Færsluflokkur: Bloggar

Nú verða sagðar fréttir!

Mér finnst alltaf eins og veturinn sé nánast genginn í garð eftir verslunarmannahelgina. Það verður bara allt í einu dimmt og ég fer að skipuleggja innkaup á skólavörum!

Það sem er þó sérstakt við þetta haust er það að ég er ekki að fara í skólann. Mér finnst það pínu skrýtið og á eflaust eftir að sakna þess að fara ekki í tíma vegna þess að án gríns að þá fannst mér bara gaman í skólanum Cool......ekki seinna að vænna þegar ég er orðin 32 ára.

En það er svo sem nóg framundan hjá mér og ég þarf að láta hendur standa fram úr ermum aldeilis.

Ég þarf m.a að taka fram ritgerðina mína og ljúka henni, en ég hef ekki séð hana í allt sumar né af henni heyrt......ef einhver verður hennar var má láta mig vita.....Joyful!

Síðan er margt að gerast á næstunni og ber þar hæst brúðkaup systur minnar og hennar unnusta þann 1. sept. En ég hlakka mikið til enda fæ ég að flytja brúðkaupsávarpið í athöfninni og það þarf að vera ansi fínt og gott enda pressan mikil fyrir framan hele familien!

Annars er ég bara sátt og sæl þessa dagana. Var að taka á móti 20 börnum í dag á námskeið í Neskirkju og svo verð ég með á fermingarnámskeiði í næstu viku og það er alltaf gaman að fá að taka þátt í fermingarfræðslunni.

Veturinn er svo eiginlega bara óráðinn, ég veit að ég fæ eitthvað að gera áfram í Neskirkju og svo ritgerðarskrif og restin er bara í höndum þess sem að öllu ræður Halo!

En þessum fréttatíma er lokið, meira næst!


Bústaðarferð!

Nú eftir hádegi ætlum við að bruna upp í Skorradal en þar ætlum við að vera í góðu yfirlæti hjá mömmu og pabba, ásamt systur minni og tilvonandi mági Smile!

Þessi dalur gefur sko Herjólfsdal ekkert eftir, með brennu, brekkusöng og öllu tilheyrandi, bara aðeins hófsamara yfirbragð þar sem það eru jú allir ekki alveg "dead" út um allar grænar grundir W00t!

En ég segi barsta góða helgi og göngum hægt inn um gleðinnar dyr og keyrum varlega!!


þegar ég er þreytt....

......eins og núna eftir langan dag, eftir að hafa teymt börn um allan miðbæ Reykjavíkur......vitiði hvað bjargar mér.......Cool.....ég hlusta á Last Dance með Donnu Summer....úje...LoL, það er ég að gera núna!

Lengi lifi diskóið!!!!!   


Sjálfsagt....

Mér finnst það alltaf svo athyglisvert að fylgjast með svona fréttum. Hér er að sjálfsögðu verið að stíga stórt skref greinilega þar sem að verið er að vinna að fullum mannréttindum óháð kynferði og kynhneigð........en samt er þetta eitthvað sem að á að vera svo sjálfsagt og eðlilegt að það á ekki að vera fréttnæmt.

Mikið hlakka ég til þegar að svona atburðir verða ekki fréttaefni vegna þess að það að fá að heimsækja maka sinn í fangelsi eða bara hvert sem er verður orðin sjálfsagður hluti af réttindum hvers og eins, jafnvel þó að um samkynhneigða einstaklinga er að ræða!


mbl.is Makaheimsóknir samkynhneigðra fanga í Mexíkó leyfðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggað um ekki neitt!

Býst við að kalla megi þetta skyldublogg Cool! Ég hef svo sem lítið að segja, er pínu þreytt eftir daginn. En við tókum á móti tæplega 10 börnum í kirkjuna í dag. Fengum að ég held bara ágætis hóp og planið er að fara á morgun með krakkana upp í Hallgrímskirkjuturn og á safn Einars Jónssonar! Það verður vonandi bara gaman, ég veit þó ekki hvort ég fari í turninn þar sem að ég er lofthrædd með eindæmum og mig fer að svima við það eitt að standa upp á stól Sick!

Annars læt ég þetta bara gott heita að sinní, enda óttalegt þvaður að mestu leyti!

P.s. ég kíkti á stjörnuspána mína en hún hljóðar svona:

TvíburarTvíburar: Þú ert mjög næmur á samskipti þín og annarar manneskju. Hvar sem þú ert færðu og skilur skilaboðin og undirskilaboðin.
Sjitt hvað þetta er mikið rugl......W00t!

 


Hversdagurinn!!

Við erum komin heim eftir góða helgi í sveitinni! Dagurinn í dag hefur annars farið í að fylgjast með Íslandsmótinu í höggleik þar sem mágur minn Örn Ævar Hjartarson landaði öðru sætinu og erum við afar stolt af honum Smile!

Sumarfríinu mínu er nú formlega lokið á morgun tekur hversdagurinn við á ný og ég fer að vinna í Neskirkju á sumarnámskeiðunum á ný. Hversdagurinn er pínu ógvekjandi svona rétt þegar fríið er að taka enda og viðeigandi kvíði fyrir að vakna snemma gerir vart við sig. Svo á hinn bóginn er ég viss um að í vikulok verður hversagurinn bara notalegur. Þannig er það alltaf, mér finnst hversdagurinn aldrei leiðinlegur nema bara rétt þegar hann er að hefjast á ný eftir frí Cool!

Annara hafa fréttir dagsins verið ansi dapurlegar hér á landi og mikið finn ég til með fólkinu sem að á hlut í atburðum dagsins og votta þeim samúð sem að standa að því fólki sem að hefur látist í þeim atburðum.

Góða nótt!


Sveitaferð!

Ég get víst ekki verið í bænum lengur en tvo daga í einu það er að verða algjörlega morgunljóst! Nú ætla ég í sveitina á eftir í enn eitt helgarfríið!

Þannig að ég segi góða helgi öllsömul nær og fjær!


Frábær byrjun!

Það er sannarlega frábær skemmtun í boði á þessu móti og óneitanlega mikil spenna! Ég mun halda áfram að hvetja minn mann, Örn Ævar en hann stóð sig með miklum glæsibrag í dag og nú er bara að halda áfram á sömu braut!

Ég hlakka til að halda áfram að fylgjast með á morgun!


mbl.is Jóhannes kom á óvart - titilvörn Sigmundar byrjaði illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að bora út í eitt....

Ég bý í fjölbýlishúsi þar sem að tiltölulega miklar breytingar hafa orðið á fólki þau þrjú ár sem að ég hef búið hér! Þetta er hinn besti stigagangur og ekki undan miklu að kvarta nema.........

Hér bora menn og bora og það tekur engan endi. Það er yfirleitt borað um kvöldmatarleytið, yfir fréttum og fram yfir svefntíma krakkanna. Síðan er borað um helgar, helst snemma á morgnana Crying!

Mér er það gjörsamlega hulið hvað er hægt að vera að bora svona mikið og í svona langan tíma, því að þetta hefur staðið yfir í allan vetur og lengur Devil!

Nú er einmitt verið að bora og ég er ekki neitt sérstaklega sæl W00t!


Ég myndi ekki.....

....vilja eiga svona kött, ég fengi ofsakvíðakast í hvert sinn sem kötturinn kæmi að kúra hjá mér. Færi bara að skrifa erfðaskrá og hringja í alla ættingjana og svona til að kveðja. Ég myndi alveg gera alla snar í kringum mig.....W00t.


mbl.is Kötturinn með ljáinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband