Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
13.8.2007 | 20:32
Af fermingarfræðslu, lífsreynslusögum og guðfræðipælingum í lok dags!
Ég byrjaði í morgun að fræða fermingarbörn í Neskirkju! Ég er þar ásamt starfsfólki kirkjunnar og prestum hennar þeim sr. Sigurði Árna og sr. Erni Bárði.
Þetta gekk bara fínt, ég þurfti aðeins að smyrja mig til.......hikstaði aðeins í byrjun enda hef ég ekki mikla reynslu í að tala af fingrum fram enda feimin með eindæmum sem barn og forðaðist það eins og heitan graut að tjá mig á almannafæri ....nú þegar ég er fullorðin kemst ég ekki lengur upp þessa feimnisvitleysu enda ekki smart að vera fullorðin og þora ekki að tala, þannig að nú reynir á og ég held að ég sé bara öll að koma til! Með þessu áframhaldi mun ég verða síblaðrandi um 50.....!
En mitt verkefni, ásamt æskulýðsfulltrúa kirkjunnar honum Sigurvin Jónssyni er að sýna börnunum myndina Cospel of John í 9 hlutum og vera svo með fræðslu. Ég horfði sem sagt á fyrstu fimm kaflana í Jóhannesi þrisvar sinnum í dag.....og ég hreinlega nánast gekk á vatni út úr kirkjunni klukkan fjögur, svo var ég eitthvað orðin full af góðum anda eftir þennan dag ! En án gríns að þá er þetta mitt allra, allra, allra mest uppáhalds guðspjall og ég get stöðugt verið að skoða það og pæla í því og ég er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt.
Núna er ég búin að undirbúa morgundaginn smá, enda liggja næstu 5 kaflar undir. Ég ætla ekki að treysta á að andinn komi yfir mig og ég fari að tala tungum og þess vegna setti ég niður á blað það sem ég ætla að segja, til að hafa smá hækju og svo ætla ég að leggjast á bæn í kvöld og vona að ég verði mér hreinlega ekki til skammar vegna þess að það er svo dapurlegt að verða sér til skammar á almannafæri, betra bara í einrúmi svona endrum og eins eins og þegar ég ryksuga og hlusta á Donnu Summer....!
Annars komst ég að því áðan hvaða kaffitegund ég er .... :Þú ert svo mikið sem...
Frappuccino!
Þú ert jákvæður og nýjungagjarn einstaklingur sem hikar ekki við að gera óvenjulega hluti og klæðast litskrúðugum fötum. Þú ert týpan sem hleypur á eftir strætó langar leiðir með hrópum og köllum ætli hann að fara án þín.
Þú ert ískalt kaffi með mjólk, sykri og ísmolum, borið fram í háu glasi með röri.
Hér fylgir vottorð sem staðfestir að þú hefur tekið og staðist kaffiprófið. Til að sýna vottorðið á vefsíðunni þinni getur þú afritað HTML kóðann úr boxinu fyrir neðan.
Frappuccino!
ískalt kaffi með mjólk og ísmolum, borið fram í háu glasi með röri.
Þá veit ég það svo mikið......mæli með þessu prófi ..sjá hér:
40. en þér viljið ekki koma til mín og öðlast lífið.
Ég fór að hugsa í umræðum hefur maður mætt fólki sem er svo upptekið af bókstafnum og ritningunni og hefðinni að það hreinlega sér ekki út um gluggann í sólina.........Kristur boðar kærleika....með því að við sýnum kærleik og förum ekki í manngreinaálit erum við að velja lífið og koma þannig til Krists eins og hann segir í þessum texta. Ef við erum föst í bókstafnum og tökum hann fram yfir fólk....manneskjur sem að eru í guðsmynd eins og ég og þú, erum við þá ekki jafn blind og í jafn miklu myrkri og farísearnir í guðspjallinu sem eru alltaf með ritningarnar á lofti...???
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2007 | 13:38
Náttúran í ljósi guðfræðinnar!
Komið nú öll blessuð og sæl á þessum fallega sunnudegi. Ég var að koma úr göngumessu í Garðakirkju þar sem að byrjað var með helgistund inni í Garðakirkju og gengið svo upp á Garðaholt í Grænagarð þar sem að húsráðandi, Sigðurður Þorkelsson sagði frá uppbyggingu þessa fallega gróðursæla svæðis. En hann og kona hans Kristín Gestsdóttir unnu sannkallað brautryðjenda starf í að rækta upp landið á þessum fallega stað.
Göngumessunni stjórnaði sr. Jóna Hrönn Bolladóttir mágkona mín en ég var svo heppin að fá að flytja hugleiðingu inni í Garðakirkju áður en að gangan lagði af stað. Ég fjallaði þar um náttúruna í ljósi guðfræðinnar og ég held sannarlega að það sé ekki til betri staður til að fjalla um slíkt en umhverfi Garðakirkju alveg óskaplega fallegt sem og kirkjan sjálf! Eins spillti ekki fyrir veðrið sem að lék við messugesti og sólin og Garðaholtið skörtuðu sannarlega sínu fegursta í morgun !
En ég læt hér fylgja með hugleiðinguna sem ég flutti í morgun!
Þegar hugleitt er um náttúruna er óhjákvæmilegt að leiða hugann að allri fjölbreytninni sem að blasir við. Náttúran á sér ótrúlega litadýrð og ólíkar birtingarmyndir. Hér á landi á hver staður sín einkenni, ólík öllum öðrum og ferðalangur á ferð um landið kemst ekki hjá því að fyllast lotningu yfir undursamlegu sköpunarverkinu sem að blasir við. Ógnarháir bergtindar, snarbrattar skriður, jöklar, eyðilegir sandar og gróðursælt láglendi mætir okkur og hvíslar að okkur að við erum hluti af þessari heild.
Vegna þess að við erum hluti af þessari heild laðar náttúran okkur að sér en um leið getur hún einnig ógnað okkur. Vegna þess ótta sem við berum í brjósti gagnvart ógnaröflum náttúrunnar reynum við að skilja hana og jafnvel að ná náttúrunni á okkar vald með því að beisla kraftinn sem í henni býr. Gagnvart náttúrunni erum við oft svo ógnarsmá og lítil og margir hafa horft á eftir ástvinum vegna þeirra krafta sem að náttúran getur leist úr læðingi og má þar nefna sem dæmi snjóflóð og sjávarháska, en það eru vel þekktar birtingarmyndir ógnarkrafta náttúrunnar hér á landi.
En ef við leiðum hugann að sköpuninni sjálfri og myndum hennar í guðfræðilegu ljósi þá finnum við hvergi jafnsterkar náttúrulegar myndir og í Gamla testamentinu. Biblían sjálf hefst á lofsöng til sköpunarinnar þar sem því er líst hvernig Guð hefur skapað allt sem er og að kveldi vinnudagsins lýtur hann yfir allt sem er orðið og segir það harla gott. Skv. þessari frásögn skapar Guð reglu úr óreglunni, þegar hann aðgreinir ljósið frá myrkrinu.
Sköpunarguðfræði gamla testamenntisins felur í sér að Guð hefur fært okkur, mannfólkinu jörðina til afnota. Hún felur í sér ráðsmennsku hlutverk okkar yfir þessari dýrmætu gjöf og í ráðsmennskunni felst að við tökum það til afnota sem að við þörfnumst til lífs, en um leið felur það i sér að við ofnýtum ekki vegna þess að okkar er skyldan að sjá til þess að komandi kynslóðir hafi nóg til að komast af.
Í raun má segja að sköpunarguðfræðin feli í sér þrennt: Í fyrsta lagi má nefna gjöf viskunnar. Sköpunin krefst þess að við iðkum viskuna og það felur í sér að við erum ekki eigingjörn þegar kemur að sköpuninni heldur notum við viskuna til að vernda, umvefja og næra alla sköpunina.
Í öðru lagi hefur sköpunin og sú regla sem hún felur í sér siðferðislega vídd. Heimurinn sem sköpun Guðs er ekki komin til, til að einhver geti sett sig gegn henni til eigin hagsbóta, misnotkun og gjörnýting geta skaðað auðlegð náttúrunnar sem gerir lífið á þessari jörð mögulegt.
Í þriðja og síðasta lagi má segja að sköpunarguðfræðin feli í sér opinbera tilbeiðslu. En við sjáum þess svo glöggt merki á síðum gamla testamentisins hvernig sköpunin er lofsungin eins og til dæmis má sjá í Davíðssálmum. Opinber tilbeiðsla er samhengi þess þar sem að við getum tekið á móti auðlegð sköpunarinnar og þar sem að kraftur blessunarinnar verður lifandi innan heimsins. En það er í þessu samhengi sem að við komum saman hér í dag. Til að upplifa náttúruna í ljósi þess fyrirheitis að hún sé blessuð af Guði og hluti af heild sem við erum jú einnig hluti af.
Guð kallar okkur til ábyrgðar í gegnum náttúruna og margar af stærstu köllunarfrásögum gamla testamentisins segja frá því hvernig Guð birtist einmitt í náttúrunni og talar við manneskjuna í gegnum hana, frægust er án efa sagan af köllun Móse þar sem að Guð birtist í brennandi runna.
Önnur frásaga í gamla testamentinu segir frá þegar Guð kallar Elía til ábyrðgar en Elía var á flótta undan Guði og hann óttaðist það sem að fyrir hann kynni að koma. Í fyrri konungabók 19.kafla segir: Þá sagði Drottinn: Gakk þú út og nem staðar á fjallinu frammi fyrir mér. Og sjá, Drottinn gekk fram hjá, og mikill og sterkur stormur, er tætti fjöllin og molaði klettana, fór fyrir Drottni, en Drottinn var ekki í storminum.
12. Og eftir storminn kom landskjálfti, en Drottinn var ekki í landskjálftanum. Og eftir landskjálftann kom eldur, en Drottinn var ekki í eldinum. En eftir eldinn heyrðist blíður vindblær hvísla.
13. Og er Elía heyrði það, huldi hann andlit sitt með skikkju sinni, gekk út og nam staðar við hellisdyrnar. Sjá, þá barst rödd að eyrum honum og mælti: Hvað ert þú hér að gjöra, Elía?
Þessi stutti texti lýsir því á svo stórkostlegan hátt hvernig við eins og Elía gerum svo oft en það er einmitt að fela okkur fyrir augliti Drottins vegna þess að samviska okkar er slæm vegna sköpunarinnar. Vegna þessa ótta teljum við einmitt að Guð sé í ógnaröflum náttúrunnar og oftar en ekki kennum við Guði um það þegar illa fer. Við teljum að Guð sé að tala til okkar í hamförunum og þannig kalli hann á okkur.
Við höfum jú margt á samviskunni, við höfum lagt undir okkur lönd og nýtt óbeisluð og stórkostlegt náttúruundur. Stöðugt leitum við leiða til að beisla og nýta. Þegar gróðrasjónarmið eru annars vegar, víkur allt annað og hinir þrír þættir sköpunarguðfræðinnar mega sín lítils í þeirri baráttu.
Við höfum einnig margt á samviskunni gagnvart öðru fólki. Fólk sem að skv. Fyrri sköpunarsögu Gamla testamentisins er skapað í mynd Guðs. Sköpunarsagan vitnar um fjölbreytileika sköpunarinnar allrar, einnig okkar mannfólksins. Samt í dag erum við hrædd við þennan fjölbreytileika. Við erum hrædd við að vera öðruvísi og hrædd við það sem er öðruvísi. Alls staðar í heiminum er fólk kúgað, sett í þrældóm og jafnvel selt landa á milli mansali. Við óttumst þetta en um leið erum við á flótta líkt og Elía vegna þess að við þorum ekki að taka afstöðu og tala opinskátt inn í þessar aðstæður fólks í dag.
Þess vegna leitum við að Guði í ógnaröflum náttúrunnar í stað þess að setjast niður í kyrrð hennar og hlusta eftir andblænum og hinni undursamlegu rödd sem að hvíslar: Hvað ert þú hér að gjöra?
Jörðin grætur og kallar á þig í þögninni. Mannfólkið grætur og kallar á þig í þjáningunni. Kristur er á krossinum og biður Guð um að fyrirgefa okkur því að við vitum ekki alltaf hvað við erum að gera.
Við stöldrum ekki við í nútímanum til að hugsa um afleiðingar gjörða okkar og þess vegna berum við ótta í brjósti. Ótta um það sem að verður og ótta um það sem að er.
Jesaja spámaður og rit hans sem kennt er við síðari Jesaja er einn stærsti vitnisburður gamla testamentisins um sköpun og handleiðslu Guðs. Þar er því líst þegar að Guð leiðir Ísraelsmenn heim úr vonlausum aðstæðum þeirra á tímum babýlónsku herleiðingarinnar. Þetta rit er fullt huggunar og getur talað einmitt inn í aðstæður þar sem að óttinn hefur tekið völdin og aðstæður virðast vonlausar.
Í 49. kaflanum í Jesaja segir: Hvort fær kona gleymt brjóstbarni sínu, að hún miskunni eigi lífsafkvæmi sínu? Og þó að þær gætu gleymt, þá gleymi ég þér samt ekki.
16. Sjá, ég hefi rist þig á lófa mína, múrar þínir standa jafnan fyrir augum mér.
Sjá ég hef rist þig á lófa mína segir Guð og það merkir að hann mun aldrei yfirgefa þig, hann mun aldrei yfirgefa sína eigin sköpun. Það er loforð sem að hann hefur gefið og hann þekkir hvert mannsbarn, hann þekkir hvern hluta af náttúrunni sem að við munum ganga hér um á eftir og hann gleðst yfir hverjum lofsöng sem er sunginn til heiðurs sköpuninni en kvelst um leið yfir því þegar henni eru unnin mein, Vegna þess að allt er hluti af honum og hann er hluti af öllu. Munum það þegar við göngum héðan út, þegar við hlustum eftir röddinni í andblænum og þegar við leggjum inn fyrir komandi kynslóðir. Verndum, nærum og umvefjum og nýtum okkur viskuna sem að Guð hefur gefið okkur til að skila af okkur góðu dagsverki.
Þess biðjum við öll hér í dag í Jesú nafni!
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.8.2007 | 19:42
Thunder - Perfect Mind 2. hluti!
Hér er 2. hluti af ljóðinu sem ég byrjaði á hér einni færslu á undan!
Why, you who hate me, do you love me
and hate those who love me?
You who deny me, confess me,
and you who confess me, deny me.
You who tell the truth about me. lie about me,
and you who have lied about me, tell the truth about me.
You who know me, be ignorant of me,
and those who have not known me, let them know me.
For I am knowledge and ignorance.
I am shame and boldness.
I am shameless; I am ashamed.
I am strength and I am fear.
I am war and peace.
Give heed to me.
I am the one who is disgraced and the great one.
Give heed to my poverty and my wealth.
Do not be arrogant to me when I am cast out upon the earth,
and you will find me in those that are to come.
And do not look upon me on the dung-heap
nor go and leave me cast out,
and you will find me in the kingdoms.
And do not look upon me when I am cast out among those who
are discraced and in the last places.
And do not cast me out in among those who are slain in violence.
But I am compassionate and I am cruel.
Be on your guard!
Do not hate my obedience
and do not love my self-control.
In my weakness, do not forsake me,
and do not be afraid of my power.
For why do ypu despise my fear
and curse my pride?
But I am she who exists in all fears
and strength in trembling.
I am she who is weak
And I am well in a pleasant place.
I am senseless and I am wise.
Why have you hated me in your counsels?
For I shall be silent among those who are silent,
and I shall appear and speak.
Why then have you hated me, you Greeks?
Because I am a barbarian among the barbarians?
For I am the wisdom of the Greeks
and the knowledge of the barbarians.
I am the judgement of the Greeks and of the barbarians.
I am the one whose image is great in Egypt
and the one who has no image among the barbarians.
I am the one who has been hated everywhere.
and who has been loved everywhere.
I am the one whom they call life
an ypu have called death.
I am the one whom they call Law,
and you have called Lawlessness.
I am the one whom you have purued,
and I am the one whom you have seized.
I am the one whom you have scattered,
and you have gathered me together.
I am the one before whom you have been ashamed,
and you have been shameless to me.
I am she who does not keep festival,
and I am she whose festivals are many.
I, I am godless,
and I am the one whose God is great.
I am the one whom you have reflected upon,
and you have scorned me,
I am unlearned,
and they learn from me.
Það er meira eftir ....ó já og ég ætla aldeilis að setja það inn líka!
2.8.2007 | 18:20
Frábært!
Mér finnst þetta alveg ótrúlega flott hjá sænsku kirkjunni! Mikið vildi ég að fleiri kirkjur fylgdu í kjölfarið og hennar góða fordæmi!
Það er sannarlega rétt hjá þeim að "ástin sigrar allt annað"! Það þarf ekki meira til!!
Sænska kirkjan þáttakandi í Gay Pride í Stokkhólmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.8.2007 | 20:59
Rödd Guðs!
Til er í Nag Hammadí safninu ljóð sem heitir Thunder Perfect Mind! Ég heillaðist af þessu ljóði þegar ég las það fyrst vegna þess að sú sem að talar í ljóðinu er kona. Ljóð þetta er einstakt í sinni röð innan þessa handritasafns vegna þess að hér er um opinberunarræðu sem að kvenvera flytur. Í fornum hefðum er þruman sú sem að hinn æðsti Guð ræður yfir eins og sjá má í t.d. grískri goðafræði í tilviki Seifs. Þruman er allegóríseruð hér sem hinn fullkomni hugur og merkir útvíkkun hins guðlega inn í þennan heim.
Það sem mér finnst merkilegast í þessu samhengi er að hér er það kona sem að talar. Hún er sú sem er yfir og allt um kring, hin æðsta! Erfitt er að sta'setja þetta ljóð innan ákveðinnar hefðar, þó ber það mörg einkenni til dæmis úr spekinni! En ákveðin flokkun er ekki fyrir hendi!
Ég læt hér með upphafið á ljóðinu og mig langar svo að setja það inn í heild á næstu dögum. Hér er á ferðinni afar merkilegt efni og ég svo tala nú ekki um, aldeilis ljómandi gott efni í safn kvennaguðfræðinnar og rannsóknir hennar!
I was sent forth from the power
and I have come to those who reflect upon me,
and I have been found among those who seek after me.
Look upon me, you who reflect upon me,
and you hearers, hear me.
You who are waiting for me, take me to yourselves.
And do not banish me from your sight.
And do not make your voice hate me, nor your hearing.
Do not be ignorant of me anywhere or anytime. Be on your guard!
Do not be ignorant of me.
For I am the first and the last.
I am the honored one and scorned one.
I am the whore and the holy one.
I am the wife and the virgin.
I am the mother and the daughter.
I am the members of my mother.
I am the barren one
and many are her sons.
I am she whose wedding is great,
and I have not taken a husband.
I am the midwife and she who does not bear.
I am the solace of my labor pains.
I am the bride and the bridegroom,
and it is my husband who begot me.
I am the mother of my father.
and the sister of my husband,
and he is my offspring.
I am the slave of him who prepared me.
I am the ruler of my offspring.
But he is the one who begot me before the time
on a birthday.
And he is my offspring in due time,
and my power is from him.
I am the staff of his power in his youth,
and he is the rod of my old age.
And whatever he wills happens to me.
I am the silence that is incomprehensible
and the idea whose remembrance is frequent.
I am the voice whose sound is manifold
and the word whose appearance is multible.
I am the utterance of my name!
Set meira inn seinna.....mér finnst þetta alveg frábært ljóð. Því hefur verið haldið fram að hér gæti Eva sjálf verið að tala eins og hún er skilin í gnostískum ritum eða þá viskan eða Sófía sé sú sem að mælir. Einhvern tíman las ég að hér væri jafnvel tenging við Maríu mína Magdalenu en ég sel það sko ekki dýrar en ég keypti það !
En nóg í bilinu.......lidt merere senere!
23.7.2007 | 22:27
Ég var líka þarna....
.....en bara á mánudaginn sko! Það var samt rosalega mikið af ferðamönnum þá líka og svo mikið að mikil barátta átti sér stað um að komast á klósettið af kvenkynsferðamönnum á staðnum.......! Það er alveg satt, ég sá það með eigin augum, það er sko ekkert grín þegar manni er mál. Ég má því vera heppin að hafa ekki verið þarna á þriðjudeginum........þá hefur sko aldeilis verið slegist um klósettin, mér varð nú nóg um á mánudeginum sko !
Fannst ég verða að deila þessu með öðrum......!
Hat´det!
Aðsókn að Jökulsárlóni alltaf að aukast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.7.2007 | 23:59
Fyrir norðan!
15.7.2007 | 12:27
Klukk.....
Nú eru góð ráð dýr, enda miklu skemmtilegra að lesa um aðra heldur en að tala um sjálfan sig !
Sko.....
1. Ég er óskaplega flughrædd.....ég fæ yfirleitt snert af taugaáfalli áður en að ég fer upp í flugvél !
2. Mér finnst alveg agalega gott að borða góðan mat, missi yfirleitt stjórn mér og á erfitt með að hætta og borða þangað til að ég get ekki staðið upp.
3. Ég les alltaf endinn fyrst á bókum sem að ég er að lesa. Ég get ekki beðið og lesið alla bókina og ekki vitað hvernig hún endar.
4. Ég er með fullkomnunaráráttu á háu stigi, sérstaklega þegar kemur að námi, þá á eg erfitt með að skila af mér verkefnum ef að mér finnst þau ekki nógu góð.
5. Ég er trúuð og hef alltaf verið það frá því að ég var krakki. Ég arkaði ein í sunnudagaskóla þegar ég var barn og sat alltaf á fremsta bekk. Mestu vonbrigði mín voru að eiga afmæli í maí þegar sunnudagaskólinn var búinn, því þá fékk ég ekki að stjórna happdrættinu en það voru alltaf afmælisbörn sem fengu það.
6. Skemmtilegasta sem ég geri er að vera með fjölskyldunni en ég á alveg óskaplega skemmtilega fjölskyldu, bæði mín eigin og tengdafjölskyldan. Ég er alveg óskaplega heppin með fólkið í kringum mig !
7. Ég get alveg misst mig þegar ég kaupi föt, Kringluferðirnar mínar geta endað með ósköpum. Einnig á ég erfitt þegar ég kemst í fatabúðir í útlöndum. Ég er þó lítil skókona......kaupi sjaldan skó ......bara þegar nauðsyn krefur.
8. Ég veit ennþá ekkert hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór...........læt hverjum degi bara nægja sína þjáningu og bíð eftir stóru opinberuninni með þau mál......kannski birtist það mér í draumi einn daginn, hver veit!
En nú er ég farin.......yfir og út! Kannski ég reyni að klukka þau sem enn eru óklukkuð !
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.7.2007 | 11:54
Áfram veginn....
förum við víst, ég er búin að pakka enn og aftur.......sængurnar komnar í poka, allt of mikið af fötum í tösku. Ég get aldrei pakkað létt.....hef ekki þann kost í mér. Tek alltaf allt of mikið með mér, stundum eins og ég eigi von á að vera veðurteppt einhvers staðar !
En það er gott að hafa varann á, börnin gætu lent þrisvar í sama drullupollinum á sama degi........og engin þvottavél nálægt. Þá myndi ég sko aldeilis naga mig í handabökin að hafa pakkað létt og skilið allt eftir heima!
Ég hlakka samt til að fara og enn meira að koma aftur heim. Ég hef verið eitthvað lítið heima við í júlí, en svona er jú sumarið .
síjúleiteralligeiter!
14.7.2007 | 20:18
Vígsluafmæli!
Bolli á fimm ára vígsluafmæli í dag. Hann vígðist fyrir fimm árum sem prestur í Seljaprestakalli í Reykjavík. Það var sem sagt þann 14. júlí 2002. Það ár var reyndar ansi merkilegt því sama ár giftum við okkur og Mattan okkar fæddist á sama degi og afmæli Smáralindarinnar en það er 10. okt. Smáralindin var þó reyndar opnuð ári fyrr og tengist því Matthildi minni ekki neitt á neinn hátt svona almennt og yfirleitt, enda um tvo algjörlega óskylda atburði að ræða!
Svona líður nú tíminn krakkar mínir !
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar