Færsluflokkur: Bloggar

Ég er Svínka....

Tók próf um hvaða persóna ég er í Prúðuleikurunum og viti menn ég er:

You Are Miss Piggy
A total princess and diva, you're totally in charge - even if people don't know it.
You want to be loved, adored, and worshiped. And you won't settle for anything less.
You're going to be a total star, and you won't let any of the "little people" get in your way.
Just remember, piggy, never eat more than you can lift!

Sá þetta próf hjá henni Silvíu bloggvinkonu minni og ég átti nú ekki von á svona dramatískri niðurstöðu en ég er Svínka......þá veit ég það W00t!

Slóðin ef þíð viljið vita hver þið eruð er hér: http://www.blogthings.com/themuppetpersonalitytest/

 


Færsla sem að skiptir engu máli...

Mig langar til að deila með fólki tilgangslausum staðreyndum:

  • Mér finnst bananabrauð alveg hrikalega gott!
  • Mér finnst Lindt súkkulaði eitthvað það besta sem ég fæ!
  • Ég fæ hluti stundum svo mikið á heilann að það jaðrar við áráttu- og þráhyggjuhegðun.
  • Mér finnst alveg leiðinlegast í heimi að vakna klukkan 7 á morgnana.....Sleeping!
  • Ég elska að lesa bækur og ég er að lesa margar í einu.
  • Ég þjáist af valkvíða á háu stigi og ef ég á að gera marga hluti getur farið alveg klukkutími í skipuleggja á hverju ég á að byrja Whistling!
  • Ég veit aldrei hvað ég á að elda í kvöldmatinn og geng á ca. 5 uppskriftum sem allir á heimilinu eru komin með nóg af Sick!
  • Mér finnst svo leiðinlegt að skúra að það eru engar hömlur á.....Shocking!
  • Mér finnst líka leiðinlegt að taka úr uppþvottavélinni...

En ég elska lífið og allt sem að því fylgir, ég veit að það koma erfiðir dagar með öllu þessu leiðinlega og erfiðleikum.... en ég veit líka að það birtir til og góðu tímarnir koma líka. Lífið er stundum svo óútreiknanlegr en samt svo dýrmætt!

Góða nótt InLove! 


Merkilegt!

Það er svo merkilegt þegar maður uppgötvar nýjar hliðar á sjálfum sér og það er eitthvað sem að maður hélt að maður gæti aldrei gert og ætlaði aldrei að gera en svo eru aðstæðurnar allt í einu orðnar áhugaverðar en voru áður ógnvekjandi.........tilveran er stundum svo undarleg Cool!

Þetta flokkast undir upphátt hux!!


Blogg og blogg!

Ég er þannig gerð að ég fæ hluti alveg óskaplega mikið á heilann. Ef að mér finnst eitthvað áhugavert að þá heltekur það mig og ég get ekki hætt að hugsa um það. Eins og ef ég fer í bæinn til dæmis og sé föt sem að mig langar í  en kaupi þau ekki....þá hugsa ég stanslaust um þessi föt þangað til að druslast aftur í búðina og kaupi þau.

Þannig er það með bloggið líka, mér finnst alveg rosalega gaman að blogga og fylgjast með öðrum og ég les fullt af bloggi á hverjum degi. En fyrir helgi þurfti ég að taka mér smá pásu frá þessu vegna þess að ég fann að ég var farin að vera hér inni öllum stundum. Það er ekkert voða gott þegar eitthvað er farið að stjórna manni á þann hátt að manni finnst eins og maður sé að missa af einhverju ef að ekki er setið við tölvuna öllum stundum 24/7.

En ég fór bara upp í bústað með familiíuna og við áttum góðan sólarhring þar. Síðan var barnastarf að byrja í Bessastaðasókn í gær...og Dorrit mætti ekki, ég var pínu svekkt Cool en ber minn harm í hljóði eins og ávallt þegar ég tekst á við stór vonbrigði!

Núna er ég að fara að vinna að ritgerðinni og svo er barnastarf eftir hádegi.

Ég er annars bara nokkuð kát og ætla að sjálfsögðu að blogga meira og halda áfram að fylgjast með mínum skemmtilegu og áhugaverðu bloggvinum Heart. En ég ætla ekki að láta umræðu sem að truflar mig, fara í taugarnar á mér og það er margt sem að ég les sem að ég á erfitt með að skilja og þá fer ég að taka slíka umræðu inn á mig og það er ekki gott. Ég viðurkenni að oftar en ekki er umræðan trúartengd og það er ekki gott að taka hluti inn á sig! Ég er greinilega ekki eins umburðalynd gagnvart öllum skoðunum og ég hélt.....alltaf gott að komast að því að maður er ekki fullkominn *fliss* W00t....það er kannski stóri lærdómurinn við bloggið, að komast að því að maður hefur bara ekki umburðalyndi fyrir öllu Shocking. En ég bara held mínu striki as olveis InLove ... blogga um hluti sem að mér finnast áhugaverðir og skemmtilegir og sérstaklega prógressív guðfræði. Það er mitt áhugasvið og ég bara læt það flakka hér inni á þessari síðu minni! Það er jú alltaf best að vera sjálfum sér trú....Smile!

Hef a næs dei!

Síjúgæs!

 


Daglegt amstur!

Varúð!!! Þetta er blogg um hversdagslega hluti þannig að þau sem þola ekki blogg um venjulegt fólk sem er að gera venjulega hluti án þess að koma með lausn á alheimsvandanum eru beðin um að forða sér hið snarasta Devil!

Annars er búið að vera alveg ótrúlega mikið að gera síðustu daga. Ég er svo heppin að vera í töluvert miklu barnastarfi í Neskirkju og er það nánast alla daga við undirbúning og að koma starfinu af stað. Ég vinn með æskulýðsfulltrúa kirkjunnar Sigurvin Jónssyni og samstarfið gengur bara vel og mér finnst ég afar lánssöm að vera í starfi í Neskirkju. Það er svo gott fólk þar að vinna og góður andi að ég hlakka til að mæta til vinnu á hverjum degi.....án gríns Whistling!! 

Þetta er líka samt strembið þar sem að ég er að gera hluti sem að ég hef aldrei tekist á við en einnig hluti sem ég hef öðlast smá reynslu í, í starfi í fyrra vetur.

Það er átak að læra nýja hluti og treysta sér í það og það er einnig mikil ábyrgð að vinna með börnum en mér finnst það bara svo gaman að ég myndi ekki vilja sleppa þessu tækifæri. Einnig nýtist þetta mér í starfsþjálfun kirkjunnar!

Annars er allt bara í góðu gengi hér á bænum, allir smá kvefaðir eins og annar hver Íslendingur og svona.....annars bara allir hressir.

Mattan mín á að fara í hálskirtlaaðgerð og mér finnst það skelfilegt....þó að það sé henni fyrir bestu að þá þoli ég illa þegar börnin mín eru svæfð og get hreinlega ekki fylgt þeim inn í slíkt. Þær hafa báðar stelpurnar mínar fengið rör og Mattan er nefkirtlalaus og ég bara græt þegar þær eru svæfðar. Merkilegt hvað lífið færir manni alltaf eitthvað til að kvíða fyrir....heldur manni svona passlega við efnið og raunveruleikann.

Sigrún mín bara les og les og hún hefur skipulagshæfileika dauðans. Herbergið hennar er alltaf skipulagt í þaula og hún þolir illa ef að einhver ruglar skipulaginu og jafnvel vogar sér að leika sér, það er hinn versti glæpur. En hún er alveg eldklár og gaman að fylgjast með henni hvað hún blómstrar....eitthvað svo lík mömmu sinni Tounge!

Jakob gelgjast bara og gelgjast. Hann fór á sitt fyrsta skólaball um daginn...og það var sko heil dolla af De-fi í hárið með tilheyrandi klukkutíma fyrir framan spegilinn. Hann labbaði sjálfur út í Nóatún um daginn og fékk vinnu við að safna saman kerrum um helgar. Ég var bara stolt af honum að bjarga sér svona sjálfur InLove!

Bolli er á fullu í vinnunni, ásamt því að vera að sækja um mastersnám í guðfræðinni. Hann ætlar að vinna verkefni undir handleiðslu prófessors Pétur Péturssonar um íslenska predikunarhefð. Mér finnst þetta alveg frábært hjá honum, nú munum við hjónin sitja á köldum vetrarkvöldum í vetur og lesa guðfræði og skrifa! Einnig er hann að vinna ásamt fjölskyldu sinni að útgáfu að predikunarsafni föður síns, sr. Bolla Gústavssonar, en stefnt er að útgáfu á völdum predikunum eftir hann seinna í haust vonandi ef að allt gengur eftir. Þetta alveg frábært framtak til heiðurs afar mætum og góðum manni og ég hlakka til að sjá þessa bók útkomna.

En þetta er svona það helsta úr fréttum þessa vikuna!

tjussss....


Sjálfsgagnrýni....

Það er erfitt að vera kona með fullkomnunaráráttu. Ég vil gera allt vel og legg mig fram um að gera hlutina eins vel og ég get. Ég geri líka þær kröfur til mín að hlutir sem að ég hef aldrei komið nálægt og er að gera í fyrsta sinn séu fullkomnir og óaðfinnanlegir. Ef að það sem ég er að gera hefur "næstum því gengið vel".....þá hugsa ég um það litla sem að fór miður stanslaust. Ég fæ það alveg á heilann og er viss um að allir séu að hugsa nákvæmlega um það sem að fór úrskeiðis og tala bara um það.

Þannig velti ég mér upp úr því neikvæða út hið endalausa og bý til senur í huganum þar sem fólk situr heima hjá sér og diskúterar sín á milli þetta litla atvik þegar mér varð aðeins á.....Shocking!

Það er ágætt að gera til sín kröfur....en þegar maður er hættur að leyfa sér að læra og venjast nýjum hlutverkum....þá er kannski kominn tími til að hugsa sinn gang...það hefur víst enginn orðið óbarinn biskup....eða þannig Halo!

Of mikil sjálfsgagnrýni er líka svo sjálfsmiðlæg, maður hættir einhvern veginn að sjá heildamyndina og fólk í kringum sig vegna þess að maður  er alltaf að ímynda að aðrir séu að hugsa um mann og tala um mann og ég veit ekki hvað og hvað.

Það að leyfa sér að gera mistök, geta tekið utan um þau og hugsað jákvætt á þann hátt að maður er jú enn að læra og um leið að sjá heildarmyndina.....það er stór lærdómur og þegar ég næ honum verð ég alveg ótrúlega þroskuð......held ég alla vegana Whistling!

 


Þessi fallegi dagur.....

Er það ekki lengur..............því miður. Merkilegt hvernig dagur sem byrjar vel getur orðið gremjulega ergilegurShocking!


Um veginn og daginn!

Hér koma stiklur úr því helsta sem að er að gerast þessa dagana!!

  • Ég verð með í sunnudagaskóla í Bessastaðakirkju í vetur ásamt góðu fólki. Fyrsta samveran byrjar í kirkjunni á sunnudaginn kemur og við verðum í framhaldi af því í Álftanesskóla.
  • Ég byrja að vinna í barnastarfi Neskirkju á mánudaginn kemur. Þar verð ég með 6 ára starf, 7 ára starf, jafnvel 8-9 ára og TTT.
  • Ég verð starfsmaður Dómkirkjunnar í æskulýðsfélaginu Nedó sem er samstarf Dómkirkjunnar og Neskirkju.
  • Ég verð að skrifa lokaritgerð á morgnana og vinn eftir hádegi.
  • Ég ætla líka að reyna að halda heimili W00t
  • Foreldrar mínir eru að fara í síðbúið sumarfrí á eftir til Spánar, ég öfunda þau ekki neitt.....Cool!
  • Bróðir minn fer út næstu helgi og ver mastersritgerðina sína í Verkfræði við DTU í Kaupmannahöfn. Hann er svo mikill snillingur!
  • Hann er líka að verða pabbi upp úr næstu mánaðarmótum.
  • Nýbakaður mágur minn, Örn Ævar er á leið út næstu helgi til að reyna við Evrópumótaröðina í golfi. Við munum aldeilis hugsa til hans og senda honum styrk á næstunni Halo!
  • Jakob Þór er byrjaður í fermingarfræðslu og hann er líka orðinn heil mikill unglingur sem að eyðir heilmiklum tíma fyrir framan spegilinn með De-fi til að setja í hárið!
  • Stelpurnar mínar eru bara glaðar í skólunum sínum og ég held að það sé gott fyrir okkur öll að vera komin í góða rútínu á ný eftir sumarfrí!

En nóg í bili!

tjusssssss!


Brúðkaupsblogg!

Brúðkaupið á laugardaginn gekk vel og allt fór fram með miklum sóma!

Ég set hér inn nokkrar myndir.....myndir segja jú meira en orð Smile!

gjössssovel!

brúðkaup 001Kristín systir áður rétt áður en að hún fór í dressið!!

brúðkaup 012Mattan mín brúðarmey!

brúðkaup 015Sigrún mín brúðarmey!

brúðkaup 017Báðar stelpurnar mínar!

brúðkaup 027Brúðurin tilbúin!

brúðkaup 033Mæðgur og dætur!

brúðkaup 035Systramynd!

brúðkaup 044Örn og faðir hans, Hjörtur!

brúðkaup 050"Hún hring minn ber...."

brúðkaup 054"Ég ætla aðeins að lesa smá.."

brúðkaup 064Nýgift....

brúðkaup 089Bolli Pé...

brúðkaup 087Stóra sæta stelpan mín!!

brúðkaup 098Ég.....

brúðkaup 102Verið að skera kökuna...sem var alveg órúlega góð!

 

 


Áframhaldandi blogg um sjálfa mig!

Nú er síðasti dagur í dag fyrir brúðkaupsdaginn mikla á morgun og ég hef legið uppi í rúmmi í allan morgun að lesa Harry Potter, ég bara get ekki slitið mig frá henni enda er ég forfallinn aðdáandi og ég blæs á þær raddir sem að segja að Harry sé eitthvað hættulegur fyrir börn! Þetta eru alveg frábærar bækur, fullar af spennu! Það er nú einu sinni þannig að það er ekki það sem að kemur utan frá sem að spillir manneskjunni heldur er það sem að kemur innan frá og fer út!

Eníhú.....nú eftir að hafa gert ekki neitt nema að lesa Harry Potter...verð ég víst að setja upp andlitið og fara í kaupstaðarferð. Ég nenni því ekki en maður verður nú að gera ýmislegt sem er leiðinlegt líka.

Síðan er plönuð æfing með brúðhjónunum seinni partinn og svo skreyting á sal. Að lokum fæ ég bróður minn og hans konu í heimsókn en hann var endurheimtur úr útlegð seint í gærkveldi. En ég fylgdist vel og dyggilega með flugvélinni alveg þar til hún var lent í Keflavík......svona aukastuðningur yfir Atlantshafið skiptir öllu máli að mínu mati Smile!

En nú er að setja á sig gloss og leggja í hann...

tjuss


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband