Færsluflokkur: Dægurmál
28.4.2008 | 10:56
Morgungleði???
Í morgun sofnaði ég í 10 mínútur og mér leið eins og stór fíll hefði sest á mig þegar ég vaknaði, ætlaði ekki að hafa það af að heilsa nýjum degi !
Ég er annars að verða góð og fíllinn er tekinn að hörfa !!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.4.2008 | 15:56
Skrýtinn dagur!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.4.2008 | 15:52
Manísk á sumardaginn fyrsta!!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.4.2008 | 21:54
Ég er til!
Ég er búin að taka fram stuttermabolina, stuttbuxurnar, sólarvörnina, sólgleraugun, diskana mína með Skítamóral, vegahandbókina, brúnkukremin, sandalana, bikiníin, grillið, garðstólana, strandmotturnar, piparúðann...úbbs sorrí smá mistök það er bara löggan sem notar hann , flugubanann, flugueitrið, og mýfluguvarann (til að setja á hausinn). Ég er til fröken sumar...nú máttu koma með pompi og pragt! Á miðnætti hefst gleðin, sumarið kemur með sól í sinni og ég er reddí , alla vega fram að vorhretinu og sumarsnjónum og júlírigningunni og ofsaveðrinu um verslunarmannahelgina og snemmbúnu hausti !
Ó já!!! Ég er til!!! Gleðilegt sumar !
23.4.2008 | 09:57
Sjitt
23.4.2008 | 09:02
Ein hressandi færsla um notkun viðtengingarháttar :-)!
Eins og kom fram hér fyrr í vikunni á þessum ritmiðli, þá ætla ég bara að blogga um gáfulega hluti enda spekin ein af mínum mörgu kostum og ekki í kot vísað þegar að mér kemur og gáfum !
Í dag er mér ansi hugleikið að ræða um notkun viðtengingarháttar í skrifuðum texta...ekki vegna þess að mér datt allt í einu í hug út í bláinn að ræða um viðtengingarhátt, heldur vegna þess að ég er að prófarkalesa efni út ritgerðinni minni og allt í einu fannst mér eins og ég hefði ofnotað viðtengingarháttinn þegar ég er að vísa í fræðimenn (ég veit að fólk er að deyja úr spennu núna vegna þess að þetta er svo skemmtileg færsla).
Ég ákvað að kanna málið betur til að ég gerist ekki sek um ofnotkun á þessum tiltekna hætti og ætlaði að leyta uppi setningafræðina gömlu eftir Björn Guðfinnsson sem að ég lærði í hinum lærða skóla, en hún er týnd og kunnáttan í setningafræði með henni (sumir eru við það að æla af spennu vegna þess að nú er skemmtunin að ná hámarki)!
Þannig að nú eru góð ráð dýr og ég gríp til þess örþrifaráða að auglýsa eftir sérfræðingi í notkun viðtengingarháttar til að segja mér nákvæmlega hvenær ég nota viðtengingarhátt og hvenær ekki, má líka henda inn mun á beinni og óbeinni ræðu....þar sem ég segi aldrei neitt óbeint, þá er það eitthvað á reiki líka! Alltaf best að vera hreinn og beinn í baki, ekkert að bogna neitt og lenda á óbeinu brautinni því það er eitthvað svo lítið hressandi!
En nóg í bili af svona skemmtilegu málefni sem ég veit þið hafið haft gaman af...!
Njótið dagsins...ég ætla alla vega að reyna !
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.4.2008 | 12:27
hmmmm.....
20.4.2008 | 19:08
Vorboðinn ljúfi....
Ja hérna hér....mig langar hreinlega að fara að blogga á ný !
Máské það sé eitthvað í loftinu en ég hef núna farið út í tvo daga í röð á peysunni og mér hefur ekki orðið kalt eða það farið að leka úr nefinu á mér .... ..klöppum fyrir því!
Kannski er það vegna þess að verkefnapakki síðustu vikna sem að lífið færði mér að gjöf, er svona nokkurn veginn að baki (vonandi) og sá pakki var ekki lokaritgerðin ógurlegu ! Hún er fallin í gleymskunnar dá !
Kannski er það vegna þess að ég hef svo ótrúlega mikið að segja og það er allt merkilegt! Ó já...enginn vitleysa í gangi hér á bæ, allt sagt af viti og mikilli speki sem hreinlega verður að flæða út um flóðgáttir lyklaborðisins þannig að engin takmörk verði á!
Kannski langar mig að blogga hreinlega vegna þess að ég sakna ykkar allra....ætli það sé ekki líklegasta skýringin , dæmigerð ég að vera alltaf að flækja hlutina !
Ég kveð í bili með hefðbundnu tjussi og sjáumst fljótt á ný!
Knús í krús!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
1.4.2008 | 10:08
Lífsmark....
Ég fékk svo krúttlega gestabókafærslu núna um daginn að ég varð aðeins að láta vita af mér! Ég hef það nokkuð fínt......hef staðið í mörgu síðustu vikur sem að of langt mál er að fara í, kannski blogga ég um það allt í framhaldssöguformi þegar tími gefst til, innihaldið myndi fela í sér m.a. baráttu við myglusvepp og fleira !
Vildi bara segja hæ og bæ og vona að þið séuð stillt og prúð og hafið ekki of miklar áhyggjur af kreppunni og fallandi gengi krónunnar, það er jú að koma vor og vori fylgir alltaf smá dass af von og gleði yfir lífinu sjálfu, er það ekki bara !
Sjáumst,
Sunnatunna!
4.3.2008 | 13:21
Bloggstraff!
Einhver kann að hafa velt því fyrir sér undanfarið af hverju hér er ekkert bloggað....öðrum kann að vera nákvæmlega sama . Mér fannst ég þó þurfa að skýra fyrir þeim sex sem að hafa kíkt hér inn í dag af hverju hér er ekkert að gerast.
Sko: Málið er að ég er farin í bloggstraff vegna mikilla anna. Ég hef ákveðið að láta bloggið í friði þangað til að ég hef lokið við stóran hluta af ritgerðinni minni og get þá farið að blogga með góðri samvisku á ný og lesið um leið annarra mannarra blogg án þess að vera alltaf að stela til þess tíma frá öðrum verkefnum.
Reynslan er þó sú að þegar einhver lýsir yfir bloggfríi eða bloggstoppi, þá blogga menn og konur sem aldrei fyrr ......þannig að við skulum sjá hvernig til tekst hjá undirritaðri. En í augnablikinu fer þetta ekki saman hjá mér, vegna þess að mér finnst svo gaman að lesa og skrifa blogg og það fer svo mikill tími í að lesa vegna þess að mér finnast svo margir skemmtilegir bloggarar til, að ég verð að draga mig alveg frá þessu í bili !
Það er þó ekki ástæða til að molda yfir þessu bloggi alveg strax og ég vona að menn bresti ekki í "Allt eins og blómstrið eina" .......Ég mun snúa aftur, þó ekki fyrr en að ég hef sýnt umtalsverðan árangur í skrifum í minni blessuðu lokaritgerð.
Ég kíki þó öðru hvoru inn á uppáhaldsbloggvini (ekki henda mér út....plíííís...), ég veit þó ekki hvort að ég kvitti mikið ... en ég verð á sveimi muhahahahahahaha.....!
Þangað til síðar, hafið það gott, eigið góða og gleðilega Páskahátíð öll sömul. Farið vel með ykkur og ég hlakka til að eiga hér bloggsamfélag sem allra, allra fyrst!
Lof jú gæs !
Sunna Dóra
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar