Færsluflokkur: Bloggar
7.7.2007 | 12:29
Brúðkaupsdagurinn mikli genginn í garð!
Nú eru allir að gifta sig í dag enda dagurinn með óhemju flotta talnarunu 070707! Dóttir mín er með fæðingarnúmerið 007.....synd að hún skuli ekki vera komin á giftingaraldur til að nýta sér þennan flotta dag í stíl við fæðingarnúmerið sitt !
Það liggur við að ég sé öfundsjúk og sjái eftir að hafa ekki beðið með að gifta mig þar til nú! Við giftum okkur á degi sem að við hvorug hjónin munum eftir og ég held að við höfum alltaf gleymt brúðkaupsafmælinu okkar bæði tvö, þau 5 ár sem að við höfum borið einfaldan giftingarhring. Við giftum okkur 30. mars......hver man eftir svona dagsetningu , ekki við alla vegana! Ég man alltaf eftir þessum degi nokkrum dögum fyrir hann eða nokkrum dögum eftir! Stundum höfum við jafnvel ruglast á degi og sagst hafa gift okkur 31. mars. Þetta er nátttúrulega vandræðalegt þegar þetta kemur upp í samtali við annað fólk og við getum ekki munað hvort við giftum okkur 30. mars eða þann 31 og það hefur gerst
!
Ég skil því fólk vel sem að notar svona flottan dag og vona að gleði og hamingja fylgi hverjum og einum inn í hjónaband í dag sem og aðra daga! Bolli er að gifta þrisvar að ég held í dag og svo brunum við í sveitina þar sem eintóm sól og gleði munu ríkja fram í næstu viku !
Bless í bili!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2007 | 12:26
Komin heim til að fara aftur!
Við komum heim í gærkvöldi úr Vestfjarðarferðinni okkar. Ég get sagt það alveg heiðarlega að þetta er einhver besta ferð sem ég hef farið lengi. Vestfirðirnir eru einhver fallegasti staður á landinu (ásamt Borgarfirði, Hljóðaklettum og Mývatnssveitinni ). Það er ógleymanleg reynsla að keyra þessa vegi utan í klettum og þverhnípt niður í sjó, ég viðurkenni að stundum var ég farin að ofanda og komin með hjartsláttartruflanir en ég reyndi þó að bera mig vel og brosa í gegnum tárin.
Við gistum á Bíldudal, Ísafirði og Hólmavík. Við keyrðum út í Selárdal sem að er gjörsamlega ógleymanlegt. Það var heiðskírt og logn og hvítu strendurnar á leiðinni þangað út eftir voru eins og Spánarstrendur í sólinni. Við kíktum á Uppsali, heimili Gísla heitins og skoðuðum safnið hans Samúels. Ég gleymi þessu seint, það er alveg ljóst!
Við kíktum einnig á slóðir galdramanna á ströndum, en það er ótrúlega fróðleg saga að skoða, galdraöldin okkar íslenska, en ég hef alltaf haft einhvern undarlegan áhuga á þessum galdraofsóknum og skrifaði ritgerð um þær í deildinni og kom meðal annars inn á Jón Lærða en það hefði verið áhugaverður maður að hitta....!
Mér fannst Ísafjörður fallegur bær og við erum ákveðin að fara aftur á Vestfirðina og dvelja lengur næst því ekki náðist að skoða allt sem að við vildum og eigum t.d. eftir að fara á Rauðasand og út á Látrabjarg. En það er alltaf gott að eiga eitthvað eftir til að geta komið aftur !
En nú erum við rétt komin heim til að þvo og ganga frá.....því á morgun höldum við aftur út úr bænum á ættaróðalið í Skorradal og munum dvelja þar eitthvað fram í næstu viku.
Það er sannarlega mikið að gera þegar maður er í sumarfríi......!
Þangað til í næsta þvottastoppi.....verið hress, ekkert stress og bless!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.7.2007 | 18:01
Sumarfrí!
Sumarfríið er hafið hjá fjölskyldunni og við að leggja land undir fót! Við hófum fríið í dag á því að ganga upp á Úlfarsfell og stefnum á að leggja fleiri fjöll að velli áður en fríinu lýkur.
Nú á að leggja á Vestfirðina í fyrramálið, en þangað höfum við aldrei komið, alltaf beygt fram hjá og haldið sem leið liggur í átt að höfuðstað Norðurlands og stundum aðeins lengra. Nú á sem sagt að beygja í hina áttina og sjá hvað gerist !
Ég verð því ekki mikið inni á blogginu á næstu dögum, enda sumarið alltof stutt á Íslandi til að vera alltaf inni í tölvunni !
Ég tek mér því enn og aftur bloggfrí fram að næstu helgi og jafnvel lengur fer eftir því hvernig mér gengur að sleppa tökum af tölvunni minni og svo forvitninni á því hvað vinir mínir á þessu bloggi eru að skrafa !
Bless í blilinu og sjáumst síðar og jafnvel fyrr en ella!
Sunna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.6.2007 | 10:38
Sólarfrí!
Í dag ætla ég að hverfa á vit sólar og sumars og fara í sveitina! Ekki hægt að hanga inni í þessu veðri þannig að ég segi bara eigiði öll gleðilega sólríka helgi! Ég sný aftur á sunnudag, sólbrún og kát!
Ég kveð með sól í hjarta og söng á vörum (þetta var pínu væmið en ég læt það bara flakka )!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.6.2007 | 19:51
Frekja?
Mér finnst það frekja þegar fólki finnst það eiga heimtingu á að annað fólk svari ásökunum, greinagerðum eða ómálefnalegum dylgjum! Eða þá að maður tjái sig um málefni sem að einhverjum er kannski sérstaklega hugleikið en kannski hinni manneskjunni ekki! Það er bara mín skoðun á Íslandi í dag....!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.6.2007 | 22:07
Rangur misskilningur!
Mig langaði til að leiðrétta smá rangan misskilning sem að gengur um á netinu og ég hef orðið vör við.........en jú það er rétt, ég þurfti að leiðrétta líka smá mistök um daginn, fékk skömm í hattinn fyrir að vera að leiðrétta þann misskilning. En nú hef ég gríðarlega þörf til að leiðrétta annan misskilning en hann er sá að ég sé verðandi prestur! Mér þykir leitt að segja þeim sem að hafa þann skilning að svo er reyndar ekki þó að ég sé að útskrifast sem guðfræðingur, vonandi innan næstu 12 mánaða! Það er nefnilega ekki alltaf bein leið í prestþjónustu frá aðalbyggingu HÍ við Suðurgötu, þegar Guðfræðideildin á í hlut ! Mikill misskilningur í gangi hér....!
Svo ég upplýsi viðkomandi fólk um það að þá er ég á leið vonandi í frekara nám eftir útskrift þar sem ég mun að öllum líkindum rannsaka ritningarnar betur til að verða vitrari í dag en í gær!
Sorrí, en ég bara get ekki setið á mér, það bara brenna á mér svona rangfærslur þegar ég sjálf á í hlut, vegna þess að ég tek mig hátíðlega og er afar viðkvæm fyrir sjálfri mér !
Góða nótt og sofiði rótt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.6.2007 | 11:07
Farin í sveitina...
Góða helgi öllsömul

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.6.2007 | 19:59
1. dagur....námskeið nr.2!
Við tókum samtals á móti um 40 börnum í kirkjuna í dag! Ég kom heim rúmlega sex, fór af stað klukkan 8 í morgun!
Það er frábært að hafa kirkjuna fulla af börnum ! Þetta er bara frábært!
Nú er ég samt pínu úrvinda eftir þennan dag og ætla að fleygja mér og horfa á mynd sem að mun sjá um að hugsa fyrir mig næstu 2 klukkutímana eða svo !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2007 | 20:56
Þjóðhátíðardagur, sveitin og blogg!
Við fjölskyldan sem erum reyndar færri en venjulega þar sem að tvö eldri börnin dvelja þessa dagana í ríki spánverja og njóta sólar og sælu í sandölum og ermalausum bol, fórum út úr bænum í dag frekar en að arka uppábúin í miðbæinn! Við keyrðum alla leið upp á mýrar með viðkomu við Esjurætur þar sem við gengum í skóginum þar! Þetta var hin besta skemmtun og afar góður þjóðhátíðardagur er að kveldi kominn!
Ég hef verið afar löt að blogga síðan ég kom heim úr fríi, held að það stafi af andleysi, ásamt smá dash af sumri og sól! Ég hef alltaf bloggað meira ef að ég er að vinna mikið við tölvuna við verkefni ofl. Það er nebblega svo gott að hafa eitthvað annað að gera en að vinna þau verkefni sem að fyrir liggja eins og að skrifa ritgerð t.d. Ég ætla nú ekki að ganga svo langt og lýsa yfir bloggfríi eins og svo vinsælt er þessa dagana......... Það er svo asnalegt að segjast vera hætt og langa svo daginn eftir til að byrja aftur......pínu eins og mann vanti athygli eða þá löngun eftir að fá komment frá fólki sem að biður mann að halda áfram.......play hard to get!!
....Ég lýsi því hér yfir að ég ætla að halda áfram að blogga .... jams og jáms..alveg ótrauð..!
En nú ætla ég að horfa á smá handbolta, fá hjartsláttartruflanir og borða ís!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2007 | 21:54
Vinnandi kona!
Ég er vinnandi kona þessa dagana! Ég kom heim úr fríi og fór beint að vinna í Neskirkju á sumarnámskeiðum fyrir börn. Fyrir bónusgrís eins og mig sem hef haft þau forréttindi undanfarin ár að vera í námi, er ég hreinlega barasta undir álagi......! Ég mæti klukkna 9 og er að koma heim milli 5 og 6. Á kvöldin hef ég verið ófélagslynd og ekki mikið gefin fyrir skraf og skrabbl!
En það sem að skiptir mestu máli er að ég hef alveg ofboðslega gaman af vinnunni minni. Ég vinn með skemmtilegu fólki og hef haft kynni af alveg stórkostlega vel gerðum börnum! Það er svo gefandi að vinna svona starf, þó að það taki á og ég sé að koma heim alveg kútuppgefin að þá er það eitthvað svo góð þreyta !
Nú er ég komin í helgarfrí og úrskriftarghelgi framundan í háskólanum þar sem 18 guðfræðinemar eru að útskrifast. Þar á meðal er fólk sem að hefur verið samferða mér og ég óska þeim innilega til hamingju með morgundaginn. Leið mín mun liggja austur fyrir fjall þar sem að vinkona mín hún Ninna Sif er að útskrifast með embættispróf í guðfræði á morgun. Það verður gaman að taka þátt í þeim degi enda alveg frábær guðfræðingur að útskrifast og yndisleg manneskja! Ég hlakka til að vera með þér mín kæra!
Svo segi ég bara að lokum: Minn tími minn koma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
halkatla
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Hrafnhildur Ólafsdóttir
-
Axel Eyfjörð Friðriksson
-
Erla Björk Jónsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Guðný Bjarna
-
Sigríður Gunnarsdóttir
-
Helga Dóra
-
Brussan
-
Hulda Lind Eyjólfsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Heiða Þórðar
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kolgrima
-
Heiða B. Heiðars
-
Edda Agnarsdóttir
-
Halla Rut
-
Huld S. Ringsted
-
Dísa Dóra
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Árni Svanur Daníelsson
-
Viðar Eggertsson
-
Þorgeir Arason
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Vefritid
-
Dofri Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Toshiki Toma
-
Guðmundur Örn Jónsson
-
Róbert Björnsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
krossgata
-
Ólafur fannberg
-
Baldvin Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Pétur Björgvin
-
Linda
-
Jóhann Helgason
-
Helena Leifsdóttir
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Alfreð Símonarson
-
Hlekkur
-
Mamma
-
Þóra Ingvarsdóttir
-
Bwahahaha...
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Ómar Bjarki Kristjánsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar