Komin aftur!

Ég er komin aftur úr fríinu. Kom á sunnudagskvöld eftir langt netlaust frí! Tölvan hefur svo verið í viðgerð, nú er hún nýstraujuð og hefur aldrei verið hressari!

Ég ákvað í tilefni heimkomunnar að skella inn smá guðfræði sem ég las í fríinu (ég les líka guðfræði í fríum....alveg vakin og sofin yfir þessu öllu saman...Cool). En hér eru smá vísdómsorð eftir Stephen J. Patterson sem að ég hef reifað í annarri færslu. Ég notaði þessi orð í lokaorðum í ritgerð sem að ég kláraði líka í fríinu.....Halo!

Erum við að drepa Jesús. 

"Að lokum vil ég hverfa aftur til Pattersons og leyfa honum að eiga lokaorðin sem að töluðu til mín vegna þess að þau endurspegla einmitt þessar hugmyndir um þá túlkun á upprisunni að hún sé hluti að lífinu hér og nú ekki í fjarlægri framtíð. Í raun eru þessi lokaorð með betri “predikunum” sem að ég hef heyrt og það læddist að mér sú hugsun að hér mættu margir finna sér fordæmi þegar verið er að boða Jesú Krist, ekki aðeins dáinn, grafinn og reistan upp heldur sem einstakling sem að hafði áhrif. Svo mikil áhrif að fylgjendur hans gátu farið að trúa því að hann væri upprisinn. Trúin á hann gerði það mögulegt sem að flestum í hans samtíma samhengi fannst fásinna. Kannski er það eitthvað sem að við sem teljumst vera kristin ættum að vera hugsi yfir í dag!

Patterson spyr hvort að Jesús sé dáinn? Ekki enn segir hann. En það sem að krossinn gat ekki gert, það gátu kristnir. Við erum að drepa Jesús. Hann var vitringur eða ef að einhver kýs það frekar, spámaður. Vitringar og spámenn lífa skv. orðum sínum og gjörðum. Í þeim skilningi, fyrir flest okkur sem að söfnumst saman í nafni Jesú, þá er hann dáinn. Orð hans og gjörðir hafa þá litla merkingu fyrir okkur, ef þau hafa einhverja. Við lítum ekki til Jesú til að finna leið til að lifa, heldur til að öðlast hjálpræði. Hann dó svo að við mættum lifa. Að sjálfsögðu. Það lítur þannig út að við verðum að drepa hann svo að við getum lifað því lífi sem að vald okkar og forréttindi leiða okkur. Þegar raunverulegt líf er í húfi, tökum við flest persónulegt hjálpræði fram yfir guðsríkið á hverjum degi. Við kjósum frekar Krist krossfestan, við höfum þaggað niður í Jesú sem var eitt sinn á lífi, fyrir æðri köllun".[1]     

"En þetta var ekki svo fyrir vini og fylgjendur Jesús. Fyrir þau var ríki Guðs, hjálpræðið. Þau sáu umhyggju Guðs fyrir þeim í samfélögunum þar sem ríkti gagnkvæm umhyggja og kærleikur sem var til stofnað í Jesú nafni. Þau reyndu það að vera samþykkt og þau voru velkomin umhverfis borð Jesúhreyfingarinnar, sem endurlausn. Betlarar, holdsveikir, vændiskonur og þau sem máttu missa sín tóku utan um ríki Guðs sem þeirra einu stóra von og löngun. Aðrir gerðu það líka, fólk eins og Páll sem gáfu eftir líf sem fylgdi staða og mikilvægi til að ganga inn í samfélög hins nýja ríkis. Af hverju gerðu þau það. Þau voru að svara heillandi sýn Jesú, sem lifði áfram fyrir þau, lifandi mitt á meðal þeirra. Fyrir þau þá var þetta engin tilvistarleg myndlíking fyrir því að tengjast. Jesús var raunverulega lifandi, andlega nálægur þeim. Hvað sem það merkir í dag að tala á þennan hátt um Jesú, að segja að hann sé lifandi mitt á meðal okkar – þá hlýtur það að merkja ofar öllu öðru að hann getur ennþá boðið okkur sýnina um nýtt ríki, ríki sem að okkur er boðið á mjög svo raunverulegan hátt. Án orða hans og gjörða, myndi hinn lifandi Jesú ekki hafa merkt neitt fyrir þau sem mættu honum í opinberum og á einkastöðum fornaldar. Jesús getur ekki verið lifandi fyrir okkur án orða hans og gjörða. Hann er lifandi okkur eins og hann var lifandi þeim, sem raunverulegt boð um lífsmáta sem að við sjáum speglast í hans eigin lífi og þar getum við mætt Guði".[2]       


[1] Patterson 2004, s. 130.
[2] Patterson 2004, s. 130-131.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgeir Arason

Þakka þér fyrir þessa þörfu áminningu, Sunna! Jesús er vissulega "dáinn svo að við megum lifa," þ.e. fyrir hjálpræðið okkar. En hættan er aldeilis sú, að við gleymum að leyfa honum að vera nálægum okkur í orði hans og verkum og leiða okkur þannig til Guðs ríkisins - til lífsins, sem hann segist sjálfur vera.

Þorgeir Arason, 14.6.2007 kl. 09:23

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég lifi og þið munuð lifa, það að Jesú sigraði dauðan og kom aftur til að fræða okkur hefur mér alltaf fundist vera sönnunin sem menn geta ekki hafnað.  Þannig hafi hann sigrða hina mestu efasemdamenn.

Ester Sveinbjarnardóttir, 15.6.2007 kl. 07:40

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk bæði tvö! Ég trúi því í hjarta mínu að ég sé ekki ein og Jesús hafi gefið mér veg til lífs! Ekki bara hjálpræði við endalokin heldur hjálpræði í dag! Ég er aldrei ein á ferð! ! Kveðja, Sunna!

Sunna Dóra Möller, 15.6.2007 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband