Mig hefur hreinlega skort orð síðustu daga :-(!

Jams, það er nú bara þannig. Þetta málleysi mitt hófst fyrir viku síðan, þá brá ég mér ásamt minni fjölskyldu í Brekkuskóg til að eiga helgarfrí. Fríið hófst með EM í hanbolta og sátum við spennt enda átti allt að gerast. En fyrsta áfallið reið yfir og við steinlágum fyrir Svíum.....Pinch! Nú voru góð ráð dýr og ég ákvað á fyrsta degi í bústaðnum að moka frá mér allt vit enda allt á kafi í snjó. Ég endaði eftir þetta snjómoksturskast með þúsund marbletti á fótunum og svo stirð í baki að ég mátti mig varla hræra Crying!!

En EM hélt áfram.....og við sáum til sólar! Ég ákvað að taka gleði mína á ný LoL! En allt kom fyrir ekki og leikir dauðans tóku við og ég varð þögulli og þögulli. Við áttum þó frábæra helgi í bústaðnum og komum endurnærð til baka. Með slakt gengi íslenska landsliðsins á bakinu og maður má nú ekki við miklu álagi, enda lítil úthverfasál á ferð sem að lifir frekar formföstu lífi svona daglig dags.....nei það sprakk allt í borginni og maður horfði á leikþátt og vonaðist eftir að vakna upp og allt væri í himnalagi! Ég hreinlega missti málið endanlega og er rétt að byrja að mæla einföld orð af vörum á ný....einfaldar setningar sem að krefjast ekki flókinnar hugsunar Pinch. Ég einhvern vegin get ekki stutt þennan nýja meirihluta....ég studdi ekki þann næst nýjasta.....og veit ekkert alveg hvort að ég studdi almennilega þann fyrsta. Ég bý mig því undir flutninga og auglýsi eftir sveitarfélagi sem að getur hreykt sér af stöðugleika og jafnvægi og vill taka á móti fimm manna fjölskyldu sem að er dagfarsprúð að eðlisfari og getur gripið í ýmis verk Wizard!

Ég segi það heiðarlega að ef að það væri gengið til kosninga í dag, þá gæti ég ekki kosið, sama hversu óábyrgt það er, ég bara veit ekki hverjum er að treysta í þessum farsa og hver myndi fara að vinna heiðarlega að málefnum sem að skipta raunverulega máli í borginni.....ég er alveg skák og mát þegar kemur að pólitík....Pinch!

Þetta eru nú svona helstu ástæður þess að ég hef varla getað mælt orð vegna harms og sorgar, allt handbolta og pólitík að kenna.

En svo rofar alltaf til, alla vega í boltanum og við urðum vitni að upprisu í kvöld LoLWizard! Það kemur alltaf betri tíð með blóm í haga og ég vona að nú sé sú tíð að hefjast....svona íþróttalega talað....um pólitíkina vil ég ekkert segja enda vantrúin á þau mál meiri en orð fá lýst!

Það er nú þannig á þessum síðustu og verstu en ég ætla svona í lokin að setja inn myndir frá helginni sem var frábær í einu orði sagt.....fyrir utan bakverki og EM í handbolta!

Góða nótt Heart!

vetur 2 035Lífsins vegur! vetur 2 033

vetur 2 028vetur 2 027vetur 2 025

vetur 2 020vetur 2 026vetur 2 019

vetur 2 010vetur 2 009vetur 2 011


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

óábyrgt að kjósa ekki? ne hei! láttu engan segja þér það, það er bara kúl að kjósa ekki ef framboðin eru öll fyrir neðan virðingu manns.

Skemmtilegar myndir, gott að þú áttir góða helgi

halkatla, 23.1.2008 kl. 22:35

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Anna.....það er rétt hjá þér...maður þarf að halda kúlinu og virðingunni !

Sunna Dóra Möller, 23.1.2008 kl. 22:41

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flottar myndir hjá þér.  Ég held að þessir flokkar sem hafa hegðað sér hvað verst í borginni verði að koma fram með nýja og endurbætta lista fyrir næstu kosningar, þetta er engum bjóðandi.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 66319

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband