16.10.2007 | 09:55
Hvað á að blogga um þegar manni dettur ekkert í hug að blogga um....
Ég veit að það er án efa af nógu að taka....en stundum koma svona dagar þar sem að andleysið er ríkjandi og hversdagleikinn yfirþyrmandi. Ekkert framundan nema vetur, stöðugar fréttir af yfirvofandi heimsfaraldri inflúensu og krappar vetrarlægðir með tilheyrandi ofsaveðri !
Það er nákvæmlega svona dagur í dag....ég sit heima á íþróttabuxunum (ekki mæ gordjöss self ónei..) og stari í tölvuskjáinn! Það er iðnaðarmaður inni hjá mér að skipta um dyrasíma og ég þori varla á klósettið, svo hrædd um að hann steli kristalsglösunum (hvað er hægt að verða meiri smáborgari en þetta, vesalings maðurinn er án efa strangheiðarlegur )! Jams......ég er smáborgari og stundum meiri smáborgari en minna.
Vegna þess að ég hef ekkert að segja, þá langar mig bara að þakka bloggvinum mínum sem að nenna að kíkja hér inn á hverjum degi, lesa rausið mitt og skilja eftir sig spor í athugasemdarkerfinu. Það er ótrúlegt hvað er gaman að fá koment við því sem að er skrifað og stundum smá pepp og hrós ef að því er að skipta ! Það gerir bloggið sannarlega skemmtilegra og meira spennandi.....
Þeinkjúgæs....
En nú ætlar hún ég að fara að smáborgarast aðeins meira og jafnvel að fara að skrifa smá í ritgerðinni, fara að ráðum góðra kvenna sem að bentu mér á að láta ekki of langt líða á milli skrifa.....!
Tjuss og eigið góðan, hversdaglegan þriðjudag alle samen rundt om landet (ég er að æfa mig í úglensku til að komast úr smáborgaranum yfir í heimsborgarann )
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:57 | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
GUSSA mín góð, kristalsglösin?? Hvað sagði Jesús? Var hann ekki eitthvað að minnast á fugla himinsins? Og nálarauga og úlfalda og.. og.. Skammastín SD, hættu að vera smáborgari og gefðu kristalsglösin. Þú ættir að vita hvað það er dásamlegur léttir þegar kona hefur kastað af sér fjötrum munasýkinnar og smáborgarahættinum líka.
Njóttu dagsins kjútípæ.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2007 kl. 10:11
leit hér inn á þriðjudagsmorgni.
Ólafur fannberg, 16.10.2007 kl. 10:12
Eru ekki allir heimsborgararnir að djakka - eða er það búið?
krossgata, 16.10.2007 kl. 10:38
Jenný: Það voru svo sannarlega fuglar og liljur...jújú og safnið ekki að ykkur fjársjóðum á jörðu og ég veit ekki hvað og hvað....ég sé að ég er gjörsamlega á villigötum og ætla að taka mér gott bloggfrí til að lesa yfir fjallræðuna og Jakobsbréf og kem aftur tvíelfd ... án smáborgaraháttar og munasýki (alveg frábært orð....ég er nebblega örugglega munasjúk ...með smáborgaraheilkenni).....núna leggst ég undir feld og iðrast í dufti og ösku ...þetta er ég undir feldi....!! hahah
Takk fyrir innlitið Ólafur ....þriðjudagar eru góðir innlitsdagar !
Krossgata: Ég svei mér veit það ekki....
Sunna Dóra Möller, 16.10.2007 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.