Færsluflokkur: Dægurmál
20.2.2008 | 19:45
Raus!
Ég er svolítið þreytt þessa dagana, veit ekki hvað veldur??? Hugsanlega hef ég um of mikið að hugsa og það að hugsa of mikið og framkvæma minna af því sem að hugsað er um er álag ofan á allt annað !
Kannski er þetta dæmigert febrúar framkvæmdaleysi en ég er orðin svolítið þreytt á þessum vetri og er orðin langeyg eftir vori, vorið er minn besti tími og ég elska upprisustefin sem að blasa við manni út um allt þegar vorar og grænkar. Mig langar í svona tíma núna en ég veit að mér verður ekki alveg að ósk minni ... það er víst ekki hægt að fá allt sem maður vill, á sumum bæjum væru of miklar kröfur, kallaðar hreinræktuð íslensk frekja .
Annars held ég að þreytan mín stafi af því að ég er alltaf að hugsa um og reyna að stjórna hlutum sem að ég hef enga stjórn á. Fyrir nokkrum árum síðan fékk ég áhyggjukast yfir því að loftsteinn myndi lenda á jörðinni og ég man ég svaf ekki af áhyggjum....! Ég hef fengið sams konar áhyggjur af fuglaflensunni sem að hefur verið viðloðandi fréttir frá því 2004 og ég man að ég var líka farin að skipuleggja flóttaáætlun og matarsöfnun og fannst það hróplegt óréttlæti að þetta myndi skella á heimsbyggðina á mínu æviskeiði . Ennþá hef ég ekki hafið matarsöfnun en verð samt áhyggjufull öðru hvoru, án þess að geta nokkuð gert eða stjórnað þessu .
Núna hef ég áhyggjur af fjármálamarkaði og íslensku bönkunum.......vegna stöðugra frétta af versnandi ástandi og jafnvel gjaldþroti segja einhverjir erlendir spekingar ..... en ég sem hef aldrei haft áhuga á markaði, er farin að fylgjast með kauphöllinni og lesa viðskipta fréttir alveg markvisst og af miklum áhuga. Þetta er alveg nýtt í mínu lífi og gæti einmitt talist til þessara áhyggja sem að ég bý mér til en hef enga möguleika á að breyta eða bæta því ástandi sem að haft er áhyggjur af .
Gæti verið að ég búi mér til áhyggjur af einhverju sem er svo fjarlægt að ég get engan veginn haft áhrif á þær og um leið tekst mér að bægja huganum frá því sem að raunverulega er innan seilingar og ég get breytt. Eins og til dæmis að klára ritgerðina mína, fara til tannlæknis, fara með Möttuna mína minnstu í kirtlatöku sem að mér hefur tekist fram að þessu að bægja frá mér en á nú að skella á með fullum þunga og mér finnst það óþægilegt. Af því að mér finnst þetta allt óþægilegt þá hef ég frekar feitar áhyggjur að loftsteinum, fuglaflensu og fjármálamarkaði af því að það er utan seilingar og enginn raunhæfur möguleiki á því að ég muni leika stórt hlutverk þegar kemur að þessu þáttum.
Það er alltaf sagt að það eigi að byrja í túninu heima og ég sat í bænastund í Digraneskirkju í gær með unglingum og þá allt í einu uppgötvaði ég hvað er að stoppa mig í að geta hugsað fram á við og það var merkileg lífsreynsla að fá það allt í einu upp í hugann hvað amar að en um leið óþægilegt líka .
Nú þarf ég að spýta í lófana, ég hef sagt það oft áður en núna verð ég. Það eru alla vega ákveðnir hlutir sem að ég get haft áhrif á og þeir eru allir innan seilingar. Málið er bara að byrja og hætta að hugsa fram í tímann statt og stöðugt og einbeita sér að deginum í dag.
Ég þurfti aðeins að rausa í dag, sumir dagar og vikur eru þannig að ég er alveg eins og haugur og þessi er einmitt þannig. Ég er viss um að brátt kemur betri tíð með blóm í haga, málið er bara að hugsa ekki lengra en nefið á sér nær. Ég bíst við að það sé vænlegra til árangurs en að vera alltaf að hugsa langt út í geim og alla leið til baka.......það er ansi þreytandi til lengdar að fara alltaf í það langa ferðalag!
Góða nótt og ekki hugsa of mikið !
Dægurmál | Breytt 21.2.2008 kl. 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
18.2.2008 | 08:27
Martröð!
Ég vaknaði í morgun og uppgötvaði mér til skelfingar að það er ekki til neitt kaffi og búðin opnar ekki fyrr en eftir 36 mínútur !
Veit ekki hvort ég hef þetta af, það mun koma í ljós annars verð ég svona í dag:
Þetta er það versta í heimi að vakna og eiga ekki kaffi , en ég brosi í gegnun tárin og verð mætt fyrir utan Nóatún fyrst af öllum !
Eigið góðan mánudag og vonandi verður hann ekki til mæðu, hann verður það samt hjá mér ef ég fæ ekki KAFFI bráðum !
Innskot: Klukkan 09.41 búin með tvo bolla og lífið brosir við !
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.2.2008 | 17:25
Lost!
Ég hef verið alveg týnd síðustu daga,
ég hef það þó á tilfinningunni að ég sé að rata aftur heim !
Ég spái því betri bloggframmistöðu með hækkandi sól og þá er best að setja upp sólgleraugun !
Þangað til næst og ekki fyrr en síðar!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.2.2008 | 18:12
Það mikilvægasta í lífinu!
Þegar úti stormar þá er best að huga að því sem að er mikilvægast í heiminum:
Systrakærleikur :
Hafið það gott í komandi viku !
6.2.2008 | 15:06
Öskudagur!
MAMMA VEISTU HVAÐA DAGUR ER Í DAG...........ÞAÐ ER ÖSKUDAGUR!!!! Þetta vaknaði ég við klukkan 7 morgun þegar fimm ára dóttir mín sem er búin að bíða eftir þessum degi síðan fyrir jól hrópaði upp yfir sig af tómri gleði og ég held að hún hafi í raun og veru verið spenntari fyrir þessum degi en aðfangadegi !
Hér var síðan byrjað að spreyja og mála og gera stelpurnar tilbúnar með tilheyrandi yfirspenningi og gleði. Möttulíusinn minn fór í leikskólann en þar var öskudagsball en ég fór á rúntinn með Sigrúnu og vinkonu hennar. Þar breyttist ég í brjálaða öskudagsmömmu og fylltist sælgætismetnaði fyrir hönd dóttur minnar og við brunuðum búð úr búð, fyrirtæki úr fyrirtæki þar til pokar og pinklar voru fullir af sælgæti. Þetta var reyndar alveg hrikalega gaman og ég átti svo erfitt með að fela hláturinn stundum því að þessar tvær vinkonur voru alveg óborganlega fyndnar og kotrosknar yfir þessu öllu saman, enda í fyrsta sinn sem að þær syngja fyrir nammi !
Ég man það sjálf þegar ég söng í fyrsta skipti fyrir nammi (hér kemur reynslusaga ) en þá var ég tólf ára. Við vinkonurnar bjuggum til okkar eigin búninga í handavinnu í skólanum, saumuðum öskupoka á okkur og vorum ekkert smá flottar. Síðan fórum við upp í iðnaðarhverfi í Árbænum og enduðum á stöð 2 um kvöldið en þá var Vala Matt og Helgi Pé með svona, Ísland í dag þátt og við fengum að koma og syngja lagið okkar og spjalla um öskudag! Okkur fannst þetta ekkert smá skemmtilegt, við bjuggum meira að segja til okkar eigin texta við lagið Fyrr var oft í koti kátt, sem að hljómaði svona: Einu sinni á öskudag, krakkar fór´í bæinn. Til að syngja lítið lag fyrir poka af nammi. Margt eitt kvöld og margan dag, átum við í næði: Kóka Kóla, marabú, kan kan, kúlu og æði! Já...það er greinilegt að í mér leynist snillingur, það er alveg ljóst af þessari litlu reynslusögu um mínar fimm mínútur af frægð árið 1987 !
Annars er herra letipúki búinn að banka upp á hjá mér í dag og hvísla að mér að ég þurfi ekkert að gera neitt (Gestgjafinn var að koma í hús og ég ógó upptekin við að lesa ).....ég er samt að reyna að snúa hann niður enda liggur fyrir að búa til ratleik fyrir 10-12 ára börn í Melaskóla sem að verður á föstudaginn á Vetrarhátíð í Reykjavík og er þemað nærumhverfi barnanna. Jams....mér fellur aldrei verk úr hendi !
Veriði góð og ekki með neitt vesen....!
30.1.2008 | 11:40
??
Ég hef bara svo lítið að segja og hræðist tölvuna eins og heitan eldinn og stari á hana fjandsamlegum augun vegna þess að að inn í henni er verkefnið sem að ég á að vera að vinna og er þessa dagana haldin mótþróaöskun gagnvart því, plús að það eru veikindi á heimilinu .
Bið að heilsa í bili og vona að þetta hlé standi ekki yfir lengi, alla vega ekki þannig að bloggvinir gefist upp á mér og hendi mér út vegna þess að bílíf mí ég les bloggin ykkar þegar ég kemst í það, þó að ég kvitti ekki alltaf, þá er ég á sveimi muhahahahahaha........!
tjussss....!
ég veit ekki alveg hvort að þetta er blogg eða ekki.....get einhvern veginn ekki gert almennilega upp hug minn gangvar því máli!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.1.2008 | 22:28
Mig hefur hreinlega skort orð síðustu daga :-(!
Jams, það er nú bara þannig. Þetta málleysi mitt hófst fyrir viku síðan, þá brá ég mér ásamt minni fjölskyldu í Brekkuskóg til að eiga helgarfrí. Fríið hófst með EM í hanbolta og sátum við spennt enda átti allt að gerast. En fyrsta áfallið reið yfir og við steinlágum fyrir Svíum.....! Nú voru góð ráð dýr og ég ákvað á fyrsta degi í bústaðnum að moka frá mér allt vit enda allt á kafi í snjó. Ég endaði eftir þetta snjómoksturskast með þúsund marbletti á fótunum og svo stirð í baki að ég mátti mig varla hræra !!
En EM hélt áfram.....og við sáum til sólar! Ég ákvað að taka gleði mína á ný ! En allt kom fyrir ekki og leikir dauðans tóku við og ég varð þögulli og þögulli. Við áttum þó frábæra helgi í bústaðnum og komum endurnærð til baka. Með slakt gengi íslenska landsliðsins á bakinu og maður má nú ekki við miklu álagi, enda lítil úthverfasál á ferð sem að lifir frekar formföstu lífi svona daglig dags.....nei það sprakk allt í borginni og maður horfði á leikþátt og vonaðist eftir að vakna upp og allt væri í himnalagi! Ég hreinlega missti málið endanlega og er rétt að byrja að mæla einföld orð af vörum á ný....einfaldar setningar sem að krefjast ekki flókinnar hugsunar . Ég einhvern vegin get ekki stutt þennan nýja meirihluta....ég studdi ekki þann næst nýjasta.....og veit ekkert alveg hvort að ég studdi almennilega þann fyrsta. Ég bý mig því undir flutninga og auglýsi eftir sveitarfélagi sem að getur hreykt sér af stöðugleika og jafnvægi og vill taka á móti fimm manna fjölskyldu sem að er dagfarsprúð að eðlisfari og getur gripið í ýmis verk !
Ég segi það heiðarlega að ef að það væri gengið til kosninga í dag, þá gæti ég ekki kosið, sama hversu óábyrgt það er, ég bara veit ekki hverjum er að treysta í þessum farsa og hver myndi fara að vinna heiðarlega að málefnum sem að skipta raunverulega máli í borginni.....ég er alveg skák og mát þegar kemur að pólitík....!
Þetta eru nú svona helstu ástæður þess að ég hef varla getað mælt orð vegna harms og sorgar, allt handbolta og pólitík að kenna.
En svo rofar alltaf til, alla vega í boltanum og við urðum vitni að upprisu í kvöld ! Það kemur alltaf betri tíð með blóm í haga og ég vona að nú sé sú tíð að hefjast....svona íþróttalega talað....um pólitíkina vil ég ekkert segja enda vantrúin á þau mál meiri en orð fá lýst!
Það er nú þannig á þessum síðustu og verstu en ég ætla svona í lokin að setja inn myndir frá helginni sem var frábær í einu orði sagt.....fyrir utan bakverki og EM í handbolta!
Góða nótt !
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.1.2008 | 09:46
Vangaveltur!
Nú ætla ég að fara þvert á mína stefnu og blogga um hlut sem að ég hef ekki hundsvit á! Jams það kemur að því að maður fer út fyrir öryggiskúluna og segir einhverja vitleysu !
Ég er lítið pólitísk manneskja, en ég hef jú skoðanir á ýmsu og velti þessu stundum fyrir mér! Þannig er mál með vexti að ég var að lesa Moggann í morgun og sá umfjöllun um þessi húsafriðunarmál á opnunni. Ég ætla ekki að taka afstöðu til þessa máls enda tel ég mig alla vega ekki hafa forsendur til þess (einhvers staðar liggja takmörkin alveg ljós ), svo hef ég ekki sett mig inn í þetta mál.
En ég varð hugsi þegar ég las þetta yfir, og ég viðurkenni að ég skil ekki hvernig hægt er að vera fjórir flokkar saman í borgarstjórn og stýra borginni án þess að vera með einhvern málefnasamning eða framtíðarstefnu. Burtséð frá þessu friðunarmáli þá veit ég sem Reykvíkingur ekkert hvað þessir flokkar ætla að gera og að hverju þeir stefna. Svo virðist sem að ákvarðanir séu bara teknar svona as we go along.......og mér er fyrirmunað að skilja hvernig það er hægt !
Kannski er ég bara svona úti að aka í pólitík.....en ég hefði gjarnan vilja sjá eitthvað frá þessum flokkum sem eru við stjórn í hverju stefna þeirra og aðgerðaáætlun er fólgin! Þegar svona margir flokkar koma saman þá hljóta þeir að verða að gera einhvers konar málefnasamning til að vita alla vega svona grunnlínurnar í samstarfinu svo að fólk bara vaði ekki áfram þvert á vilja samstarfsflokkana?? Hér spyr sú sem ekki veit ????
Jams, svona er lífið hjá úthverfahúsmóðurinni á þessum miðvikudagsmorgni sem er annars bara nokkuð góður og ég bara kát (ekki farin að lesa....en það kemur...you´ll see )
Ha´det!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
13.1.2008 | 15:57
Laugardagur: Þriðji í afmæli!
Sigrún Hrönn Bolladóttir miðjan okkar, átti afmæli 2. janúar síðastliðinn eins og komið hefur fram áður hér á blogginu. Hún fékk að halda lítið fjölskylduboð, síðan fékk hún að bjóða bekkjarvinkonum heim og í dag var frænkuafmæli, en þá bauð hún uppáhaldsfrænku sinni að koma í smá eftirá afmæli.
Við fjölskyldan glöddumst mikið yfir smá snjóföl þegar við vöknuðum og við ákváðum að drífa afmælisgestinn og börnin okkar upp í Bláfjöll og reyna sleðana sem að stelpurnar fengu í jólagjöf. Við dúðuðum okkur upp og héldum af stað og þetta var satt að segja alveg ægilega gaman. Ég meira segja renndi mér sjálf á snjóþotu. hef ekki gert það í mörg ár.....og ég er enn á lífi !
Hér eru nokkrar myndir af okkur í snjónum :
Hér er annars ósköp hefðbundinn sunnudagur í gangi. Sunnudagaskólinn hófst í morgun og við fengum fulla Bessastaðakirkju og það var góð stund sem við áttum í morgun. Bolli hefur líka verið að vinna í dag, sunnudagaskóli, messa og skírn. Þannig eins og ég segi að nú er einhvern veginn allt komið í samt horf eftir jólin, búið að taka smá tíma að komast í þann gír en hann er alveg ágætur, hversdagsgírinn . Framundan vinnuvika og fríhelgi næstu helgi, þannig alltaf nóg að hlakka til er það ekki !Eigiði gott kvöld og góða viku !
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.1.2008 | 20:54
Langar að blogga en hef svo afskaplega lítið að segja :-)!
Það er ansi hreint mikið álag að langa til að blogga en hafa lítið að segja, það er alveg bara óþolandi og ég bara skil ekki þetta vesen hjá mér .
En ég get sagt frá því að eiginmaðurinn er að fara til Kenía eftir 10 daga. Hann er að fara með hópi presta og er ætlunin að skoða Pokot og að fara inn í Úganda líka. Hann flýgur til Nairobi og ég vona að mönnum takist að stilla til friðar áður en að þeir fara, því það yrði bæði gremjulegt að þurfa að fresta þessari ferð því að hún hefur verið í undirbúningi í á annað ár og líka erfitt að þurfa að fara út í einhverja óvissu og hættuástand. Þá yrði ég alla vega ekki róleg. En hann verður 17 daga í burtu og ef að allt fer vel þá verður þetta án efa ótrúlega spennandi og áhugaverð ferð.
---
Í augnablikinu stendur yfir afmæli fermingarbarnsins og er hann með fimm stráka hjá sér í Pizzu og DVD. Af hamaganginum að ráða gæti maður haldið að hér væru 6 fílar á ferð... en þetta fylgir bara afmælum og ég er bara róleg eins og alltaf og brosi gegnum tárin !
Annars er ég nú bara að blogga svona til að sýna lífsmark...stefni á tímamótablogg sem mun komast í heitar umræður (án efa...hver vill ekki komast í heitar umræður...duhh...) innan tíðar........þannig bíðið spennt en ekki of spennt því þá verður biðin svo löng !
Ég sendi ykkur síðan mínar bestu kveðjur um góða helgi og passið ykkur á því að fjúka ekki í rokinu !
Sunnatunna!
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar