Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
10.9.2007 | 08:53
Ótrúlega flott kona...
Ég get alveg sagt það að ég gjörsamlega beygi mig í duftið fyrir konu eins og Ayaan Hirsi Ali sem að viðtal er við í Morgunablaðinu í morgun.
Þetta er ótrúleg kona og ótrúleg barátta sem að hún stendur í. Það að taka þessa áhættu sem hún gerir og um leið að leggur hún sitt eigið líf í hættu í þeirri viðleitni að reyna að frelsa konur undan þeirri kúgun sem að þær búa við innan Islam.
Ég veit það vel að Islam eru ekki einu trúarbrögðin sem að kúga konur, kristindómurinn hefur nú ekki heldur átt flotta spretti þar, en þegar að fólk hefur kjarkinn til að standa upp og hafa rödd í öllu ofbeldinu og eyðileggingunni þá fyllist ég aðdáun.
Það er nefnilega svo auðvelt að vera alltaf að kvarta yfir lélegum aðstæðum og þusa yfir öllu ofbeldinu í heiminum en halda samt bara áfram að lifa sínu örugga litla lífi og framkvæma aldrei neitt.
Þessi kona er ein af fáum sem að þora og það er hlustað á hana! Hún hefur rödd og vonandi á hún eftir að hafa áhrif og fá fleiri konur með sér í þessa baráttu!
Hér er ein tilvitnun í viðtalið í lokin:
"Ég set það alls ekki sem skilyrði að konur gangi af trúnni, segi ekki: Ef þú gengur ekki af trúnni muntu ekki geta komið á neinum breytingum. Þannig hugsa ég ekki. En meðan kvenhatur berst stöðugt milli kynslóðanna fyrir tilstuðlan hinnar helgu bókar, Kóransins, og er stundað af sérhverri nýrri kynslóð múslima, er ekki hægt að koma á varanlegri breytingu".
Algjör snilld!
tjussssss
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.9.2007 | 16:55
Skemmtileg tilvitnun..
Ég var að byrja að glugga í bók sem heitir A feminist companion to the New Testament Apocrypha.
Það fann ég svo ansi skemmtilegar tilvitnanir í einni grein sem fjallar um óþekkta kvenpersónu í apókrýfa ritinu: The Acts of John.
Höfundur greinarinnar, Dennis R. McDonald, færir rök fyrir því að ákveðnar persónur í þessu riti séu ákveðin útfærsla af persónum í riti Xenophons, Memorabilia.
Ég fann þessa skemmtilegu tilvitnun og ákvað að skella henni inn mér og öðrum til skemmtunar og til fróðleiks um hinn dularfulla og margslungna helleníska heim !
"Xenophon also states that Socrates "praised the rigorous avoidance og the delights of Aphrodite; He said, " It is not easy for one who has tasted such things to be chaste". He then asked himself what he thought about Critobulos kissing the beautiful son of Alcibiades. He answered that he saw nothing wrong with it; in fact, he would have enjoyed kissing the gorgeous lad himself. Socrates warned him that such kisses might reduce a man to slavery. Xenophon, I would advise you that whenever you see a beautiful boy that you flee at full speed".
Eigði áfram góða helgi, tjussssss!
6.9.2007 | 19:03
Einhverra hluta vegna er þetta mér efsti í huga núna..
Dag í senn, eitt andartak í einu,
eilíf náð þín faðir gefur mér.
Mun ég þurfa þá að kvíða neinu,
þegar Guð minn fyrir öllu sér?
Hann sem miðlar mér af gæsku sinni
minna daga skammt af sæld og þraut,
sér til þess að færa leið ég finni
fyrir skrefið hvert á lífs míns braut.
Hann sem er mér allar stundir nærri,
á við hverjum vanda svar og ráð,
máttur hans er allri hugsun hærri,
heilög elska, viska, föður náð.
Morgundagsins þörf ég þekki eigi,
það er nóg að Drottinn segir mér:
Náðin mín skal nægja hverjum degi,
nú í dag ég styð og hjálpa þér.
Guð, ég fæ af fyrirheitum þínum
frið og styrk sem ekkert buga má.
Auk mér trú og haltu huga mínum
helgum lífsins vegi þínum á,
svo að ég af hjartaþeli hreinu,
hvað sem mætir geti átt með þér
daginn hvern, eitt andartak í einu
uns til þín í ljóssins heim ég fer.
Sálmur 712 í íslensku sálmabókinni.
Þessi sálmur er í mínum huga einhver fallegasta bæn sem til er og ég nota þennan sálm ansi oft þegar lífið blæs á móti mér !
30.8.2007 | 17:24
María Magdalena...
Ég var að byrja að lesa bók um Maríu Magdalenu, greinasafn eftir hina ýmsu höfunda sem hafa sérhæft sig í þessum fræðum varðandi Maríu en hún er í algjöru uppáhaldi hjá mér !
Hér eru nokkrar tilvitnanir sem að mér fannst góðar:
Though pedantry denies,
It´s plain the Bible means
That Solomon grew wise
While talking to his queens!
W.B Yeats.
Mary Magdalene is a person, and a representative and symbolic person, who has been part of a tradition since the very beginning. It´s like having a photograph in which one of the major images has been airbrushed out and now we´re seeing that the image has been there from the beginning, and belongs as a part of the tradition we know.
Elaine Pagels.
It has come to me, then, that one must sift through the nonesense and hostility that has characterized thought and writing about Mary, to find some images, shards, and fragments, glittering in the rubble.
Mary Gordon.
As I discovered wandering among the many titles in Barnes & Nobles on that morning in 2003-and as I have continued to discover by reading many of the hundred of new books and articles about Mary Magdalene published in recent years-Mary Magdalene is like a twenty-first-century Rorschach test for attitudes about women, gender, sexuality and religion, Christianity, the historical Jesus, spirituality, knowledge, self-discovery, intuition, and what is truly sacred and profane in our World. The reality is that Mary Magdalene-like Jesus, Moses, Buddha, Confucius, and virtually all popular icons of religious belief and faith-has become whoever we want her to be.
Dan Burstein.
Því má skjóta hér inn fyrir áhugasama að María Magdalena var fyrst gerð að vændiskonu árið 591 í ræðu sem að Gregoríus páfi l hélt.
Árið 1969 að mig minnir tók kaþólska kirkjan þessa kenningu til baka, en það eru ennþá klerkar og kirkjur sem að boða hana sem fallna konu, þó að enginn ritningarlegur fótur sé fyrir því.
Í riti í Nag Hammadí safninu sem heitir Dialogue of The Savior er talað um hana sem "The woman who understood all things"!
Það er merkilegt að horfa til þess að öll þau rit sem að vitna í hana sem sterka konu, viskuna og konuna sem að skildi allt eru utan kanóns. Án þess að ég fari út í samsæriskenningar, að þá er það athyglisvert og ekki ólíklegt að hér sé einhver kirkjupólítík að baki. Konum var markvisst ýtt út á jaðarinn í kirkjunni á 2.öldinni. Kanóninn er endanlega settur saman á hinni 4. og á 5. öldinni er María Magdalena lýst hóra......allt of mikið að spurningum hér á ferðinni til að segja að hér sé ekki pólitík að baki, alla vega einhver pólemík.........
Svona rétt í lokin má ég til með að segja ykkur að talað er um í ritum og það kemur m.a. fram á málverkum og frægt er að hún, María Magdalena var með rautt hár....þetta sel ég ekki dýrara en ég keypti það og mér finnst það líka bara mjög líklegt....við rauðhærðu konurnar köllum sko ekki allt ömmu okkar.....! Ég kaupi þetta alveg og bíð hana velkomna í hóp rauðhærðra kvenna sem eru jú í minnihluta og líklega í útrýmingar hættu......ég kalla eftir aðgerðum í málefnum rauðhærðra......eitthvað svipað og verið er að gera í málefnum Pandabjarna ! Stuðningshóp fyrir rauðhærða og mótmæli við Austurvöll.......ekkert minna!!
29.8.2007 | 22:16
Anda léttar!
Ég var að klára brúðkaupsræðuna sem að ég flyt í brúðkaupi systur minnar á laugardaginn. Þetta var búið að vefjast ansi mikið fyrir mér........en svo fékk ég hugmynd og þá bara fór allt að gerast. Merkilegt hvað hugmyndir eru sniðugar!
En ég ætla að setja aftur inn sálm eftir langafa minn Valdimar V. Snævarr og bíð fólki góða nótt!
Þú, Guð veist einn hvort leið mín liggur
um laufgan eða grýttan reit.
Ég fer hann glaður, fer hann hryggur
því ferðalokin góð ég veit.
Í hendi þér er hagur minn.
Ég hefi margreynt kærleik þinn.
Hvað bíður mín, er mér nú hulið
en mér skal nægja vissa sú
að ekkert er þér, Drottin dulið,
í dimmu og björtu hjálpar þú.
Í hendi er þér er hagur minn.
Ég hefi þrautreynt kærleik þinn.
Og nú á þessum náðardegi,
Ég nýja lofgjörð þér vil tjá.
Þú ert borg sem bregst mér eigi,
sú blessuð náð sem treysti ég á.
Í hendi þér er hagur minn.
Hve heitt ég þakka kærleik þinn.
29.8.2007 | 10:58
Farið ekki lengra en ritningarnar II!
Ath....ekki fyrir viðkvæma !
Hér í þessum hluta (áframhald af umfjöllun Mark D. Jordan á sögulegri þróun á túlkun biblíutextanna sem að vísa í samkynja mök og hvernig hún vindur upp á sig og verður ansi fjarlæg upphaflegum textum....en við skulum sko aldeilis hafa í huga að fara ekki lengra en ritningarnar......)! Hér talar höfundur um Peter Damian sem var nafntogaður munkur og kardínáli í einhvern tíma. Í kringum 1050 skrifaði hann bók Book of Gomorrah og þessi bók kynnir og gefur nafninu sódómíti átorítet í árás sinni á hinar kynferðislegar syndir innan klerkastéttarinnar.
Peter lýsir syndum Sódómítanna með því að sameina fjórar tegundir af kynferðislegum athöfnum milli karlmanna úr yfirbótunum (penitentials). En þær eru: Sjálfsfróun, sameiginleg sjálfsfróun, samfarir milli læra og samfarir í endaþarm. Hann nefnir þetta hinn skelfilegasta löst , verstan allra glæpa, hin sérstaka synd sem að er nefnd í 3. Mósebók og Róm.1.
Það sem er mikilvægara er að Peter Damian tengir skilgreiningu sína á syndum við sérstakt synda-ídentítet. Þetta eru athafnir Sódómíta sem eru lifandi á hans tíma, athafnir viðvarandi ídentítets.
Peter heldur áfram og segir að þetta séu glæpir gegn lögmálum náttúrunnar og algjör andstæða þess sem er með náttúrunni. Syndir þeirra eru gegn náttúrunni í fyllstu merkingu þess orðs. Syndir Sódómítanna, sem núna eru nefndar í smáatriðum eru orðnar skelfilegt brot gegn náttúrunni.
Það eru þrjár gloppur í greiningu Peters. Í fyrsta lagi lýtur hann fram hjá mörgum athöfnum sem að síðari tíma guðfræðingar hafa vilja setja á meðal hinn ónáttúrulegu athafna. Í öðru lagi þá er lista Peters eingöngu beint að karlmönnum. Syndirnar eiga ekki við konur eða samband karls og konu. Í þriðja lagi þá greinir hann ekki hversu oft má framkvæma athöfnina, hjá honum er einföld sjálfsfróun jafn mikil Sódóma og lífstíðar samband karls og karls.
Peter Damian gefur ekki heildstæða útlistum á syndum gegn náttúrunni. Hann beinir athygli okkar frá syndinni að syndaranum. Skv. Honum er hver sem að framkvæmir athöfnina Sódómíti. Sálin í Sódómítanum er Sódóma í smækkaðri mynd borg í útlegð, í dauða! Sódómítinn einblínir með sjálfum sér á hverja synd á sama hátt og mey-píslarvotturinn hefur gjöf náðarinnar.
Sódómíti Peters Damian getur fyrirgert prestlegu embætti sínu og hlotið lífstíðar refsingu fyrir eitt einstakt verk, en hann hlýtur ekki ídentítetið í því verki. Sódómítinn hefur nú þegar sitt ídentítet, verkið afhjúpar hann bara. Hið sódómíska ídentítet felur í sér viðsnúning á kynhlutverkum. Hvert ídentítet er á mikilvægan hátt klippt frá venjulegu mannlegu samfélagi og tekið inn í sérstakt samfélag, myrkar leifar hinnar eyddu borgar Sódómu.
Hjá Peter er sódómítinn vera sálarinnar sem er kominn fram hjá möguleikanum að hljóta endurlausn.
Guðfræði glæpanna gegn náttúrunni snerist ekki eingöngu um að skilgreina þessi hlutverk og ídentítetin. Þetta var spurning um lög í tvennum skilningi. Kenningin var ekki aðeins sett fram á lagalegum nótum heldur einnig var hún afhent réttarsölum, bæði kirkjulegum og borgaralegum. Réttarkerfið var sífellt meira umhugað um að finna og refsa fyrir þessa glæpi.
Glæpir gegn náttúrunni eða glæpir Sódómu féllu milli kirkjuréttarins og hins borgaralega, sérstaklega vegna þess að klerkarnir og meðlimir trúarsamfélagsins sem að framkvæmdu glæpina gátu krafist undanþágu frá borgaralegri lögsókn. Miðalda guðfræðingar láta það oft í ljós að borgarleg lög hafi verið harðari og minna sveigjanleg gegn kynferðisglæpum en kirkjurétturinn. En kirkja og ríki störfuð þó oftar en ekki saman þegar sækja átti Sódómíta til saka.
Í Flórens áríð 1432 var settur á stofn sérstakur réttur til að útrýma þessum hræðilega lesti Sódómítanna úr borginni. Þar var umdæmi kirkjunnar dregið í efa og settar alls kyns reglur varðandi glæpina.
Það er hægt að mótmæla og segja að borgarleg löggjöf eins og löggjöf Jústiníans eða í Flórens tilheyri ekki kristinni sögu varðandi kynferðismál. Eftir allt saman voru þetta ekki guðfræðingar sem að settu þessi lög. Þessu má svara á tvennan hátt: Það er ekki á auðveldan hátt hægt að aðskilja á milli hinna kristnu talsmanna, hverjir eru guðfræðinga og hverjir ekki.
Justinían og ráðamennirnir í Flórens töldu sig vera að vitna í guðfræði með mikið kennivald. Og Aftur á móti vitna guðfræðingar oft í kristna borgaralega löggjöf þegar verið er að færa rök fyrir alvarleik hinna óeðlilegu athafna.
Það er í öðru lagi erfitt að finna aðgreinandi kristna kenningu í raunverulegum kristnum samfélögum. Við gætum óskað eftir hreinni línu milli hins heilaga og vanheilaga, á milli helgunar og afhelgunar. Engin slík lína er dregin niður götur kristinna borga. Einnig getum við ekki ákveðið, að hverju við áttum nákvæmlega að leita að, varðandi aðgreinandi kristinni kenningu í samfélagi sem að setur fram reglur um kynlíf i samræmi við kristna opinberun. Ef að við komum í samfélag sem að segist nú þegar vita hvað er aðgreinandi kristið, þá getum við strax dregið út þá þætti sem að eru í samræmi við það sem að við vitum nú þegar. Að sjálfsögðu ef að við komum, vitandi nú þegar......þá höfum við ekkert að læra ekki nema kannski það hversu óheppilega skyggir oft á hinn hreina kristna sannleik á strætum stórborga!
Kristin siðfræði varð einnig til í gegnum stofnanir lögregluvaldanna. Þessi notkun á valdi er ekki á sögulegri hliðarlínu. Þetta eru aðstæður sem að koma upp aftur og aftur í þróun kristinnar siðfræði. Við getum bæði dregið úr tengslum kristinnar siðfræði við lögreglu og borgaraleg yfirvöld eða við getum gert meira úr þeim. Það sem við getum ekki gert er að láta sem hinn kristni dómur yfir hinum óeðlilegu athöfnum hafi verið þróaður í tómarúmi, algjörlega óháð siðum, borgaralegum stefnuyfirlýsingum og stærra valdboði.
Meira síðar !
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2007 | 20:04
Kveldljóð!
Ég hef verið að glugga í ljóðsafn eftir langafa minn, Valdimar V. Snævarr í dag og rakst á þetta fallega kveldljóð sem að ég ákvað að setja hér inn sem smá kvöldkveðju ! Njótið vel og góða nótt!
Gegnum himinhvelfing kyrra
kveldljóð ómar mjúkt og kyrrt.
Berst til eyrna helgur hljómur
hreinn og skær um geiminn vítt.
Dýrð sé Guði. Dagur hnígur.
Drottins friður jörðu á.
Grát ei barn er sólin sígur,
svefninn lokar þreyttri brá.
Hrygga sál í sorgum þínum
sjálfur Drottinn er þér hjá.
Hrygga sál, í hæðir stígur
hjartans bæn þín jörðu frá.
Valdimar V. Snævarr.
24.8.2007 | 18:41
Farið ekki lengra en ritningarnar!
Ég ákvað vegna mikillar umræðu við færslu sem að ég birti að fara yfir sögulega hvernig túlkun á textum breytist og vindur upp á sig og verður jafnvel að lögum. Það var sagt hér í athugasemd að við ættum ekki að fara lengra en ritningin segir og vitnað í orð Páls Postula! Nú dæmir hver fyrir sig þegar þessi dæmi eru skoðuð sem að ég mun fara hér yfir. Ég mun setja þetta inn í nokkrum hlutum vegna umfangs, það nennir enginn að lesa langar færslur ! Mér til stuðnings er bandarískur siðfræðingur, Mark D. Jordan sem að hefur skrifað alveg frábæra bók The Ethics of Sex en þar rekur hann sögulega og út frá mótunarhyggju hvernig túlkun á textum breytist og í raun fer langt frá ritningunum ef að það má orða það svo!
Höfundur talar um mislestur eða oflestur á skrifum Páls Í Rómverjabréfinu 1.26-27. Í fyrsta lagi þá skilgreinir Páll ekki verknaðinn nákvæmlega. Hann segir aldrei að þetta séu mikilvægustu verknaðirnir gegn náttúrunni. Hann þarf ekki að vera að hugsa um sérstakan verknað hér eða tengsl, vegna þess að eðli ræðu hans krefst þess ekki. Hér notast Páll við ræðuform sem er hvatning og var þekkt í gyðinglegu og hellenísku samhengi. Það er ekki nauðsynlegt að skilgreina verk nánar í slíkri ræðu. Hlustendur og lesendur eru skildir eftir til að meta sjálfir um hvað er verið að fjalla.
Næsta skref fyrir kristna túlkendur var að tengja Róm. 1 við mislestur þeirra á sögunni af Sódómu í Gen 19. Syndir Sódómítanna voru nú skildar sem kynlíf milli karlmanna og tengt við það sem Páll kallar verk gegn náttúrunni, jafnvel þó að Páll vísi aldrei í söguna af Sódómu og sagan af Sódómu talar aldrei um eðli eða náttúru.
Tengslin milli Sódómu og Rómverjabréfsins finnast síðan einnig í fornum kirkjulagasöfnum. Við finnum þau í lagasafni kristna keisarans Jústiníans. Novella 141 frá 559 tengir beint synd Sódómítanna við versin hjá Páli og fordæmir verkin sem helgispjöll og vanhelg svo fjarlæg náttúrunni að ekkert dýr framkvæmir þau. Þetta er gert saknæmt þannig að öll kynferðislegt samskipti karlmanna eru sakhæf og þetta er verk kristins keisara og felur í sér ritningarlegt kennivald þegar menn eru dæmdir til dauða. Jafnvel hjá Jústiníusi eru verkin sem að fela í sér syndir Sódómítanna ekki nákvæmlega skilgreind.
Hvað merkir t.d: fornicatio eða porneia. Hvaða verk eru þetta, hversu oft má fremja þau, við hvaða aðstæður og hvernig verður maður molles eða malakos. Hvað þarf maður að gera nákvæmlega til að fá stimpilinn: Arsenokoites. Margir kristnir textar og ekki síður í Nt gefa í skyn að þú átt nú þegar að vita svörin við þessum spurningum og það að spyrja er í sjálfu sér merki um synd.
Kannski hafa smáatriði varðandi leiðbeiningar um kynferðislega hegðun verið fluttar áfram innan kristinna samfélaga af lifandi orði og heilögu fordæmi. En það ber að taka það til greina, að það að neita að tilgreina sérstakar kynferðislegar athafnir skilur fólk eftir með erfitt verkefni í höndum.
Framhald síðar!
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.8.2007 | 22:24
Kynhlutverk í Rómaveldi!
Þar sem að ég hef verið að grúska í fræðum í dag á milli þvottavéla, þá rakst ég á þessa snilld um kynhlutverk og félagslega stöðu til forna! Og um leið og ég las þá fór ég að hugsa, við sem lifum í dag erum algjörlega samtvinnuð okkar menningarlega umhverfi og þeim gildum, siðum og venjum sem að við hljótum í arf! Ef að þetta er svona í dag....skildi það ekki hafa verið þannig í fornöld líka, þar sem ákveðnir siðir og venjur og gildi erfðust á sama hátt! Menning þess tíma var jafn samofin lífi fólksins eins og hjá okkur í dag! Manneskjur eru aldrei eyland þar sem að þær standa einar og óháðar umhverfi sínu, heldur höfum við skoðanir okkar, gildi, langanir og þrár einhvers staðar frá!
En alla vega ég fann þetta í bók sem að ég fékk að glugga í um daginn sem fjallar um karlmennsku í kristinni hefð m.a:
Rómversk kynverund var draumur strúktúralistans! Kynhlutverkum var skipt í virkar og óvirkar stellingar.
Kyn, hegðun og birtingarform samanstóð af karlmennsku og kvenleika. Virkt og óvirkt var grundvallandi flokkun í rómverskri menningu. flokkunin var kynbundin sem karlkyns og kvenkyns. Þess vegna lýstu Rómverjar óvirkum mönnum (passiv) sem kvenlegum og virkum konum (activ) sem karllegum.
Grunnspurning rómverskrar karlmennsku var því: Hver fer inn í hvern??
Sá sem að hafði gaman af því að láta fara inn í sig var álitin veikur, óeðlilegur eða a.m.k grunsamlegur eða til að taka allt þetta saman í eitt = kona!
Líkami fullorðins rómversks karlmanns átti að vera ósnertanlegur. Að hafa stjórn á sjálfinu fól í sér að vald til að vernda líkama sinn gegn inngripi. Enn frekar stóð þessi líkami fyrir hið rómverska ideal, trónandi efst á toppnum á hinum félagslega pýramýda!
Í þessu kerfi, er rétturinn til að vernda líkamann gegn líkamsárásum beintengdur félagslegri stöðu. Það að fara inn í einhvern hjá Rómverjum var það sama og yfirráð. Í slíku kerfi, er kynverund og kyn tjáning á stjórnun.
Eðalbornar konur og frjáls ungmenni fengu einhverja lagalega vernd, þrælar aftur ámóti voru meðhöndlaðir eingöngu sem eign. Þannig að eiganda var frjálst að fara inn í þræl sem tákn um yfirráð sín, hvenær sem var!
Ef að þetta er normið og nú hef ég lesið samskonar lýsingar á kynhegðun og valdastrúktur fornaldar annars staðar......er þá ekki líklegt að fólk á tímum frumkristni hafi lifað þessa menningu og verið samtengt henni og að þessar skoðanir og þessi menning komi fram á síðum Nt án þess að margir vilju kannast við það í dag....vegna þess að sjáandi sjá þau ekki og heyrandi heyra þau ekki né skilja.
En, nóg í bili og góða nótt!
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (129)
14.8.2007 | 20:46
Á kafi í Jóhannesi...og aðeins í kvennafræðum!
Geðheilsan sneri aftir fyrir stundu (sjá síðustu færslu) og ég er búin að undirbúa morgundaginn sem verður enn sem áður tileinkaður Jóhannesarguðspjalli!
Ég segi enn og aftur að þetta er eitthvað það fallegasta af guðspjöllunum og ég get setið alveg heilluð yfir ræðunum sem að þar eru fluttar.
Nú rétt í þessu var ég að fara í gegnum 11. kaflann sem að inniheldur margt gott og á það sameiginlegt með þeim 14. að hafa huggunarboðskap og þar eru ritningarvers sem að eru oft notað við útfarir. Dæmi um það er t.d. orð Jesú í 14. kaflanum: Hjarta yðar skelfist ekki, trúið og Guð og trúið á mig.
Í 11. kaflanum á Jesú samtal við Konu, Mörtu. Í því samtali segir Jesú hin frægu orð sín: Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.
26. Og hver sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu?
Það sem er merkilegt við þetta samtal þeirra Jesú og Mörtu er að í framhaldi af þessu játar Marta Krists, hún segir: Já, herra. Ég trúi, að þú sért Kristur, Guðs sonur, sem koma skal í heiminn.
Það sem er merkilegt við þessa játningu er að hún er ein af elstu játningum sem til eru í kristinni hefð! Það sem er einnig merkilegt við hana að þetta er játning sem að er flutt af vörum konu. Flestir þekkja játningu Péturs enda hefur henni verið gerð góð skil í hefðinni. En fæstir þekkja þessa játningu Mörtu og margir hafa reynt að draga úr gildi hennar vegna þess að hún er flutt af konu og um leið ógnar Pétursjátningunni sem að var lengi vel talin einsdæmi í guðspjöllunum og um leið styrkti hún stöðu Péturs! En kvennaguðfræðingar hafa gefið þessari játningu gaum og er hún fengur í baráttu kvenna út um allan heim sem að berjast fyrir rétti sínum til að fá að þjóna sem prestar innan kirkjunnar, en það eru réttindi sem að eru því miður ekki sjálfsögð í dag innan hinnar stóru kristnu hefðar!
Áfram konur og lengi lifi feminismi og kvennafræðin innan guðfræðinnar !
Tjuss!
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar