Færsluflokkur: Dægurmál

Lítil saga um konu með fullkomnunaráráttu ;-)!

JólÉg gerði aðra tilraun í dag til að kaupa jóladisk þessara jóla og fór núna í tvær búðir frekar en eina og ekki var hann til! Ég er farin að halda að hann sé ekki kominn út og ég sé eitthvað snemma á ferð, ég er að hugsa um að gera aðra tilraun í næstu viku, nær mánaðarmótum!

Ég hef alltaf verið snemma á ferð í jólaundirbúningi, búin að setja upp ljós og smá skraut fyrir mánaðarmótin nóv/des. Ég held að ástæðan sé sú að ég hef alla mína hunds og kattartíð verið í prófum í desember og þess vegna hef ég alltaf viljað vera búin að setja eitthvað upp áður en álagið hefur brostið á. Núna eftir þessa erindisleysu í dag, ákvað ég bara að skella mér í geymsluna og ná í seríurnar mínar, þó að ég sé ekki að fara í próf, þá liggur ritgerðin á mér og ég ákvað að drífa í að setja  jól2upp ljósin. Ég skundaði niður og hélt á stórum kassa upp, fór að vinna úr flækjum og gekk þetta greiðlega. Síðan kom að því að setja upp herlegheitin. Ég sem kona með fullkomnunaráráttu á háu stigi, fór að telja út í gluggana.......ég get ekki skellt þessu upp svona tilviljanakennt. Ég tel út fjöldann í hverja hlið gluggans, svo set ég þær upp alveg þráðbeinar, með nánast sama bili á milli hvers ljós upp á millimeter. Síðan lími ég þetta alveg blýfast vegna þess að ég þoli ekki seríu sem að hangir hálf niður í glugganum Pinch....mér finnst það svo druslulegt að ég bara krullast upp W00t!

Núna nokkrum tímum seinna eru komnar seríur í þrjá glugga....komst ekki yfir meira, þetta tekur mig svo langan tíma Cool!

Á morgun er plönuð Ikea ferð og Garðheimaferð. Mig vantar eina seríu í einn glugga og svo hef ég aldrei getað átt aðventuljós, vegna þess að á einhvern dularfullan hátt eyðileggjast alltaf þau sem ég á. Núna ætla ég að gera eina tilraun enn...Whistling!

Ég ætla þó ekki að setja á svalirnar strax, bíð fram yfir mánaðarmót með það!

En mikil skelfing eru þessi ljós notaleg InLove!   Þetta er það besta við aðventuna og jólakomuna, það er hlýjan og ljósin!

Verum góð hvort við annað, verið hress, ekkert stress og bless!

Eigið gott föstudagskvöld Heart!

jól4


Ókei....smá blogg...:-)

Þetta blogg verður í símskeytastíl enda um fréttir af mér og mínum að ræða, og hver vill ekki fá fréttir af mér Wizard!

  • Ég var glöð á leiðinni heim í dag úr Neskirkju, vegna þess að umferðin gekk vel og ég var fljót í búðinni. Venjulega stoppa ég við Reykjavíkurflugvöll og fer fetið fram að Kringlu. Það góða við þetta er að ég get hlustað á Reykjavík síðdegis og ég hef afar gaman að þeim þætti.
  • Matarbúðarferðir fara venjulega í taugarnar á mér, vegna þess að mér finnast allir aðrir svo lengi að versla. Ég lendi svo oft á eftir fólki í röðinni sem bíður alltaf með að setja í pokann þar til allt er farið í gegn, síðan borgar það og fer svo að setja í pokana. Þá þarf ég að bíða líka, vegna þess að það er ekki pláss fyrir minn mat og þá fer ég alveg yfir um W00t. Ég set alltaf í pokana á meðan verið er að renna í gegn og er búin þegar komið er að því að borga og get þá gengið beint út og nóg pláss fyrir næsta Wizard! Það var einmitt þannig í dag og ég var alveg of kát! ef einhverjum finnst þetta óþarfa pirringur þá má sá og hinna sami hafa það fyrir sig....þetta er stórmál í mínum huga, þegar ég er á leið heim og vil komast þangað á sem stystum tíma og með sem minnstri fyrirhöfn Tounge!
  • Ég er ekkert að skrifa í ritgerðinni minni þessa dagana og er komin svoldið langt frá henni og kem mér ekki aftur inn. Nú er þetta hin mesta ógn í mínu lífi og ég vil helst bara fara til Balí og stofna sértrúarsöfnuð Halo!
  • Ég ætlaði að kaupa fyrsta jóladótið í dag, en það var í formi geisladisks (kaupi alltaf einn fyrir hver jól) en hann var ekki til í búðinni sem að ég fór í, það var sorg því ég hafði hlakkað til. Sömuleiðis var pabbi minn á leið frá London í gærkvöldi og ætlaði að kaupa Georg Jensen óróann fyrir mig og ég var svo spennt, því ég elska jólaóróana frá Georg Jensen...en hann var uppseldur Crying! Spurning um að fresta bara jólunum, þvílík er sorg mín Tounge...ef einhver ætlar að segja þetta dekurslegt raus, þá má sá og hinn sami hafa það fyrir sig, því þetta er grafalvarlegt mál Police.
  • Maðurinn minn ætlar í Rjúpnaferð á morgun í Dalina. Það er næst síðasta ferð vetrarins......enda tímabilið brátt á enda!
  • Ég er enn í nammibindindi og gengur vel, komst í buxur í dag sem að ég ætlaði að grenna mig í, keypti þær of litlar sko og setti mér markmið og í dag hafði það nást og ég er alsæl Wizard! Ég veit, ég er á kafi í efnislegum og útlistlegum hlutum...týnd í neysluhyggjunni og útlistsdýrkuninni....ekki segja það við mig beint þá fer ég bara að gráta CryingWhistling!
  • Ég er að verða jólaviðkvæm og finn að ég get tárast við minnsta tilefni ef að eitthvað hreyfir við mér. Að fenginni reynslu mun þetta ágerast og ná hámarki á aðfangadag InLove!
  • Miðjan mín er að læra á píanó og nú hljómar hér "klukknahljóm" og "Bjart er yfir Betlehem" á fimm mínútna fresti.....ég ber mig vel í þágu listarinnar Whistling!
  • Ég vil óska Bandaríkjamönnum til hamingju með þakkargjörðardaginn og vona að Kalkúnninn smakkist vel LoL!
  • Fyrir akkúrat ári síðan var ég á leið til Boston, en þar eyddi ég þremur dögum við verslun og OMG...það var svo gaman, ég var með mömmu og systur minni og við vorum ógisslega skemmtilegar og við gátum sko aldeilis verslað Wizard!
  • Nú eru einmitt foreldrar mínir á leið til Boston í þessum skrifuðu orðum og ég er oggó pínku abbó Blush...hefði alveg verið til í að kíkja aðeins í Galleríuna...Wink...mig vantar alltíeinu svo mikið af einhverju sem ég veit ekki alveg hvað er Whistling!
  • Ég ætla láta þetta nægja að sinni og vona að allir, ungir sem aldnir, góðir sem baldnir eigi hið besta kvöld!
  • Góða nótt mín kæru flón ToungeSleeping!

Ekkert að segja...

engin orð...Mér dettur ekkert í hug til að blogga um þessa dagana....er hálf þreytt, hálf andlaus, hálf áhugalaus og margt fleira sem er eitthvað að valda þessari hugmyndaþurrð!

Ég mun þó blogga þegar andinn blæs í brjóst, en sem komið er stafalogn og hann blæs ekki neitt!

Þannig að ég bíð eftir storm viðvörun Cool og þegar stormar á ný, þá mun bloggað af krafti.............er það ekki málið að það eru gæðin en ekki magnið.....WizardWhistling (þettasegiégtilaðréttlætabloggleysiogleti SleepingPinch)!

Síjúsún!


Veika stelpan mín!

veika stelpan 003Stelur tölvunni af mömmu sinni, en það er erfitt að standast svona englasvip Halo!

Hún elskar að horfa á Gullu veika stelpan 004Hér situr hún að horfa með enn einn englasvipinn á krúttlega trýninu sínu InLove!

Síðan þegar maður er heima lasin þá fær maður að sjálfsögðu að máta jólaskóna smá. Bara aðeins, smá stund mamma mín eins og hún segir og horfir bænaraugum á móður sína. Þetta eru skórnir í öllu sínu veldi Wizard

veika stelpan 008veika stelpan 007Skóna valdi daman sér sjálf í Steinar Waage um daginn og er ekkert smá glöð enda er hún flottust í þessum skóm.

Við mæðgur biðjum að heilsa og vonum að þið séuð ekki að verða veik þarna úti, það er svo leiðinlegt að hanga heima Wink!


Dæmigert kvöld á heimili vísitölufjölskyldunnar!

kertiSvona er dæmigert kvöld á þessu heimili:

Dæturnar eru sofnaðar og fara yfirleitt snemma í bólið! Þá færist yfir himneskur friður enda ekkert í heiminum fallegra en sofandi börn InLove!

Fermingarbarnið er á leið heim úr fermingarferð í Vatnaskóg (það er þó ekki hluti af rútínunni LoL). Hann er væntanlegur innan stundar!

Eiginmaðurinn situr við skriftir og talar á milli þess í símann við hinn og þenna, aðallega þennan Halo.

Ég sit við tölvuna og les blogg, er á leið í Skalla að taka mér mynd og ætla að fleygja mér með teppi og kodda og gleyma mér í smá stund Sideways!

Ég elska kvöldin, þau er alltaf næstum eins......en það er það sem er svo gott vitiði það! Lífið bara gengur, tikkar áfram rólega og allt er bara í lagi! Þá er ég hamingjusömust og þá líður mér best Heart!

Góða nótt í alla nótt Sleeping!

péess: Klukkan 21.35, frúin komin heim af videoleigunni með splatter hryllingsmynd! Það er einnig hluti af rútínunni....við erum með óbilandi áhuga hjónin á hryllingsmyndum, þeim mun meira krípí þeim mun skemmtilegra!! Er ekki lífið dásamlegt Wizard


Hux!

Ok....nú ætla ég að hugsa upphátt, stundum gerist það að ég hugsa og þetta er ein af þeim stundum Wizard!

Ég lifi lífi, já ég geri það Whistling! Lífinu mínu fylgir líferni og alls konar hlutir sem að tengjast því að lifa! Lífið mitt er hluti af mér, því sem ég er og það sem gerir mig að þeirri manneskju sem ég er. Lífið mitt verður aldrei aðskilið frá mér, þannig að ég sem persóna verð eitt en lífið mitt eitthvað annað.

Þannig ef að ég hef velþóknun á fólki, þá felur það í sér velþóknun á því sjálfu og um leið því lífi sem það lifir vegna þess að þetta er eitt en ekki tvennt.

Þegar fólk segist hata líferni fólks, en ekki fólkið sjálft, þ.e. lífið sé svo syndugt en það hatar fólkið ekki sem manneskjur, þá er það bara bull. Þú getur ekki sagst hata líferni fólks en elskað fólkið. Það er svo undarleg réttlæting og fordómum og fyrirlitningu að ég hef sjaldan séð aðra eins staðleysu.

Líf og persónan er eitt og hið sama, líf sem er lifað í frelsi, í réttlæti, í virðingu og í kærleika. Ég og lífið mitt erum eitt og hið sama. Þetta myndar eina heild sem að gerir um leið mig að manneskju!

Hættið þessu nú þessu bulli þið sem þreytist ekki á að bera þetta á borð fyrir okkur. Við sjáum í gegnum þessa undarlegu réttlætingu á fordómum gegn fólki!

tjusssogfrusssss.....hasta la vista beibí Police!


Helgarfrí!

Ég skellti mér í smá helgarfrí með stelpurnar mínar, nei ekki til Spánar og ekki til London Wizard!

Húsbandið og fermingarbarnið eru farnir norður á heimaslóðir til að eltast við hvítt fiðurfé og nú verður ekkert gefið eftir Police!

Eigði góða helgi og ekki missa ykkur í gleðinni!

síjúsún Heart


Auðskiljanlega konan við Rauðavatnið!

 tvíburarGóðan daginn kæra fólk! Ég er bara nokkuð lukkuleg í morgunsárið, veit ekkert afhverju en það liggur bara aldeilis ljómandi vel á mér. Framundan er kirkjustarf eins og venjulega og svo bara venjulegt hversdagslegt líf og það er bara ágætt Halo!

Svona hljómar stjörnuspáin mín í dag: Tvíburar: "Þú þarft hvorki að segja né gera mikið til að fá þínu framgengt. Það er eins og verndarstjarnan þín, Merkúr, vinni yfirvinnu bara fyrir þig. Allir skilja þig."

Þannig að ég segi ekki meira þennan daginn, allir skilja mig Wizard...það er nú ekki lítið skal ég segja ykkur, að það sé ekki ein manneskja til sem að skilur mig ekki. Ó já...ég get bara ullað á ykkur Tounge..án þess að segja af hverju....en þið skiljið mig! Ég get orðið rosa reið, alveg svona Devil...en þarf ekkert að útskýra af hverju...af því að þið skiljið mig. Svo get ég brostið í ofsagrát Crying, en neita að segja af hverju, en það er alltílæ vegna þess að þið skiljið mig. En mér finnst best í dag að vera bara svona Grin...af því að þið skiljið mig svo vel!

Knús og kossar inn í daginn frá auðskiljanlegu konunni við Rauðavatnið Kissing!


Hux!

Stundum finnst mér ég eitthvað svo venjuleg Woundering!

Hómer 2


Neyðarkallinn!

ættarmót 030 Ég og þessi flís hér á myndinni fórum í Kringluna í gær. Þar á röltinu keypti ég Neyðarkallinn, best að vera við öllu búin þegar húsbandið á heimilinu stundar veiðar af kappi þennan mánuðinn til að redda jólamatnum Whistling! Við Matta vorum sammála um að það væri ný aldeilis gott framtak að styrkja þetta góða málefni.

Hún er síðan búin að vera mikið að spá í þessum kalli og alltaf að skoða lyklana mína og þennan neyðarkall.

Síðan í morgun þegar við vorum að hafa okkur af stað, spyr hún mömmu sína: Mamma, hver er þetta?

Ég svara að bragði: Þetta er neyðarkallinn!

Hún setur þá upp svip og segir: Mamma, af hverju ekki neyðarkonan??

Ég verð hálf hvumsa og segi: Ha...jújú, auðvitað getur þetta verið neyðarkonan, að sjálfsögðu (yfir mig hissa yfir þessum hugsunum barnsins).

Hún tekur gleði sína á ný og svarar að bragði: Já mamma, þetta er neyðarkonan.

Ég get ekki sagt annað en að ég sé að sjálfsögðu yfir mig hrifin af þessum jafnréttishugsunarhætti barnsins, hvort sem að hann sé meðvitaður eða ekki Wizard! Hér er án efa lítill feministi í fæðingu og uppeldið að skila sér Whistling!

Eigiði góðan dag Heart!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband