Færsluflokkur: Bloggar

Sveitin og fleira!

Við vorum að lenda rétt í þessu eftir helgardvöl í sveitinni. Það er alveg merkilegt hvað það gerir fyrir mann að fara út úr bænum. Ég er annars svo mikil borgarkona að ég bara á stundum erfitt með kyrrðina og myrkrið. Alltaf þegar ég kem fyrst í sveitina er ég alltaf á vaktinni eftir því hvort að það sé ekki annað fólk í kringum okkur í sínum bústöðum. Og ég einhvern veginn róast við að sjá ljós og bíla í kringum mig. Þá veit ég af fólki og ég sé alltaf fyrir hvert ég myndi hlaupa í það og það sinnið ef að brjálaður axarmorðingi lætur sjá sig! Spurning um að vera fórnarlamb bandarískrar hollívúdd menningar....Whistling!

En hér eru myndir:

haustbústaður 013

haustbústaður 017

haustbústaður 018haustbústaður 028haustbústaður 027

haustbústaður 032haustbústaður 031haustbústaður 030

haustbústaður 023Fermingarbarnið mitt og unglingurinn upp á þaki að hlusta á FM tónlist....Whistling!

Þetta eru svona smá glefsur frá helginni sem fór í leti og nammi át!

Ég vil einnig vekja athygli á að ég hef skipt um mynd af mér efst á síðunni. Var með mynd af mér með eldkyndil. Mér fannst sú mynd eitthvað svo dökk og þetta ljósberaþema eitthvað vandræðalega messíasarkomplexalegt. Núna er ég í síðkjól með gaffal á lofti. Ég ákvað að taka svona Morticiu Adams stef á þetta núna og sjá hvort það virkar betur. Þau sem héldu að ókunnug kona væri að kommenta hjá sér ..... Þorrí að ég lét ekki vita af þessum breytingum og takk fyrir að henda mér ekki út af vinalistum vegna þessarar breytingar Heart! Fólk hefur nú hent vinum út fyrir minna en þetta sko....jafnvel bara fyrir að vera ekki á sömu skoðun......Halo!

En nú bíður grænmetissallat og agalega gróft brauð til að vega upp á móti sælgætisáti helgarinnar!

þangað til næst.....tjusssss....

p.s. þetta er ég núna: brúðkaup 098


Mæ happí pleis...

Nú er ég stödd á hamingjustaðunum mínum. Jams og það sem meira er að ég er nettengd þar, þannig að netáhugamanneskjan ég (vil ekki segja netfíkill það er svo neitkvætt orð eitthvað Whistling, maður notar ekki neikvæð orð á hamingjustaðnum sínum!!!) þarf ekki að hafa áhyggjur af því að missa af öllu fjörinu og eiga það á hættu að vera hent út af bloggvinalistum vegna kommentaleysis og allt Crying....já maður getur svo sannarlega óttast ýmislegt, sérstaklega þegar maður sér menn henda út góðu fólki bara vegna þess að eingöngu smá skoðanaágreiningur ríkir og svo virðast menn ekki einu sinni fatta að þeir eru búnir að segja skilið við bloggvininn for gúd og halda bara áfram að kommenta inni á síðu bloggvinsins sem að búið var að segja skilið við. Svona fólk er náttlega bara ótrúlegt Devil. Þannig að það er skiljanlegt að maður beri jú kvíða í brjóst yfir öllu þessu og sé skelfingu lostinn yfir svona eineltismálum hér á blogginu. Það má jú hafa áhyggjur ... ég sem hélt að allir í bloggskógi ættu að vera vinir.... en svo eru jú alltaf einhverjir sem þurfa að skemmileggja bloggfriðinn...W00t!

Annars ætlaði ég ekkert að fara út í svona leiðindamál enda laugardagur, maðurinn minn farinn að skíra barn og ég með grísina mína þrjá hér kyrrðinni, fjarri ljósum stórborgarinnar. Ég er með nokkrar námsbækur svona til að friða sálina en með í töskunni kom líka 1. og 2. sería af Office, bresku útgáfunni og ég er að velta fyrir mér hvort mun hafa vinninginn þegar álíður ...... sjónvarpið eða Reader-Reasponse Criticism......reynið nú að giska.

Eníhú..læt þetta nægja úr sveitinni í bili...

Verum nú góð við bloggvini okkar þó að þeir eða þær eru á ólíkri skoðun og við erum sjálf ... annars neyðist ég til að hringja í blogglögguna PolicePolice og hugsanlega bloggsérsveitna með NinjaNinja....og þá fyrst fara málin að flækjast!

Kveðjur úr uppsveitum Borgarfjarðar!


Merkilegt...

Í dag var ég næstum því þrisvar sinnum lent í árekstri....ó já Crying!

Í öll skiptin var það einhvern vegin hinum bílstjórunum að kenna.....Devil

af því að ég er svo vel vakandi og með á nótunum í umferðinni......Sleeping

þetta er alveg dagsatt og engin lygi WhistlingHalo!


Ég skrifa undir!!

Mikið er ég glöð að sjá svona framtak og tek ofan fyrir fólkinu sem að hleypti þessu af stað.

Það er komin tími til að þjóðarsátt verði um bætt kjör þeirra sem að sjá um börnin okkar alla daga vikunnar.

Þetta eru jú börnin okkar og okkur á að vera annt um það fólk sem að eyðir oft meiri tíma á dag með þeim en við gerum sjálf!

Það er líka kominn tími til að borgaryfirvöld og menntayfirvöld komi með lausnir í þessum málaflokki og það verði lausnir sem að horfi einmitt til framtíðar en ekki bara einhverjar skammtímalausnir!

Ég skrifa glöð undir svona áskorun enda foreldri 5 ára stúlku sem er á leikskóla og er með skertan vistunartíma vegna manneklu!

Samstaða foreldra skiptir öllu í þessum málum.......börnin okkar eru þess virði að við styðjum við starfsfólk leikskólanna í þessum málum!

tjusss....


mbl.is Foreldrar krefjast þess að laun leikskólastarfsmanna verði bætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Unga Ísland!!

Eins og fram hefur komið í fyrri færslum að þá eigum við hjónin dóttur. Hún er alveg að verða fimm......eftir 13 daga Wizard  og hún er byrjuð í skólahóp, alveg ótrúlega montin og ánægð með sig enda alveg ástæða til þegar um er að ræða fallegustu stelpu í heimi Heart!

Hún hefur þó átt við, það að vera með málþroskahömlun. Hún greindist með það í janúar 2005, hún var síðan um haustið send á Heilsuverndarstöðina í greiningarteymi og í framhaldi af því vísað í Talþjálfun Reykjavíkur. Hún átti sem betur fer beiðni afturvirka frá því að hún var send á Heyrna- og tal í jan 2005 og þess vegna sáum við fram á styttri bið en margir foreldrar eru að horfa fram á í dag.

Það voru því gleðitíðindi þegar við fengum þær fréttir í maí síðastliðinn að hún væri komin inn í Talþjálfun Reykjavíkur. Kostnaðurinn átti ekki að vera mikill þar sem Tryggingastofnun samþykkti að greiða niður 50 tíma fyrir hana og þá var tíminn á tæplega 800 krónur. ´

Hún fór í nokkra tíma.....síðan kom sumarleyfi og nú er kominn október og hún er búin að fara í tvo tíma eftir leyfi. Hún þarf á þessari aðstoð að halda vegna þess að ef ekki er tekið á þessu getur hún átt erfitt með að læra að lesa og átt við frekari námserfiðleika að stríða þegar hún er komin í skóla en það er nú bara næsta haust sem það skellur á.

En nú virðist allt vera í uppnámi milli Talþjálfunar og Tryggingarstofnunarinnar og samningar ekki lengur í gildi að mér skilst. Við þurfum því að greiða núna tæplega 5000 krónur fyrir skiptið og svo getum við "látið á reyna" hvort að Tryggingarstofnun endurgreiðir sinn hlut, það er þó ekki víst. Nú má ekki misskilja mig að ég sjái eftir þessum peningum í dóttur mína, alls ekki. En þegar maður er farin að borga 20-25.000 á mánuði þá er það heilmikið og efnalítið fólk hefur ekki efni á að borga svona mikið og þá er farið að skapa aðgreiningu þegar kemur að börnum og aðstoð þeim til handa innan kerfisins.

Ég á eiginlega ekki til orð í dag vegna þess að mér finnst einhvern veginn alls staðar þar sem að gripið er niður gagnvart börnum í samfélaginu að þá er pottur brotinn. Svona mál þegar kemur að sértækum úrræðum fyrir börn eiga ekki að fara í uppnám og það á að vinna að því hörðum höndum að barnanna velferð sé í fyrirrúmi.

Það er svo merkilegt að um leið og við fengum þessar upplýsingar að samningar væru í uppnámi milli Talþjálfunar og Tryggingastofnunar, var mér tilkynnt um skerðingu á leikskólatíma þessarar sömu dóttur minnar.

Þannig að við horfum fram á skerðingu í tveimur málaflokkum þegar kemur að yngstu dóttur okkar í dag.

Gott að vita að framtak í málaefnum barna og þeirra velferð er á sterkri siglingu í dag hjá þeim sem að stjórna ríki og borg Crying!


Af gullkornum sem falla hér á heimilinu...

Ég á son sem er að fara að fermast í vor. Hann hefur smátt og smátt orðið meiri unglingur og við einhvern veginn höfum bara allt í einu orðið vör við það. Það byrjaði eiginlega í síðustu viku þegar ball var í aðsigi.

Það var hið svo kallaða Rósaball. Hann fór fram á það við móður sína nokkrum dögum fyrir ball að fá aflitaðar ljósar strípur. Ég ætlaði aldeilis ekki að leyfa honum það....ó nei! En ég gaf svo eftir (alltaf sama staðfestan) og leyfði honum að fá þessar strípur. Hann kom síðan heim alveg alsæll og fór á ballið með ljóshærðri draumadís og mamman sat heima með svona nostalgískar tilfinningar og smábarnamyndnir af drengnum í fanginu og ef að vel var að gáð mátti sjá tár á hvarmi....

Síðan líða nokkrir dagar og amma drengsins kemur heim frá útlöndum með forláta jakka handa drengnum. Mér leist afar vel á hann en hann verður kyndarlegur á svipinn. Ekki vildi hann nú þiggja jakkann og vandræðagangurinn var alveg ógurlegur á honum. Síðan á leiðinni heim spyr ég hann af hverju hann vildi ekki jakkann, drengurinn svarar að bragði: Mamma....ég lít út eins og ég fíli metallica í jakkanum.......Ég er hnakki!!!

Drengurinn á litla systur sem er algjör mömmuflís. Hún vill helst ekki vera hjá neinum öðrum og finnst ég best í heimi. Ég var að svæfa hana í gær og þá spyr sú stutta: Mamma ég vil ekki sofa í mínu herbergi! Ég sagði það hún mætti alveg sofa hjá mér í nótt. Þá brosti hún og sagði: Já mamma......alltaf!

Ég sá hana fyrir mér fertuga á milli.........en svo hugsaði ég um unglinginn minn sem sat frammi að hnakkast eitthvað og vissi nú innsi inni að hún myndu nú skipta fljótt um skoðun. Það er merkilegt hvað börn eru allt of stutt börn og tíminn sem að maður er með þeim eitthvað lítill í samhengi við allt lífið.

Well.....smá hugs á þessu morgni! Framundan foreldraviðtöl...vinna og æskulýðsfundur í kvöld!

Gúdbæ!


Full af gleði yfir lífsins undri...

Ég varð í dag föðursystir í fyrsta sinn. Bróðir minn eignaðist í dag sitt fyrsta barn og það var drengur sem er pínulítill og krúttlegur og yndislegur og allt .... Heart!

Það er sannarlega kraftaverk þegar nýtt líf fæðist í heiminn og ég er sannarlega full af gleði yfir þessu litla undri sem að er kominn í heiminn.

Ég veit að þennan dreng á ekki eftir að skorta neitt, því að hann á bestu foreldra í heimi sem munu elska hann og passa vel upp á hann.

Það er því sannarlega gleðidagur hér í fjölskyldunni og almenn ánægja með nýjasta einstaklinginn Smile!

tjusss í bili.....


The secret of my success......

Svona verður maður víst ríkur á þessum síðustu og verstu ........... á skrúfusölu Cool!

Ég er einmitt alltaf að leita að sniðugum leiðum til að verða rík..... kannski að hér sé komin lausnin.....eða kannski ekki.........hugsanlega er þessi maður bara með lausa skrúfu....Whistling!


mbl.is Stal milljón skrúfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

*geisp*

Góða nótt!

Sofðu rótt!

Í alla nótt!

Don´t let the bed bugs bite......Sleeping


Haustlitaferð!

Við skelltum okkur í haustlitaferð á Þingvelli rétt áðan! Það var bara hressandi og stelpurnar nutu sín! Við fórum að Drekkingarhyl þar sem dömurnar mínar voru mikið að velta fyrir sér afdrifum þeirra kvenna sem að var drekkt í hylnum. Það er merkilegt að koma þarna við og vera innan um þessa sögu sem hvílir á þessum stað, vegna þess að hún er bæði svo merkileg en í senn svo sorgleg.......það fylgja blendnar tilfinningar að ganga þarna um!

En hér eru nokkrar myndir Smile!

Þingvellir 022

Þingvellir 006

Þingvellir 008

Þingvellir 009

Þingvellir 010

Þingvellir 011

Þingvellir 017

Þingvellir 021

Þingvellir 018

Svona var þessi sjóferð.....

skjáumst!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband