Færsluflokkur: Bloggar
25.7.2007 | 21:43
Ótrúleg mannvonska!
Rosalega á ég erfitt með að skilja svona athæfi. Hérna brestur minn skilningur á heiminum algjörlega því miður. Ég veit heldur ekki endilega hvort ég vilji öðlast einhvern frekari skiling á þessum veruleika sem að þarna horfir blákalt faman í mig.
Hugsa sér örlög þessa litla drengs að fæðast inn í heim sem að tekur svona á móti honum. Þetta er sorglegra en tárum tekur!
![]() |
Nýburi með 26 stungusár borinn út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.7.2007 | 16:03
Undarlegt!
Mikið er ég á móti fegurðasamkeppnum fyrir börn. Enn fremur finnst mér það merkilegt að orða hlutina á þann veg að svona keppnir laði óaðvitandi að sér barnaníðinga. Ég held að fólk sé vel meðvitað um það að svona keppni bíður hreinlega heim hættunni á að barnaníðingar laðist að eins og mý á mykjuskán. Annað er bara undanfærsluháttur gagnvart svona keppnum og börn eiga ekki að þurfa að standa í svona sviðsljósi!
Það er alla vega mín skoðun á þessu máli svona almennt og yfirleitt!
![]() |
Góðgerðastofnun varar við fegurðarsamkeppnum barna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.7.2007 | 15:03
Fór enn og aftur úr úr bænum!
Ég hentist enn og aftur út úr bænum í gær. Nú fórum við í bústaðinn í Skorradalnum til að hjálpa til við að setja túnþökur á mold.......kann ekki að orða það neitt betur !
Það gekk bara vel og við allar bara kátar en ég fór ásamt mömmu minni og systur og systurdóttur.
Í dag héldum við svo áfram og allt gekk bara líka vel en svo allt í einu fer mín yngsta að kvarta um í maganum. Það verður svo alvarlegt að hún þarf að leggjast út af og ber sig illa, gengur skökk og ég veit ekki hvað og hvað......
Ég tók bara til í skyndi og brunaði af stað. Bjó mig undir að þurfa að kíkja á bráðamóttökuna og jafnvel að hringja á sjúkrabíl á leiðinni. Ég veit ekkert verra en þegar börnin mín verða veik, bíst alltaf við hinu versta hreinlega !
Þegar við vorum komnar niður í Andakíl rétt hjá Hvanneyri, réttir sú stutta úr sér og segir að nú sé allt í lagi og hún bara finni ekki til. Hún drakk svo heilan Svala og borðaði kleinur af bestu list.
Ég varð alveg yfir mig hissa á þessu öllu saman en þegar hún klykti út með því að segja "mamma það er svo gott að vera heima" .... fór mig að gruna ýmislegt........hún notaði í ferðinni austur og vestur að henni væri mál að pissa til að við myndum stoppa í sjoppu og kaupa ís í leiðinni .
Ætli hún sé ekki bara orðin þreytt þessu flakki og vilju bara vera heima..........alla vega svona þrjá daga í röð !
Annars fékk ég hálfgert sjokk, þegar ég stóð í bónus í gær á leiðinni út úr bænum og leit á sjálfa mig og sá konu í íþróttabuxum, strigaskóm og allt of stórri flíspeysu með hárband. Ég hugsaði með mér.....OMG einu sinni var ég rosa smart og hefði aldrei labbað svona út úr húsi......ætli útlistþröskuldurinn hafi minnkað hjá mér eða að ég er bara orðin svona sæl úthverfahúsmóðir........ég veit ekki en ég ætla að komast að því....!
arrrívedertsjí!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.7.2007 | 22:27
Ég var líka þarna....
.....en bara á mánudaginn sko! Það var samt rosalega mikið af ferðamönnum þá líka og svo mikið að mikil barátta átti sér stað um að komast á klósettið af kvenkynsferðamönnum á staðnum.......! Það er alveg satt, ég sá það með eigin augum, það er sko ekkert grín þegar manni er mál. Ég má því vera heppin að hafa ekki verið þarna á þriðjudeginum........þá hefur sko aldeilis verið slegist um klósettin, mér varð nú nóg um á mánudeginum sko
!
Fannst ég verða að deila þessu með öðrum......!
Hat´det!
![]() |
Aðsókn að Jökulsárlóni alltaf að aukast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.7.2007 | 23:59
Fyrir norðan!


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.7.2007 | 12:27
Klukk.....
Nú eru góð ráð dýr, enda miklu skemmtilegra að lesa um aðra heldur en að tala um sjálfan sig
!
Sko.....
1. Ég er óskaplega flughrædd.....ég fæ yfirleitt snert af taugaáfalli áður en að ég fer upp í flugvél !
2. Mér finnst alveg agalega gott að borða góðan mat, missi yfirleitt stjórn mér og á erfitt með að hætta og borða þangað til að ég get ekki staðið upp.
3. Ég les alltaf endinn fyrst á bókum sem að ég er að lesa. Ég get ekki beðið og lesið alla bókina og ekki vitað hvernig hún endar.
4. Ég er með fullkomnunaráráttu á háu stigi, sérstaklega þegar kemur að námi, þá á eg erfitt með að skila af mér verkefnum ef að mér finnst þau ekki nógu góð.
5. Ég er trúuð og hef alltaf verið það frá því að ég var krakki. Ég arkaði ein í sunnudagaskóla þegar ég var barn og sat alltaf á fremsta bekk. Mestu vonbrigði mín voru að eiga afmæli í maí þegar sunnudagaskólinn var búinn, því þá fékk ég ekki að stjórna happdrættinu en það voru alltaf afmælisbörn sem fengu það.
6. Skemmtilegasta sem ég geri er að vera með fjölskyldunni en ég á alveg óskaplega skemmtilega fjölskyldu, bæði mín eigin og tengdafjölskyldan. Ég er alveg óskaplega heppin með fólkið í kringum mig !
7. Ég get alveg misst mig þegar ég kaupi föt, Kringluferðirnar mínar geta endað með ósköpum. Einnig á ég erfitt þegar ég kemst í fatabúðir í útlöndum. Ég er þó lítil skókona......kaupi sjaldan skó ......bara þegar nauðsyn krefur.
8. Ég veit ennþá ekkert hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór...........læt hverjum degi bara nægja sína þjáningu og bíð eftir stóru opinberuninni með þau mál......kannski birtist það mér í draumi einn daginn, hver veit!
En nú er ég farin.......yfir og út! Kannski ég reyni að klukka þau sem enn eru óklukkuð !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.7.2007 | 20:18
Vígsluafmæli!
Bolli á fimm ára vígsluafmæli í dag. Hann vígðist fyrir fimm árum sem prestur í Seljaprestakalli í Reykjavík. Það var sem sagt þann 14. júlí 2002. Það ár var reyndar ansi merkilegt því sama ár giftum við okkur og Mattan okkar fæddist á sama degi og afmæli Smáralindarinnar en það er 10. okt. Smáralindin var þó reyndar opnuð ári fyrr og tengist því Matthildi minni ekki neitt á neinn hátt svona almennt og yfirleitt, enda um tvo algjörlega óskylda atburði að ræða!
Svona líður nú tíminn krakkar mínir !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.7.2007 | 18:33
Ferð nr. 3!
Við leggjum í hann aftur á morgun í síðasta rúntinn í bili. Við ætlum að gista að Skógum, á Höfn, Eiðum og á Vopnafirði. Eftir það keyrum við beint Norður á Svalbarðseyrina þar sem við verðum í 3 nætur. Við komum svo aftur í bæinn sunnudaginn 22. júlí.
Það verður án efa gaman að skoða Austfirðina, ég hef þó farið hringinn nokkrum sinnum en orðið heldur langt síðan. Við verðum að þessari ferð lokinni búin að þeysast um landið þvert og endilangt á þremur vikum og næsta sumar er það bara hvíld í útlöndum !
Kveðja, Sunna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.7.2007 | 18:50
Myndir úr ferð númer 2!
Við erum komin heim úr vikudvöl í Skorrdalnum! Það hefur aldeilis leikið við okkur veðrið og fór hitinn í 23 stig þegar mest var. Það má kalla þetta stopp núna heima við, þvottastopp númer 2 þar sem að haldið verður af stað aftur á sunnudag í vikuferð austur á firði og endað fyrir norðan. Það verður síðasti sumarleyfistúrinn í bili þar sem að maður getur jú ekki verið bara í fríi endalaust heldur þarf víst að vinna eitthvað líka......! En hér eru nokkrar myndir úr þessari fínu ferð!
Sigrún Hrönn í gönguferð niður að vatni sem er daglegur viðburður þegar farið er í bústaðinn, ekki mikið verið að breyta til, enda eru breytingar af hinu illa
.
Sigrún nýkomin úr pottinum sem að var farið ansi mikið í enda Spánarhiti í dalnum........það verður stundum svona hér á landi.....
!
Ég og stelpurnar við Glanna......Matta hélt að fossinn héti Glanni gæpur, svona birtist áhrifasaga teiknimynda víða
!
Jams, þetta eru glefsur úr fjölskylduferðinni í höll sumarlandsins í Skorradal!
Kveðja í bili!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.7.2007 | 14:31
Nokkrar myndir úr frábærri ferð!
Matthildur Þóra á leið til Bíldudals! Smá sólbaðsstopp í einum af þessum fallegu fjörðum sem við keyruðum (man ekki nafnið sem stendur
). Hvað er íslenskara en stuttbuxur og stígvél
!
Sigrún Hrönn hjá verkunum hans Samúels í Selárdal!
Sigrún tímasprengjan mín við Dynjandi!
Sætar systur í Búðardal að fá sér pylsu!
Fjölskyldan að borða nesti í skítakulda á leið til Hólmavíkur. Reynum að bera okkur vel
! Ég er með fullan munninn enda afar góð samloka úr gamla bakaríinu á Ísafirði sem verið er að borða!
Þetta var smá yfirlit yfir ferðina! Nú fer í ég næstu ferð......það er svo mikið að gera þegar maður er í fríi! Með kveðju enn og aftur. Yfir og út!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
halkatla
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Hrafnhildur Ólafsdóttir
-
Axel Eyfjörð Friðriksson
-
Erla Björk Jónsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Guðný Bjarna
-
Sigríður Gunnarsdóttir
-
Helga Dóra
-
Brussan
-
Hulda Lind Eyjólfsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Heiða Þórðar
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kolgrima
-
Heiða B. Heiðars
-
Edda Agnarsdóttir
-
Halla Rut
-
Huld S. Ringsted
-
Dísa Dóra
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Árni Svanur Daníelsson
-
Viðar Eggertsson
-
Þorgeir Arason
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Vefritid
-
Dofri Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Toshiki Toma
-
Guðmundur Örn Jónsson
-
Róbert Björnsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
krossgata
-
Ólafur fannberg
-
Baldvin Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Pétur Björgvin
-
Linda
-
Jóhann Helgason
-
Helena Leifsdóttir
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Alfreð Símonarson
-
Hlekkur
-
Mamma
-
Þóra Ingvarsdóttir
-
Bwahahaha...
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Ómar Bjarki Kristjánsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar