15.1.2008 | 21:51
Smá kvartblogg!
Ég hef yfirleitt alveg nóg að gera, ég er heppin að vera í vinnu sem að gefur mér hellings reynslu, ég er að reyna nýja hluti á hverjum degi og um leið tekst ég á við sjálfa mig sem þjáist af óframfærni og feimni sem að þó fer minnkandi með árunum. Jams sum epli eru seinni að þroskast en önnur og ég er frekar sein í þessum efnum !
Ok..nú er ég búin að tala um það jákvæða...þá kemur kvartið (þrátt fyrir óendanlegt þakklæti fyrir hvað ég er heppin (alltaf gott að slá svona varnagla þegar mar kvartar ))! Ég hef verið á hlaupum í allan dag, frá því fyrir hádegi og kom ekki endanlega heim fyrr en hálf sjö. Ég á tvo heila daga í viku sem að ég á að nýta í ritgerðina mína. En einhverra hluta vegna þá skerðast þessir dagar alltaf, því ég er alltaf á hlaupum. Ég finn að ég er að verða pínu stressuð yfir þessu, vegna þess að ég verð að fara að skrifa og einbeita mér að þessu verkefni, því annars útskrifast ég aldrei og það er ekki smart . Öll þessi hlaup eru nauðsynleg, eða alla vega flest og tengjast vinnunni, börnunum mínum ofl. Ég er ekki að telja það eftir mér, annars væri ég ekki að standa í þessu en núna er ég með smá kvíðahnút í maganum og finn að ég verð að fara að snúa mér að ritgerðinni með heilum hug og engu hálfkáki!
Þannig að í augnablikinu er það sem ég þrái nokkrir óskiptir heilir dagar til að koma mér aftur af stað, þá veit ég að ég verð rólegri! Mig langar að fara að vinna að þessu og klára. Ég er komin með þessa bestaðfaraaðkláratilfinningu og ég verð eiginlega pirruð þegar að ég kemst ekki af stað.
En svona er lífið, nú er að forgangsraða og búa sér til tíma, það gerir það enginn fyrir mig !
Ég varð aðeins að kvarta hahahaha.....það er bara hressandi!
Stefni á að skrifa ofur jákvæða og glaða færslu næst....eða þar næst....alla vega einhvern tímann !
Annars er ég bara góð.....í sömu of stóru bláu flíspeysunni og í gær !
tjussss
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Menntun og skóli, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:57 | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ásdís Sigurðardóttir, 15.1.2008 kl. 22:52
Hahhahah hvað ég kannast við þetta allt! En allt hefst þetta einhvernvegin og ætli það sé ekki best að nota gamla góða orðið sem er tileinkað Íslendingum, þetta REDDAST.
Knús á þig Sunna mín og gangi þér vel að skrifa - ég veit að þú byrjar á morgun.
Edda Agnarsdóttir, 15.1.2008 kl. 23:15
Kyrrsettu karlinn og láttu hann taka frí og við heimili og börnum og útréttingum ... kláraðu þig af þínu!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.1.2008 kl. 00:04
Þetta vekur svo sannarlega upp gamlar minningar en ég fullvissa þig um það að nú brosi ég bara út að eyrum þegar ég hugsa til baka. Og Edda hlær!
Ég man eftir því t.d. þegar skólafrídagurinn 1. des var á mánudegi, vinnudagar kennara 2. og 3. des, vinnudagar leikskólakennara 4. og 5. des, svo kom helgi og próf á mánudeginum! Núna er mér skemmt en almáttugur, það var mér ekki þá .
Ég man að ég hugsaði stundum: "hvernig hefur fólk eiginlega tíma til að vera í vinnu?"
Hlutirnir hafa alveg ótrúlega tilhneigingu til að reddast Gangi þér vel, Sunna mín.
Kolgrima, 16.1.2008 kl. 00:55
Ásdís:
Edda: Ég held að taki bara íslenska stílinn á þetta og segi bara þetta reddast...! Ég byrja í dag !
Jóhanna: Bollinn minn er boðinn og búinn að vera til staðar og hefur svo oft gert þegar ég er í prófum og svona, ég er bara ekki nógu dugleg að biðja um það..hahaha...hann hefur alltaf hliðrað til sínum tíma ef að hann getur...stundum er það ekki hægt ef að mikið er að gera, en hann gerir það alltaf ef að hann getur. Ég er bara svo dugleg að koma mér í eitthvað sem að tekur tímann frá skrifum hahahaha...eins og ég vilji ekki klára þetta
Kolgríma: Það er alveg rétt hjá þér að hlutirnir hafa merkilega tilhneigingu til að reddast.....ég bíst við að þeir geri það líka núna eins og alltaf !
Takk allar fyrir skrifin, það er gott að fá svona smá pepp !
Sunna Dóra Möller, 16.1.2008 kl. 09:15
Ohh hvað ég kannast við þetta. Allt í einu er klukkan orðin 22:30 og það sem ég ætlaði að einbeita mér að frá kl. 18 hefur ekki svo mikið fengið augngotur frá mér. Og orkan er búin og ég ákveð að taka á hlutunum næsta dag. og svo næsta dag... og næsta... Argh
En... þetta reddast. Þetta reddast alltaf. Ef maður reddar sér sjálfur.
Jóna Á. Gísladóttir, 16.1.2008 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.