24.6.2007 | 14:56
Sunnudagshugvekjan....
Ég kom heim úr sumarbústað fyrir stundu og það lá bara aldeilis ljómandi vel á mér eftir alveg tiltölulega rólega helgi! Við hjónin vorum reyndar frekar þreytt eftir erfiða og langa vinnuviku og höfðum þess vegna afar gott af því að komast í sveitina í rólegheit!
Bolli þurfti reyndar að keyra í bæinn og vera með athafnir í gær en ég og Mattan mín vorum eftir og höfðum það alveg ægilega gott!
Þegar ég kom heim sá ég athugasemd hér við færslu hjá mér, þar sem að verið er að gera mér upp skoðanir og hverju ég trúi. Þá fylltist ég gremju og varð pirruð á ný, en ég fór í gegnum slíkt tímabil fyrir helgi! Ég er orðin afar þreytt á því að hér inni á netinu skrifi menn um annað fólk og persónu þess án þess að vita nokkuð um það fólk sem að verið er að skrifa um. Það er meira segja gengið svo langt að skrifa um trú fólks sem er jú einhver persónulegasta tilfinning hverrar manneskju og kannski sú sem að liggur ekki beint uppi á yfirborðinu. Sá sem skrifar segist jú ekki vita hverju ég trúi enda hafi ég ekki gefið það uppi en segist samt sem áður, nota bene, vita að ég trúi ekki á Jesú guðspjallanna! Ég tel þessi skrif vera sett fram til að gera lítið úr mér enda hefur það verið gert hér inni á netinu síðustu dagana fyrir helgi vegna þess að ég kaus að svara ekki grein um prófpredikunina mína sem birtist á vantrú fyrir helgi! Það fór svona agalega fyrir brjóstið á mönnum að menn urðu að gera lítið úr mér sjálfri í stað þess að ræða málefnalega um hlutina. Predikunin mín er mér afar kær og ég fjallaði minnst um vantrú í henni af þeim málefnum sem að tekið var fyrir. Prófpredikun er ekki útskrift úr guðfræðideildinni, heldur fer útskriftin fram með öðrum háskólastúdentum, enda erum við ekkert ólík öðrum sem að stunda nám við háskólann! Vantrú hefur gangrýnt guðfræðideildina mikið, þess vegna finnst mér það undarlegt að menn hafi ekki kynnst sér betur þá deild sem að verið er að gagnrýna með stórum orðum. Þær athugasemdir sem að hafa birst hér og annars staðar sanna frekar orð mín í umræddri predikun um almennt virðingarleysi og persónuníð í samskiptum hér á netinu! Kannski reiðast menn sannleikann á þann hátt að þörfin til að gera lítið úr fólki verður málefnunum yfirsterkari!
kveðja!
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"...þar sem að verið er að gera mér upp skoðanir og hverju ég trúi. "
Þú trúir því sem sagt að Jesús hafi verið misheppnaður heimsendaspámaður (eða með þínum orðum "[maður] sem að boðaði eskatólógískan dóm")? Auðvitað ekki, þú hefur sjálf sagt að þú teljir Q1 vera næst Jesú.
"Sá sem skrifar segist jú ekki vita hverju ég trúi enda hafi ég ekki gefið það uppi en segist samt sem áður, nota bene, vita að ég trúi ekki á Jesú guðspjallanna!"
Ég sagðist ekki vita nákvæmlega hverju þú trúir. En auðvitað veit ég eitthvað um
það.
"Það fór svona agalega fyrir brjóstið á mönnum að menn urðu að gera lítið úr mér sjálfri í stað þess að ræða málefnalega um hlutina."
Hvar hef ég gert lítið úr þér?
"Þær athugasemdir sem að hafa birst hér og annars staðar sanna frekar orð mín í umræddri predikun um almennt virðingarleysi og persónuníð í samskiptum hér á netinu!"
Hefur verið eitthvað um persónuníð á þessu bloggi þínu?
"Prófpredikun er ekki útskrift úr guðfræðideildinni, heldur fer útskriftin fram með öðrum háskólastúdentum, enda erum við ekkert ólík öðrum sem að stunda nám við háskólann! Vantrú hefur gangrýnt guðfræðideildina mikið, þess vegna finnst mér það undarlegt að menn hafi ekki kynnst sér betur þá deild sem að verið er að gagnrýna með stórum orðum."
Hérna á síðunni stendur að þú sért að útskrifast í ár, þegar ég sá að þetta var lokapredikunin hélt ég að þú hefðir útskrifast núna í vor. Voðalega gerirðu mikið úr þessu smáatriði sem tengist efni greinarinnar og predikunar þinnar ekki neitt.
"Kannski reiðast menn sannleikann á þann hátt að þörfin til að gera lítið úr fólki verður málefnunum yfirsterkari!"
Hvar hef ég gert lítið úr þér? Greinin sem ég skrifaði var afar málefnaleg, en þú hefur ekki svarað henni. Heldur kvartarðu endalaust yfir því að ég hafi kallað þig "guðfræðing" en ekki "guðfræðinema" og verður "pirruð" og "full af gremju".
Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.6.2007 kl. 16:12
Hjalti, margt af því sem að ég skrifa á ekki allt við um þig! Þegar ég tala um netið.....á ég vð allt netið...ekki bara bloggheiminn hér! Ég hef ekki glaðst yfir athugasemdum sem að birtist inni á vantrú vegna greinar þinnar! Þar tel ég langt seilst þegar verið er að gera mér upp sök í fleiri málum sem að tengjast kirkjunni, ekki bara málefni predikunarinnar rædd!
Mér fannst þú aftur á móti taka stórt upp í þig þegar þú sagðir að ég væri ekki sannkristin og trúa ekki á Jesú guðspjallanna. Þar fannst mér þú tala um mig á niðurlægjandi hátt við aðra manneskju án þess að hafa forsendu fyrir því að tala á þann hátt! Við greinilega lítum málið ekki sömu augum og þar við situr! En svo að ég uppljóstri nú um það að þá er Jesús mér afar kær og fyrirmynd í mörgu! Mér finnst hann langt í frá misheppnaður! Ég játa að trú mín er nú kannski ekki í ætt við "réttrúnaðinn" svokallaða en hún er jafn sönn þrátt fyrir það! Enda hefðin sek um margt sem erfitt er að kaupa í dag, nægir þar að nefna meðhöndlun á konum!!
Mér er alveg frjálst að verða pirruð yfir mörgu því sem að látið er flakka hér á netinu almennt! Enda finnst mér margt ómálefnalegt og alltof persónulegt án þess að fótur sé fyrir því!
Sunna Dóra Möller, 24.6.2007 kl. 16:40
oh Sunna Dóra hvað ég skil þig! ég missti mig yfir einn mann eftir að ég hafði sett upp skoðanakönnun um þróunarkenninguna vs skapari, og það var vegna þess að svo margt var gefið í skyn um mig afþví að ég reyndi aðeins að hrista uppí fólki með því að segjast trúa á skapara, rökin gegn því voru t.d að ég hefði greinilega ekkert lesið né lært nema heilaþvott einhverra sköpunarsinna frá USA. Auðvitað sárnar manni því ég er svona rannsakandi í eðli mínu og mér finnst svo leiðinlegt að sjá fólk berjast með trúarheift til að fá mig til að viðurkenna eitthvað sem ég get ekki viðurkennt, s.s að þróunarkenningin sé staðreynd og sönnuð. Hvernig þá spyr maður? og fær engin svör en á samt bara að segja já og amen. Það er farið að vekja athygli mína hversu miklir fordómar og trúarheift eru í gangi gagnvart fólki sem hefur einhverja trú...
þú minnist á að trú sé einkamál hvers og eins, Gestur Pálsson sagði það líka og ég ætla að blogga aðeins um hann og það sem hann sagði fljótlega, því að það er vel viðeigandi nú um stundir.
Gott að þið náðuð að slaka á í sveitinni
halkatla, 24.6.2007 kl. 16:51
"Hjalti, margt af því sem að ég skrifa á ekki allt við um þig! "
Ég veit það vel. Þú ert hins vegar að ræða við mig í þessum umræðum, þannig að ég vil fá það á hreint um hvað þú ert að tala. Það væri miklu betra ef þú gætir verið nákvæmari í þessum ásökunum (alveg eins og í lokapredikuninni þinni).
"Mér fannst þú aftur á móti taka stórt upp í þig þegar þú sagðir að ég væri ekki sannkristin og trúa ekki á Jesú guðspjallanna."
En þetta var hárrétt hjá mér. Eins og þú segir sjálf þá er trú þín ekki í ætt við
rétttrúnaðinn (sem var merking mín þegar ég skrifaði sannkristinn innan gæsalappa).
Síðan trúirðu því ekki að Jesús hafi verið misheppnaður heimsendaspámaður, sem er sú mynd sem guðspjöllin draga upp af Jesús.
"Þar fannst mér þú tala um mig á niðurlægjandi hátt við aðra manneskju án þess að hafa forsendu fyrir því að tala á þann hátt! "
Hvað var svona niðurlægjandi við þetta? Þetta var hárrétt hjá mér.
" En svo að ég uppljóstri nú um það að þá er Jesús mér afar kær og fyrirmynd í mörgu!"
Ertu þarna að tala um Jesú í Q1 eða Jesú guðspjallanna sem ætlar að láta engla
sína henda fólki í eldsofn?
Anna Karen: Trú er einkamál fólks að vissu leyti, en að vissu leyti ekki. Hverju þú trúir hefur áhrif á það hvernig fólk hegðar sér. Ef 80% Íslendinga væru bókstafstrúaðir múslímar, þætti þér það ekki einkamál, þar sem það yrðu fljótlega
sett lög sem gerðu þig og Sunnu að annars flokks borgurum. Það sama gildir um
kristna fólkið í Þjóðkirkjunni, ef það ætlar að níðast á örðum, eins og Þjóðkirkjan
gerir, þá er trú meðlima hennar ekki einkamál þeirra.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.6.2007 kl. 17:13
Það er rétt Anna Karen að það er ansi mikil heift í gangi þegar tala á um trúmál! Það er merkilegt hvað skrif um þau geta vakið upp mikil viðbrögð og maður fær á sig alla konar athugasemdir sem eiga við fá rök að styðjast! Og þá verður maður pirraður ! Mér finnst trúartilfinning sjálf vera einkamál á þann hátt að hún er of persónuleg til að hægt sé að geta sér til um hana í gegnum netskrif! Ég hef til dæmis verið kölluð öfgatrúuð annars vegar og svo of róttæk hins vegar. Allt þetta lesa lesa menn í gegnum netærslur! Mér finnst að fólk ætti að sleppa stimplunum frekar en að setja inn eitthvað sem að er ekki fótur fyrir! Það væri bara svona heppilegra í netsamskiptum almennt og yfirleitt! Mér finnst stundum eins og það vanti siðferðisreglur þegar kemur að netinu! Fólk virðist vera djarfara að setja fram skoðanir bak við tölvuna heldur er í samskiptum augliti til auglitis. Það væri gaman að vita hvort að allt sem hér hér inni látið flakka myndi gera það líka í raunheimum ! Hlakka til að sjá þessa færslu sem er í undirbúningi !
Hjalti: Ég sagði fyrst í færslunni að ég væri orðin þreytt almennt á netinumræðum þar sem kemur fram persónuníð og virðingarleysi. Þeim orðum var ekki beint að þér perónulega enda hef ég átt við þig samskipti í athugasemdakerfinu og færslan ekki um þig! Síðan beini ég sjónum mínum að skrifum þínum sem að var beint til hennar Lindu! Þar tel ég að þú hafir talað niður til mín! Ég ætla svo sem ekki að rökræða það neitt frekar þar sem að þú telur þig hafa komst að hárréttri niðurstöðu um mína trú og þá er ekiki forsenda fyrir því að ræða það neitt frekar. kveðja!
Sunna Dóra Möller, 24.6.2007 kl. 17:29
Það er makalaust hvað fólk veit alltaf hvað hentar best fyrir aðra að gera, en reyndin er reyndar sú að við ein og sjálf getum aðeins vitað hvað hentar okkur og við getum aðeins stjórnað því hvernig við sjálf hegðum okkur og hvaða lífsgildi við trúum á. Þess vegna minna trúarerjum mig oft á orustur við vindmyllur.
Meðan ég er sátt í hjarta mínu með mína sannfæringu þá læt ég það mig engu skipta hverju aðrir trúa.
Ester Sveinbjarnardóttir, 25.6.2007 kl. 01:01
Takk Ester fyrir þína athugasemd og ég hjartanlega sammála þér! Kveðja, Sunna!
Sunna Dóra Möller, 25.6.2007 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.