjafir og keypt aðrar nauðsynjar sem að farið var að bráðvanta á þetta kærleiksheimili
!
Ég er aftur að komast í jólagírinn eftir að hafa aðeins dottið úr honum, ekkert alvarlega þó neineinei....ég er sko ekki af baki dottinn þó ég hallist aðeins í hnakknum
!
Ég óska ykkur góðrar helgar, ég ætla að gera heilan helling og kannski meira en það.....kannski minna, sé bara til.....ég geri alla vega eitthvað og örugglega nokkuð, alla vega ekki, ekkert !
Eigiði gott kvöld !
6.12.2007 | 22:00
Ég er hér og les og les :-)
Enn er ég meira í lesgírnum en blogg-gírnum! Ég les og fylgist með, komenta við og við en það er líka stundum ágætt að vera á hliðarlínunni !
Annars er vinnuvikunni minni lokið formlega og frí á morgun. Við fengum hátt í 30 krakka í kirkjuna í dag og við föndruðum jólakúlur, jólahjörtu og kransa. Það gekk bara vel og ég er glöð að fram undan eru smá rólegheit, alla vega um helgina !
Ég og mamma ætlum í Kringluna á morgun, ég er ekki byrjuð að kaupa jólagjafir þannig að nú ætla ég að sjá hvort að ég komist eitthvað af stað með það allt saman. Tvö af mínum þremur ástkæru krílum eiga líka afmæli yfir jólin þannig að ég þarf að hugsa fyrir því líka. Ég blanda aldrei saman jólunum og afmælunum þeirra. Held þessu alltaf aðskildu til að þau upplifi bæði jól og afmæli. Þau eiga ekki að gjalda þess greyin að vera fædd á jólum !
Við erum svo jafnvel að plana Laufabrauðsgerð á laugardaginn hjá mömmu og svo kannski þríf ég (það gerast enn kraftaverk í þessum heimi, ó já) og jafnvel kíkjum við á kók-lestina, krakkarnir hafa aldrei séð hana og kannski kominn tími til að þau sjái kóka kóla í allri sinni ljósadýrð
! Þó að mér finnist kannski ekki gaman að horfa á stóra kókbíla með ljósum, þá kannski finnst krökkunum það gaman, ég á ekki alltaf bara að hugsa um það sem að mér finnst gaman. Það er bara eigingirni og frekja
!
Á sunnudaginn verðum við sunnudagaskólakennararnir í Bessastaðakirkju með fjölskylduguðsþjónustu og sr. Hans Guðberg Alfreðsson verður með okkur og leiðir. Þessi stund verður á hefðbundnum sunnudagaskólatíma klukkan 11.00. Það verður vonandi bara jólalegt og gott !
Þetta hefur annars verið alveg ágætur dagur og ég hef svo sem ekki yfir neinu að kvarta. Fullt af jólastússi framundan og þá er ég sæl!
Góða nótt kæra fólk og sofið rótt !
5.12.2007 | 22:07
Stundum eru það litlu hlutirnir....
Ég er eitthvað ægilega þreytt þessa dagana, það er mikið að gera í kirkjunni og fullt að stússi í kringum það. Við tókum á móti 300 börnum úr Grandaskóla í jólastund í morgun og svo 20 börn eftir hádegi í 7 ára starf. Þetta gekk allt bara vel fyrir sig allir glaðir!
Ég hef mest megnis bara verið að lesa bloggin í dag, hef einhvern veginn lítið að segja. Fylgist með umræðum og fæ stundum á tilfinninguna að fólk sé að berjast við vindmyllur á alla kanta !
Þegar ég verð svona yfirkeyrð eins og ég er núna, þá leggst ég í sjónvarpsgláp eða bókalestur. Þá er ég ekki að tala um skólabækur, heldur reyfara og svona bækur sem að fara inn um eitt og út um hitt ! Vegna þessarar tilhneygingar hjá mér, þá er ég algjör sökker fyrir framhaldsþáttum. Ég horfi á ER, Grays, Numbers, Nágranna ofl, ofl. Ég bara hreinlega má ekki missa af þætti. Ég hertek sjónvarpsfjarstýringuna til að passa að enginn annar fjölskyldumeðlimur nái henni og fari að skipta sér af þáttavali.
En á meðan ég horfi á þetta, þá þarf ég ekki að hugsa um flókna hluti og ég hvílist. Hvílist frá daglegu amstri og ég gleymi mér í smá stund. Ég á það til að hugsa of mikið um hluti, ég hugsa mál út frá öllum mögulegum hliðum og hugsanlegum og óhugsanlegum afleiðingum og þegar öll sú krufning er búin þá hef ég yfirleitt ekki komist að neinni tímamóta niðurstöðu og hef frekar flækt málin í hausnum á mér frekar en hitt.
Eftir að ég hef legið yfir amerísku fjöldaframleiddu skemmtiefni, þá er það besta að fara og leggjast hjá stelpunum mínum og halda utan um þær og horfa á krúttlegu andlitin þeirra og hlusta á rólegan andadráttinn þeirra á meðan þær sofa og sofna að lokum sjálf !
Það er það besta, það eru litlu hlutirnir sem að skipta svo miklu máli, en um leið eru þeir það stærsta og dýrmætasta í lífinu
Góða nótt hvar sem þið eruð, hver sem þið eruð, hvaða trú sem þið hafið og jafnvel þó að þið hafið enga trú . Sofiði rótt!
3.12.2007 | 21:51
Jæja...hvað segiði gott :-)
Það er eitthvað svo lítið að gerast hjá mér að ég finn ekkert til að blogga um!! Mér finnast fréttirnar annað hvort of leiðinlegar eða of alvarlegar til að hægt sé að tjá sig um þær af viti! Síðan er einhvern veginn lífið bara eitthvað svo venjulegt
! Já, stundum er lífið bara ****** venjulegt og ekkert markvert sem að drífur á dagana.
- Ég er búin að segja frá jólaseríunum og uppsetningunni á þeim.
- Ég er búin að segja gleðilega aðventu við ykkur og algjörlega vita gagnslaust að segja það aftur og aftur....jú nó! Endurtekningar virka ekki hér, bara í Teletubbies
!
- Ég er búin að sýna ykkur myndir af jólaljósunum, ekki hægt að vera alltaf að sýna myndir af sömu ljósunum.
- Ekki get ég endalaust fleygt inn myndum að börnunum mínum, þó þau séu bestust, flottust, skemmtilegust, sætust, gáfuðust og allt
! Ekki vil ég að aðrir verði öfundsjúkir....alla vega ekki í desember
!Þetta er skrifað af dæmalausri hlutdrægni, því hverjum finnst sinn fugl fagur og engin börn eru fallegri en manns eigin. Ég set þetta inn svo að enginn fái það á tilfinninguna að ég sé að segja að annarra börn séu ekki falleg
! (Þau eru bara ekki eins falleg og mín
)
- Ekki get ég endalaust sagt frá ritgerðarskrifunum....það er of boring og mér verður hent út af moggablogginu
.
- Ég er búin að segja frá því þegar ég var ofurþreytt og gleymdi öllu!
- Ég er orðin yfir mig þreytt á þessum endalausa kítingi milli hinna trúlausu og hinna trúuðu. Hvernig væri að komast bara að niðurstöðu í þessum málum sem að steytir á. Það þurfa örugglega allir að gefa eitthvað eftir, en það er kominn tími á lendingu milli þessara hópa. Hvernig væri að slíðra sverðin, alla vega yfir jólin og tala um eitthvað annað. Við getum þess vegna skipst á kalkúna uppskriftum, rætt um steikingartíma á rjúpu eða hvort það sé betra að borða heitan eða kaldan hrísgrjónagraut
!
Ég á eftir að segja frá:
- Að ég fékk loksins Georg Jensen óróann, takk mamma
og tvær stórar Lindt rjómasúkkulaði plötur að auki....
- Ég mun taka á móti 500 börnum í kirkjuna á næstu tveimur vikum, þeim verður gefið kakó og síðan verður jólahelgistund!
- Ég föndraði jólaskraut með 40 sex ára börnum í dag, það var gaman og mikið fjör
!
- Ég ætla að halda áfram að föndra út þessa viku.
- Þann 18. des er ég komin í jólafrí!
- Ég svindla alltaf á möndlugjöfinni og stjórna hver fær hana á þessu heimili.
- Börnin mín eru búin að fatta það, ætli ég fái hana ekki bara í ár
!
Jams, svona hef ég lítið að segja og læt þessi fátæklegu orð nægja að sinni. Verið hress, ekkert stress og bless.
Góða nótt
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
2.12.2007 | 17:27
Fyrsti sunnudagur í aðventu!
30.11.2007 | 20:42
Ofurþreyta í gangi!
Þetta er búið að vera vika dauðans! Ég var að skila í dag 2. hlutanum í embættisritgerðinni minni og náði að skrifa nánast allan kaflann á 5 dögum, með því að sitja við sveitt og skrifa og lesa til skiptis. Ég á þó smá hluta eftir en fékk fín viðbrögð og er bara sátt og sæl
!
Vikan fólst í því að ég skrifaði á morgnana og var í kirkjunni á daginn og kom heim á kvöldin og skrifaði. Síðan hélt ég í millitíðinni tvö matarboð, þannig að þetta er búið að vera ansi kreisí !
Núna er ég gjörsamlega búin á því, ég man ekkert hvort ég er að koma eða að fara. Ég átti að fara á pósthús á leiðinni heim, gleymdi því. Ég þarf að baka fyrir morgundaginn vegna þess að bróðir minn er að láta skíra litla prinsinn sinn en ég eyðilagði botnana í kökuna áðan ! Ég hef ekki eyðilagt köku í mörg ár, en núna varð þetta að einni drullu.
Ég er samt ánægð með þessa viku en mikið er ég fegin að hún er búin. Ég ætla að fara að sofa snemma og baka í fyrramálið, trúi að nýr dagur verði mér betri í þeim efnum en þetta kvöld.
Eigiði góða helgi! Lengi lifi lýðveldið og kristinn siður !
Með "ofsa"-trúarlegri kveðju ,
Sunnatunna!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
25.11.2007 | 15:29
Smá jólablogg ásamt ýmsu öðru :-)!
Ég ákvað með sjálfri mér hér við tölvuna að jólablogga þessa færslu en svo að taka pásu fram á næsta sunnudag (fyrsti í aðventu) en þá breytist þetta blogg í jólablogg Sunnu og þá verður massíft bloggað um jólin og undirbúning þeirra hér á bæ! Ekkert verður gefið eftir !
Annars þjóðfstörtuðum við í sunnudagaskólanum í morgun og sungum "Bráðum koma blessuð jólin" og það var bara gaman, enda held ég að leikskólar séu byrjaðir að syngja jólalög, alla vega hvíslaði ein lítil því að mér í morgun !
En hér hefur verið nóg að gera um helgina, ég fór eins og stormsveipur í gær um helstu verslunarhallir Reykvíkinga (ekkert verið að hætta að kaupa á kauplausa deginum hér á bæ, vissi ekki einu sinni af honum ). Ég fór í Kringluna, Ikea og Garðheima að skoða jólalandið. Þegar heim var komið, þá var farið í stórþrif. Ég get ekki sett upp jólaljós í skítuga glugga, það bara passar ekki
! Þannig að það voru dregnar fram hreinsunargræjur (voru lengst inni í skáp, farnar að rykfalla
) og tekið til hendinni. Fullt af ruslapokum var hent, ásamt því að sorterað var í dótakössum og öðrum kössum og útkoman var bara nokkuð fínt heimili þó að ég segi sjálf frá.
Útkoman er nokkurn vegin þessi, en hér á eftir fylgja smá myndir af afrakstri gærdagsins:
Þetta eru svona fyrstu myndir af jólaljósum heimilisins...en úti er ekkert voða jólalegt...:
Þessi er tekin út um stofugluggann, yfir Rauðavatnið....heldur dimmt
!
En það er hlýtt inni og þar eru þessar tvær:
Eigði góða vinnuviku framundan og farið varlega í hálkunni og rokinu og kuldanum og og og og....!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
halkatla
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Hrafnhildur Ólafsdóttir
-
Axel Eyfjörð Friðriksson
-
Erla Björk Jónsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Guðný Bjarna
-
Sigríður Gunnarsdóttir
-
Helga Dóra
-
Brussan
-
Hulda Lind Eyjólfsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Heiða Þórðar
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kolgrima
-
Heiða B. Heiðars
-
Edda Agnarsdóttir
-
Halla Rut
-
Huld S. Ringsted
-
Dísa Dóra
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Árni Svanur Daníelsson
-
Viðar Eggertsson
-
Þorgeir Arason
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Vefritid
-
Dofri Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Toshiki Toma
-
Guðmundur Örn Jónsson
-
Róbert Björnsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
krossgata
-
Ólafur fannberg
-
Baldvin Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Pétur Björgvin
-
Linda
-
Jóhann Helgason
-
Helena Leifsdóttir
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Alfreð Símonarson
-
Hlekkur
-
Mamma
-
Þóra Ingvarsdóttir
-
Bwahahaha...
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Ómar Bjarki Kristjánsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar