Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
7.7.2007 | 12:29
Brúðkaupsdagurinn mikli genginn í garð!
Nú eru allir að gifta sig í dag enda dagurinn með óhemju flotta talnarunu 070707! Dóttir mín er með fæðingarnúmerið 007.....synd að hún skuli ekki vera komin á giftingaraldur til að nýta sér þennan flotta dag í stíl við fæðingarnúmerið sitt !
Það liggur við að ég sé öfundsjúk og sjái eftir að hafa ekki beðið með að gifta mig þar til nú! Við giftum okkur á degi sem að við hvorug hjónin munum eftir og ég held að við höfum alltaf gleymt brúðkaupsafmælinu okkar bæði tvö, þau 5 ár sem að við höfum borið einfaldan giftingarhring. Við giftum okkur 30. mars......hver man eftir svona dagsetningu , ekki við alla vegana! Ég man alltaf eftir þessum degi nokkrum dögum fyrir hann eða nokkrum dögum eftir! Stundum höfum við jafnvel ruglast á degi og sagst hafa gift okkur 31. mars. Þetta er nátttúrulega vandræðalegt þegar þetta kemur upp í samtali við annað fólk og við getum ekki munað hvort við giftum okkur 30. mars eða þann 31 og það hefur gerst !
Ég skil því fólk vel sem að notar svona flottan dag og vona að gleði og hamingja fylgi hverjum og einum inn í hjónaband í dag sem og aðra daga! Bolli er að gifta þrisvar að ég held í dag og svo brunum við í sveitina þar sem eintóm sól og gleði munu ríkja fram í næstu viku !
Bless í bili!
27.6.2007 | 19:43
Önnur hressandi tilvitnun!
Ég ákvað að halda bara áfram.....þetta eru svo skemmtilegar tilvitnanir og bara veita þeim sem lesa taumlausa gleði ásamt smá dassi af ánægju
Þessi er úr bókinni "The Dawkins Delusion" eftir Alister Macgrath:
"Every world-view, wether religious or not, has its point of vulnerability. There is a tension between theory and experience, raising questions over the coherence ans trustwortthiness of the world-view itself. In the case of Christianity, many locate that point of weakness in the existence of suffering within the world. In the case of atheism, it is the persistence of belief in God, when there is supposedly no God in wich to believe."
"Until recently, Western atheism had waited patiently, believing that belief in God would simply die out. But now, a whiff of panic is evident. Far from dying out, belief in God has rebounded, and seems set to exercise still greater influence in both the public and private spheres. The God Delusion expresses this deep anxiety, partly reflecting an intense distaste for religion. Yet there is something deeper here, often overlooked in the heat of the debate. The anxiety is that the coherence of atheism itself is at stake. Might the unexpected resurgence of religion persuade many that atheims itself is fatally flawed as a world-view."
"It is this deep, unsettling anxiety about the future of atheism which explains the high degree of dogmatism and aggressive rhetorical style of this new secular fundamentalism. Fundamentalism arises when a world-view feels it is in danger, lashing out at its enemies when it fears its own future is threatend. The God Delusion os a work of theatre, rather thent scholarship - a fierce, retorical assault in religion, and a passionate plea for it to be banished to the lunatic fringes of society, where ot can do no harm."
"Aware of the moral obligation of a critic of religion to deal with this phenomenon at its best and most persuasive, many have been disturbed by Dawkins´crude stereotypes, vastly oversimplified binary opposition (science is good, religion is bad), Straw men and seemingly pathological hostility towards religion. Might the God Delusion actually backfire, and end up persuading people that atheism is just as intolerant as the worst of religion can offer"
27.6.2007 | 18:14
Tilvitnun!
Ég hef eitthvað lítið að segja þessa dagana þannig að ég skellti hér inn einni tilvitnun úr frábærri siðfræðibók sem ég er að glugga í!
"Women and men alike have been socialized to accept this hierarchical system and the necessity of domination in order to preserve social order. A liberating ethic must be concerned with more than discrete acts of injustice, including acts of violence. It must be also focus on social structures and their negative, dehumanizing impact on people. The fact that the overall social relationship between man and women is oppressive has consequences for the moral character of men and women. Participating in and benefiting from oppression warps men´s characters and makes us fearful, distant, controlling and rigid. Male gender privilege desensitizes us to injustice and allows us to evade full knowledge of our impact on others."
"For example, men who batter their intimate partners are forceful but not powerful, or at least not powerful in any meaningful sence. Batterers wield coercive, unilateral power-over, but they are not powerful in the sence of exercising relational, moral power as power-with-and-for one another. Moral power sustains relationship with others. Each person is affected and humanized by the interaction. Violent men, however, operate not from a stance of being powerful and secure in themselves, but from powerlessnes and fear of not being recognized as worthy. Paradoxically, a liberating ethic must therefore encourage men´s gaining power in the sence if enhancing their self-esteem and at the same time deepening their respect for others, especially women and children. Men need a strong sence of their inherent dignity as human beings. They need to claim their power to build relations that promote mutuality, not domination and exploitation. We men need to trust, deep in our souls, that our lives are important, but we need also to sustain that knowing in conjunction with our knowing that women´s lives are as important as our own. We share a common humanity".
Marvin M. Ellison
Erotic-Justice
A Liberating Ethic of Sexuality
!
24.6.2007 | 14:56
Sunnudagshugvekjan....
Ég kom heim úr sumarbústað fyrir stundu og það lá bara aldeilis ljómandi vel á mér eftir alveg tiltölulega rólega helgi! Við hjónin vorum reyndar frekar þreytt eftir erfiða og langa vinnuviku og höfðum þess vegna afar gott af því að komast í sveitina í rólegheit!
Bolli þurfti reyndar að keyra í bæinn og vera með athafnir í gær en ég og Mattan mín vorum eftir og höfðum það alveg ægilega gott!
Þegar ég kom heim sá ég athugasemd hér við færslu hjá mér, þar sem að verið er að gera mér upp skoðanir og hverju ég trúi. Þá fylltist ég gremju og varð pirruð á ný, en ég fór í gegnum slíkt tímabil fyrir helgi! Ég er orðin afar þreytt á því að hér inni á netinu skrifi menn um annað fólk og persónu þess án þess að vita nokkuð um það fólk sem að verið er að skrifa um. Það er meira segja gengið svo langt að skrifa um trú fólks sem er jú einhver persónulegasta tilfinning hverrar manneskju og kannski sú sem að liggur ekki beint uppi á yfirborðinu. Sá sem skrifar segist jú ekki vita hverju ég trúi enda hafi ég ekki gefið það uppi en segist samt sem áður, nota bene, vita að ég trúi ekki á Jesú guðspjallanna! Ég tel þessi skrif vera sett fram til að gera lítið úr mér enda hefur það verið gert hér inni á netinu síðustu dagana fyrir helgi vegna þess að ég kaus að svara ekki grein um prófpredikunina mína sem birtist á vantrú fyrir helgi! Það fór svona agalega fyrir brjóstið á mönnum að menn urðu að gera lítið úr mér sjálfri í stað þess að ræða málefnalega um hlutina. Predikunin mín er mér afar kær og ég fjallaði minnst um vantrú í henni af þeim málefnum sem að tekið var fyrir. Prófpredikun er ekki útskrift úr guðfræðideildinni, heldur fer útskriftin fram með öðrum háskólastúdentum, enda erum við ekkert ólík öðrum sem að stunda nám við háskólann! Vantrú hefur gangrýnt guðfræðideildina mikið, þess vegna finnst mér það undarlegt að menn hafi ekki kynnst sér betur þá deild sem að verið er að gagnrýna með stórum orðum. Þær athugasemdir sem að hafa birst hér og annars staðar sanna frekar orð mín í umræddri predikun um almennt virðingarleysi og persónuníð í samskiptum hér á netinu! Kannski reiðast menn sannleikann á þann hátt að þörfin til að gera lítið úr fólki verður málefnunum yfirsterkari!
kveðja!
19.6.2007 | 20:41
Lífsins ólgusjór!
Ég sá þegar ég kom heim í dag að fjöldi hefur rekið inn nefið á aðra síðu sem ég hef verið með og geymi þar m.a predikanir ofl. sem ég hef flutt (blog.central.is/sunnamo)! Ég býst nú við að það sé vegna þess að ég komst í grein á vantrú í dag! Ekki veit ég hvort að það sé upphefð eða eitthvað annað en tilefni greinarinnar er lokapredikun sem ég flutti nú fyrir stuttu þar sem að ég jú minnist á vantrú en predikunin er þó langt í frá tileinkuð þeim hópi þó að greinarhöfundur virðist gera sé mat úr henni á þann veg! Mér finnst nú ansi mikið lesið inn í lítið.......þar sem ég minnist á þann hóp aðeins í einni eða tveimur setningum...eða málsgreinum ! Predikunin fjallaði reyndar meira um frelsi og ábyrgð sem að því fylgir.....en menn lesa misjafnt greinilega út úr hlutum, það er víst alveg morgunljóst!
Það er þó athyglisvert að ég er sögð vera guðfræðingur í greininni, það er gaman frá því að segja ykkur sem að hafið rekið inn nebbann á vantrú í dag, að svo er nú ekki. Ég er enn ótýndur guðfræðinemi þar sem ég hef ekki útskrifast enn! Þetta er til marks um hve greinin er málefnaleg og laus við allt fals og greinilega hefur höfundur unnið vel heimavinnuna sína áður en greinin var birt! Það er alltaf gott að hafa staðreyndir á hreinu þegar verið er að ásaka aðra um illa rökstutt mál .
Ég vona bara að fólk hafi notið predikunarinnar vel , það er sjaldan sem að svona margir hafa gert sér far um að kíkja á þessar ræður á einum degi! Þetta er kannski bara gleðiefni eftir allt saman!
En nóg í bili og ha´det!
p.s. mæli með fiskisúpunni og krabbasalatinu á Fylgifiskum, kom þar við á leiðinni heim í kvöld og nú er ég alsæl! Þetta er eitthvað það besta í heimi!
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (51)
13.6.2007 | 23:41
Komin aftur!
Ég er komin aftur úr fríinu. Kom á sunnudagskvöld eftir langt netlaust frí! Tölvan hefur svo verið í viðgerð, nú er hún nýstraujuð og hefur aldrei verið hressari!
Ég ákvað í tilefni heimkomunnar að skella inn smá guðfræði sem ég las í fríinu (ég les líka guðfræði í fríum....alveg vakin og sofin yfir þessu öllu saman...). En hér eru smá vísdómsorð eftir Stephen J. Patterson sem að ég hef reifað í annarri færslu. Ég notaði þessi orð í lokaorðum í ritgerð sem að ég kláraði líka í fríinu.....!
Erum við að drepa Jesús.
"Að lokum vil ég hverfa aftur til Pattersons og leyfa honum að eiga lokaorðin sem að töluðu til mín vegna þess að þau endurspegla einmitt þessar hugmyndir um þá túlkun á upprisunni að hún sé hluti að lífinu hér og nú ekki í fjarlægri framtíð. Í raun eru þessi lokaorð með betri predikunum sem að ég hef heyrt og það læddist að mér sú hugsun að hér mættu margir finna sér fordæmi þegar verið er að boða Jesú Krist, ekki aðeins dáinn, grafinn og reistan upp heldur sem einstakling sem að hafði áhrif. Svo mikil áhrif að fylgjendur hans gátu farið að trúa því að hann væri upprisinn. Trúin á hann gerði það mögulegt sem að flestum í hans samtíma samhengi fannst fásinna. Kannski er það eitthvað sem að við sem teljumst vera kristin ættum að vera hugsi yfir í dag!
Patterson spyr hvort að Jesús sé dáinn? Ekki enn segir hann. En það sem að krossinn gat ekki gert, það gátu kristnir. Við erum að drepa Jesús. Hann var vitringur eða ef að einhver kýs það frekar, spámaður. Vitringar og spámenn lífa skv. orðum sínum og gjörðum. Í þeim skilningi, fyrir flest okkur sem að söfnumst saman í nafni Jesú, þá er hann dáinn. Orð hans og gjörðir hafa þá litla merkingu fyrir okkur, ef þau hafa einhverja. Við lítum ekki til Jesú til að finna leið til að lifa, heldur til að öðlast hjálpræði. Hann dó svo að við mættum lifa. Að sjálfsögðu. Það lítur þannig út að við verðum að drepa hann svo að við getum lifað því lífi sem að vald okkar og forréttindi leiða okkur. Þegar raunverulegt líf er í húfi, tökum við flest persónulegt hjálpræði fram yfir guðsríkið á hverjum degi. Við kjósum frekar Krist krossfestan, við höfum þaggað niður í Jesú sem var eitt sinn á lífi, fyrir æðri köllun".[1]
"En þetta var ekki svo fyrir vini og fylgjendur Jesús. Fyrir þau var ríki Guðs, hjálpræðið. Þau sáu umhyggju Guðs fyrir þeim í samfélögunum þar sem ríkti gagnkvæm umhyggja og kærleikur sem var til stofnað í Jesú nafni. Þau reyndu það að vera samþykkt og þau voru velkomin umhverfis borð Jesúhreyfingarinnar, sem endurlausn. Betlarar, holdsveikir, vændiskonur og þau sem máttu missa sín tóku utan um ríki Guðs sem þeirra einu stóra von og löngun. Aðrir gerðu það líka, fólk eins og Páll sem gáfu eftir líf sem fylgdi staða og mikilvægi til að ganga inn í samfélög hins nýja ríkis. Af hverju gerðu þau það. Þau voru að svara heillandi sýn Jesú, sem lifði áfram fyrir þau, lifandi mitt á meðal þeirra. Fyrir þau þá var þetta engin tilvistarleg myndlíking fyrir því að tengjast. Jesús var raunverulega lifandi, andlega nálægur þeim. Hvað sem það merkir í dag að tala á þennan hátt um Jesú, að segja að hann sé lifandi mitt á meðal okkar þá hlýtur það að merkja ofar öllu öðru að hann getur ennþá boðið okkur sýnina um nýtt ríki, ríki sem að okkur er boðið á mjög svo raunverulegan hátt. Án orða hans og gjörða, myndi hinn lifandi Jesú ekki hafa merkt neitt fyrir þau sem mættu honum í opinberum og á einkastöðum fornaldar. Jesús getur ekki verið lifandi fyrir okkur án orða hans og gjörða. Hann er lifandi okkur eins og hann var lifandi þeim, sem raunverulegt boð um lífsmáta sem að við sjáum speglast í hans eigin lífi og þar getum við mætt Guði".[2]
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.6.2007 | 21:35
Predikun og frí!
Við fjölskyldan erum að fara í viku frí! Ætlum í sveitina og svo norður í fermingu. Við komum ekki aftur fyrr á á sunnudagskvöldið! Þannig að nú fer ég í blogg-frí........fæ eflaust blogg-fráhvörf þar sem að ég verð netlaus í 7 daga....! Vona að bloggvinir mínir leyfi mér að hanga inni og gefist ekki upp á mér og hendi mér út vegna bloggleysis .....ég hef svo gaman af því að lesa ykkur öllsömul hvert og eitt og einasta! Ég mun blogga á ný þegar ég sný heim alveg ótrauð!
En ég set hér inn predikunina sem að ég flutti áðan í kvöldmessu í Laugarneskirkju. Ágætis veganesti inn í vikuna! Ef að einhver sér eitthvað stórkostlegt að henni og sér sig tilknúinn til að gagnrýna hana þá mun ég ekki geta svaráð því fyrr en eftir viku þ.e.a.s ef að það er eitthvað til að svara fyrir ! Betra að hafa samt svona fyrirvara á sko....vera við öllu búin þar sem að sú fregn gengur eins og eldur í sinu hér inni á blogginu að kristnir séu ofsóttir á ný! Mér er farið að líða eins og fólkinu um 200-400 e. kr. Ég býst við að verða send í hringinn innan skamms og verða villidýrum að bráð......!
En hafið það sem allra, allra bestast! Síjúleiteralligeiter!
Matteus! 8.23-27!
Við skulum biðja:
Algóði Guð, hjálpa okkur að vera bænheyrsla þín þeim sem þjást og líða, sakna og syrgja. Hugga þau sem gráta, reis á fætur þau sem hrasa. Gef öllum börnum þínum hönd til að styðjast við, huga sem ann og hjarta sem skilur. Í Jesú nafni, Drottinn miskunna þú.
Náð sé með yður og friður, frá Guði föður og Drottni Jesú Kristi, Amen.
Maður einn stendur við bryggju! Við blasir ólgandi sjórinn. Hann er hræddur. Hann óttast þau öfl sem búa í hinu ólgandi hafi. Hann er kvíðinn og óöruggur. Við bryggjuna liggur bátur í festum. Landgangurinn er úti og manninum er boðið að ganga um borð. Hann hugsar hvort að hann eigi að þora að taka skrefið og treysta bátnum til að stýra sér í örugga höfn. Á hinn bóginn veit hann að möguleiki er á að hann farist. Hann þarf að gera upp við sig hvort að hann sé tilbúin til að taka þá áhættu. Treystir hann eða lætur hann undan óttanum og stendur eftir við bryggjuna þegar báturinn lætur úr höfn.
Þessa líkingu af trúarglímunni notaði Marteinn Lúter þegar hann lýsti því þegar manneskjan ákveður að trúa og treysta Guði fyrir sjálfri sér. Lúter talaði um að sönn trú væri trú frá hjartans rótum. Trú sem að gerir manneskjunni kleift að taka skrefið, stíga um borð og treysta að Guð stýri í örugga höfn.
Báturinn hefur verið í kristinni trúarhefð tákn fyrir kirkjuna. Kirkjan sem er okkur dýrmæt og við komum til hennar í leit að skjóli fyrir veðrum og vindum mannlífsins. Við viljum að kirkjan sé okkar skjól og gerum tilkall til að hún taki á móti okkur í sorg og neyð. Þannig leggjum við traust á kirkjuna, við treystum því að hún sé fylgin boðskap þess sem stofnaði hana. Við treystum því að kirkjan feti í sömu spor og Jesús skyldi eftir sig á ferðum sínum um Galíelu. Um leið gerum við ekki ráð fyrir því að kirkjan okkar bregðist, vegna þess að hún á fastann og öruggann grunn til að standa á.
Við viljum að kirkjan sé trúverðug, því aðeins þannig getur hún verið það skjól sem að henni ber þegar hún hreskt um í stormviðrum þessa heims. Kirkja sem hefur gleymt hver hún er og tapað tengslum við þann grunn sem hún er byggð á missir trúverðugleik sinn og um leið glatar trausti fólksins. Kirkjan sjálf hefur lent í vindum þess heims.
Við eigum minningar um fólk sem að fór gegn kirkjunni sjálfri þegar því fannst hún vera komin langt af leið. Það þurfti að leiðrétta sjókortin og endurstilla kompásinn. Hin kristna saga hefur þannig gefið okkur minningar sem að fela í sér hugrekki! Fólk sem að kom fram og talaði inn í aðstæður óréttlætis og kúgunar. Rödd þessa fólks var ekki kveðin niður jafnvel þótt að það væri reynt af miklum mætti, þá lifir þetta fólk í minningu okkar.
Við þekkjum rödd Marteins Lúters sem réðist gegn hinni miklu móður, kaþólsku kirkjunni. Hann hafði ekkert nema orðið eitt að vopni og hafði sigur. Hann stóð óhræddur gegn hinu mikla veldi sem kirkjan var og að hans eigin sögn gat hann ekki annað. Sannleikurin, réttlætið og trúin voru honum það mikilvæg að hann var tilbúin til að hætta öllu fyrir trú sína á Jesú Krist.
Á 20. öldinni eigum við minningar um fleiri sem þorðu að standa andspænis öflum ofbeldis og kúgunar, Við þekkjum líf danska predikarans og prestsins Kai Munk sem fór í stríð með sannleikann að vopni á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Hann steig fram þegar aðrir hurfu í felur. Það hugrekki kostaði hann lífið. Líf guðfræðingsins Dietrich Bonhoffer er annað dæmi um mann sem reyndi að vinna gegn sömu öflum og Kai Munk í seinni heimstyrjöldinni og lét lífið fyrir það.
Marteinn Lúter King átti sér draum. Trú hans á réttlæti handa hinum fátæku, frelsi handa öllum og á sérstaka von um það að Guð hafi ekki eftirlátið þennan heim í hendur illra afla sem vinna gegn sannri mennsku þeirra sem sköpuð eru í mynd Guðs. Hann dó fyrir drauminn. Heimurinn var ekki tilbúinn fyrir þá sýn sem hann hafði um mannlega tilveru án aðgreiningar. Boðskapur hans lifir enn þann dag í dag og hefur haft áhrif um víða veröld.
Í öllum þessum röddum hljómar ein sameiginleg rödd. Það er rödd réttlætisins og kærleikans. Það er röddin sem að við heyrum í draumum okkar um betra líf. Það er röddin sem að hvíslar að okkur að það eru ekki allir jafnir í heiminum í dag þegar kemur að sjálfsögðum mannréttindum. Það er röddin sem að hvíslar að þér, hvað getur þú gert.
Að loknum draumi, vaknar þú oft upp og mannst ekki alveg hvað það var sem þig dreymdi. Þú gætir munað að það var eitthvað merkilegt, svo merkilegt að þú finnur fyrir sterkri tilfinningu sem að heltekur þig alla. Draumatilfinningin víkur þó oftast fyrir raunveruleikanum. Þegar sól rís og þú gengur til vinnu þinnar og allt fellur í sama, gamla, góða örugga horfið. Samt er innst inni í hugskotinu óljós minning um draum sem að lætur þig ekki í friði! Þú verður órólegri en venjulega þar til þig rámar í hvað það var sem þig dreymdi!
Þú gætir þá reynt að segja fólki frá að þig hafi dreymt stórkostlegan draum um heim þar sem að óréttlæti var horfið og allir höfðu jafna stöðu! Margir munu líklegast reyna að telja þér hughvarf og benda þér á þessa vitleysu! Svona heimur verður aldrei til! Það er bara tálsýn.
Aðrir munu hamra á að það séu þeirra mannréttindi að útiloka aðra frá því sem að þau hafa nú þegar. Þau munu hamra á hreinu orði Guðs og hreinni kenningu kirkjunnar. Þau elski samt syndarann en hati syndina.
Ef þig dreymir svona draum þar sem að þú ert að berjast fyrir réttlæti mundu þá eftir röddum fortíðarinnar. Mundu eftir þeim sem að fóru um borð í bátinn og lögðu af stað með trúna eina að vopni gegn óréttlæti þessa heims. Mundu eftir hinni einu sönnu rödd sem að hvíslar að þér að þú ert á réttri braut. Þú ert að fylgja hans sporum. Þetta er engin venjuleg rödd, heldur rödd þess sem þekkir hvernig það er að berjast gegn óréttlæti, bæði menningarlegu og trúarlegu. Hún þekkir þau sem eru utangarðs og þau sem að er hafnað vegna þess að það er eitthvað við þau sem að talið er óeðlilegt og óhreint skv. kenningum sem eiga ekkert skylt við kærleiksríkan og róttækan boðskap guðspjallanna.
Þú hefur tækifæri til þess að gefa þessari rödd líf í þínu lífi. Talað er um að Matteusarguspjall sé leiðarvisir um sanna eftirfylgd. Það er því ekki að ófyrirsynju að Guðspjallið endi á þeim orðum að Jesú sé með þér alla daga allt til enda veraldar. Hann hefur gefið þér loforð, loforð sem að stendur þér til boða að þiggja. Þú stígur því um borð í bátinn, þú leggur úr vör. Þú munt án efa bera nokkurn kvíða í brjósti til að byrja með, en það er eðlilegt þegar lagt er upp í ferð! Það munu mæta þér stormar, það getur enginn lofað því að alltaf sé stillilogn.
Við erum aðeins litlar manneskjur í svo ógnarstóru, flóknu og marbrotnu samhengi, sem stundum er ef til vill eins og að vera á lítilli bátskel í stórsjó. En gleymum því ekki að þó svo að við getum ekki alltaf gert stóra hluti, þá getum við hvert og eitt gert smáa hluti með miklum kærleika eins og hún Móðir Teheresa orðaði það. Gleymum því aldrei.
Þannig skulum við hugsa hlutina út frá því sjónarhorni að báturinn er hluti fyrir heild, tákn um stærri veruleika. Við erum öll á sama báti, hvort sem við erum söfnuður hér í Laugarnesskirkju, vinahópur á Genesaretvatni, þjóð eða mannkyn. Við erum sama marki brennd, eigum sömu örlög þegar grannt er skoðað.
Það sem mestu máli skiptir er það að við erum ekki ein í bátnum. Í bátnum er sá sem að allt getur. Hann sefur jú, hann hefur treyst okkur fyrir boðskap sínum. Það er þinn hluti samningsins þegar þú gengur um borð. Það er að berjast á sama hátt og Jesús gerði í sínu lífi. Við megum aldrei gleyma því að vegurinn að krossinum var ekki beinn og breiður. Hann er grýttur og krefst þess að þú hlustir á röddina og takir þér stöðu með þeim sem líða og þú berjist fyrir réttindum þeirra.
En þegar mest á gengur, getur þú kallað eftir hjálp! Þú kallar eftir rödd hans inn í þitt líf. Að hann standi með þér í baráttunni. Hann mun hvísla að þér: Allt vald er mér gefið á himni og jörðu og sjá ég er með yður alla daga, allt til enda veraldarinnar! Þetta er vonin sem að fylgir baráttunni. Það er vonin sem að við öll höldum í, janfvel þó að við verðum aðeins vör við hana í draumi!
Dýrð sé Guði, föður, syni og heilögum anda, svo sem var í upphafi, er og verður um aldir alda! Amen!
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.6.2007 | 17:48
Allt er þá er þrennt er!!
Ég ákvað að skella inn þriðja guðfræðibrandaranum.....ég er svo hrifin af trílógíum...safna öllum sem ég kemst yfir!
Let There Be Light (Bulbs)
HOW MANY CHURCH PEOPLE DOES IT TAKE TO CHANGE A LIGHTBULB?
A) Charismatic: Only one - hands are already in the air anyway.
B) Roman Catholic: None - they use candles.
C) Baptist: Change??!!??!!
D) Pentecostal: Ten - one to change, nine to pray against the spirit of darkness
E) Presbyterian: None - God has predestined when the lights will be on and off
F) Anglican: Ten - one to call the electrician, and nine to say how much they like they old one better
G) Mormons: Five. One man to change the bulb, and four wives to tell him how to do it.
H) Methodists: At least 15. One to change the lightbulb, and two or three committees to approve the change. Oh, and also a casserole.
I) Unitarians: We choose not to make a statement either in favour of or against the need for light bulbs. However, if in your own journey, you have found a light bulb that works for you, that is fine. You are invited to write a poem or compose a modern dance about your personal relationship with your light bulb, and present it next month at our annual Light Bulb Sunday Service, in which we will explore a number of light bulb traditions, including incandescent, flourescent, three-way, long-life and tinted, all of which are equally valid paths to luminescence.
Kveðja !
2.6.2007 | 14:33
Meira guðfræðigrín!
Hér er meira guðfræðigrín !
These are ACTUAL announcements from ACTUAL church bulletins
It's amazing what a little proofreading would've prevented:
Don't let worry kill you -- let the church help.
Remember in prayer the many who are sick of our church and our community.
The rosebud on the alter this morning is to announce the birth of David Alan Belzer, the sin of Rev. and Mrs. Julius Belzer.
This afternoon there will be a meeting in the South and North ends of the church. Children will be baptized at both ends.
Thursday at 5:00 PM there will be a meeting of the Little Mothers Club. All ladies wishing to be "Little Mothers" will meet with the Pastor in his study.
This being Easter Sunday, we will ask Mrs. Lewis to come forward and lay an egg on the altar.
Next Sunday a special collection will be taken to defray the cost of the new carpet. All those wishing to do something on the new carpet will come forward and do so.
The ladies of the church have cast off clothing of every kind. They can be seen in the church basement Saturday.
At the evening service tonight, the sermon topic will be "What is Hell?" Come early and listen to our choir practice.
The preacher will preach his farewell message, after which the choir will sing, "Break Forth With Joy."
The Rev. Adams spoke briefly, much to the delight of his audience.
The eighth graders will be presenting Shakespeare's "Hamlet" in the church basement on Friday at 7 p.m. The congregation is invited to attend this tragedy.
Scouts are saving aluminum cans, bottles, and other items to be recycled. Proceeds will be used to cripple children.
Low Self-Esteem Support Group will meet Thursday from 7 to 8 pm. Please use back door.
The choir invites any member of the congregation who enjoys sinning to join the choir!!
Weight Watchers will meet at 7 p.m. Please use large double door at the side entrance.
Bertha Belch, a missionary from Africa will be speaking tonight at The Calvary Memorial Church in Racine. Come tonight and hear Bertha Belch all the way from Africa.
Announcement in the church bulletin for a National PRAYER & FASTING Conference: "The cost for attending the Fasting and Prayer conference includes meals."
Miss Charlene Mason sang, "I Will Not Pass This Way Again," giving obvious pleasure to the congregation.
The peacemaking meeting scheduled for today has been cancelled due to a conflict.
The sermon this morning: "Jesus Walks on the Water". The sermon tonight will be: "Searching for Jesus"
Next Thursday there will be tryouts for the choir. They need all the help they can get.
Barbara remains in the hospital and needs blood donors for more transfusions. She is also having trouble sleeping and requests tapes of Pastor Jack's sermons.
The Rector will preach his farewell message after which the choir will sing "Break Forth into Joy."
Irving Benson and Jessie Carter were married on October 24 in the church. So ends a friendship that began in their school days.
The senior choir invites any member of the congregation who enjoy sinning to join the choir.
Attend this meeting and you will hear an excellent speaker and heave a healthy lunch.
Mrs. Johnson will be entering the hospital this week for testes.
... AND THE BEST FOR LAST, ...
The Associate Minister unveiled the church's new tithing campaign slogan last Sunday: "I Upped My Pledge - Now Up Yours."
31.5.2007 | 12:04
Umhugsunarvert!
Ég byrja oft daginn á því að fara bloggrúnt hér inni! Ég skoða þar bloggvini mína yfirleitt flesta og hef afar gaman að þeirra skrifum! Síðan skoða ég blogg sem að ég verð pirruð yfir, ætli ég sé ekki haldin sjálfpyntingarhvöt !
Ég festist jú eins og endranær á einu bloggi hér inni þar sem að rætt er enn og aftur um málefni samkynhneigðra og kirkju! Það eru notuð gífuryrði sem endranær, talað um undanvillingapresta sem að vilja leyfa hjónavígslu samkynhneigðra í kirkjunni! Oftar en ekki finnst mér málflutningurinn heldur stóryrtur og mörgum mikið niðri fyrir! Ég dáist þó að þeim sem að taka þátt í umræðum þar með það að markmiði að reyna að hnekkja skoðun höfundar!
Annað sem að mér finnst athyglisvert í umræðunni þar, er þegar talað er um t.d. að það séu mannréttindi kristinna að leyfa ekki hjónaband samkynhneigðra í kirkju! Hér talar fólk sem að nýtur fullra mannréttinda í þjóðfélaginu! Vegna þess að forréttindin er orðin svo mikil að þá vill þetta fólk að þeirra mannréttindi felist í að brotið sé á mannréttindum annarra þegna! Þetta finnst mér nú eiginlega bara hrein og klár frekja!
Annað sem að mér finnst fyndið er þegar talað er um að fólk sem er fylgjandi þessu máli innan kirkjunnar eigi bara að láta þjóðkirkjuna í friði! Talað er um að verið sé að kljúfa kirkjuna með þessu máli og samkynhneigðir eigi bara að stofna sína eigin kirkju! Það skal tekið fram hér að það er of seint að kljúfa kirkjuna, því miður! Hún er margklofin í sérstrúarsöfnuði, fríkirkjur og ég veit ekki hvað og hvað! Það ríkir engin eining innan kristinnar kirkju og hefur ekki verið síðan Jesús var krossfestur! En er það ekki líka klofningur ef að samkynhneigðir stofna sína eigin kirkju.....ég er nú ansi hrædd um að margir myndu fylgja þeim!! Það er ekki hægt að tala fyrir því að kirkjan sé ekki klofin og mæla svo með klofningi í hinu orðinu! Það er nú heldur einkennilegur málflutningur!
Um íslensku þjóðkirkjuna gilda lög, réttindi hennar eru stjórnarskrár varin! Stjórnarskráin gildir fyrir alla þegna þjóðarinnar! Einhver hluti af þegnum þjóðarinnar eru samkynhneigðir. Hin evangelíska íslenska þjóðkirkja er líka þeirra kirkja sem og okkar allra sem að erum þegnar í þessu landi! Þjóðkirkjan er ekki sértrúarsöfnuður þar sem að aðeins ein skoðun er samþykkt og þar af leiðandi verður ekkert rými fyrir gagnrýna hugsun! Innan kirkjunnar rúmast margar skoðanir og við getum alveg verið ósammála um margt! En þegar kemur að bæn og blessun fyrir altari Guðs getum við ekki meinað neinum aðgang! Það er það sem að lútersk hjónavígsla er ..... bæn og blessun og íslenska þjókirkjan hefur samþykkt að það stríði ekki gegn Biblíunni! Só sorrí....þannig er það bara!
Nóg í bili!
p.s. Ég vil mæla hér með afar athyglisverðri færslu hjá honum Guðmundi Erni Jónssyni þar sem hann tekur saman skrif Lúters um hjónabandið: http://orri.blog.is/blog/orri/entry/225530/!
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar