Þreytandi kannanir!

Voðalega leiðast mér þessar endalausu kannanir! Mér finnst þetta eiginlega vera of mikið af því góða að birta svona kannanir á hverjum degi!

En nú hef ég ekki lært stjórnmálafræði eða aðferðafræði þegar kemur að svona könnunum......ekki mikið um það í Guðfræðinni Wink, en hversu marktækar eru svona rosalegar fylgissveiflur frá degi til dags???. Ég heiðarlega skil þetta ekki og spyr hvort að fylgi sé í raun og veru að sveiflast svona til á síðustu metrunum og þá um leið séu sveiflurnar marktækar eða er eitthvert ójafnvægi undirliggjandi sem að könnunin sjálf myndar.......þá m.t.t þess hóps sem er spurður hverju sinni ofl.

Til að súmmera þetta upp: Er mark takandi á svona könnunum sem sýna þessar fylgissveiflur frá degi til dags! Vonandi getur einhver mér fróðari um þessi mál upplýst mig!

Með kveðju!


mbl.is Fylgi Framsóknarflokksins tekur stökk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Segjum tvær, reyndar öll umræðan að drukna í stjórnmála vafstri þessa síðustu metra fyrir kosningar.

Ester Sveinbjarnardóttir, 9.5.2007 kl. 22:12

2 Smámynd: SM

kannanir...geisp...

SM, 9.5.2007 kl. 23:03

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen Sunna! Mér finnst að það eigi að liggja blátt bann við skoðannakannanir nokkurum vikum fyrir kosningar, þær eru hvort eð er allt of skoðannamyndandi þegar þær birtast á hverjum einasta degi og jafnvel oft á dag. Eftir konsingar læt ég öll mín afskipti af stjórnmálum í friði. Ég mun einbeita mér að því sem skiptir meira máli, það er Jésús Kristur og trúin á hann. Guð blessi þig systir, ég er búinn að samþykkja þig sem bloggvin minn.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.5.2007 kl. 23:05

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mikið er ég sammála ykkur, þetta er að verða þreytandi og ég hlakka til að fara að hugsa um eitthvað annað eftir helgi, nema að þá kannski tekur við þreytandi stjórnarmyndundunarumræða *geisp*! Ég fer þá kannski bara að einbeita mér að lokaritgerðinni mínni.......loksins....

Takk Guðsteinn, Það er gott að einbeita sér að trúni. Hún safnar dýrari fjársjóði en hið veraldlega vafstur. Það held ég að sé alveg ljóst! Með kærri kveðju og Guðs blessun! Sunna Dóra!

Sunna Dóra Möller, 9.5.2007 kl. 23:18

5 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég segi nú bara eins og einn vinur minn, það þarf að fara gera kannanir á þessum könnunum Allt of mikið af þessu og sammála um að það ætti að banna skoðanakannanir 2-3 vikum fyrir kosningar eins og sumir eru að tala um. Kærleiksknús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 10.5.2007 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband