Karpað í Korintu II. hluti!

imagesHér kemur 2. hluti í framhaldssögunni "karpað í Korintu" og er haldið beint áfram frá því í gær!

Lesið milli línanna! 

Frumheimildir okkar varðandi upplýsingar um uppruna og fyrstu ár samkundunnar í Korintu eru í 1. Korintubréfi og 2. Korintubréfi. Í þessum bréfum er Páll að bregðast við fréttum af  sérstakri þróun eftir að hann yfirgaf Korintu. Í því fólust einnig átök sem að risu innan samkundunnar og milli einhverra af meðlimum hennar og Páls. Í mótun raka sinna, gefur Páll miklar upplýsingar varðandi sjónarhorn þeirra og iðju. Lykilhugtökin, orðin og þemun í þessum bréfum eru aðgreinandi ólík þeim sem að Páll notar í öðrum bréfum sínum. Við vitum ekki hvernig hin trúuðu í Korintu sjálf, brugðust við lestri bréfa Páls á sameinaðri samkomunni, en það er ljóst að ákveðin sjónarhorn og iðjur í samfélaginu voru ekki í samræmi við væntingar Páls. Þar sem að mælskufræði Páls útvegar okkur bæði uppsprettu þekkingar okkar um Korintubúa og mótar skynjun okkar á þeim, þá verðum við að lesa gagnrýnið milli línanna og gegn hefðinni. (116). 

Hinar Korintísku bréfaskriftir innhalda í raun nokkur bréf í áframhaldandi samskiptum milli Páls og hinna trúuðu í Korintu. Páll hafði ritað bréf áður til samkundunnar (1. Kor. 5.9), þannig að bréfið sem að við þekkjum sem 1. Korintubréf er í raun 2. Korintubréf. 2. Korintubréf er talið innihalda tvö eða fleiri bréf sem að Páll skrifaði hvert á fætur öðru. Hin ýmsu rök í 1. Korintubréfi og hlutar í 2. Korintubréfi getum við notað til að endurskapa bæði innri þróun í Ekklesiunni (kirkjunni) og samband Páls við meðlimi hennar, sem að urðu nokkuð þvinguð.(116). 

Textinn í 1. Kor. 1.10-4.21 vísar til frétta sem að komu frá heimilismönnum Klóe um aðgreiningu í samkundunni. Ein ástæða ágreiningsins getur verið persónulegs eðlis eða tengsl heimilishalds við Appollós og Pál. Í 1. Korintubréf 5. kafla ávarpar Páll umburðalyndi samkundunnar gagnvart manni sem býr með fyrrum eiginkonu föður síns. 6.1-12 tekst hann á við innri samfélagslegan ágreining og það að fara með hann til borgaralegra dómstóla. Það er ljóst út frá 1. Kor. 7.1 að Páll er að svara bréfi frá Korintubúum varðandi það að halda sig frá kynferðislegum tengslum í hjónabandi. Textinn í 1. Kor. 8.1-11.1 einblínir á fórnarkjöt, kaflar 12-14 á andlegar gjafir, 16.1-4 um safnanir fyrir dýrlinga í Jerúsalem og 16.12 um Apollós. Í 11.17-34 mótmælir Páll hvernig Korintubúar eru að fylgjast með máltíð Drottins og í kafla 15 svarar hann afneitun sumra á upprisunni.(116-117). 

Ákveðin ný álitamál koma fram í dagsljósið eða í 2. Korintubréfi. Sársaukafull heimsókn er nefnd í 2. Kor. 2.1-3 sem hefur þær afleiðingar að frekari beiskja myndast milli meðlima samfélagsins og Páls. Einhverjir postular sem eru samkeppnisaðilar  koma inn í myndina, en Páll vísar til þeirra sem ofur-postula og hann setur fram þjakandi vörn fyrir sinn eigin postuladóm í 2. Kor. 10-13 og nefnir “bréf táranna” í 2. Kor. 2.4. 2. Kor 1-7 bendir til að einhvers konar sáttargjörð hafi átt sér stað milli Páls og Korintubúa, hugsanlega nauðsynlegt fyrir þau plön að ljúka söfnuninni fyrir Jerúsalem sem að er talað um í 2. Kor. 8-9.(117). 

Upplýsingar um lífið í Korintuborg, í því samhengi sem að samkundan þróaðist er hægt að rýna í frá fornleifafræðilegum rannsóknum en einnig grískum og latneskum textum. Bréfið sem að þekkt er sem 1. Klemensarbréf gefur einnig smá innsýn frekar inni í átökin í korintísku samkundunni alveg fram að lokum fyrstu aldarinnar, 2 kynslóðum eftir upphaf hennar. (117).

Meira síðar, vonandi skemmtið þið ykkur vel, ég er alla vega í stuði með Guði og í botni með Drottni Halo!

Þar til síðar!  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Deilur eru víst engin ný bóla hehe.. og ekkert er nýtt undir sólinni  .. alltaf í stuði með Guði!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.11.2007 kl. 10:20

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Í botni með Drottni er það dásamlegasta sem ég hef heyrt á þessum morgni.

Þessu verður stolið og það notað af Gríð og Erg og mér líka.

Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.11.2007 kl. 12:37

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er gott að vera í stuði með Guði, en hlýtur að vera æði að vera í Botni með Drottni. Vil samt ekki vera á Hengli með engli  Og alls ekki á Kvisti með Kristi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2007 kl. 15:39

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

... ein bara fyndin en hver er syndin ?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.11.2007 kl. 15:41

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þið eruð svo sniðugar og frábærar

Sunna Dóra Möller, 14.11.2007 kl. 17:40

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta voru skemmtileg komment sem þú fékkst Sunna Dóra, það er ekki hægt að toppa þetta!

Edda Agnarsdóttir, 14.11.2007 kl. 17:50

7 Smámynd: krossgata

Og væn á bæn?  Voðalega nennu hafa þeir haft þarna í Korintu að þvarga þetta í 2 kynslóðir.

krossgata, 14.11.2007 kl. 21:44

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ætli við höfum ekki verið að karpa í 2000 ár

Sunna Dóra Möller, 14.11.2007 kl. 21:45

9 identicon

Sammála Eddu, óborganlega fyndin komment  EN BTW þegar ég las orðið ofur-postuli langaði mig óstjórnlega að vita hvað raunverulega felst í orðinu postuli. eitt af þessum orðum sem við bara lesum og hugsum svo ekkert um fyrr en við svona lestur. Ekki búin að finna útstæðu eyrun en ætla að sjá hvað smátog gerir, þolinmæðin þrautir vinnur allar  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 17:11

10 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Hæhæ

Postuli var sá sem að var sendur út, gríska orðið aposolos þýðir beint sendiboði! Þannig að þeir/þær urðu postular sem að sáu Drottinn upprisinn og voru send af honum út að boða! Það voru sem sagt kríteríurnar fyrir því að vera postuli

Sunna Dóra Möller, 19.11.2007 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband