Færsluflokkur: Bloggar

Komin aftur!

Ég er komin aftur úr fríinu. Kom á sunnudagskvöld eftir langt netlaust frí! Tölvan hefur svo verið í viðgerð, nú er hún nýstraujuð og hefur aldrei verið hressari!

Ég ákvað í tilefni heimkomunnar að skella inn smá guðfræði sem ég las í fríinu (ég les líka guðfræði í fríum....alveg vakin og sofin yfir þessu öllu saman...Cool). En hér eru smá vísdómsorð eftir Stephen J. Patterson sem að ég hef reifað í annarri færslu. Ég notaði þessi orð í lokaorðum í ritgerð sem að ég kláraði líka í fríinu.....Halo!

Erum við að drepa Jesús. 

"Að lokum vil ég hverfa aftur til Pattersons og leyfa honum að eiga lokaorðin sem að töluðu til mín vegna þess að þau endurspegla einmitt þessar hugmyndir um þá túlkun á upprisunni að hún sé hluti að lífinu hér og nú ekki í fjarlægri framtíð. Í raun eru þessi lokaorð með betri “predikunum” sem að ég hef heyrt og það læddist að mér sú hugsun að hér mættu margir finna sér fordæmi þegar verið er að boða Jesú Krist, ekki aðeins dáinn, grafinn og reistan upp heldur sem einstakling sem að hafði áhrif. Svo mikil áhrif að fylgjendur hans gátu farið að trúa því að hann væri upprisinn. Trúin á hann gerði það mögulegt sem að flestum í hans samtíma samhengi fannst fásinna. Kannski er það eitthvað sem að við sem teljumst vera kristin ættum að vera hugsi yfir í dag!

Patterson spyr hvort að Jesús sé dáinn? Ekki enn segir hann. En það sem að krossinn gat ekki gert, það gátu kristnir. Við erum að drepa Jesús. Hann var vitringur eða ef að einhver kýs það frekar, spámaður. Vitringar og spámenn lífa skv. orðum sínum og gjörðum. Í þeim skilningi, fyrir flest okkur sem að söfnumst saman í nafni Jesú, þá er hann dáinn. Orð hans og gjörðir hafa þá litla merkingu fyrir okkur, ef þau hafa einhverja. Við lítum ekki til Jesú til að finna leið til að lifa, heldur til að öðlast hjálpræði. Hann dó svo að við mættum lifa. Að sjálfsögðu. Það lítur þannig út að við verðum að drepa hann svo að við getum lifað því lífi sem að vald okkar og forréttindi leiða okkur. Þegar raunverulegt líf er í húfi, tökum við flest persónulegt hjálpræði fram yfir guðsríkið á hverjum degi. Við kjósum frekar Krist krossfestan, við höfum þaggað niður í Jesú sem var eitt sinn á lífi, fyrir æðri köllun".[1]     

"En þetta var ekki svo fyrir vini og fylgjendur Jesús. Fyrir þau var ríki Guðs, hjálpræðið. Þau sáu umhyggju Guðs fyrir þeim í samfélögunum þar sem ríkti gagnkvæm umhyggja og kærleikur sem var til stofnað í Jesú nafni. Þau reyndu það að vera samþykkt og þau voru velkomin umhverfis borð Jesúhreyfingarinnar, sem endurlausn. Betlarar, holdsveikir, vændiskonur og þau sem máttu missa sín tóku utan um ríki Guðs sem þeirra einu stóra von og löngun. Aðrir gerðu það líka, fólk eins og Páll sem gáfu eftir líf sem fylgdi staða og mikilvægi til að ganga inn í samfélög hins nýja ríkis. Af hverju gerðu þau það. Þau voru að svara heillandi sýn Jesú, sem lifði áfram fyrir þau, lifandi mitt á meðal þeirra. Fyrir þau þá var þetta engin tilvistarleg myndlíking fyrir því að tengjast. Jesús var raunverulega lifandi, andlega nálægur þeim. Hvað sem það merkir í dag að tala á þennan hátt um Jesú, að segja að hann sé lifandi mitt á meðal okkar – þá hlýtur það að merkja ofar öllu öðru að hann getur ennþá boðið okkur sýnina um nýtt ríki, ríki sem að okkur er boðið á mjög svo raunverulegan hátt. Án orða hans og gjörða, myndi hinn lifandi Jesú ekki hafa merkt neitt fyrir þau sem mættu honum í opinberum og á einkastöðum fornaldar. Jesús getur ekki verið lifandi fyrir okkur án orða hans og gjörða. Hann er lifandi okkur eins og hann var lifandi þeim, sem raunverulegt boð um lífsmáta sem að við sjáum speglast í hans eigin lífi og þar getum við mætt Guði".[2]       


[1] Patterson 2004, s. 130.
[2] Patterson 2004, s. 130-131.

Stiklur!

Ég hef verið að heyja baráttu við gubbupest í dag. Yngsta stelpan mín byrjaði um eitt leytið í nótt og er rétt að ná sér núna! Þessu fylgir tilheyrandi þvottar sem að ég hef getað dundað mér við í dag. Mér finnst þetta einhverjar verstu umgangspestir sem að hægt er að fá. Núna vona ég að hin börnin mín leggist ekki. Þó að ég viti innst inni að það er vel mögulegt þar sem að það hefur yfirleitt farið á þá leið að þau leggist öll. En þetta er svona bara, ekki hægt að vorkenna sér yfir þessu.......bara partur af því að vera foreldri að takast á við svona pestir!

Annars horfði ég á alveg skelfilega heimildarmynd í gær. Hún heitir Jesus Camp og segir frá alveg massívu trúaruppeldi barna í hvítasunnuhreyfingunni í USA. Ég hef aldrei horft á annað eins.....sunnnudagaskólinn alveg bliknar í samanburði við það sem ég sá í gær. Þetta er allt satt og ég fer ekki ofan af því að þarna var um trúarlegt ofbeldi að ræða á börnum. Ég hreinlega táraðist við að horfa á þessa mynd og mikið ofboðslega er hægt að afbaka fallegan og góðan boðskap! Þetta er hreinlega til skammar og mér fannst þetta að ákveðnu leyti líka hálf skelfilegt sem að þarna á sér stað! Mér leið ekki vel eftir þessa mynd!


Gott mál!

Ég hef hræðst þessa fuglaflensu í 2 ár rúm! Ég var svo tæp fyrir ári síðan að ég fylgdist með alþjóðlegum heilbrigðisnetsíðum eins og Who ofl. til að sjá hvernig faraldurinn væri að breiðast út í Asíu! Síðan fór ég að skipuleggja flóttaáætlun og matarsöfnun í geymsluna ef til þessa kæmi en ég átti von á þessu fyrr en seinna! Nú er ég rólegri en fæ alltaf sting þegar ég sé frétt þar sem að fuglaflensa kemur fyrir í fyrirsögninni! Ég er hætt við matarsöfnunina og ef til þessa kæmi þá myndum við bara hafa það gott í sveitinni!

Það er alltaf gott þegar framfarir verða í þróun lyfja......en hvað ef að heimsfaraldurinn kemur úr einhverju öðru veiruafbrigði sem að enginn er að spá í ..... vegna þess að allt púðrið fer í H5N1 afbrigðið Crying!  Sérfræðingar segja jú að þetta muni skella á .... við séum komin á tíma skv. allri tölfræði!

Kannski ég fari bara og safni í geymsluna og haldi áfram að skipuleggja flóttann úr borginni W00t!

p.s. ég tók út svona hræðslu líka einhvern tímann vegna þess að ég var hrædd um að loftsteinn myndi lenda á jörðinni..... held að það hafi verið í kjölfar Armageddon og Deep Impact......Cool


mbl.is Vísindamenn hafa uppgötvað mótefni gegn fuglaflensu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komin heim og ber mig barasta vel!

Ég kom heim í hádeginu úr sveitinni með grísina mína þrjá! Við áttum afar góðan tíma og það merkilegt hvað það gerir fyrir mann að fara úr borginni í smá tíma! Það jafnast hreinlega við 3 vikur í Hveragerði Cool!

Ég meira að segja greip í verk og hjálpaði foreldrum mínum í gær að bera á pallinn í kringum bústaðinn. Ég uppskar þó tilheyrandi verki í handleggjum og öxlum en tel það vera gott mál, vegna þess að þetta eru verkir vinnukonu sem að stóð í sólinni og málaði í akkorði ..... Tounge!

Við komum bara fjögur í bæinn þar sem að Bolli keyrði norður í gær til að vera við 50 ára afmæli kirkjunnar á Svalbarseyri! Ég á þó von á honum strax aftur í kvöld.

Það er gott að koma heim og sjá að allt er við það sama.....hér inni hefur fólk bloggað sem aldrei fyrr og ég ætla nú að kíkja einn rúnt áður en ég fer á Dómínós og kaupi Pitsu handa okkur þar sem að við ætlum að halda smá afmælisveislu handa undirritaðri sem er víst 32 ára í dag.......svona líður tíminn víst Halo!

Kveðja í bili!

Sunna


Býflugur er stórhættulegar!

Þetta vissi ég, býflugur stinga ekki bara fólk......ó nei! Þær reyna að fella heila flugvél! Þetta hefur án efa verið af yfirlögðu ráði hjá þeim, þar sem að um 20.000 þeirra sameinuðust um þessa hernaðaráætlun!

Mér finnst að það ætti að vera býflugnavari við hvern flugvöll héðan í frá! Alla vega yrðu fólki eins og mér sem að hræðist flugvélar og býflugur jafn mikið rórra í hjartanu! Sérstaklega eftir þessa frétt Crying

En nú er ég farin og búin að vera..........nei bara grín! Ég er farin í sveitina Cool!


mbl.is Farþegaflugvél þurfti að snúa við vegna býflugna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgarfrí!

Nú á eftir ætlum við fjölskyldan að leggja land undir fót og fara alla leið upp í Borgarfjörð! Þetta er löng og ströng ferð en við erum full bjartsýni borgarmýsnar 5 að þetta muni allt ganga vel Cool! Í Borgarfirðinum ætlum við að dvelja í góðu yfirlæti fram á mánudag en þá munu við koma í stórborgina við sundin blá!

Þangað til næst! Eigði góða og gleðilega Hvítasunnuhelgi, keyriði varlega á vegum landsins og borðið yfir ykkur af góðum mat......það gerist alla vega alltaf hjá mér þegar ég  fer út fyrir borgarmörkin Whistling


Kristilegir ræningjar!

Mér finnst að það hefði nú bara átt að leyfa þessum ræningjum að eiga Sálmana og Biblíuna! Þeir hefðu nú kannski bara séð að sér um leið og komið væri að boðorðunum í Exodus og skilað bókunum sjálfir Cool! Það þarf nú ekki að lesa lengi til að sjá að það er bannað að stela!! Svona mikla trú hef ég nú á orðinu góða! Halo


mbl.is Stálu biblíu og sálmabók úr kirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhrifasaga!

Þetta orðalag í yfirskrift fréttarinnar myndum við í Guðfræðideildinni kalla áhrifasögu Biblíunnar Halo!


mbl.is Ný ríkisstjórn tekin við völdum - lagt á djúpið í herrans nafni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hmmmm

Ætli það sé merki um að Valgerður sé eitthvað spæld fyrst hún hefur enginn ráð handa Ingibjörgu......Cool! Það er nú alltaf smart að láta eins og eitt gott ráð fylgja, svona diplómatískara heldur en að hafa ekkert að segja Whistling


mbl.is Nýir ráðherrar taka við lyklum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Færsla um ekki neitt!

Hvað ætli fólk bloggi um núna þegar að allt kosninga- og stjórnarmyndunarfárið er búið! Crying

Ætli bloggið fjari út og hljóti hægt andlát eða mun það  lifa á hversdagslegu spjalli og tilgangslausu þvaðri eins og þessi færsla t.d. er! Tounge


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband