Færsluflokkur: Dægurmál

Morgungleði???

fíllStundum kemur fyrir, alveg einstaka sinnum að ég dotta í stutta stund eftir að krakkarnir eru farnir í skólann. Það eru kannski ekki nema ca. 10-20 mín og ég vakna alveg eins og nýsleginn túskildingur tilbúin að takast á við lífið Wizard !
 
Í morgun sofnaði ég í 10 mínútur og mér leið eins og stór fíll hefði sest á mig þegar ég vaknaði, ætlaði ekki að hafa það af að heilsa nýjum degi Whistling !
Ég er annars að verða góð og fíllinn er tekinn að hörfa W00t !! 

Skrýtinn dagur!

leiðSumir dagar eru eitthvað svo skrýtnir og dagurinn í dag er einn af þeim. Er eirðarlaus, með athyglisbrest og valkvíða! Mér tókst þó að koma yfirliti saman sem ég þarf að senda vegna embættisgengisins sem ég vil hafa ef að í mér leynist klerkur sem vill komast út í dagsljósið Halo! Ég finn bara að ég er eitthvað svo uppgefin eftir síðustu vikur, enda búin að upplifa töluvert álag af ýmsum ástæðum og finn að uppsöfnuð þreyta er að koma fram núna og það er óþægilegt vegna þess að ég þarf að gera fullt, skrifa fullt og vinna fullt, svo ég tali nú ekki um þrif á þessu heimili....já ég þarf að skúra Devil! Æi....þetta er einn af þessum dögum þar sem margt er ómögulegt og allt óyfirstíganlegt!
 
Vonandi verður morgundagurinn meira hressandi! Góða helgi, kem með ofurkátafærslu á morgun ef Guð lofar, þangar til eitt stórt geisp til ykkar SleepingHeart!
 
 

Manísk á sumardaginn fyrsta!!

Ég er tiltölulega róleg manneskja að eðlisfari, finnst gott að vera heima, hanga í tölvunni eða horfa á mynd eða bara eitthvað sem að krefst ekki gríðarlegra tjáskipta Cool!
 
Á móti hef ég einnig gríðarlega þörf fyrir dagskrá og eitthvert prógramm svona til að láta tímann líða, þannig að í mér eru svona tiltölulega saklausar andstæður sem togast oft á!
 
Dagurinn í dag er búinn að vera svona dæmigerður dagskrárdagur!! Ég hef hvorki meira né minna en, sótt þrjár hverfishátíðir heim Cool! Þetta byrjaði allt í morgun þar sem að ég vann með Neskirkju á bjartsýnisbusli í Vesturbæjarlaug. Þar fór ég með eins og eitt bænavers og tók þátt í dagskránni þar til klukkan 12. Eftir þetta lá leiðin upp í Seljahverfi þar sem ég marseraði með skátunum, lúðrasveit og öllu tilheyrandi niður í Seljakirkju, þar sem tók við bænastund og tónlistarflutningur! Eftir þetta lá leiðin í mitt heimahverfi og þar kíktum við á hátíð sem að var fyrir framan Árbæjarskóla!
 
Þannig ég hef í dag náð þremur hátíðum í ólíkum hverfum og tel það nokkuð vel af sér vikið.....ef ekki frekar manískt W00t!
 
Nú er tekin við hvíldarstund á kærleiksheimilinu, þar sem ég er pínu úfin og tætt Pinch, Síðan er afmæli í kvöld Wizard
 
Gleðilegt sumar þið sæta og klára fólk sem að les síðuna mína Heart
 
Sunna kveður að sinni! 

Ég er til!

sólÉg er búin að taka fram stuttermabolina, stuttbuxurnar, sólarvörnina, sólgleraugun, diskana mína með Skítamóral, vegahandbókina, brúnkukremin, sandalana, bikiníin, grillið, garðstólana, strandmotturnar, piparúðann...úbbs sorrí smá mistök það er bara löggan sem notar hann Police, flugubanann, flugueitrið, og mýfluguvarann (til að setja á hausinn). Ég er til fröken sumar...nú máttu koma með pompi og pragt! Á miðnætti hefst gleðin, sumarið kemur með sól í sinni og ég er reddí Cool, alla vega fram að vorhretinu og sumarsnjónum og júlírigningunni og ofsaveðrinu um verslunarmannahelgina og snemmbúnu hausti W00t!

Ó já!!! Ég er til!!! Gleðilegt sumar Heart!

 


Sjitt

Ég sá mér til skelfingar að kristileg stjórnmálasamtök eru vöknuð til lífsins á ný eftir langan svefn og búa sig nú til baráttu! Um mig fer smá hrollur og spurning um að flýja af hólmi áður en að þeir fara að láta að sér kveða með orðsins brandi hér á blogginu.
 
Ég vil að þessu tilefni minna á mótvægisaðgerðirnar mínar gegn svona umræðu  af því tagi sem að birtist á umræddri síðu og vísa í færslu mína hér fyrr í morgun um notkun viðtengingarháttar Cool!
 
Góðar stundir! 

Ein hressandi færsla um notkun viðtengingarháttar :-)!

Eins og kom fram hér fyrr í vikunni á þessum ritmiðli, þá ætla ég bara að blogga um gáfulega hluti enda spekin ein af mínum mörgu kostum og ekki í kot vísað þegar að mér kemur og gáfum Whistling!

 

Í dag er mér ansi hugleikið að ræða um notkun viðtengingarháttar í skrifuðum texta...ekki vegna þess að mér datt allt í einu í hug út í bláinn að ræða um viðtengingarhátt, heldur vegna þess að ég er að prófarkalesa efni út ritgerðinni minni og allt í einu fannst mér eins og ég hefði ofnotað viðtengingarháttinn þegar ég er að vísa í fræðimenn (ég veit að fólk er að deyja úr spennu núna vegna þess að þetta er svo skemmtileg færsla). 

 

Ég ákvað að kanna málið betur til að ég gerist ekki sek um ofnotkun á þessum tiltekna hætti og ætlaði að leyta uppi setningafræðina gömlu eftir Björn Guðfinnsson sem að ég lærði í hinum lærða skóla, en hún er týnd og kunnáttan í setningafræði með henni (sumir eru við það að æla af spennu vegna þess að nú er skemmtunin að ná hámarki)! 

 

Þannig að nú eru góð ráð dýr og ég gríp til þess örþrifaráða að auglýsa eftir sérfræðingi í notkun viðtengingarháttar til að segja mér nákvæmlega hvenær ég nota viðtengingarhátt og hvenær ekki, má líka henda inn mun á beinni og óbeinni ræðu....þar sem ég segi aldrei neitt óbeint,  þá er það eitthvað á reiki líka! Alltaf best að vera hreinn og beinn í baki, ekkert að bogna neitt og lenda á óbeinu brautinni því það er eitthvað svo lítið hressandi!

En nóg í bili af svona skemmtilegu málefni sem ég veit þið hafið haft gaman af...Cool!

Njótið dagsins...ég ætla alla vega að reyna Heart!

 

 


hmmmm.....

Það er að ákveðnu leyti merkilegt að snúa aftur í bloggheima eftir langt frí. Það er gott að snúa aftur og lesa gömlu góðu bloggvinina, sjá að það hefur lítið breyst þar, enn er bloggað um menn og málefni...settar inn krúttlegar myndir og margt fleira skemmtilegt. Það er einnig gaman að fá skemmtileg og hlý koment og eiga þannig heilbrigð samskipti rétt og eins og maður myndi eiga við fólk ef að ég myndi hitta það á förnum vegi. Mér finnst gott að eiga heilbrigð og góð samskipti við fólk, þá gildir einu hvort að það er í gegnum tölvu, síma eða feis tú feis. Ef að ég á slæm samskipti við fólk, þá líður mér ekki vel og fer öll úr jafnvægi vegna þess að slæm samskipti koma róti á hugann og draga einbeitinguna að þessu sem er slæmt og vont, frá því sem er uppbyggjandi og gott!
 
Ég hef aðeins verið að skoða blogg í morgun og sérstaklega þau sem að snúa að nafnleysinu og virðingu milli fólks í skoðanaskiptum á netinu og ég verð að viðurkenna að ég verð oft hálf hvumsa yfir sumum skoðunum og réttlætingum á því að segja ljóta hluti við fólk og um fólk. 
 
Mér finnst ekki eðlilegt að eiga í samskiptum við fólk á netinu á þann hátt að þú getir látið allt flakka. Það er ekki hægt að flagga málfrelsinu á þann hátt að allt er leyfilegt. Mér finnst einhvern veginn að þegar maður skrifar eitthvað þá eigi maður að sjá það fyrir sér að maður gæti sagt það sem skrifað er við manneskjuna persónulega og staðið þannig með þeirri skoðun sem skrifuð er. 
 
Eflaust eru margir ósammála mér, ég er ekki að mæla með ritskoðun heldur að maður gæti þeirra lífsreglna sem að gilda almennt í samskiptum manna á milli þó að setið sé fyrir framan tölvu þar sem enginn sér mann. Ásókn í slæmar tilfinningar eru bara ekki hluti af því sem að ég kýs að taka þátt í, þess vegna nenni ég ekki lengur að blogga um trúmál t.d. þó að þau eigi hug minn allann á hverjum degi. Það er eflaust fólk þarna úti sem finnst ég framkvæma ofbeldisverk á hverjum degi í barnastarfi kirkjunnar þegar ég fræði börn um trú og segi þeim að Guð sé til...alla vega í mínum huga. Ég gæti tekið það inn á mig og geri það stundum þegar fólk tjáir sig um kirkjuna og presta eins og ofbeldisfólk sé að ræða! Ég hef sé slæmar hliðar á kirkjunni og einnig svo dæmalausa fegurð að ég verð orðlaus. En af hverju að bjóða sig þannig upp til umræðna ef að maður kemst hjá því. Þess vegna tjái ég mig ekki um þetta lengur og tek ekki þátt  í umræðum annars staðar um trúmál.......vegna þess að hvergi annars staðar hef ég séð umræðu verða hatrammari og persónulegri en einmitt þegar rætt er um trú, kirkju og presta.
 
Ég er kannski gunga að demba mér ekki lengur í djúpu laugina og taka þátt í þrætunum, en þegar orðræðan er eins og hún er......þá er betra að einbeita sér að einhverju uppbyggilegra! 
 
Ég ætlaði nú ekki að hafa þetta svona langt en stundum er gott að rausa aðeins og koma því frá sér sem að fer fram í hausnum Cool!
 
Kannski skrifa ég um trúmál seinna.....þegar ég hef eitthvað krassandi fram að færa...........koma tímar en í dag er það ekki heillandi!
 
Eigiði góðan dag Heart

Vorboðinn ljúfi....

Ja hérna hér....mig langar hreinlega að fara að blogga á ný Whistling!

Máské það sé eitthvað í loftinu en ég hef núna farið út í tvo daga í röð á peysunni og mér hefur ekki orðið kalt eða það farið að leka úr nefinu á mér Wizard.... ..klöppum fyrir því!

 

Kannski er það vegna þess að verkefnapakki síðustu vikna sem að lífið færði mér að gjöf, er svona nokkurn veginn að baki (vonandi) og sá pakki var ekki lokaritgerðin ógurlegu ShockingCool! Hún er fallin í gleymskunnar dá  W00t!

 

Kannski er það vegna þess að ég hef svo ótrúlega mikið að segja og það er allt merkilegt! Ó já...enginn vitleysa í gangi hér á bæ, allt sagt af viti og mikilli speki sem hreinlega verður að flæða út um flóðgáttir lyklaborðisins þannig að engin takmörk verði á!

 

Kannski langar mig að blogga hreinlega vegna þess að ég sakna ykkar allra....ætli það sé ekki líklegasta skýringin Heart, dæmigerð ég að vera alltaf að flækja hlutina Police!

 

Ég kveð í bili  með hefðbundnu tjussi og sjáumst fljótt á ný!

 

Knús í krús!  

 


Lífsmark....

Ég fékk svo krúttlega gestabókafærslu núna um daginn að ég varð aðeins að láta vita af mér! Ég hef það nokkuð fínt......hef staðið í mörgu síðustu vikur sem að of langt mál er að fara í, kannski blogga ég um það allt í framhaldssöguformi þegar tími gefst til, innihaldið myndi fela í sér m.a. baráttu við myglusvepp og fleira Whistling!

Vildi bara segja hæ og bæ og vona að þið séuð stillt og prúð og hafið ekki of miklar áhyggjur af kreppunni og fallandi gengi krónunnar, það er jú að koma vor og vori fylgir alltaf smá dass af von og gleði yfir lífinu sjálfu, er það ekki bara LoLCool!

Sjáumst,

Sunnatunna!


Bloggstraff!

Einhver kann að hafa velt því fyrir sér undanfarið af hverju hér er ekkert bloggað....öðrum kann að vera nákvæmlega sama Whistling. Mér fannst ég þó þurfa að skýra fyrir þeim sex sem að hafa kíkt hér inn í dag af hverju hér er ekkert að gerast.

Sko: Málið er að ég er farin í bloggstraff vegna mikilla anna. Ég hef ákveðið að láta bloggið í friði þangað til að ég hef lokið við stóran hluta af ritgerðinni minni og get þá farið að blogga með góðri samvisku á ný og lesið um leið annarra mannarra blogg án þess að vera alltaf að stela til þess tíma frá öðrum verkefnum.

Reynslan er þó sú að þegar einhver lýsir yfir bloggfríi eða bloggstoppi, þá blogga menn og konur sem aldrei fyrr Cool......þannig að við skulum sjá hvernig til tekst hjá undirritaðri. En í augnablikinu fer þetta ekki saman hjá mér, vegna þess að mér finnst svo gaman að lesa og skrifa blogg og það fer svo mikill tími í að lesa vegna þess að mér finnast svo margir skemmtilegir bloggarar til, að ég verð að draga mig alveg frá þessu í bili CryingCrying!

Það er þó ekki ástæða til að molda yfir þessu bloggi alveg strax og ég vona að menn bresti ekki í "Allt eins og blómstrið eina" Halo.......Ég mun snúa aftur, þó ekki fyrr en að ég hef sýnt umtalsverðan árangur í skrifum í minni blessuðu lokaritgerð.

Ég kíki þó öðru hvoru inn á uppáhaldsbloggvini (ekki henda mér út....plíííís...ShockingInLove), ég veit þó ekki hvort að ég kvitti mikið ... en ég verð á sveimi muhahahahahahaha.....PoliceW00tAlien!

Þangað til síðar, hafið það gott, eigið góða og gleðilega Páskahátíð öll sömul. Farið vel með ykkur og ég hlakka til að eiga hér bloggsamfélag sem allra, allra fyrst!

Lof jú gæs Heart!

Sunna Dóra


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband