Rangur misskilningur!

Mig langaði til að leiðrétta smá rangan misskilning sem að gengur um á netinu og ég hef orðið vör við.........en jú það er rétt, ég þurfti að leiðrétta líka smá mistök um daginn, fékk skömm í hattinn fyrir að vera að leiðrétta þann misskilning. En nú hef ég gríðarlega þörf til að leiðrétta annan misskilning en hann er sá að ég sé verðandi prestur! Mér þykir leitt að segja þeim sem að hafa þann skilning að svo er reyndar ekki þó að ég sé að útskrifast sem guðfræðingur, vonandi innan næstu 12 mánaða! Það er nefnilega ekki alltaf bein leið í prestþjónustu frá aðalbyggingu HÍ við Suðurgötu, þegar Guðfræðideildin á í hlut Cool! Mikill misskilningur í gangi hér....! 

Svo ég upplýsi viðkomandi fólk um það að þá er ég á leið vonandi í frekara nám eftir útskrift þar sem ég mun að öllum líkindum rannsaka ritningarnar betur til að verða vitrari í dag en í gær!

Sorrí, en ég bara get ekki setið á mér, það bara brenna á mér svona rangfærslur þegar ég sjálf á í hlut, vegna þess að ég tek mig hátíðlega og er afar viðkvæm fyrir sjálfri mér Tounge!

Góða nótt og sofiði rótt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Fólk er bara svo fljótt að draga ályktanir. Gott að þú ert búin að leiðrétta þennan ranga misskilning Ég svaf vel takk fyrir og vonandi þú líka. Knús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 26.6.2007 kl. 15:13

2 Smámynd: Sylvía

tad halda tetta allir ad madur verdi instantly prestur eftir gudfraedina...hvad annad aetti madur svo sem ad gera hugsar folk...

Sylvía , 26.6.2007 kl. 16:20

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Já....Mér finnst bara nauðsynlegt að uppræta svona vitleysu, spurning um að skella inn æviferli og framtíðarplönum til að þurfa ekki að standa í að vera að þrefa við fólk sem að maður þekkir ekki hver maður er í raun og veru ....ég verð bara alveg kreisí á endanum !

Sylvía: Ég vona að þú sért að hafa það gott úti í USA og sért að læra fullt af skemmtilegum hlutum!

Sunna Dóra Möller, 26.6.2007 kl. 20:12

4 Smámynd: halkatla

ok ég dró t.d þessa ályktun og taldi þig eiga eftir að verða á prestabloggvinalistanum mínum, en mér þykir jafnmikið til þín koma nú sem áður

halkatla, 26.6.2007 kl. 21:53

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Það er allt í þessu fína....Ég setti þessa færslu inn af einskærri meinfýsni vegna annarrar færslu sem að er ekki inni á moggablogginu ! Það má vel vera að ég taki einhvern tímann þá akvörðun að sækja um embætti, en í dag finnst mér ég ekki tilbúin til að takast á við það og vil læra meira og hef hug á framhaldsnámi í Nýja testamentis fræðum hér við HÍ og erlendis! Ég fæ bara að vera á guðfræðingablogglistanum þangað til.....síðan kannski fæ ég stöðuhækkun !

Sunna Dóra Möller, 26.6.2007 kl. 22:00

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég reyndar vissi þetta, þar sem þú hefur sagt það áður einhversstaðar, en ég held samt að þú yrðir fyrirmyndar prestur Sunna, ég myndi allavegna mæta í hverja einustu messu til þín !

Mér líst vel á þú farir að stúdera NT fræðin,  eftir skrifum þínum að dæma þá liggur það best við þér. Ég hef fulla trú að þú eigir eftir að rokka í þessu, sama hef ég fulla trú á þú rúlllir upp hvað sem þú tekur þér fyrir hendur. Guð blessi þig Sunna Dóra.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.6.2007 kl. 22:41

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Guðsteinn, þetta eru afar falleg orð og ég met þau mikils !

Sunna Dóra Möller, 26.6.2007 kl. 23:18

8 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Ég gleðst yfir að þú skulir ætla í framhaldsnám þó ég sé viss um að þú yrðir frábær prestur. Við þurfum líka á góðum guðfræðingum að halda, þeir eru ekki síður mikilvægir en önnum kafnir prestar:-)

Sigríður Gunnarsdóttir, 27.6.2007 kl. 14:13

9 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Sigga ! Ég kannast aðeins við þessa önnum köfnu presta er með einn slíkan á heimilinu .... það er nóg í bili þegar stór fjölskylda á í hlut...! Það er merkilegt að þegar maður lifir og hrærist í þessu á hliðarlínunni hvað það er meira freistandi að lesa bara Guðfræði ....hahaha! Kannski ég get fengið inni í einhverju klaustri....það virkaði vel á Lúter hahahahan !

Sunna Dóra Möller, 27.6.2007 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 66323

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband