Færsluflokkur: Dægurmál
3.11.2007 | 13:30
Fermingarbarnið mitt!
Hér er fermingarbarnið og unglingurinn á heimilinu í öllu sínu veldi....hann segist vera hnakki og mamman bara brosir í gegnum tárin og reynir að bera sig vel, kannski erfitt að sjá börnin sín verða stór...!
Eigiði góða helgi og hér er ein slóð sem fær mann til að leggjast í gólfið og grenja úr hlátri: http://youtube.com/watch?v=eXgdSOxaCGI
(Ég kann ekki að setja inn video...ráðleggingar vel þegnar )
blessíbili !
2.11.2007 | 22:09
Til umhugsunar...
Ég á það til að velta ýmsu fyrir mér og stundum hugsa sjálfa mig í marga hringi, þannig að ég enda aftur á byrjunarreit .
Nú er ég að velta fyrir mér ákveðnum hlutum sem að ég vil varpa út í loftið en ég hef verið hugsi yfir þessu í dag:
Spurt er:
1. Er hægt að gagnrýna skoðanir fólks og vera ósammála grundvallar afstöðu þess til lífsins en um leið bera virðingu fyrir skoðunum þess?
2. Felur gagnrýni í sér óvirðingu um leið?
3. Þarf gagnrýni á skoðanir og afstöðu fólks að fela í sér óvirðingu fyrir persónu einstaklingsing um leið?
4. Getum við rætt saman, skipst á ólíkum skoðunum, verið ósammála en samt borið virðingu fyrir hvort öðru?
Þetta eru nokkrar vangaveltur, en þetta er mér bara eitthvað svo ofarlega í huga að ég bara verð að blogga um þetta eftir bloggrúnta dagsins .
Með von um að málefnin verði persónum ofar, kjósi fólk að tjá sig hér við þessa færslu !
kveðja!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
2.11.2007 | 20:28
Helgin framundan!
Namminamminamm (mig langar í nammi núna)
Stundum dett ég í niður í það hér á blogginu, bara að lesa og lesa skrif annarra og nenni einhvern veginn ekkert að skrifa sjálf ! Það er bara svo merkilegt hvað það er hægt að festast í skrifum annarra og sökkva niður í færslur um allt milli himins og jarðar .
En stundum lít ég nú upp og horfi á heiminn í kringum mig, fer í búð, stend pirruð í röð á meðan fólk dundar sér í rólegheitum að setja í poka og er ekkert að flýta sér og ég bara bíð tilbúin að grípa poka til að setja mitt í. En þetta bráir nú fljótt af mér enda er ég að vissu leyti smá óþolinmóð og vill helst ganga hratt í hlutina og klára málið. Mér reyndar leiðast matvörubúðir alveg svakalega og ég fæ alltaf búðarblokkát þegar ég kem inn í búð, man aldrei hvað ég ætlaði að kaupa og kaupi stundum tóma steypu og oftast gleymi ég einhverju...en ég skrifa samt aldrei miða, vegna þess að ég hef ofurtrú á eigin minni...!
Helgin lítur bara nokkuð vel út, á morgun er ættarmót hjá móðurfamilíunni. Það er nú bara hressandi að fara á ættarmót....spurning hvort að ég megi fá mér köku (er kaka nammi )?
Eftir það kemur systurdóttir mín í gistingu til mín og þá verður bara fjör .
Ég segi bara eigiði góða helgi og farið varlega og munið að ganga hægt um gleðinnar dyr.
blessíbili
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.11.2007 | 21:39
Blaðr!
Það er alveg brjálað veður fyrir utan gluggann hjá mér (bý á þeim stað í Árbænum sem að skýlir restinni af hverfinu fyrir rokinu )...þegar það er austan- eða sunnanátt þá dúar stofuglugginn lítillega fram og til baka. Ég man hvað mér brá þegar ég fattaðidda en nú er þetta bara kósí !
Það er svo gott að vera inni þegar það er óveður úti. Ég sit hérna við tölvuna, búin að vera á bloggrúnti í smátíma og er að drekka kók light og hef það ansi gott. Ég er laus við gremjuna þó að dylgjurnar hafi hafi haldið aðeins áfram ....það þýðir ekki að missa sig yfir litlu hlutunum. Ég er bara í vetrarfríi með krökkunum og við erum bara að hafa það ansi fínt . Ég á bara ansi fína krakka, skal ég segja ykkur !
Manninn mín ætlar að skegla sér á morgun og fá sér heilsubótargöngu í Tungunum við þriðja mann og kíkja á jarðskjálftavirknina og ef að rjúpa flýgur hjá, þá mun verða reynt að fanga hana ! Ég bara get ekki hugsað mér Rjúpulaus jól....ég bara krullast upp í íhaldseminni þegar kemur að jólunum, þá bara verður allt að vera eins. Það er bara þannig, engin samningar í boði hér !!
Annars fékk ég í magann í vikunni, þegar ég fattaði að ég ætti eftir að kaupa jólaföt á öll börnin þrjú (alltaf verið búin um þetta leyti, kæruleysið að fara með mig), svo veit ég ekki hvort að allar seríurnar mínar virka...kannski þarf að fjárfesta í nýjum, það skulu sko vera ljós í öllum gluggum, ó já!) og svo fattaði ég að ég hef ekki enn fengið nýja óróann frá Georg Jensen (ég veit að þetta er dekurslegt), ég á alveg síðan ´98 en þá byrjuðum við að búa og ég bara verð alveg miður mín ef það bankar enginn upp á hjá mér fljótlega með óróann og konfekt í skál...! Já, það er margt að hugsa um þegar jólin nálgast og tíminn líður og þolir enga bið, það er bara þannig. Þannig að nú er bretta upp hendurnar, skipuleggja bakstur, skreytingar, jólafata- og jólagjafakaup og svo að njóta....ég nebblega elska jólin og allt sem þeim fylgir og verð bara kreisí....fæ þó ekki stress og álagseinkenni, hef of gaman af þessu til að verða alveg biluð, bara kreisí...ef það er einhver munur þar á, sem ég vona að sé og aðrir sjái með mér!
Nóg af rausi...hafið það gott, verið stillt og prúð og gleðilegan jólaundirbúning !
Nætínæt!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
31.10.2007 | 22:06
Smá fróðleikur fyrir svefninn!
I doubt very much if, in the present age, we shall ever get to the point where we know all there is to know, and understand all there is to understand, about Jesus himself, who hes was, what he said and what he did, and what he meant by it all. But since orthodox Christianity has always held firm to the basic belief that it is by looking at Jesus himself that we discover who God is, it seems to me indisputable that we should always expect to be continuing the quest for Jesus, precisely as a part of, indeed perhaps as the sharp edge of our exploration of God himself.
- N.T Wright.
As with God, so with the Bible; Just because our tradition tells us that the Bible says and means one thing or another, that doesn´t excuse us from the hard task if studying it afresh, in the light of the best known knowledge we have about its world and context, to see whether these things are indeed so. For me, the dynamic of a commitment to scripture is not, "We believe the Bible, so there is nothing more to be learnt", but rather, "We believe the Bible, so we´d better discover all the things in it to wich our traditions, including our "protestant og evangelical traditions, wich have supposed themselves to be biblical but are sometimes demonstrably not, have made us blind. Ans this process of rethinking will include the hard and often threatening question, wether some things that our traditions have taken as literal, should be seen as metaphorical, and perhaps also vise versa-and if so, wich ones.
- N. T. Wright.
A Paris newcomer, I´d never been
Followed by those dark eyes, bewitched by that
Half smile. Meaning, like beauty, teases, dancing
In the soft spaces between portrait, artist,
and the beholder´s eye. But now, twice shy,
She hides behind a veil of wood and glass;
And we who peer and pry into her world
See cameras, schoolchildren, other eyes,
Other disturbing smiles, So, now, we view
The world, each other, God, through prison glass:
Suspicion, fear, mistrust-projections of
Our own anxieties. Is all our knowing
Only reflection? Let me trust, and see,
and let love´s eyes pursue, and set me free.
- N.T. Wright.
Góða nótt og verið góð .
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.10.2007 | 14:57
Í dag vil ég gefa þér...
Þarfnast þú handa minna, Drottinn,
til að geta hjálpað sjúkum, fátækum og nauðstöddum?
Drottinn, í dag vil ég gefa þér hendur mínar.
Þarfnast þú fóta minna, Drottinn,
til að geta vitjað þeirra,
sem einmana eru og án vonar?
Drottinn, í dag vil ég gefa þér fætur mína.
Þarfnast þú vara minna, Drottinn,
til að geta talað til þeirra,
sem þrá kærleiksrík orð og viðmót?
Drottinn, í dag vil ég gefa þér varir mínar.
Þarfnast þú hjarta míns, Drottinn,
til að geta elskað
skilyrðislaust sérhvern mann?
Drottinn, í dag vil ég gefa þér hjarta mitt.
- Móðir Teresa.
Eigði góðan dag og farið varlega í vonda veðrinu !
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
28.10.2007 | 14:29
Helgarfærsla!
Þessi helgi hefur verið bara nokkurn veginn venjuleg, ég fyrir framan sófann með fjarstýringu í einari og bjór í hinari.....!
Neinei....þetta er var djók sko...fyrir þau sem halda að ég hafi verið að mein´idda !
Annars er ég bara nokkuð kát. Við hjónin vorum í fríi á föstudaginn og fórum til Keflavíkur og borðuðum góðan mat og gistum þar í bæ. Systir mín tók ómagana og leyfði þeim að gista.
Við komum svo í bæinn á laugardeginum, þar sem að við gerðum mest lítið, enda stundum afar gott að gera ekki neitt !
Um kvöldið hélt svo bróðir minn upp á útskriftina sína úr DTU í Kaupmannahöfn en hann er núna orðin verkfræðingur drengurinn og komin í góða vinnu, á lítinn prins og frábæra konu. Hann er lukkunar pamfíll og ég er svo stolt af honum.
Þessi dagur hófst á sunnudagaskóla út á Álftanesi, en þetta eru mínar uppáhaldsstundir í kirkjunni. Að byrja daginn á því að hitta yndislegustu börn í heimi, þau eru svo flott börnin sem að sækja sunnudagaskólann og hlusta svo vel og taka svo vel þátt að ég fer alltaf heim glöð og kát í einu stóru krúttkasti ! Ég er svo heppin að fá að taka þátt í þessu, vegna þess að þessar stundir gefa mér svo mikið.
Nú er framundan matur hjá mömmu og það er ekkert betra en mömmumatur , þar sem að við komum öll saman systkinin með maka og börn.
Og svo blasir við vinnuvikan handan við hornið og ég vona að við eigum öll góða viku framundan. Farið varlega í hálkunni og eigið góðan sunnudag alles sammen sem lesið þetta raus !
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.10.2007 | 21:27
Ég er svo glöð...
Þetta er svo mikil stórfrétt að ég er hreinlegast himinlifandi. Nú veit ég að minnihluta hópur rauðhærðra var líka til meðal Neanderthalsmanna. Þeir eru nú reyndar útdauðir ... en ekki ég .....ég er enn til og er rauðhærð og sæl!
Ég trúi að rauðhærðir séu komnir til að vera og stefni á heimsyfirráð!
Við munum ekki deyja út eins og neanderthalsmenn! Ó nei....Við munum lifa af !
Það er sko baráttuhugur í rauðhærða hausnum mínum sem aldrei fyrr !
Ég er ekki að grínast, mér er dauðans alvara!
Vísbendingar um að sumir neanderthalsmenn hafi verið rauðhærðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
24.10.2007 | 17:56
Svona er staðan...
Ég er búin að vera heima í dag, fékk í magann og fór að vorkenna mér. Horfði fram á allt sem að ég á eftir að gera og varð ennþá pirraðri og svo ætlaði ég að fara út í búð en þá var ruslabíllinn búin að leggja fyrir bílinn minn og ég komst ekki neitt . Pirringurinn bar mig nánast ofurliði....!
Þá allt í einu sá ég smá týru og mér datt í hug að byrja á einhverju af því sem að ég á eftir að gera og viti menn ég sökkti mér niður í ritgerðina mína, og nú er ég komin á kaf í feðraveldi, stofnanagerða illsku og kristinn feminisma! Nú hef ég skrifað tvær síður í viðbót við hitt og er bara komin aftur á skrið.
já, ég hef fullt að gera, það er margt sem að truflar mig, margt sem að ég skil ekki, á fjölskyldu sem að sest ekki á hakann á meðan ég vinn og sinni öðrum málum. Þetta er oft drulluerfitt að samræma allt saman og ég verð stundum alveg úrvinda og uppgefin og langar mest upp í rúm og vera þar fram á vor.
En þegar maður nær að snúa vörn í sókn, snúa sér að málum sem að vekja hjá manni ástríðu og áhuga. Knúsa börnin sín og eiga gott samfélag við sinn ástkæra eiginmann . Þá er lífið ágætt . Þetta er alltaf spurning um rétta forgangsröðun og það sem að skiptir mestu máli í lífinu!!
Ég breyti ekki fólki með því að blogga og skrifa athugasemdir við skrif sem að mér líkar ekki. Svo mikill er nú ekki minn máttur, en maður getur reynt að hafa áhrif, ef að það virkar ekki ....þá bara só bí it !
Ég veit hvar ég stend, hverju ég trúi og hvað ég vil að verði. Það ætti að nægja mér í bili.
Þannig að ég er nokkuð bara róleg og yfirveguð og geri tilraun til að leggja gremjuna mína á hilluna í bili .
Bakk tú bissness .... nú horfa á mig þrjú hungruð börn og vilja mat! Þá er bara að hverfa í forgangsröðina og leggja til atlögu við eldhúsið!
Bless í bili.....
Kveðjur frá húsmóður, nema, og útivinnandi konu á fullri ferð!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
23.10.2007 | 16:23
Bloggandleysisleti!
Ég hef alveg afskaplega lítið að segja þessa dagana, viðurkenni að ég hef mest megnis verið að lesa önnur blogg og fylgjast með umræðunni.
Einhvern veginn hef ég lítið við að bæta þessa dagana og læt þetta tímabil bara líða og svo eflaust dettur mér eitthvað í hug fljótlega.
Mig dreymdi nú í nótt að ég væri að skrifa blogg um söfnuðinn í Korintu vegna greinar sem að ég er að skoða, sem er saga fólksins. Þetta er sem sagt ekki saga að ofan, heldur er þetta svona peoples history, þar sem reynt er að rýna inn í fólkið sjálft og viðbrögð þeirra en vitað er að miklar deilur voru innan þessa safnaðar. Sagan vill oft gera þetta svo slétt og fellt. Kannski er það ekkert skrýtið að enn er deilt, fyrst að kenningarnar mættu hugsanlegri andstöðu strax í upphafi??
En ég er eitthvað að pirrast, búin að lesa of mikið af gremjulegum trúarbloggum og þá verð ég andlaus og þreytt og nenni ekki að taka þátt í þessari vitleysu. Þannig að ég vendi mínu kvæði í kross og safna kröftum og kem aftur með krassandi, andhefðarlegan pistil um Korintu og hamaganginn þar í kringum 50 e.kr.
Bíðið bara spennt þangað til, sem ég efast ekki um að þið gerið.....þar sem að allir vildu um Korintu lesið hafa !
Verið hress, ekkert stress og bless !
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar