Færsluflokkur: Dægurmál

Þessi fallegi dagur...

Svona er veðurspáin í dag: 

 

Viðvörun: Búist er við stormi sunnan- og vestanlands eftir hádegi. Einnig má reikna með mikilli rigningu á Suðausturlandi í dag. Spá: Vaxandi suðaustanátt, 18-23 m/s og talsverð rigning sunnan- og vestalands síðdegis og jafn vel mikil rigning á Suðausturlandi. Hægara og úrkomuminna norðaustan til. Dregur úr vindi og úrkomu suðvestanlands um kvöldið. Suðvestan 10-15 og skúrir á morgun, en hægara og bjart eystra. Hlýnandi veður í dag.

En þrátt fyrir þetta er ég barasta kát.......skrýtið....W00tWizard

Eigiði góðan mánudag Heart!


Sveitin og fleira!

Við vorum að lenda rétt í þessu eftir helgardvöl í sveitinni. Það er alveg merkilegt hvað það gerir fyrir mann að fara út úr bænum. Ég er annars svo mikil borgarkona að ég bara á stundum erfitt með kyrrðina og myrkrið. Alltaf þegar ég kem fyrst í sveitina er ég alltaf á vaktinni eftir því hvort að það sé ekki annað fólk í kringum okkur í sínum bústöðum. Og ég einhvern veginn róast við að sjá ljós og bíla í kringum mig. Þá veit ég af fólki og ég sé alltaf fyrir hvert ég myndi hlaupa í það og það sinnið ef að brjálaður axarmorðingi lætur sjá sig! Spurning um að vera fórnarlamb bandarískrar hollívúdd menningar....Whistling!

En hér eru myndir:

haustbústaður 013

haustbústaður 017

haustbústaður 018haustbústaður 028haustbústaður 027

haustbústaður 032haustbústaður 031haustbústaður 030

haustbústaður 023Fermingarbarnið mitt og unglingurinn upp á þaki að hlusta á FM tónlist....Whistling!

Þetta eru svona smá glefsur frá helginni sem fór í leti og nammi át!

Ég vil einnig vekja athygli á að ég hef skipt um mynd af mér efst á síðunni. Var með mynd af mér með eldkyndil. Mér fannst sú mynd eitthvað svo dökk og þetta ljósberaþema eitthvað vandræðalega messíasarkomplexalegt. Núna er ég í síðkjól með gaffal á lofti. Ég ákvað að taka svona Morticiu Adams stef á þetta núna og sjá hvort það virkar betur. Þau sem héldu að ókunnug kona væri að kommenta hjá sér ..... Þorrí að ég lét ekki vita af þessum breytingum og takk fyrir að henda mér ekki út af vinalistum vegna þessarar breytingar Heart! Fólk hefur nú hent vinum út fyrir minna en þetta sko....jafnvel bara fyrir að vera ekki á sömu skoðun......Halo!

En nú bíður grænmetissallat og agalega gróft brauð til að vega upp á móti sælgætisáti helgarinnar!

þangað til næst.....tjusssss....

p.s. þetta er ég núna: brúðkaup 098


Hundur veldur skelfingu...

Ég myndi ekki höndla svona atvik, ég myndi gjörsamlega lamast úr hræðslu! Ég er sjúklega hrædd við hunda og ef að þeir eru lausir og enginn eigandi nálægur þá hleyp ég af stað og fæ hjartsláttartruflanir.
 
Þannig að ég bið vinsamlegast alla hundaeigendur í Árbænum vinsamlegast ekki setja hundana ykkar út án þess að vera með þeim eða á þess að vera í bandi .. alla vega nálægt húsinu mínu .... er það ekki díll bara Smile..
 
Þeinks.....ég vil nebblega ekki lenda í svona aðstæðum eins og þessar konur á Akranesi, það er alveg ljóst....Crying!
  
 
 


mbl.is Hundur hefur ráðist á fólk á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samúðarblogg...

Það er svo merkilegt að ég finn til samúðar með þessari stúlku og meiri samúð hef ég með þessum drengjum tveimur sem eru örugglega ekkert á leið í neitt betri aðstæður þar sem að pabbinn er nú kannski heldur barnanna bestur.  Vonandi er þetta þó saga sem að mun fá farsælan endi vegna þess að þannig sögur eru jú alltaf bestar ekki satt.
 
Ps. ég hef ekki hugmynd af hverju ég er að blogga um þessa frétt.......kannski mig vanti athygli....Cool


mbl.is Britney missti forræði yfir börnum sínum tímabundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ofar mínum skilningi....

Hvað stjörnuspáin getur verið með eindæmum vitlaus......

Þetta er mín fyrir daginn í dag:

Tvíburar: Sambönd eru bogalaga. Byrjunin er áhugaverð og spennandi, en svo kólnar í kolunum. Þetta tímabil er eðlilegt og eiginlega smá notalegt. Njóttu þess.

Athugasemd númer eitt: Hvað eru bogalaga sambönd.....???

Athugasemd númer tvö: Jú við vitum öll að sambönd er spennandi til að byrja með en er það gefið að það kólni .... ???

Athugasemd númer þrjú: Af hverju er þetta eitthvað sem er eðilegt og maður á bara að njóta þess á meðan það varir og svo bara búið.....

Ef að þetta sem hér að ofan stendur er eðlilegt er þá óeðlilegt að það kólni ekki í samböndum og þau endist til deðð dú öss part??

Spyr sú sem ekki veit....Gasp

Bara svona smá spurningar til fröken/herra störnuspáarbúatilanda Cool!

Ykkar einlæg Sunna sem er ekki að fatta bogalaga sambönd.....


Austfirðir 2!

Hér er seinni hlutinn Smile!

Austfirðir 066Matta í heimsókn hjá Þórbergi í Suðursveit!

Austfirðir 070Jakob við Horn sem er jú á Hornafirði!

Austfirðir 091Bolli við Hvalnes- og Þvottárskriður!

Austfirðir 095"Mamma mig langar í hund".

Austfirðir 096Möttustelpan mín!

Austfirðir 101Jakob og Matta í steinasafni Petru!

Austfirðir 107Bolli og Sigrún....einhver skrítinn hringur þarna inni á myndinni......jafnvel að það sé draugur Crying!

Austfirðir 130Jakob að kanna vað í Hrafnkelsdal....ég held að það sé eitthvað tengt Hrafnkelssögu Freysgoða...án þess að vera með það á hreinu. Það er bara eitthvað svo flott ef að það reynist rétt Cool!

Austfirðir 156Afmælisboð á Svalbarðseyrinni!

Austfirðir 168Kárahnjúkastífla og Hálslón í baksýn!

Austfirðir 008"Ég á lítinn, skrýtinn skugga.....".

Jæja.....læt hér staðar numið......nú er best að fara að snúa sér að þarfari málefnum.....eins og hundinum Lúkasi til dæmis......, aukningu ferðamanna í Jöklusárlóni eða jafnvel endurkomu Kryddpíanna....Cool! Best að leggja hausinn í bleyti og koma alveg fersk inn í bloggið á ný...Smile!


Komin heim!

Við erum komin heim eftir langa útlegð og ekki frekari plön um ferðalög í kortunum. Við áttum fína ferð og enduðum á því að hossast yfir kjöl í gærkveldi, það var bara fínt. Skemmtilegra en að keyra hina leiðina sem er alltaf keyrð með viðeigandi stoppi í staðarskála.

En hér eru nokkur sýnishorn úr þessari ferð Smile!

Austfirðir 002 Matta á leið yfir Kjöl!

Austfirðir 020 "Litið inn um ljóra".

Austfirðir 013 Matta við sundlaugina í Selárdal fyrir Austan!

Austfirðir 041 Reynisdrangar í baksýn!

Austfirðir 042 Bolli og Jakob við Reynisdranga!

Austfirðir 046 Fjölskyldan í Sænautaseli á Möðrudalsöræfum.

Austfirðir 047 Skylduferð í Jökulsárlón!

Austfirðir 049 Mynd tekin af útlendingi.......nóg af þeim í lóninu...Cool!

Austfirðir 057 Jakob Þór á köldum klaka!

Austfirðir 061 Nammi.....

Ég ætla að setja fleiri inn við tækifæri......þetta tekur svo langan tíma vegna þess að ******* netið hjá mér er alltaf að slíta sambandi......

Þangað til að mér rennur reiðin út í símann.....tjusss Angry!


Myndir úr ferð númer 2!

Við erum komin heim úr vikudvöl í Skorrdalnum! Það hefur aldeilis leikið við okkur veðrið og fór hitinn í 23 stig þegar mest var. Það má kalla þetta stopp núna heima við, þvottastopp númer 2 þar sem að haldið verður af stað aftur á sunnudag í vikuferð austur á firði og endað fyrir norðan. Það verður síðasti sumarleyfistúrinn í bili þar sem að maður getur jú ekki verið bara í fríi endalaust heldur þarf víst að vinna eitthvað líka......Cool! En hér eru nokkrar myndir úr þessari fínu ferð!

sumarbústaður 010 Matthildur í Skorradalnum!

sumarbústaður 012 Sigrún Hrönn í gönguferð niður að vatni sem er daglegur viðburður þegar farið er í bústaðinn, ekki mikið verið að breyta til, enda eru breytingar af hinu illa Devil.

sumarbústaður 017 Sætastar!

sumarbústaður 024 Bollinn minn!

sumarbústaður 042 "Mamma er ég ekki yndisleg"

sumarbústaður 040 Sigrún nýkomin úr pottinum sem að var farið ansi mikið í enda Spánarhiti í dalnum........það verður stundum svona hér á landi.....Cool!

sumarbústaður 069 Stelpurnar í Paradísarlaut!

sumarbústaður 063 Bolli í paradís!

sumarbústaður 074 Ég og stelpurnar við Glanna......Matta hélt að fossinn héti Glanni gæpur, svona birtist áhrifasaga teiknimynda víða Tounge!

Jams, þetta eru glefsur úr fjölskylduferðinni í höll sumarlandsins í Skorradal!

Kveðja í bili!


Nokkrar myndir úr frábærri ferð!

 

 

Vestfirðir 002 Matthildur Þóra á leið til Bíldudals! Smá sólbaðsstopp í einum af þessum fallegu fjörðum sem við keyruðum (man ekki nafnið sem stendur Wink). Hvað er íslenskara en stuttbuxur og stígvél Wink!

Vestfirðir 014 Sigrún Hrönn hjá verkunum hans Samúels í Selárdal!

 Vestfirðir 012 Jakob Þór á Bíldudal!

Vestfirðir 019 Sigrún tímasprengjan mín við Dynjandi!

Vestfirðir 001 Sætar systur í Búðardal að fá sér pylsu!

Vestfirðir 024 Fjölskyldan að borða nesti í skítakulda á leið til Hólmavíkur. Reynum að bera okkur vel Cool! Ég er með fullan munninn enda afar góð samloka úr gamla bakaríinu á Ísafirði sem verið er að borða!

Þetta var smá yfirlit yfir ferðina! Nú fer í ég næstu ferð......það er svo mikið að gera þegar maður er í fríi! Með kveðju enn og aftur. Yfir og út!


« Fyrri síða

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband