Sest niður og ætla að blogga en ekkert gerist....

Ég gat ekki annað en brugðist við gestabókarfærslu sem kom inn í dag og mér þótti vænt um að einhver skyldi sakna þess að ég bloggi ekki þessa dagana. Málið er að ég er að vinna alveg nine to five og þegar ég kem heim þá andast ég úr þreytu.....það er ekkert grín Shocking en ég er að vinna á leikjanámskeiðum, seinni lotan í sumar og á kvöldin er ekki snefill eftir af orku til að gera eitt né neitt. Eina sem ég megna er að fleygja mér fyrir framan Supernatural og deyja bókstaflega andlega Police
 
Þessi törn er viku í viðbót en í næstu viku verða fermingarnámskeið í Neskirkju sem ég vinn á og svo kannski kemur smá breik, alla vega í bilinu og ég vona að ég fari að komast aðeins og bloggið. Ég kíki öðru hvoru inn og ég les bloggin ykkar en ég viðurkenni að ég hef lítið kvittað og hef smá samviskubit yfir því en lofa (næstum því Cool) bót og betrun þegar sól fer að lækka og fyrstu hressandi haustlægðirnar ganga yfir okkur af sinni alkunnu snilld W00t
 
Ég sakna ykkar og vona að þið hafið það gott. Góða nótt og sætasta drauma Heart.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Við söknum þín líka

Huld S. Ringsted, 12.8.2008 kl. 20:43

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Huld

Sunna Dóra Möller, 12.8.2008 kl. 20:46

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hvað er þetta supernational sem þú hendir þér framan við?? skondin lýsing, skil að þú getir ekki bloggað ef mikið er að gera, en ég bíð róleg og fylgist með þér, það er alltaf gott að lesa bloggin þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.8.2008 kl. 22:02

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Einhver saknar þín?  Heyrðu góða ég dauðsakna þín alltaf þegar þú ert ekki á blogginu vúman.

I don´t have to state the obvious.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2008 kl. 22:39

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Supernatural eru snilldarþættir.....bandarískt afþreygingarefni með yfirnáttúrulegu ívafi....draugar, andar, djöflar og hele klabbet.....Tímamótaverk !

Takk Jenný !

Sunna Dóra Möller, 12.8.2008 kl. 22:43

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Oh hvað ég er fegin að sjá þig á blogginu! það er í það minnsta betra að vinna og hafa mikið að gera en að vera í bloggleti eða depurð eins og hrjáir mann stundum.

Knús á þig duglega kona.

Edda Agnarsdóttir, 12.8.2008 kl. 23:46

7 identicon

saknaði þín líka

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 11:10

8 Smámynd: Helga Dóra

Maður verður nú að fá að vita að þú sért á lífi og solisss...... Gott að heyra af þér...

Helga Dóra, 13.8.2008 kl. 13:14

9 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk allar fyrir hlý orð

Sunna Dóra Möller, 13.8.2008 kl. 18:29

10 Smámynd: halkatla

nú er kominn tími til að hætta í bloggpásu og svona

halkatla, 22.8.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband