Þjóðhátíðardagur, sveitin og blogg!

Við fjölskyldan sem erum reyndar færri en venjulega þar sem að tvö eldri börnin dvelja þessa dagana í ríki spánverja og njóta sólar og sælu í sandölum og ermalausum bol, fórum út úr bænum í dag frekar en að arka uppábúin í miðbæinn! Við keyrðum alla leið upp á mýrar með viðkomu við Esjurætur þar sem við gengum í skóginum þar! Þetta var hin besta skemmtun og afar góður þjóðhátíðardagur er að kveldi kominn!

Ég hef verið afar löt að blogga síðan ég kom heim úr fríi, held að það stafi af andleysi, ásamt smá dash af sumri og sól! Ég hef alltaf bloggað meira ef að ég er að vinna mikið við tölvuna við verkefni ofl. Það er nebblega svo gott að hafa eitthvað annað að gera en að vinna þau verkefni sem að fyrir liggja eins og að skrifa ritgerð t.d. Ég ætla nú ekki að ganga svo langt og lýsa yfir bloggfríi eins og svo vinsælt er þessa dagana........Cool. Það er svo asnalegt að segjast vera hætt og langa svo daginn eftir til að byrja aftur......pínu eins og mann vanti athygli eða þá löngun eftir að fá komment frá fólki sem að biður mann að halda áfram.......play hard to get!! Tounge....Ég lýsi því hér yfir að ég ætla að halda áfram að blogga .... jams og jáms..alveg ótrauð..!

En nú ætla ég að horfa á smá handbolta, fá hjartsláttartruflanir og borða ís!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 66250

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband