Færsluflokkur: Dægurmál
10.12.2007 | 20:50
Var að hugsa um að blogga.....
En ég held ég sleppi því í dag , er bæði kjaftstopp og orðlaus enda stormur úti og glugginn minn í stofunni hreyfist fram og til baka! Inni er samt notalegt og úti er ónotalegt, þannig að ég vel að vera inni núna, það eru mín mannréttindi !
Ég verð að vinna allan daginn á morgun alveg fram á kvöld enda fullt af fólki sem er að koma í jólaheimsóknir í kirkjuna, ó já og svo mun ég enda í Mæðrastyrksnefnd annað kvöld með unglinga í æskulýðsfélaginu NeDó til að aðstoða við undirbúning jólaúthlutunar!
En nú segi ég góða nótt og sofiði rótt í vonda veðrinu !
Einsogþiðsjáiðþáerþettaekkiblogg !
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
9.12.2007 | 17:14
Annars í aðventublogg!
Sunnudagarnir þessar vikurnar hafa það að markmiði að það er nóg að gera. Ég byrjaði daginn á að taka þátt í fjölskylduguðsþjónustu í Bessastaðakirkju en hana leiddi Sr. Hans Guðberg Alfreðsson. Kirkjan var full af fólki sem kom með börnin sín og þetta var alveg frábær stund. Hafdís Huld kom í heimsókn og tók nokkur lög af nýja disknum sínum "Englar í ullasokkum" og vakti það mikla gleði hjá börnunum á staðnum enda um frábær lög að ræða.
Eftir hádegi hefur líka verið nóg að gera í kirkjumálum og erum við rétt nýkomin heim. Gærdagurinn fór að mestu í Laufabrauðsgerð og Laugavegslabb og það var hreinlega of jólalegt ! Við borðuðum síðan öll heima hjá mömmu og pabba og fengum Hamborgarhrygg (líka of jólalegt ) sem var líka of góður !
Það er hreinlega allt sem minnir á að jólin eru að koma núna og ekki skemmir snjórinn fyrir....ég vil meiri snjó en mér sýnist að mér verði ekki alveg að ósk minni ef ég skoða veðurspána fram í tímann, en ég bara loka augunum og vona að þau séu alveg að klúðra þessu á veðurstofunni og spáin sé hundvitlaus. Það er svo mikil birta sem að fylgir snjónum og svo þegar ég horfi út um gluggan og sé alla á skautum á Rauðvatni og ljósin á skíðasvæðinu í Bláfjöllum, að þá bara má ekki snjórinn fara.....hann þarf að hanga inni fram yfir jól, þá má alveg rigna feitt og hitinn fara í 20 stig! Ég held að það sé bara díll....!
Núna er framundan kósí kvöld og lokaþátturinn af Næturvaktinni en hér er beðið með mikilli spennu eftir þeim þætti!
Eigði gott kvöld og góða viku framundan!
Hér koma nokkrar myndir frá helginni !
tjusss!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.12.2007 | 20:23
Núna dó ég úr hlátri :-)
Ég bókstaflega grét úr hlátri þegar ég las þetta, það eru kannski allir búnir að sjá þetta á undan mér en ég set linkinn inn svo að þau sem að hafa ekki séð þetta geti hlegið líka .
Ég segi það og skrifa, Baggalútsmenn eru snillingar, hvort sem að það er nýja aðventulagið eða síðan þeirra !
http://baggalutur.is/frettir.php?id=3986
Blezzzzzzzzzz.....
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.12.2007 | 19:22
Smá helgarkveðja frá mér til þín ;-)!
Ég hef stormað í dag um kringluna, verslað nokkrar jólagjafir og keypt aðrar nauðsynjar sem að farið var að bráðvanta á þetta kærleiksheimili !
Ég er aftur að komast í jólagírinn eftir að hafa aðeins dottið úr honum, ekkert alvarlega þó neineinei....ég er sko ekki af baki dottinn þó ég hallist aðeins í hnakknum !
Ég óska ykkur góðrar helgar, ég ætla að gera heilan helling og kannski meira en það.....kannski minna, sé bara til.....ég geri alla vega eitthvað og örugglega nokkuð, alla vega ekki, ekkert !
Eigiði gott kvöld !
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.12.2007 | 22:07
Stundum eru það litlu hlutirnir....
Ég er eitthvað ægilega þreytt þessa dagana, það er mikið að gera í kirkjunni og fullt að stússi í kringum það. Við tókum á móti 300 börnum úr Grandaskóla í jólastund í morgun og svo 20 börn eftir hádegi í 7 ára starf. Þetta gekk allt bara vel fyrir sig allir glaðir!
Ég hef mest megnis bara verið að lesa bloggin í dag, hef einhvern veginn lítið að segja. Fylgist með umræðum og fæ stundum á tilfinninguna að fólk sé að berjast við vindmyllur á alla kanta !
Þegar ég verð svona yfirkeyrð eins og ég er núna, þá leggst ég í sjónvarpsgláp eða bókalestur. Þá er ég ekki að tala um skólabækur, heldur reyfara og svona bækur sem að fara inn um eitt og út um hitt ! Vegna þessarar tilhneygingar hjá mér, þá er ég algjör sökker fyrir framhaldsþáttum. Ég horfi á ER, Grays, Numbers, Nágranna ofl, ofl. Ég bara hreinlega má ekki missa af þætti. Ég hertek sjónvarpsfjarstýringuna til að passa að enginn annar fjölskyldumeðlimur nái henni og fari að skipta sér af þáttavali.
En á meðan ég horfi á þetta, þá þarf ég ekki að hugsa um flókna hluti og ég hvílist. Hvílist frá daglegu amstri og ég gleymi mér í smá stund. Ég á það til að hugsa of mikið um hluti, ég hugsa mál út frá öllum mögulegum hliðum og hugsanlegum og óhugsanlegum afleiðingum og þegar öll sú krufning er búin þá hef ég yfirleitt ekki komist að neinni tímamóta niðurstöðu og hef frekar flækt málin í hausnum á mér frekar en hitt.
Eftir að ég hef legið yfir amerísku fjöldaframleiddu skemmtiefni, þá er það besta að fara og leggjast hjá stelpunum mínum og halda utan um þær og horfa á krúttlegu andlitin þeirra og hlusta á rólegan andadráttinn þeirra á meðan þær sofa og sofna að lokum sjálf !
Það er það besta, það eru litlu hlutirnir sem að skipta svo miklu máli, en um leið eru þeir það stærsta og dýrmætasta í lífinu
Góða nótt hvar sem þið eruð, hver sem þið eruð, hvaða trú sem þið hafið og jafnvel þó að þið hafið enga trú . Sofiði rótt!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2.12.2007 | 17:27
Fyrsti sunnudagur í aðventu!
Ég vildi bara óska ykkur gleðilegrar aðventu sem að nú í dag hefst með pompi og pragt . Njótið ljósanna, kyrrðarinnar og hvers annars á þessum tíma þegar nálgast heilög jólahátíð.
Eigði gott kvöld og góða nótt og enn betri vinnuviku framundan
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.11.2007 | 20:42
Ofurþreyta í gangi!
Þetta er búið að vera vika dauðans! Ég var að skila í dag 2. hlutanum í embættisritgerðinni minni og náði að skrifa nánast allan kaflann á 5 dögum, með því að sitja við sveitt og skrifa og lesa til skiptis. Ég á þó smá hluta eftir en fékk fín viðbrögð og er bara sátt og sæl !
Vikan fólst í því að ég skrifaði á morgnana og var í kirkjunni á daginn og kom heim á kvöldin og skrifaði. Síðan hélt ég í millitíðinni tvö matarboð, þannig að þetta er búið að vera ansi kreisí !
Núna er ég gjörsamlega búin á því, ég man ekkert hvort ég er að koma eða að fara. Ég átti að fara á pósthús á leiðinni heim, gleymdi því. Ég þarf að baka fyrir morgundaginn vegna þess að bróðir minn er að láta skíra litla prinsinn sinn en ég eyðilagði botnana í kökuna áðan ! Ég hef ekki eyðilagt köku í mörg ár, en núna varð þetta að einni drullu.
Ég er samt ánægð með þessa viku en mikið er ég fegin að hún er búin. Ég ætla að fara að sofa snemma og baka í fyrramálið, trúi að nýr dagur verði mér betri í þeim efnum en þetta kvöld.
Eigiði góða helgi! Lengi lifi lýðveldið og kristinn siður !
Með "ofsa"-trúarlegri kveðju ,
Sunnatunna!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
29.11.2007 | 17:10
Eigum við ekki bara að leggja niður jólin!
Ég mæli með því til þess að við mismunum ekki þeim sem eru Vottar Jehóva að við leggjum niður jólin. Það er ekki hægt að hópur fólks þurfi að flýja í Húsafell á hverjum jólum á meðan við hin göngum um með sælubros á vör, stútfullan maga af mat og drekkhlaðið borð af gjöfum. Mér finnst þetta hin argasta mismunun og skil ekki af hverju fólk hefur ekki vakið athygli á þessu máli fyrr vegna þess að hér er um stórt réttlætismál að ræða!
Við skulum um leið leggja allt niður sem að minnir á þessa alda gömlu hefð í okkar samfélagi, hættum að nota aðventuljós, þau eru jú gyðingleg að uppruna og notkun þeirra mismunar þeim sem eru augljóslega ekki gyðingar. Hættum að gefa jólagjafir vegna þess að þær eru komnar til vegna gjafa vitringanna þriggja til Jesú á jólanótt, það er augljós mismunum á þeim sem að eru ekki kristinnar trúar. Síðan skulum við hætta að vera með jólatré vegna þess að sá siður liggur í fornri trjádýrkun og verið er augljóslega að mismuna öllum sem að trúa ekki á trjáguðina og dýrka ekki tré. Síðan en ekki síst hættum þessu ljósarugli í gluggunum, það minnir augljóslega á ljósahátið Gyðinga og á Jesú sem er hið sanna ljós sem að kom í heiminn til að færa fólki sinn frið og notkun þessara ljósa mismunar augljóslega öllum þeim sem að trúa ekki svona vitleysu .
Hættum allri þessari mismunum, leggjum þetta allt niður og þá verða allir glaðir, allir sáttir. Engin afstaða lengur, allir lausir við lífskoðanir og síðan en ekki síst allri mismunun hætt.
Burt með jólin, burt með blessuð litlu jólin!
Þess má geta að undirrituð er frekar tæp þessa dagana vegna skila á áfanga í embættisritgerð og hefur litla þolinmæði fyrir bulli!
Bull, ergelsis og pirringskveðjur frá vitleysingnum í Austurbænum !
26.11.2007 | 08:49
Þegar þrengir að....
Hvað gera konur þá.......þær slá öllu upp í kæruleysi og missa sig í gleðinni Nei bara grín, fyndin ég.........! Nei þær snúa vörn í sókn og leggja sig alla fram, ó já !
Nú er svo komið að ég er á algjöru deadline fyrir föstudaginn og þarf að skila af mér innleggi um annan hlutann í ritgerðinni minni. Þannig að nú bretti ég upp ermar, munda pennan (hljómar betur en pikk á lyklaborð, meira gamaldags ) og tekst á við það verkefni eins og best verður á kosið miðað við þann tíma sem ég hef til reiðu.
Þannig að ég verð eins lítið og ég get á blogginu vegna þessa og bið ykkur um vinsamlegast um að skrifa ekki margar færslur og vera ekki skemmtileg fram á föstudag........er það nokkuð frekjulega fram á farið af mér !
Þannig að nú sný ég mér að alvöru lífsins, ekki í fyrsta sinn og reyni vera dúggleg!
Síjúsúnendbígúd !
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.11.2007 | 15:29
Smá jólablogg ásamt ýmsu öðru :-)!
Ég ákvað með sjálfri mér hér við tölvuna að jólablogga þessa færslu en svo að taka pásu fram á næsta sunnudag (fyrsti í aðventu) en þá breytist þetta blogg í jólablogg Sunnu og þá verður massíft bloggað um jólin og undirbúning þeirra hér á bæ! Ekkert verður gefið eftir !
Annars þjóðfstörtuðum við í sunnudagaskólanum í morgun og sungum "Bráðum koma blessuð jólin" og það var bara gaman, enda held ég að leikskólar séu byrjaðir að syngja jólalög, alla vega hvíslaði ein lítil því að mér í morgun !
En hér hefur verið nóg að gera um helgina, ég fór eins og stormsveipur í gær um helstu verslunarhallir Reykvíkinga (ekkert verið að hætta að kaupa á kauplausa deginum hér á bæ, vissi ekki einu sinni af honum ). Ég fór í Kringluna, Ikea og Garðheima að skoða jólalandið. Þegar heim var komið, þá var farið í stórþrif. Ég get ekki sett upp jólaljós í skítuga glugga, það bara passar ekki ! Þannig að það voru dregnar fram hreinsunargræjur (voru lengst inni í skáp, farnar að rykfalla ) og tekið til hendinni. Fullt af ruslapokum var hent, ásamt því að sorterað var í dótakössum og öðrum kössum og útkoman var bara nokkuð fínt heimili þó að ég segi sjálf frá.
Útkoman er nokkurn vegin þessi, en hér á eftir fylgja smá myndir af afrakstri gærdagsins:
Þetta eru svona fyrstu myndir af jólaljósum heimilisins...en úti er ekkert voða jólalegt...:
Þessi er tekin út um stofugluggann, yfir Rauðavatnið....heldur dimmt !
En það er hlýtt inni og þar eru þessar tvær:
Eigði góða vinnuviku framundan og farið varlega í hálkunni og rokinu og kuldanum og og og og....!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar