Tilkynning...

jólatréeÉg er ekki hætt að blogga, ég er bara í svo djúpri sorg yfir að fá hugsanlega ekki lifandi jólatré í ár að ég get ekki á heilli mér tekið! Svona hefur góðærið gert mann kröfuharðan!!! Sjáiði til kæra fólk, maður vill sinn útlenska fallega Norðmannsþin og engar refjar!! 
 
Annars stefni ég á að hefja blogg að nýju þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er búinn að samþykkja milljarðana og Norðurlöndin eru búin að ákveða að hjálpa litlu vinum sínum í Norðurhöfum.....þá mun ég blogga og kommenta sem aldrei fyrr og býst við að færslur verði með gengdarlausu jólaívafi í samræmi við peningarstefnu Seðlabankans!
 
Þangað til ekki gefast upp, það er alltaf eitthvað gott í öllu illu....W00t!
 
Tjuss og kærleikskveðjur Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér gæti ekki verið meira sama um jólatrén.Er ekki með börn svo engin pressa er vegna þeirra.En það er mikið ódýrara þegar til lengri tíma er litið að vera með gervitré.Ég er ekki búin að ákveða hvort ég verð með tré í ár.Gangi þér vel að finna tré.Það má þá alltaf laumast útí skóg

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 20:45

2 Smámynd: Helga Dóra

Myndi nota 180 cm langa gullfallega skátatré mitt ef ég ætti ekki svo erfiðan mann sem vill bara ekta tré... Finnst þau lykta ómögulega og eru alltaf svo hræðilega ljót og skökk......  En ekki að marka mig.... Ég er Herra Skröggur, Trölli og Glanni glæpur samanlasgt þegar kemur að jólunum....

Helga Dóra, 25.10.2008 kl. 21:48

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.10.2008 kl. 18:05

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég fer þá bara út í Kjarna og hegg niður eitt stykki jólatré

Huld S. Ringsted, 26.10.2008 kl. 19:40

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hehe, ég er bara ánægð að fá lifandi, sama hvaðan það er, allt betra en gervi!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.10.2008 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 66275

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband