Vinnandi kona!

Ég er vinnandi kona þessa dagana! Ég kom heim úr fríi og fór beint að vinna í Neskirkju á sumarnámskeiðum fyrir börn. Fyrir bónusgrís eins og mig sem hef haft þau forréttindi undanfarin ár að vera í námi, er ég hreinlega barasta undir álagi......Cool! Ég mæti klukkna 9 og er að koma heim milli 5 og 6. Á kvöldin hef ég verið ófélagslynd og ekki mikið gefin fyrir skraf og skrabbl!

En það sem að skiptir mestu máli er að ég hef alveg ofboðslega gaman af vinnunni minni. Ég vinn með skemmtilegu fólki og hef haft kynni af alveg stórkostlega vel gerðum börnum! Það er svo gefandi að vinna svona starf, þó að það taki á og ég sé að koma heim alveg kútuppgefin að þá er það eitthvað svo góð þreyta Smile!

Nú er ég komin í helgarfrí og úrskriftarghelgi framundan í háskólanum þar sem 18 guðfræðinemar eru að útskrifast. Þar á meðal er fólk sem að hefur verið samferða mér og ég óska þeim innilega til hamingju með morgundaginn. Leið mín mun liggja austur fyrir fjall þar sem að vinkona mín hún Ninna Sif er að útskrifast með embættispróf í guðfræði á morgun. Það verður gaman að taka þátt í þeim degi enda alveg frábær guðfræðingur að útskrifast og yndisleg manneskja! Ég hlakka til að vera með þér mín kæra!

Svo segi ég bara að lokum: Minn tími minn koma Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Velkomin til baka úr fríinu og gleðilega hátíð

Margrét St Hafsteinsdóttir, 17.6.2007 kl. 19:48

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Margrét, sömuleiðis!

Sunna Dóra Möller, 17.6.2007 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 66296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband