Færsluflokkur: Bloggar
30.8.2007 | 12:36
Tilgangslaust blaður um mitt hversdagslega líf!
Ég hef verið að lesa blogg um það hvernig maður eigi helst að blogga til að það sé áhugavert. Ég sá að maður verður að fjalla um eitthvað sem að vekur strax áhuga fólks og alls ekki að blogga um eigið líf vegna þess að fólk nennir ekki að lesa blogg um líf annarra.
Þess vegna hef ég ákveðið að blogga um mitt líf sérstaklega í dag bara til að gleðja aðra sem að lifa jafn hversdagslegu lífi og ég! Mér finnst það alltaf svo gaman þegar fólk er að ákveða fyrir aðra hvernig og um hvað eigi að blogga, þannig að nú ætla ég bara að blogga um það sem á ekki að blogga um !
Sko...í dag til dæmis er ég búin að fara á göngu, fara á fund í skóla sonar míns og búin með þrjá eða fjóra kaffibolla.
Svo býst ég við að borða hádegismat og jafnvel kvöldmat, fer eftir því hvort að lægðin sem að hangir yfir borginni fari ekki að hypja sig, ég verð svo rosalega lítið hress í svona þoku og lægðagangi eitthvað .
Í kvöld á ég svo von á einkabróður mínum heim, en hann er að skila af sér mastersritgerð í verkfræði í dag í DTU í Kaupmannahöfn og ég er stoltasta systir í heimi.
Síðan er ég að sjálfssögðu að undirbúa mig andlega fyrir brúðkaup systur minnar á laugardagin en eins og margir vita nú þegar að þá ætla ég að tala til þeirra í athöfninni! Ég er búin að kaupa mér síðan kjól og aukahluti við og býst frekar við að skyggja á brúðina vegna fegurðar......(þettavargrín).
Annars segi ég þetta bara gott....mig minnir einmitt að ein af reglunum um gott blogg væri að hafa það nógu langt, vegna þess að það nennir enginn að lesa stutt blogg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.8.2007 | 10:29
Mæðublogg!
Mánudagurinn til mæðu er mjög líklega í dag (það er eins gott að klára það bara, þá kemur hann ekkert aftur ).....mér finnst þessi dagur frekar mæðulegur! Ég sit hér og bíð eftir að eitthvað gerist, er að reyna að skrifa eitthvað en ekkert kemur upp í hugann.
Núna vantar mig hugmynd! Alltaf þegar ég ætla að skrifa eitthvað, þá þarf ég hugmynd til að vinna út frá. Núna er bara þoka í hausnum á mér og frekar þungbúið og úrkoma í grennd.
Ég vona að spáin rætist og það létti til þegar að líða tekur á daginn !
Kannski er ég bara svona af því að ég er að reyna að skrifa tímamótaverk en það er ekkert smá að setja eitthvað á blað og svo þurfa allir í fjölskyldunni að hlusta.......nú ræð ég ekki við fullkomnunaráráttuna og sit þess vegna og bíð eftir hugmyndinni !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.8.2007 | 14:38
Þetta skemmtilega sem að ég gerði í gær!
Jams.....það hreinlega bara ótrúlega gaman!
Það vill svo til að ég á systur (Kristín Þóra) og hún á unnusta (Örn Ævar). Þau hafa ákveðið að gifta sig næsta laugardag með pompi og pragt.
Þar sem að hún er að fara að gifta sig, skipulagði ég með dyggri aðstoð frábærra kvenna gæsun handa henni í gær.
Það heppnaðist mjög vel og var gæsin m.a. annars látin spila golf górillubúningi, en maðurinn hennar tilvonandi er mikill golfari en hún ekki spilað mikið og vakti þetta mikla kátínu viðstaddra þegar hún reyndi við teighöggin!
Eftir þetta fórum við í baðstofuna í Laugum, sem er bara snilld og slökuðum á, fórum í gufur og potta og drukkum smá hvítvín!
Að lokum var svo borðað saman hjá mömmu og gæsin skemmti sér fram eftir nóttu og var held ég afar sátt!
En nú er brúðkaupið framundan og ég þarf að skrifa brúðkaupsræðuna en ég fæ að tala til þeirra skötuhjúa við athöfnina en Bolli giftir þau!
Þetta var sagan af skemmtilega deginum mínum í gær!
Góðar stundir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.8.2007 | 10:24
Spennandi dagur!
Ég er að fara að gera svo mikið skemmtilegt í dag að ég hreinlega get ekki sagt hvað það er, svo skemmtilegt er það !
Ég segi ykkur frá því á morgun þegar þetta rosalega skemmtilega er búið!
Eigiði ótrúlega skemmtilegan laugardag!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.8.2007 | 13:19
Gremjukast!
Ég hef haft núna í fyrsta skipti í langan tíma, smá rými til að fara góðan bloggrúnt! Ég hef skoðað færslur, margar góðar og skemmtilegar sem að koma mér í gott skap í smá stund og glöddu hjarta mitt og sál .
En núna er ég í of miklu gremjukasti til að geta bloggað eitthvað af viti í dag! Ég verð bara stundum svo bit yfir því sem að ég les að heimurinn minn smækkar og fíflunum fjölgar. Þess vegna hef ég ákveðið að blogga ekki í dag vegna gremju! Ég mun halda áfram þegar gremjunni léttir og mitt gamla, góða og auðmjúka sjálf lætur á sér kræla á ný !
Ég er því í blogggremjufríi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.8.2007 | 15:12
Röfl dagsins!
Skólinn hefst á morgun og ég á tvö sem að feta menntaveginn í vetur, eitt í 2. bekk og annað í 8. bekk!
Ég arkaði af stað í morgun vopnuð innkaupalista og Visa korti til að fara í þessar árlegur útréttingar. Nú rétt fyrir stundu kom ég heim, þreytt og slæpt eftir að hafa farið um bæinn þveran og endilangan til að leyta að réttum hlutum sem á listunum voru.
Sú hugsun sló niður í hausinn á mér hvort að þessir innkaupalistar væru að verða svolítið sérhæfðir .... og jafnvel hvort að innkaupinn séu að verða dýrari ár frá ári.
Nú hef ég ekkert á móti því að versla inn fyrir börnin mín í skólann og tel þeirra menntun algjört forgangsatriði enda góð menntun gulli betri eins og einhver snillingur orðaði það svo. En þegar ég er að hendast út um allan bæ til að kaupa sérhæfða liti sem eru ekki vatnsleysanlegir og kosta 5000 krónur, þá spyr maður sig hvort að það sé eðlilegt að skylda fólk til að kaupa svona dýra hluti og gera kröfur um að þetta sé við hendina.
Skólinn er jú skylda en þegar innkaupin eru orðin svona dýr á hverju hausti hlýtur það að vera mörgum þungur baggi. Það eru ekki allir sem að hafa efni á að kaupa þessa dýru liti t.d og er þá ekki verið að búa til aðgreiningu innan skólans milli þeirra sem að eiga foreldra sem að geta keypt þetta allt saman og hinna sem að geta það ekki. Er þetta forsvaranlegt þegar við erum með skólaskyldu og svo þegar við erum að borga alla þessa skatta .... sorrí en ég er pínu hissa á þessu! Mér finnst þessir innkaupalistar farnir að einkennast af neysluhyggjunni sem að tröllríður samfélaginu og um leið eins og ég segi aðgreina ríka og fátæka!!
Mér finnst þetta alveg á mörkunum og ég spyr mig, er það nauðsynlegt fyrir börn að vera með liti sem að kosta á fjórða þúsund! Ég þurfti að kaupa þessa liti fyrir bæði, lítinn kassa fyrir þá minni og stóran fyrir þann eldri. Samtal 5000 kr.
Þetta er röfl dagsins ..... *dæs*!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.8.2007 | 17:21
Það sem ég þoli ekki er...
.....það að koma heim eftir langan dag, þar sem að litlar pásur fást og ég er þreytt og pirruð og mig langar úr skónum og í iþróttabuxurnar mínar og fleygja mér upp í sófa og andast úr leti.......og þá er allt í drasli, uppþvottavélin full síðan í gær.....enginn nennt að taka úr henni, til að geta sett í hana á ný, þannig að allt er í stöflum við vaskinn og eldhúsið í rúst eftir samlokugerðina ógurlegu! Þannig að það fyrsta sem að ég þarf að gera er að byrja að taka til og skamma unglinginn sem að er búin að vera heima með andlitið í tölvunni frá hádegi vegna þess að það er enginn heima þessa dagana til að fylgjast með ! Á morgun tek ég allar tölvur og sjónvörp og allt bara með mér í vinnuna......panta sendiferðabíl klukkan 7.00!
Ég varð bara að blása og nú ætla ég að undirbúa morgundaginn og horfa aðeins á Jóhannesarguðspjall, þannig að ég spái að ég verði búin að ná geðheilsunni um kvöldmatarleytið.....
þangað til þá....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.8.2007 | 15:06
Gleðidagur!
Ég vil óska samkynhneigðum og aðstandendum þeirra til hamingju með þennan fallega dag !
Njótum öll þessa fallega dags í samfélagi með hvort öðru í öllum okkar fjölbreytileika! Þessi sólríki gleðidagur er sannarlega óður til þessarar göngu og þess málefnis sem að verið er að vekja athygli á!
![]() |
Gengið í nafni gleðinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2007 | 23:27
Hann á afmæli í dag.....hann á...
Jams.....Hann Bolli á afmæli í dag, 9. ágúst! Hann er 35 ára og ber sig bara nokkuð vel .
Þetta er búin að vera held ég bara ágætis dagur. Ég undirbjó smá afmæliskaffi fyrir nánustu ættingja núna í kvöld og það held ég að hafi bara heppnast vel. Ég hef reyndar sjaldan haldið afmælisveislu og búið jafn lítið til sjálf heldur yfirleitt bakað alveg sveitt í tvo daga í bakstursmaníu! En núna þegar ég er vinnandi kona þá þurfti ég að treysta á bakarameistarann og svona skyndi eldhúsráð sem koma sér vel þegar lítill tími er til stefnu !
En þetta var gaman og afmælisbarnið bara sátt og ánægt með daginn!
*geisp* og góða nótt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
halkatla
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Hrafnhildur Ólafsdóttir
-
Axel Eyfjörð Friðriksson
-
Erla Björk Jónsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Guðný Bjarna
-
Sigríður Gunnarsdóttir
-
Helga Dóra
-
Brussan
-
Hulda Lind Eyjólfsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Heiða Þórðar
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kolgrima
-
Heiða B. Heiðars
-
Edda Agnarsdóttir
-
Halla Rut
-
Huld S. Ringsted
-
Dísa Dóra
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Árni Svanur Daníelsson
-
Viðar Eggertsson
-
Þorgeir Arason
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Vefritid
-
Dofri Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Toshiki Toma
-
Guðmundur Örn Jónsson
-
Róbert Björnsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
krossgata
-
Ólafur fannberg
-
Baldvin Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Pétur Björgvin
-
Linda
-
Jóhann Helgason
-
Helena Leifsdóttir
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Alfreð Símonarson
-
Hlekkur
-
Mamma
-
Þóra Ingvarsdóttir
-
Bwahahaha...
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Ómar Bjarki Kristjánsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar