Vangaveltur!

Nú ætla ég að fara þvert á mína stefnu og blogga um hlut sem að ég hef ekki hundsvit á! Jams það kemur að því að maður fer út fyrir öryggiskúluna og segir einhverja vitleysu Cool!

Ég er lítið pólitísk manneskja, en ég hef jú skoðanir á ýmsu og velti þessu stundum fyrir mér! Þannig er mál með vexti að ég var að lesa Moggann í morgun og sá umfjöllun um þessi húsafriðunarmál á opnunni. Ég ætla ekki að taka afstöðu til þessa máls enda tel ég mig alla vega ekki hafa forsendur til þess (einhvers staðar liggja takmörkin alveg ljós LoL), svo hef ég ekki sett mig inn í þetta mál.

En ég varð hugsi þegar ég las þetta yfir, og ég viðurkenni að ég skil ekki hvernig hægt er að vera fjórir flokkar saman í borgarstjórn og stýra borginni án þess að vera með einhvern málefnasamning eða framtíðarstefnu. Burtséð frá þessu friðunarmáli þá veit ég sem Reykvíkingur ekkert hvað þessir flokkar ætla að gera og að hverju þeir stefna. Svo virðist sem að ákvarðanir séu bara teknar svona as we go along.......og mér er fyrirmunað að skilja hvernig það er hægt Pinch!

Kannski er ég bara svona úti að aka í pólitík.....en ég hefði gjarnan vilja sjá eitthvað frá þessum flokkum sem eru við stjórn í hverju stefna þeirra og aðgerðaáætlun er fólgin! Þegar svona margir flokkar koma saman þá hljóta þeir að verða að gera einhvers konar málefnasamning til að vita alla vega svona grunnlínurnar í samstarfinu svo að fólk bara vaði ekki áfram þvert á vilja samstarfsflokkana?? Hér spyr sú sem ekki veit Woundering????

Jams, svona er lífið hjá úthverfahúsmóðurinni á þessum miðvikudagsmorgni sem er annars bara nokkuð góður og ég bara kát (ekki farin að lesa....en það kemur...you´ll see Cool)

Ha´det!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Úff, það hefur verið kallað eftir stefnu borgarinnar varðandi þróun Miðbæjarins frá því löngu áður en Torfan brann! Ég held reyndar að stefnan hafi oft verið sú að rífa hverja einustu spýtu, en það hafi mætt svo mikilli mótstöðu í gegnum tíðina að mönnum hafi þótt vænlegra að rífa bara eitt og eitt hús í staðinn!

Einu sinni átti að ryðja Torfunni burt og byggja glæsileg hús þar í staðinn (!) og enn fyrir vildu sumir rífa hús Thors Jensen - eða var það ekki annars hann sem byggði það? En gott fólk kom í veg fyrir það.

Kolgrima, 16.1.2008 kl. 12:26

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þessi borgarstjórn er samkoma ungra manna og kvenna sem þrá völd. Þau eru algjörlega fókuseruð á 101 Rek. og hugsa allt út frá þeim nafla, það er hverjum ljóst sem nennir að hlusta á þau og fylgjast með málflutningi borgarstjóra.  Vona ykkar vegna að þetta springi og til komi ný stjórn og þá helst milli tveggja flokka og þið fáið borgarstjóra sem er ekki eins og vinhani á skítahaug. Semsagt ég hef skoðun á þessu máli. En þetta mál með húsin tvo á L-4-6 er ekki þeirra klúður það er margra ára vitleysa margra misvitra manna og kvenna. Allt of seint í rassinn gripið.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.1.2008 kl. 14:20

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Sko...ég held þú vitir það...en ÉG NENNI EKKI AÐ TAKA AFSTÖÐU! En þú ert alltaf flott.

Heiða Þórðar, 16.1.2008 kl. 23:29

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

SKo ef þig vantar stefnu borgarmeirihlutans svona almennt þá er bara að kalla eftir henni niður í ráðhús.  Smjúts

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.1.2008 kl. 12:57

5 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég held ekki að þessi meirihluti starfi neitt verr saman en fyrri meirihlutar. Það eina sem hann hefur gefið sig út fyrir að vera er fyrir bættri velferð. Við vonum bara að þau standi við það.

Ég er alin upp í miðbænum og þykir vænt um bárujárnshúsin. Mér gæti ekki fundist ég eiga heima hér ef allt væri endurnýjað.

Vildi annars varpa einni nýjárskveðju til þín og þinna Gleðilegt ár!

Laufey Ólafsdóttir, 18.1.2008 kl. 23:25

6 Smámynd: halkatla

einsog Laufey segir óbeint (ég er ekki að reyna að snúa útúr en ég túlka þetta held ég einsog hún) þá er sama hver er með völd, það breytist voða lítið, en hjá þessum meirihluta er kannski von á eittghvað 5% meiri velferð. Mér fannst voða gaman að sjá í áramótaannálnum þegar fyrri meirihlutinn missti völdin, hehehe, og borgarstjórinn sem er núna er ekki jafn geggjaður og Villi! Og etv verður ekki brotið eins mikið á rétti þegnanna undir vökulum augum vinstri grænna einsog hefði orðið ef friðarsúlan hennar Yoko hefði ekki sprengt B og Dlista samstarfið, en anyways, stórt knús á þig, það er bara gott hjá þér að sóa ekki orku í að vera ofurpólitísk (við getum öll séð hvaða áhrif það hefur haft á fólk hingað til, og það borgar sig EKKI )

halkatla, 18.1.2008 kl. 23:35

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Góður punktur, þau eru dáldið sein til!

Edda Agnarsdóttir, 19.1.2008 kl. 02:17

8 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Já stefnan virðist oft vera stefnuleysi ef út í það er farið. Hringlandaháttur myndi ég segja Kveðjur og knús til þín

Margrét St Hafsteinsdóttir, 20.1.2008 kl. 11:15

9 identicon

Stefnu borgarstjórnarinnar færðu ekki því hún er varla til nema jú að laga ónýta fúahjalla og skera niður aðstoð á VELFERÐASVIÐI.Borgarstjórn litla mannsins. Eða þannig.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 12:30

10 Smámynd: krossgata

Ætli þú værir nokkuð bættari Sunna mín.  Þessir málefnasamningar hafa aldrei verið neitt annað en orð á blaði og loðnari en mygluð brauðsneið.  Stefnt skal að eftir bestu getu, gott væri, leitast skal við.  Það ætlar aldrei neinn að gera neitt og engu á að vera lokið á tilteknum tíma.  Skiptir þá engu hvaða flokkur á í hlut.  Í öllum guðanna bænum ekki baða þig í fölsku öryggi meiningarlausra orða (lyga) sem hafa yfirskriftina málefnasamningur.

krossgata, 22.1.2008 kl. 14:08

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æi sunna Dóra. Veistu það að þetta blogg hefði getað verið skrifað af mér. nema að þú hljómar gáfulegar en ég hefði gert. Ég er úti að aka en núna.. núna hefur sitthvað breyst frá því að þú skrifaðir þessa færslu... hahahahahahehehehe þetta er náttúrlega bilað

Jóna Á. Gísladóttir, 23.1.2008 kl. 21:33

12 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Nákvæmlega....hlutirnir hafa sannarlega breyst....!

Sunna Dóra Möller, 23.1.2008 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband