24.4.2007 | 17:54
Trúverðugleiki þjóðkirkjunnar!
Ég hef fylgst með þessu máli lengi og man þá tíð þegar ég var í guðfræðideildinni vorið 1999 þar sem haldinn var fundur á vegum félags guðfræðinema þar sem biskupi var afhentur undirskriftarlisti með um 80% undirskrifta guðfræðinema sem að skoruðu á biskup að rétta hag samkynhneigðra varðandi hjúskap þeirra á kirkjulegum vettvangi.
Nú í dag 8 árum síðar er að hefjast prestastefna þar sem að þetta mál er loks tekið formlega fyrir til atkvæðagreiðslu. Ég tel tillögu kenningarnefndarinnar svo sem ekki bæta neinu við það sem að þegar er gert í dag. Jú það kemur fram að þetta sambúðarform er ekki fordæmt í Biblíunni en margir prestar hafa nú þegar verið að blessa samvist samkynhneigðra í langan tíma þannig að niðurstaða kenningarnefndarinnar breytir í engu núverandi ástandi.
Ég hef mikið verið að lesa og kynna mér þessi mál og hef skrifað um þau á öðrum vettvangi. Ég tel að hiklaust eigi að ganga alla leið og veita samkynhneigðum lagalegan rétt til að ganga í hjónaband. Hjónabandið er löggjörningur sem veitir fólki réttindi og skyldur. Á þann hátt er það veraldleg stofnun. Frá kirkjunnar hendi er hjónabandið einungis blessun yfir sambúð fólks (benedictio) og ekki eiginleg vígsla sem að í er fólgið hjálpræðisgildi. Þetta segir Lúter sjálfur í Babýlónsku herleiðingunni að í hjónabandinu sé ekki fólgið guðlegt tákn og hafi því ekki eiginlegt sakramental gildi. Ef að hjónabandið er skv. lúterskum kirkjuskilningi einungis blessun er þá kirkjunni stætt á að hafna þessari ályktun 40-menninganna. Getum við sem kirkja krafist þess að hópi fólks sé neitað um ákveðin lagaleg réttindi sem að hjónabandið sem veraldlegur gjörningur felur í sér. Getum við að sama skapi neitað fólki um blessun Guðs. Ég tel það algjört grundvallar mál að lögunum verði breytt á Alþingi og að samkynhneigðum verði leyft að ganga í hjónaband, síðan verður að reyna á það að hvort að íslenska kirkjan sé "þjóðkirkja" í þeim skilningi að hún rúmi alla.
Það er svo merkilegt að þegar að sagan er skoðuð að þá eru alltaf einhverjir hópar sem eru útilokaðir frá því að ganga í hjónaband. Í bandaríkjunum t.d. mátti fólk ekki gifta sig milli kynþátta (interracial Marriage) fram 70. áratug síðustu aldar. Lengi vel máttu fangar ekki gifta sig þar í landi einnig. Hér á landi máttu t.d fátæklingar ekki gifta sig lengi vel og þurfti fólk að vera ákveðið vel stætt til að mega gifta sig. Hjónabandið hefur því alltaf á ákveðinn hátt verið stofnum forréttindahópa og það notað þannig og þar með útlokað minnihlutahópa á hverjum tíma. Nú í dag samkynhneigða.
Ég vona svo sannarlega að kirkjunni lánist á þessari prestastefnu að taka virka og afgerandi afstöðu með þessari ályktun. En ég held þó svona innst inni að hún geri það ekki og ef sú niðurstaða fellur að kirkjan hafni ályktuninni, þá tel ég það vega að trúverðugleika þjókirkjunnar. Það er nú bara þannig!
Ég veit að skoðun mín er ekki í takt við marga sem að telja þessa skoðun á frjálslyndari kantinum guðfræðilega séð. Ég tel skoðun mína á þessu málefni í anda kristinnar hugsunar og þarf ekki að fara lengra en í guðspjöllin til að finna og sjá hvernig Kristur starfaði. Hvernig hann mætti þeim sem að samfélagið vildi ekki vita af og hafði hafnað. Þetta voru konur, holdsveikir, útlendingar, börn. Allt fólk sem að samfélagið taldi til minnihlutahópa. Fólk sem að átti engin félagsleg og lagaleg réttindi gagnvart ríkinu. Jesús samþykkti þetta fólk sem fullgildar manneskjur í samfélaginu og gaf þeim um leið þau réttindi sem við köllum í dag mannréttindi. Kirkjunni ber að gera hið sama, annars er hún ekki sönn! Kirkjan okkar hefur nú þegar tekið skref sem að margar kirkjur enn þann dag í dag hafna en það er að vígja konur til prestsþjónustu. Það var stórt skref sem enginn í dag efast um að hafi verið rétt (alla vega hér á landi vona ég), en margar aðrar kirkjudeildir hafna að taka. Þetta krafðist kjarks hjá kirkjunni svo sannarlega, en stundum borgar sig að vera kjarkmikil kirkja!
"Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra"
Vilja heimila hjónavígslu samkynhneigðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 66423
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
heyr heyr!
Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.