14.10.2008 | 14:50
Tvær ástæður fyrir því að ég get ekki búið í Afríku!
Eflaust finnst einhverjum þessi dýr vera pínöts en ekki henni mér. Ég er annars eins og sést af þessum myndum búin að endurheimta Afrikufarann heim á ný. Mig langaði einhvern veginn ekki að blogga um kreppu og banka og allt það Það er einfaldlega of mikil óreiða í hausnum á mér vegna alls þess sem á hefur dunið. Ég held að mín kynslóð þurfi svolítið að skoða málin alveg upp á nýtt enda þekkjum við almennt ekki annað en góðærið síðastliðinna ára. Frjálst aðengi að lánsfé, visa rað, bílalán, yfirdráttarheimildir, myntkörfulán og stanslausa veislu. Við erum innlit/útli kynslóðin sem kom í sjónvarpið og sýndi nýuppgerðar íbúðir og rándýra hönnun og ég veit ekki hvað og hvað. Mér hefur alltaf fundist gaman í veislum og en mér leiðast timburmenn og vill forðast þá eins og heitastan eldinn! Eitthvað held ég nú að timburmennirnir sem núna dynja á verði óumflúnir. Mín kynslóð kann held ég lítið á kreppur og þess vegna vil ég bara núna sitja á hliðarlínunni og fylgjast með. Ég finn með öllu því fólki sem er að tapa og missa vinnuna, þetta er held ég eitthvað sem er að gerast í öllu okkar nærumhverfi og engin er ósnortinn af þessu. Kannski syrgi ég líka innst inni blekkinguna og veisluna......kannski langaði mig til að trúa að allt þetta gæti gengið alveg hindrunarlaust! Eins og ég sagði að þá er allt í óreiðu í hausnum á mér og það kemur hér fram í sundurlausri færslu!
En ég verð alla vega á Íslandi áfram......ekki í Afriku, það var svona puntkurinn neð færslunni !
blessíbilinu!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er voða feginn að svona dýr séu ekki hér á klaknum..........ég vona innilega að við " innlit/útlit kynslóðin" lærum eitthvað að þessu fylleríi, tökum timburmennina alvarleg og lærum að drekka í hófi.
Brussan, 14.10.2008 kl. 19:13
Ég vona innilega að þessar vinkonur hafi ekki komið heim með Afríkufaranum... OJ.
Ég er þakklát fyrir það að kunna að lifa á litlu sem engu eftir að hafa verið öryrki í nokkur ár... Ég græði á þeirri reynslu núna.....
Helga Dóra, 14.10.2008 kl. 20:30
Ertu í lagi kona að henda þessu fram án þess að banna utnan geðheilbrigðismarka?
Sá hann stórar loðnar?
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.10.2008 kl. 21:02
Silla: Við þurfum sannarlega að læra að drekka í hófi og ég trúi og vona að við gerum það með reisn !
Helga: Þú hefðir átt að sjá mig þegar ég opnaði töskuna hans....ég er enn að skoða mig um í þvottahúsinu til að kanna hvort ég sjái eitthvað útlenskt á hreyfingu ! Þú ert svo dugleg Helga og það sem þú ert að gera núna er aðdáunarvert, þú átt alla mína virðingu !
Jenný: Mér fannst þetta alveg stórkostlegt myndefni ! Hann sá engar stórar loðnar......bara þessa á myndinni sem hann tók....held að hann hafi sjálfur verið pínu fegin að sjá ekki þessar stærstu !
Sunna Dóra Möller, 14.10.2008 kl. 22:10
Þessir ormar eru eitthvað sem að ég myndi óttast fram yfir öll skordýr. Eru þarna ormar sem að t.d. grafa sig inn undir skinn og lifa þar sældarlífi sem sníkjudýr. Sjást oft sem hringir undir húð í t.d. hársverði.
AFAR ógeðfellt.
Þetta er hins vegar held ég lengsta "ekki-kreppu" bloggfærsla sem að ég hef lesið sem er engu að síður um nákvæmlega það
Baldvin Jónsson, 15.10.2008 kl. 08:38
Baldvin: Bolli fór fram hjá einhverju vatni, stóru man ekki nafnið í augnablikinu og þar er stranglega bannað að fara ofan í vegna þess að þar eru einmitt pöddur eða ormar sem éta sig inn undir húðina og lifa þar og borða nægju sína !
Ég hef einstakt lag á að ekkiblogga blogg !
Sunna Dóra Möller, 15.10.2008 kl. 08:45
Æi, gott að húsbandið er komið heim, mér fannst hálf óþægilegt fyrir þína hönd að vita af honum lengst í fjarskanistan. Smá meðvirkni:-) Pöddur, ullabjakk...
Sigríður Gunnarsdóttir, 15.10.2008 kl. 09:00
Takk Sigga ...mér fannst alveg ofsalega gott að fá hann heim enda fór allt fjandans til á meðan hann var í burtu, best að hann sé bara heima til að passa að allt gangi sinn vanagang! Þegar þeir ætluðu til kenýa í janúar, þá fór allt til fjandans þar og núna þegar þeir fóru loksins...þá fór allt til fjandans hér ! alveg merkilegt.......best er að vera bara heimóttarlegur og fara kannski allra lengst upp í borgarnes, það eru góðar pizzur í Hyrnunni !
Sunna Dóra Möller, 15.10.2008 kl. 09:11
Gott ad bua a Islandi, bara vinaleg Karlotta kongulo og litla lirfan ljota! Engin horrorcreatures..
Kvedja fra Florida, verd komin heim eftir taepan solarhring.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.10.2008 kl. 09:28
Góða ferð heim
Sunna Dóra Möller, 15.10.2008 kl. 09:31
Vatnið heitir Viktoríuvatn og er víst stærsta stöðuvatn veraldar.
Bolli Pétur Bollason (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 13:02
Höfum það frekar með stærstu stöðuvötnum veraldar. Það er stranglega bannað að vaða út í það, því þar eru einhverjar eðalpöddur, sem valda konunglegum en lífshættulegum sjúkdómi.
Bolli (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 13:08
Ég hef séðeina stóra og loðna sem býr í Breiðholti
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 15:21
Hæ mása mín! Ja, mikið lifandis skelfing er ég fegin að Afríkufarinn skuli vera kominn heim! Það er beinlínis vont að missa góða menn í aðrar heimsálfur þegar svona hörmungar ganga yfir. Karlinn er alinn upp í sveit og þar með vanur að umgangast orma og köngulær!! Hann hefur sýnt töluvert hugrekki með að nálgast þessar eðalpöddur til að mynda þær!! Ég ráðlegg ykkur að fara inn á landpostur.is og sjá dýrin sem heimsækja mig þessa dagana. Ég ber orðið ábyrgð á spá um harðan vetur á norðurslóðum! En, annars, afmælisbarnið er ekki gleymt og sendi ég dýrindis "diskógalla" í dag, sem er nauðsynlegur þegar maður er 6 ára. hann ætti að berast annaðhvort á morgun eða hinn! Bestu norðankveðjur Hlín
Hlín Bolladóttir (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 18:30
Skynsamlega mælt Sunna Dóra mín. Með ungt fólk eins og þig, þarf ekki að óttast framtíðina. Hvað varðar þessi dýr, þá lærum við að lifa með þeim dýrum sem eru í kring um okkur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2008 kl. 19:42
Birna: Ég fæ alveg hroll !
Ásthildur: ..takk fyrir hlý orð!
Sunna Dóra Möller, 15.10.2008 kl. 19:56
Hlín: Takk fyrir Möttuna, það verður gaman að taka á móti pakka að norðan....enda hún pakka kona mikil og hefur hún fengið góðan afmælisgróða síðastliðna daga, býst þó ekki við að við förum með hann í banka, nema þó væri Sparisjóð suður-Þingeyinga ! Það var gott að fá húsband heim enda heimilið ekki það sama án hans.....ég er þó fegin að hann flutti ekkert af þessum kvikindum inn en það voru mínar stóru áhyggjur við heimkomuna að einhver áttfætla hefði húkkað sér far til litla Íslands ! Ég skoða hverju þú ert að spá, vonandi engum frostavetri þó, það væri nú alveg á bætandi ofan á allt ! Bestu kveðjur norður yfir heiðar !
Sunna Dóra Möller, 15.10.2008 kl. 20:17
oj þau mega ekki koma við mig en mér finnst þetta samt æðislegar og heillandi myndir
Ísland er geggjað land, við erum ýkt heppin - þótt einhver klúðri eru samt alveg nógu margar sauðkindur hér til að redda því, í alvöru, ég ekki bara trúi því heldur veit. Alþingi og ýmsar stjórnunarstöður hafa lengi bara verið dumping ground fyrir Ingjaldsfíflin okkar, núna er kominn tími til að finna viðeigandi úrræði fyrir þau
halkatla, 21.10.2008 kl. 01:33
Ertu bara í því að knúsa kallinn eftir að hann kom heim! Hætt að blogga??
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.10.2008 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.