15.11.2007 | 10:03
Karpað í Korintu III. hluti!
Og áfram höldum við þar sem frá var horfið án þess að líta til baka eða horfa of langt fram á veginn !
Rómarveldi.
Hin forna borg Korinta var eyðilögð af rómverskum hersveitum 146 f.kr. Hún síðar stofnuð aftur sem rómversk nýlenda af Júlíusi Sesar 44. f.kr. Eftir að sonur Júlíusar Sesar, Oktavíus sigraði andstæðing hans Markús Antóníus í baráttunni við Actium, það varð rómverski keisara költinn miðlægari í Korintu eins og í öðrum borgum hins rómverska keisaraveldis.(117).
Byggingarnar, viðhald þeirra og fórnir sem fóru fram í keisaratrúarreglunni voru styrktar af auðugri elítunni sem starfaði einnig sem prestar hennar. Tilgangur þeirra var að ala á tilfinningu varðandi samloðun yfir stéttarmörkin og þá tilfinningu að tilheyra rómversku keisarareglunni með því að hafa með fólk úr hverri stétt í fórnarathöfnum og hátíðum umhverfis borgina. (118).
Sú tilgáta hefur verið uppi að eina skiptið sem að margir borðuðu kjöt var á árlegri hátíð sem að tileinkuð var keisaranum. Þar sem að ólæst, venjulegt fólk skildi ekki eftir sig skrifaðar heimildir, að þá vitum við ekki hver viðhorf þeirra kunna að hafa verið.(118).
Hin stjórnmálafræðilega og efnahagslega uppbygging í Korintu mun líklega hafa verið í samræmi við rómverska heimsveldið í heild. Rómverskir félagssögufræðingar hafi fundið það út að hið rómverska heimsveldis samfélag fól í sér stórt gap milli hins örsmáa hluta ríkjandi yfirstéttar og svo afganginn af fólkinu. Mjög ríkur minnihluti, minna en 3% sem bjó við alsnægtir í borgunum átti mest af framleiðslulandinu sem síðan byggði grunninn undir auð þeirra og veldi. Stórkaupmenn, kaupmenn, iðnaðarmenn og einhverjir hermenn voru ca. 7 % af heildar fjöldanum. Þau 90 % sem að eftir eru, lifðu við eða undir uppihaldsmörkum. Þannig að flestir í Rómarveldi voru fátækir, lifðu rétt yfir, við eða rétt undir uppihaldsmörkunum.(119)
Undir hinni rómversku reglu höfðu samkundur frjálsra borgara misst áhrif sín í borgarmálunum þar sem að valdinu var komið fyrir í borgarráðum ríkrar yfirstéttar sem Rómverjarnir treystu til að viðhalda hinni keisaralegu reglu. Í nýrri og útvíkkaðri rómverskri Korintu samanstóð íbúafjöldinn af nýbúum í borginni frekar en innfæddum Korintubúum með rætur í infæddum menningarlegum hefðum. Nærvera þessa fólks af ýmsum þjóðernislegum og menningarlegum uppruna gæti hafa lagt til tilfinningu félagslegs rótleysis og skort á hefðbundinni menningarlegri stefnumörkun meðal fólksins í borginni.(119)
Aðgreining milli frjálsra og þræla, mun hafa verið mikilvæg á félagslega sviðinu í Korintu, bæði beint og óbeint. Rómverska keisaraveldið var þrælasamfélag. Þrælar voru svo ódýrir að þrælaeign fór langt niður samfélagsskalann. Það er áætlað að í heimsveldissamfélaginu hafi þrælar verið um það bil 1/3 að íbúafjöldanum og annar þriðjungur var fólks sem að hafði hlotið frelsi. Þrælar voru lifandi verkfæri, ekki persónur, með engin lagaleg réttindi og að eilífu merktir sem óvirðulegir. Á meðan sumir þrælar höfðu það betra en aðrir, þá voru allir þrælar á jaðrinum og höfðu upplifað það sem að Orlando Patterson kalla félagslegur dauði í tengslum við fjölskyldu, samfélagið og menningarleg einkenni uppruna þeirra. Til viðbótar við það að vera samfélagslega óvirtir, þá voru þrælar reglulega settir undir líkamlegar og kynferðislegar meiðingar. (120) Við getum á engan hátt áætlað fjölda þræla í Korintu. (120).
Mikill fjöldi íbúa í Korintu voru fyrrum þrælar og afkomendur þræla. Í rómversku samfélagi voru leysingjar áfram litnir hornauga vegna þjónandi bakgrunns síns. Afkomendur þræla voru ennþá óvirðulegt fólk. (120)
Árið 44 f. kr þá flutti Júlíus Sesar leysingja inn í nýlenduna ásamt umfram íbúafjölda frá Róm og hermenn. Þess vegna hefur stór hluti íbúanna í Korintu verið afkomendur leysingja. Af því að svona margir íbúanna í Korintu hafa verið afkomendur þræla, þá hefur löngunin eftir félagslegri stöðu spilað stórt hlutverk.
Ég vona að við séum öll enn glöð, með á nótunum og séum ekki drepast úr leiðindum !
Bless í bili, ég er farin að hlusta á jólalög !
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:04 | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er glöð og með á nótunum, með nýþvegið hár og er að spá í að ryksuga íbúðina, ekki eru nú jólalögin byrjuð hjá mér, en það kemur að því.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 15:29
vacuming
Ásdís Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 15:30
Mér finnst ekki skrítið að allt hafi logað þarna. Alls konar hópar fólks og stór hluti að reyna að marka sér stöðu í samfélaginu. Líkt unglingum þegar þeir reyna að marka sér stöðu sem ung manneskja eða fullorðin, þá geta þeir verið fullir af uppreisn, haft mikinn hávaða og ofvaxna réttlætiskennd.
krossgata, 15.11.2007 kl. 16:26
Áframhaldandi gleði og jákvæðni á þessum bæ!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.11.2007 kl. 17:28
Takk fyrir mig og ég er að spá í að byrja að hlusta á jólalögin um helgina.
Knús á þig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.11.2007 kl. 18:17
Ásdís: Þú ert of dugleg...hér er ekki þrifið nema endrum og eins.....vildi stundum að ég hefði meiri tíma !
Krossgáta: Þetta hefur nefnilega verið samfélag sem að var ekki mótað og fólki ægt saman úr ýmsum áttum og sérstaklega leysingjar sem höfðu enga stöðu og það er svo merkilegt!
Jóhanna: Gleði...gleði...gleði líf mitt er !
Jenný: Ég er búin að taka fram jóladiskana mína, fékk panikk kast að þeir væru út um allt og týndir síðan síðustu jól (ég er svo mikil óreiðukona ) En þeir eru fundnir og ég er búin að raða þeim í hlustunarröð og svo er bara að skella þeim í tækið
Takk allar (péess...það vantar jólasveina kall í tilfinningaflóðið )
Sunna Dóra Möller, 15.11.2007 kl. 20:55
Sunna Dóra: Er það rétt munað hjá mér að Markús Antoníus hafi verið keisari og ekki eins voðalega vondur og margir aðrir? Finnst ég hafa lesið það einhvers staðar en minnið getur svikið þegar kona er komin á ákveðinn aldur. Lesa meira - síjú
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 17:21
Hæhæ
Veistu að ég hreinlega man það ekki hvort að hann var keisari?? Þarf að fletta því upp!
Sunna Dóra Möller, 19.11.2007 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.