28.8.2008 | 12:46
Það er að draga til tíðinda í veðrinu....
Það fór um mig sælutilfinning þegar Siggi stormur sagði þetta rétt í þessu í veðurfréttum. Þetta hefur ekki heyrst núna um alla langt skeið og ég hreinlega farin að sakna þess að fá eins og einn góðan storm ! En nú er þetta sem sagt staðreynd....það er að koma stormur og slagveðurs rigning af verstu gerð! Það er eins gott að það komi vont veður og slatti af rigingu til að þurrka gleðibrosið af landsmönnum sem hefur ekki farið af þeim í öllu þessu handboltafári. Ég bara kann ekki við svona mikið af gleði....öllu má ofgera !
- Ég er annars í smá logni, búin að fræða 110 fermingarbörn í síðustu viku um Jóhannesarguðspjall og nú er vetrarstarfið fram undan.
- Búin að koma yngstu dóttur minni í skóla, en hún að byrja núna í 6 ára bekk.
- Búin að koma hinum tveimur grísunum af stað líka.
- Búin að gera mest lítið alla þessa viku.
- Er að reyna finna neistann til að byrja að skrifa tímamótaverkið aftur eftir langa, langa, langa hríð.
- Er að reyna að hugsa ekki of mikið um hluti sem ég get ekki haft nein áhrif á.
- Er að reyna að pirrast ekki of mikið yfir öllum þeim hlutum sem ákváðu að bila í þessum mánuði, þar má telja báða bíla heimilisins og nú síðast þvottavélin.
- Er að reyna að hætta að borða nammi.
- Er að reyna að fara að hreyfa mig.
- Er að reyna að hætta að reyna svona mikið !
Ég þori ekki að lofa að nú sé endurkoman mikla í bloggheima að eiga sér stað....það er svo ansalegt að segjast vera komin aftur á fullt en svo gerist ekkert. En það er alla vega kominn meiri tími til að blogga núna aftur og hver veit nema eitthvað gerist....vegir Guðs eru órannsakanlegir sagði einhver snillingur !
Eigið góðan dag og gleðilegan storm !
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
æðislega gaman að sjá þig hér aftur, nú finn ég að þú ætlar að skrifa amk 2 pistla á viku um hríð ekki satt? Það er nóg á meðan maður er að magna upp bloggstorm innra með sér.
En hérna, gleðilegan veðurstorm - ég er alveg sammála þér um það sem hann þýðir
halkatla, 28.8.2008 kl. 15:16
alla vega tvo....... .... jafnvel þrjá ef ég kemst í fyrsta gír , pínu gremjulegt að hanga lengi í hlutlausum !
Sunna Dóra Möller, 28.8.2008 kl. 17:16
Gott að heyra af þér.... 3 börn á frunnskólaaldri... Heldur betur mikið að gera hjá þér..... Gangi þér vel vinkona...
Helga Dóra, 28.8.2008 kl. 17:42
Ég er búinn með minn grunnskólakvóta.Og reyndar framhaldsskólakvótann líka.Nema hvað "fósturbarnið"er í framhaldsskóla
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 18:34
velkomin aftur, ég ætla líka að fara að hreyfa mig, borða minna o.s.frv.. það á víst að sleppa orðinu ,,reyna" .. það virkar víst betur..
(Jóga besserwisser)
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.8.2008 kl. 19:51
Ég er bara glöð að sjá þig aftur Sunna mín.
Og sumir eru glaðir með storminn, jájá og eru vaknadi til að taka á móti honum.
Úff svo gaman.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2008 kl. 01:12
Já það er hressandi að fá storm Sunna Dóra mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2008 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.