Færsluflokkur: Lífstíll

Tölvumál komin í lag!!

Það er bróður mínum að þakka að nú sit ég og blogga á mína tölvu og ég get sett kommur á rétta staði! Það er sannarlega gott að þessi mál eru komin í lag og ég get nú einhent mér í verkefni sem hafa setið á hakanum á meðan tölvan var að reyna að gera það upp við sig hvort hún ætti að hrynja eða ekki Devil! Hún ákvað að sleppa því að hrynja og nú er hún ný straujuð og fín með yfirnóg af vinnsluminni þannig að nú get ég troðfyllt hana af drasli alveg upp á nýtt Halo!

Annars er ég bara nokkuð góð þessa dagana, ég er byrjuð að lesa aftur eftir smá hlé og á borðinu hefur verið þessa síðustu daga mastersritgerð Sr. Bjarna Karlssonar sem heitir "Gæði náinna tengsla. Leit að viðunnandi lágmarksgildum fyrir kristna kynslífssiðfræði" og er alveg hreint stórkostleg lesning! Lestur þessarar ritgerðar fékk mig til að fara að lesa meira í kristinni kynlífssiðfræði og hef ég verið að glugga í greinar um misnotkun kirkjunnar manna á valdi almennt og síðan hef ég verið að skoða grein um hjónabandið þar sem að talað er um það sem valdatæki! Mikið finnst mér gaman að svona lestri og mikið líður mér vel þegar ég er að grúska í svona hlutum, ég finn að ég þarf á þessu að halda að lesa og vera að velta vöngum yfir þessum hlutum! Ég hef svo óendanlega gaman af þessum fræðum innan Guðfræðinnar, sérstaklega sem að lýtur að kynjafræði, siðfræði og svo uppáhaldið mitt Nýja testamentisfræðin en ég er að byrja að grúska í viskuhugmyndum ítengslum við kvenkynsveruna Sófíu og Jesú eins og hún birtist í Jóhannesarguðspjalli! Þannig að þið sjáið að það er stöðugt rokk og ról hjá mér og ég er að komast aftur af stað eftir ansi langt stopp! Hver veit nema ég bloggi svolítið um vald í tengslum við embættismenn kirkjunnar almennt og jafnvel í tengslum við hjónabandið líka ef að vel liggur á mér á næstunni. Hugmyndin og hugtakið "vald" er mér ansi hugleikið þessa dagana eftir lestur ofangreindra rita og má vera að ég setji fram hér smá pistil við gott tækifæri Cool! Það er gott að ögra sjálfum sér stundum og takast á við hluti sem að fá mann til að hugsa út fyrir rammann Wizard!

Ég bið að heilsa í bili mín kæru, sí jú sún!

sunna!


Fyrsta útskriftin :-)!

Núna stalst ég í tölvu eiginmannsins þar sem hann er á Dylan tónleikum og ég er heima með ómegðina Police!

Mín tölva er komin í yfirhalningu hjá mínum klára bróður og vonandi verður hún klár og reddí bráðum! en tilefnið er ekki tölvuvandi minn heldur sá að mín yngsta litla krúsibolla var að útskrifast í fyrsta sinn á miðvikudaginn var. Hún lauk formlega sínu fyrsta skólastigi og nú er stefnt á grunnskólanám í Selásskóla næsta haust! Hún tók þetta mjög alvarlega og stóð sig með prýði!

Möttulíusinn minn, til hamingju með þetta Heart! Þú ert yndislegasti fimm ára Möttulíus sem er til InLove (smá tilheyrandi mömmuhlutdrægni Cool)!

P5210026P5210021P5210028P5210012

Góða nótt og sæta drauma Sleeping!


Tölva enn biluð!

Tölvan min er enn biluð (sest a þvi að enn eru ekki kommur yfir stafi a tilheyrandi stöðum)!
 
Hun er að fara i orlof til broður mins sem ætlar að reyna að laga hana og eg vona að það takist þvi að eg er half aðgerðalaus með hana svona, get ekkert skrifað eða profarkalesið eða neitt! Eg hef einhvern veginn ekki viljað blogga eða kommenta neitt a meðan astandið er svona en eg les reglulega alla mina bloggvini og set her inn eitt stort KVITT a linuna i bili! Vonandi horfir þetta tölvuastand til betri vegar nuna og tölvan lati það vera að hrynja, það væri heldur leiðinlegt enda kreppa i gangi og ekki i boði að versla ser nyja, enda þessi frekar ny og a ekkert að vera að lata svona!
 
Þangað til að þessu astandi lykur........segi eg bara hafið það gott og vi ses þegar allt er komið i lag!!
 
HeartHeartHeart

Ferming framundan!

img002Fyrir tæpum fjortan arum var fermingarbarnið svona kruttlegur og litill Kissing!
 
 
 
 
jakob Nuna er hann orðinn svona stor og finn og er að fermast  manudaginnn! 
Eg er með fermingarstress i maganum en byst við að þetta gangi allt vel og fari fram með miklum soma! 
 
 
Mun blogga meira og kvitta meira að fermingu lokinni! Þangað til eigiði goða Hvitasunnu! 
 
(afsakið að kommur vantar yfir stafi a viðeigandi stöðum, það er af þvi að tölvan min er enn ekki alveg i standi og þarf vist eitthvað að laga þetta frekar! Þið bara lesið kommur þar sem við a! Sma gestaþraut fra mer til ykkar! Tjuss Heart)

Er ekki í bloggfríi....

Heldur er ég að kljást við bilaða tölvu sem að ákvað á fimmtudaginn var að hætta að tengjast internetinu alveg upp á eigin spýtur Devil!!

Ég er sem sagt í lánstölvu núna til að láta ykkur vita, sem eru orðin viti ykkar fjær af áhyggjum af mér  Cool að ég er heil á húfi og full gremju út af tölvunni minni sem er ekki að virka og sýnir enga viðleitni í þá átt að gera það DevilDevil.

Á meðan hími ég netlaus úti í kulda og trekki og kemst ekki inn í hlýjuna hér á blogginu Crying!

Þangað til að tölvan lagast....Heart

Bless í bilinu!


:-)!

Ég er bara ansi kát skal ég segja ykkur....en þið LoL!


Stundum er ég svo mikill smáborgari!!

HómerÉg er ný búin að uppgötva nýju Hagkaupsverslunina í Holtagörðum. Skaust þar inn í fyrsta skipti um daginn til að kaupa sumargjafir handa stelpunum, ekkert fansí, pansí hér á bæ, í kreppunni!! Bara hefðbundnar sumargjafir, fata, skófla og stórar gangstéttakrítar Wizard!
Nú þurfti ég að fara aftur áðan og vitiði að ég elska flottar matarbúðir, ég stóð sjálfa mig að því að ganga í rólegheitum milli matarhillanna og skoða allt matarúrvalið og njóta þess bara að spá og spuklera hvað það væri mikið til af flottum og girnilegum mat! Sumir fara í fatabúðir og skima, ég hef gaman af því að fara í matarbúðir og skima og ég segi hér og skrifa, þessi matarbúð er flottust LoL
 
Ég kíkti í framhaldinu inn í Jóa Fel, bara til að skoða allt flotta brauðið og allar flottu kökurnar sem eru til (semégmáekkiborðamegrunmegrunmegrum) Wink!
 
Þegar ég settist út í bíl, varð mér hugsað að ég væri algjör úthverfahúsmóðir og pínu smáborgari! Hver fer í Hagkaup, bara til að skoða mat.....það skalt tekið fram að ég keypti ekki eins og eina mjólk....ég bara skoðaði Blush!
 
En ég er annars bara góð, helgarfrí framundan á kærleiksheimilinu, enginn sunnudagaskóli, engin messa...bara frí LoL! Það hefur ekki gerst síðan í febrúar, þannig að þetta er kærkomið og við ætlum að njóta þess í botn og vera slök út á kantinn með fullan bíl af tónlist!
 
Sunna kveður!! 
 
 

Tími!

tímiMér finnst stundum svo merkilegt hvað tíminn getur verið afstæður. Ég hef yfirleitt frekar mikið að gera og síðustu vikur hafa verið þannig að ég hef haft of mikið að gera, átt erfitt með að forgangsraða og lent í örlitlu stjórnleysi með tímann minn. Það versta sem að ég lendi í er að hafa lítinn tíma og vera á hlaupum. Þá fer blóðþrýstingurinn upp úr öllu og ég verð andstutt með hjartsláttatruflanir W00t! Fyrir svona 10 dögum síðar myndaðist smá rými og ég fékk smá aukatíma. Ég fór að lesa yfir ritgerð og sendi efni meira að segja frá mér, klöppum fyrir því.....aftur Wizard og ég gat farið að blogga á ný. Mér finnst gott að hafa smá rými í lífinu til að gera það sem ég þarf og mér finnst erfitt þegar verkefni sem eru brýn eru farin að sitja á hakanum af því að ég hef tekið að mér of mörg verkefni. Núna finn ég að tíminn er að minnka aftur og ég þarf að fara að setja ákveðið verkefni á hilluna sem að ég var ný farin að líta í á ný vegna þess að ég fékk aukatíma. Ferming einkasonarins er framundan og ég er ekki einu sinni búin að ákveða aðalréttinn GMG....ég á eftir að baka, kaupa serviettur, kerti, dúka, fara í litun og plokkun, klippingu og ég veit ekki hvað og hvað! Kona verður jú að vera glæsileg þegar barnið hennar er fermt. Það er sjálfsagt mannréttindamál Police. Nú er mamma mín á leiðinni og við ætlum að fara yfir það sem þarf að gera, semja strategíu og leggja úr höfn! Næst þegar tíminn verður nógur, þá sný ég mér að verkefninu sem er alltaf síðast í forgangsröðuninni LoL!
 
Tjussss......hevanæsdei Heart!

Morgungleði???

fíllStundum kemur fyrir, alveg einstaka sinnum að ég dotta í stutta stund eftir að krakkarnir eru farnir í skólann. Það eru kannski ekki nema ca. 10-20 mín og ég vakna alveg eins og nýsleginn túskildingur tilbúin að takast á við lífið Wizard !
 
Í morgun sofnaði ég í 10 mínútur og mér leið eins og stór fíll hefði sest á mig þegar ég vaknaði, ætlaði ekki að hafa það af að heilsa nýjum degi Whistling !
Ég er annars að verða góð og fíllinn er tekinn að hörfa W00t !! 

Skrýtinn dagur!

leiðSumir dagar eru eitthvað svo skrýtnir og dagurinn í dag er einn af þeim. Er eirðarlaus, með athyglisbrest og valkvíða! Mér tókst þó að koma yfirliti saman sem ég þarf að senda vegna embættisgengisins sem ég vil hafa ef að í mér leynist klerkur sem vill komast út í dagsljósið Halo! Ég finn bara að ég er eitthvað svo uppgefin eftir síðustu vikur, enda búin að upplifa töluvert álag af ýmsum ástæðum og finn að uppsöfnuð þreyta er að koma fram núna og það er óþægilegt vegna þess að ég þarf að gera fullt, skrifa fullt og vinna fullt, svo ég tali nú ekki um þrif á þessu heimili....já ég þarf að skúra Devil! Æi....þetta er einn af þessum dögum þar sem margt er ómögulegt og allt óyfirstíganlegt!
 
Vonandi verður morgundagurinn meira hressandi! Góða helgi, kem með ofurkátafærslu á morgun ef Guð lofar, þangar til eitt stórt geisp til ykkar SleepingHeart!
 
 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 66468

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband