Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
30.5.2007 | 14:16
Predikunarsmíð!
Nú er ég að setjast við predikunarsmíð þar sem að ég fékk gott boð um að predika í kvöldmessu í Laugarneskirkju á sunnudagskvöld!
Textinn sem að ég er með er úr Mk.4.35-41! Þetta er textinn sem segir frá því þegar Jesús og lærisveinar hans lenda í stormi og Jesús lægir hann og spyr hvers vegna lærisveinar hans séu hræddir og hvort þeir hafi enga trú.
Ég hef verið hugsi yfir þeim stormi sem að hefur geisað hér inni á þessum bloggvettvangi vegna greinar sem að birtist á sunnudagsblaði Morgunblaðsins! Sitt sýnist að sjálfsögðu hverjum en merkilegast finnast mér allar þær dylgjur og persónuárásir sem að birtast í skrifum fólks.
Ég hef eiginlega verið afskaplega hugsi yfir þessu öllu saman og þegar að menn telja sig vera sjálfskipaða verndara trúarinnar og kristindómsins í nafni hreinnar kenningar er mér eiginlega allri lokið! Mér er eiginlega spurn: Er til ein hrein kristin kenning í heimi sem er margklofin í afstöðu sinni til þess hver Jesús frá Nasaret var og fyrir hvað hann stóð! Þetta hefur nú aldeilis farið fram hjá mér, þar sem að hvar sem ég drep niður fæti rekst ég á nýja túlkun á því hvað er rétt trú og hvað ekki??? Fólk sem að kemur fram og talar um að Jesús hafi staðið með minnihlutahópum er sagt tala máli annars vegar kommúnisma eða frelsunar- og eða kvennaguðfræði sem að er handónýt að mati þeirra sem að hæst tala. Aðrir tala um að prestar sem að tala fyrir hönd minnihlutahópa ættu hreinlega að fá sér aðra vinnu!
Jú......svo virðist sem að ég hafi nóg úr að moða fyrir sunnudaginn! Það er greinilegt að stormur geisar um þessar mundir í lífi margra sem að telja sig vera málsvarar hreinnar kenningar og hins vegar þeirra sem vilja vera Kristur náunga sínum og mæta fólki þar sem það er statt í ákalli sínu til kirkjunnar!
Án efa eru margir ósammála þessu sem ég set hér fram, en jú ég get víst ekki orða bundist eins og svo margir aðrir! Sumir segja að það sé betra að hunsa það sem illt er........stundum er það hreinlega ekki hægt!
En nú ætla ég að skrifa.......við skulum sjá hvað gerist.....!
30.5.2007 | 10:44
Topp 15 leiðir innan Biblíunnar til að ná sér í eiginkonu!
Ég fékk þetta sent á pósti í gær frá einum guðfræðinema. Þar sem ég sit við tölvuna að vinna að ritgerð sem er sko ekkert grín, hló ég mig máttlausa og mátti til með að skella þessu inn hér. Hver segir að Guð hafi ekki húmor !
- Find an attractive prisoner of war, bring her home, shave her head, trim her nails, and give her new clothes. Then she's yours. (Deuteronomy 21:11-13)
- Find a prostitute and marry her. (Hosea 1:1-3)
- Find a man with seven daughters, and impress him by watering his flock. -- Moses (Exodus 2:16-21)
- Purchase a piece of property, and get a woman as part of the deal. -- Boaz (Ruth 4:5-10)
- Go to a party and hide. When the women come out to dance, grab one and carry her off to be your wife. -- Benjaminites (Judges 21:19-25)
- Have God create a wife for you while you sleep. Note: this will cost you a rib. -- Adam (Genesis 2:19-24)
- Agree to work seven years in exchange for a woman's hand in marriage. Get tricked into marrying the wrong woman. Then work another seven years for the woman you wanted to marry in the first place. That's right. Fourteen years of toil for a woman. -- Jacob (Genesis 29:15-30)
- Cut off 200 foreskins off of your future father-in-law's enemies and get his daughter for a wife. -- David (I Samuel 18:27)
- Even if no one is out there, just wander around a bit and you'll definitely find someone. (It's all relative of course.) -- Cain (Genesis 4:16-17)
- Become the emperor of a huge nation and hold a beauty contest. -- Xerxes or Ahasuerus (Esther 2:3-4)
- When you see someone you like, go home and tell your parents, "I have seen a ...woman; now get her for me." If your parents question your decision, simply say, "Get her for me. She's the one for me." -- Samson (Judges 14:1-3)
- Kill any husband and take HIS wife. (Prepare to lose four sons though). -- David (2 Samuel 11)
- Wait for your brother to die. Take his widow. (It's not just a good idea, it's the law). -- Onan and Boaz (Deuteronomy or Leviticus, example in Ruth)
- Don't be so picky. Make up for quality with quantity. -- Solomon (1 Kings 11:1-3)
- A wife?...NOT!!! -- Paul (1 Corinthians 7:32-35)
Kveðja!
29.5.2007 | 10:50
Tilvitnun!
Tók þetta úr Síðustu dögum Sókratesar......líkist óneitanlega annarri sögu sem að varð til á öðrum tíma í allt öðru samhengi !
En Sókrates gengur út í opinn dauðann, aleinn og smáður af samþegnum sínum. Jafnvel vinir hans misskilja hann og reyna að aftra honum. Hann berst ekki fyrir öðru en hugtökum eins og sannleik og réttlæti, og á einskis sóma von, því að hann er tekinn af lífi sem glæpamaður! Hann hefur engin dæmi annarra að styðjast við. Hann er fyrsti píslarvottur frjálsrar hugsunar.
25.5.2007 | 12:01
Fleyg orð!
Surging passions in body and spirit continue to make us restless. Our peace is disurbed, and therein lies hope. Impatience with injustice is a mighty force, and it can move us to transform our lives and remake the world. We passionately yearn for a radically different family, workplace, church, and society where we can be met and valued as persons of incomparable value. We are tantalized by visions of more respectful, caring, and pleasurable ways to live in our bodies and in the company of others.
These restless, unsettling passions run through us, making us toss and turn, all a sure sign that God is doing a new thing in our midst. In our passion for justice-love, we discover that we are never alone. God, the sacred Source of erotic delight, abides with us and awaits our decision to take a wild, liberating plunge, together into ecstacy. This invitation is extended to us as a gift and a task. What are we wating for?
Marvin M. Ellison.
Erotic Justice. A Liberating Ethic of Sexuality!
23.5.2007 | 10:09
Tilvitnun dagsins!
If God Is Male - The Male Is God!
Mary Daly!
22.5.2007 | 15:35
Upprisan!
Enn af fræðum sem liggja á borðinu hjá mér. Í dag er það upprisan. Já, það er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur enda er ég stórhuga með eindæmum í dag og þakka það góðum hádegismat á Salatbarnum og gönguferð í framhaldinu í Elliðaárdalnum! Nú er það fræðimaður sem heitir Stephen J. Patterson sem hefur orðið fyrir valinu og ég gef honum orðið. Eftirfarandi er tekið úr bók sem heitir "Beyond the Passion. Rethinking the death and the Life of Jesus":
Í dag þegar talað er um upprisu er átt við upprisu Jesú Krists. Það staðsetur okkur innan annars ramma en fornaldarhugmyndir voru í. Í fornöld áttu menn ekki erfitt með að trúa á upprisu per se. Upprisa var algengur þáttur í flestum trúarbrögðum fornaldar. Hér var um að ræða örlög margra spámanna, píslarvotta og hetja. Marteinn Luther King, Gandhi og Lou Gehrig hefðu verið sterkir kandídatar í að rísa upp skv. stöðlum fornaldar. Aftur á mótu var Jesús það ekki. Hann var ekki spámaður, dauði hans var aftaka ekki píslardómur. Hann lifði í fátækt og dauði hans var í skömm og langt frá því að vera hetjulegur. Upprisa í fornöld var ekki fyrir þannig lítils megnandi fólk.
Í fornöld var sú grundvallarhugmynd að einhver deyi og vakni á ný til lífs ekki einstök. Jafnvel í Nt þá er hún ekki einstök sbr. söguna af upprisu Lasarusar í Jh. 11 og dóttur Jaírusar í Mk. 6.35-43.
Páll lítur jafnvel ekki á upprisu Jesú sem einstaka, heldur sem fyrsta af mörgum sbr. 1. Kor. 15.20.
Það er mikill munur á því hvernig fólk til forna og nútímamenn tala um trú sína á hinn upprisna drottinn. Fyrir nútímafólk er upprisa ómöguleg nema í tilviki Jesú Krists. Þess vegna er þetta orðinn einstakur atburður í ímyndun okkar, atburður sem sannar að við höfum rétt fyrir okkur varðandi Jesú, son Guðs. Til forna var upprisa vel möguleg. Það var það sem átti sér stað hjá hetjum og guðum. En Jesús passaði ekki vel inn í þá mynd.
Fornaldarfólk trúði á upprisuna en það hefði að öllum líkindum ekki litið á Jesú sem líklegan kandídat! Dauði hans var ekki dauði hetju. Hann var fæddur af almúgafólki og dó sem sakamaður. Samt var talað um hann á sama hátt og var talað um Herkúles, Aesklepíus eða Sesar. Hvers vegna??
Lítum fyrst á 1. Kor. 15.3. Þessi texti er líklega eldri en bréfið og líklegast eitthvað sem að Páll tók við frá öðrum. Honum var kennd þessi formúla og hér flytur hann hana áfram. Raunveruleg rök Páls hér eru þau að Kristur hefur verið reistur frá dauðum það er eitthvað sem að allir Korintubúar myndu samþykkja. Þetta var innihald vitnisburðar Páls sem að hann hafði fært þeim í upphafi.
Hafa skal í huga að hjá Páli var upprisa Jesú fyrsta af mörgum sem koma skyldi. Þetta var upphafið á miklu cosmísku drama þar sem að valdahlutföllum heimsins yrði kollvarpað. Hér kemur hugmyndin um upprisuna úr gyðinglegu umhverfi. Bæði upprisan og apókalyptismi ávarpa sama grundvallar álitamálið: Hvað gerist þegar líf og dauði eru ekki vitnisburður um hið góða og hið illa. Þegar hið illa lifir og hið góða deyr, hvar er Guð og skiptir þetta hann máli.
Í gegnum 1. Kor. 15 talar Páll máli píslarvottanna. Þeir sem hafa dáið og þeir sem að hætta á dauða, munu ekki glatast. Þetta er mikilvægi upprisunnar. Hugmynd hans um upprisuna er líkamleg. Þetta var mikilvægt í ljósi líkamlegra þjáninga píslarvottanna. Píslarbókmenntir dvelja við líkamlegar þjáningar pyntinga, varnarleysi líkamans og nauðsyn þess að hefja sig yfir þær ógnir sem að steðja að líkamanum af hendi óvinarins. Upprisa Jesú sem fyrsta af mörgum sem koma á eftir er fullvissa um að dauði píslarvottanna er ekki án tilgangs.
Sannanir fyrir upprisu Jesú í sjálfu sér eru ekki miklar. Þær geta virkað miklar í dag fyrir kristna en það er vegna þess að hefðin hefur kennt okkur að líta á allt í Biblíunni sem hafið yfir allan vafa. Það er einnig vegna þess að það er ekki eins mikið í húfi fyrir okkur í dag eins og áður fyrr. Það blasir t.d ekki við okkur að líða píslarvætti. Andstæðan er frekar málið. Við erum hvött og verlaunuð af kirkjunni okkar og menningunni fyrir að trúa á upprisu Jesú.
Hvað ef að það að trúa á Jesú merkti það í dag, að yfirgefa heimili sitt og hætta á lífstíl sem væri erfiður og gæti jafnvel sett okkur í lífshættu gagnvart ríkinu. Hvað ef að það merkti að ögra gildum menningar sem myndi ekki samþykkja það með yfirveguðum hætti. Hvað ef að yfirlýsingarnar um upprisuna í frumkristnu samhengi hefði verið nóg til að sannfæra fólk um að allar þessar fórnir væru virkilega þess virði. Höfundur efast um þetta!!
Fylgdarfólk Jesú þurfti meira en kraftaverk. Kraftaverk voru þekkt í fornaldarsamhengi og upprisa var hluti af trúarbrögðum þeirra. Fyrir fylgdarfólk Jesú, var trú á það kraftaverk að Guð reisti einhvern upp frá dauðum ekki vandamál. Vandamálið var að Guð reisti Jesú upp frá dauðum!!
Það sem er merkilegt hér er það að Jesús hafði ákveðna sýn sem að laðaði að sér trygga fylgismenn. Hann hafði ástæðu sem var Guðsríkið. Allt það fólk sem að fylgdi honum trúði á það sem hann stóð fyrir, sem einn af hinum Guðs réttlættu. Ef að óvinurinn átti að finna hann og drepa, mun fylgdarfólk hans hafa trúað af öllu hjarta að Guð forfeðra þeirra, Guð réttlætis og réttvísi myndi endurleysa hann frá þjáningum sínum og reisa hann til lífs. Þau trúðu að Guð myndi reisa Jesú frá dauðum af því að þau trúðu á Jesú. Það skipti þau ekki máli að hann var ekki hetja skv. stöðlum fornaldarinnar.
Fólkið sem að fylgdi Jesú var sjálft lítilsmegandi og utangarðs. Jesús var maður sem að sannfærði fólkið um að það sjálft skipti Guð máli. Þessi maður var hetjan þeirra, þeirra spámaður. Það er þess vegna, þegar að lokunum kom að þau lýstu yfir upprisu hans. Þau gátu gert það á þeim degi sem að hann dó og hugsanlega gerðu þau það.
Átti eitthvað sér raunverulega stað???
Til viðbótar við píslarsöguna þá minnist Páll einnig á leyndardómsfulla hluti eins og birtingar! Jesús birtist Kefasi og síðan hinum 12. Síðan birtist hann meira en 500 bræðrum og systrum á sama tíma, einhverjir eru enn á lífi aðrir hafa sofnað osfrv.
Hið andlega líf sem að Jesús kom í kring með fylgdarfólki sínu fyrir dauða hans, hætti ekki þegar hann dó. Það hélt áfram. Nú gat fólkið ekki bara talað um anda Guðs á meðal þeirra heldur einnig anda Krists. Það var í gegnum Jesú sem að fólkið reyndi fyrst Guð á þennan nýja hátt. Þegar fólkið hélt áfram að reyna anda Guðs eftir dauða Jesú, kallaði það fram það að fólkið reyndi anda Guðs, í gegnum anda Krists.
Þannig má skilja 1. Kor. 15 og staðhæfingu Páls að 500 hafi reynt hinn upprisna Krist á sama tíma. Þessi períkópa á líklegast ekki við að risavaxinn Kristur birtist frammi fyrir hundruðum. Þetta vísar til andlegs algleymis, sem var reynt af mörgum sem að kom saman í tilbeiðslu. Þessar stundir í andlegu algleymi, sem var reynd bæði einstaklingsbundið og í samfélagi varð nú reynsla af hinum upprisna Kristi.
Fyrir marga varð þetta lýsandi reynsla í fylgdinni við Jesú. Það er þessi andlega reynsla sem að fæddi af sér kristindóminn sjálfann!! Þessar birtingar Jesú til sinna nánustu fylgdarmanna hans varð fyrir þá staðfesting á kennivaldinu til að halda áfram því sem að Jesú hafði þegar hafið. Þetta varð þeirra postulega vald!
Spurning um ákvörðun!
Þegar allt kemur til alls að þá eru að sjálfsögðu hinar andlegu upplifanir hina frumkristnu ekki sannanir fyrir því að Jesú reis upp frá dauðum eða að hann var sonur Guðs. Fyrir hina fornu er allt eins mögulegt að þessum sögum hefði getað verið hafnað, sem hreinum draugasögum.
Nútímafólk gæti talað um þessar birtingarsögur sem fjölda-hysteríu eða sem sorgarreynslu að sjá aftur þann sem maður elskar eftir að hann er nýfallinn frá, eitthvað sem að algengt er að fólk tali um í dag.
Tvíræðnin að baki þessum reynslusögum er enn og aftur merki þess að staðreyndin er sú að kristin trú á ekki uppruna sinn í þessum sögum. Fylgdarfólk Jesú talaði um algleymis trúarreynslu sína á þennan hátt, sem reynslu af hinum upprisna Kristi, vegna sannfæringar sem að á rætur að rekja til annars upphafs. Sannfæring þessa fólks byrjaði löngur fyrir dauða hans. Á þeim degi þegar allt í einu það heyrði rödd Jesú og hann mælti og sagði eitthvað sem að hreyfði innilega við fólki. Í hans félagsskap lærði fólkið að þekkja Guð. Í rödd Jesú hljómaði rödd Guðs. Með starfi hans lærðu þau að þekkja ríki Guðs. Fólkið tengdist honum og sýn hans um nýtt ríki, nýjan heim sem var að fæðast. Það trúði á hann. Þegar hann dó þá vissi fólkið að andi Guðs sem að það hafði reynt í orðum Jesú og gjörðum yrði ekki út kastað.
Fylgdarfólk Jesú trúði ekki á hann vegna upprisunnar. Það trúði á upprisuna vegna þess að það hafði fyrst trúað á hann og á hið andlega líf sem að hann bjó þeim. Þetta er að lokum það sem að upprisuyfirlýsingin snýst um. Hún snýst um þá ákvörðun að trúa á Jesú og gefa sjálfa sig andanum til að hann uppgötvi þig í hans lífi!!
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.5.2007 | 09:25
Misserislok!
Vorin eru einhver besti tími sem að ég veit. Mér finnst ekkert fallegra en að sjá hvernig allt vaknar af dvala og rís upp að nýju.
Vorin eru þó einnig tími endaloka hjá námsfólki. Námskeið vetrarins taka enda og maður hættir að sækja tíma og um leið hættir að sjá daglega fólkið sem að maður hefur umgengist síðastliðna 9 mánuði.
Þetta vor er óneitanlega sérstakt hjá mér, þar sem að ég hef lokið mínum síðasta kúrsi í Guðfræðideildinni. Þannig má segja að endalokin séu stærri en oft áður og skrítið til þess að hugsa að ég sé ekki á leið í skólann í haust eins og ég hef gert nánast síðan ég var 6 ára!!
Ég er einnig að ljúka þessa vikuna barnastarfi vetrarins í Neskirkju. Ég hef verið svo lánsöm að hafa fengið að vinna þar með 6 og 7 ára börnum, ásamt því að vera í TTT. Þetta hefur verið alveg frábær reynsla og ég hef verið með góðu starfsfólki kirkjunnar, þeim Guðmundu I Gunnarsdóttur og Sigurvin Jónsyni.
Það er ómetanlegt að vinna með börnum og þau eru orðin svo miklir vinir mínir og mér þykir eiginlega pínu leiðinlegt að kveðja þau. En ég sé kannski einhver þeirra í sumar þar sem að ég fæ að vera með honum Sigurvin á sumarnámskeiðum kirkjunnar. Þannig að ég segi ekki alveg skilið við kirkjuna í sumar !
Annars er núna framundan að skrifa og skrifa, ég er víst ekki alveg búin ennþá, ég þarf víst líka að klára lokaritgerðina til að útskrifast
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.5.2007 | 11:09
Göfugur dauðdagi!
Ég hef verið að lesa um dauða Jesú í kúrsi í Nt-fræðum í vetur. Nú síðast var ég að skoða bók eftir David Seeley sem að heitir The Noble Death. Graeco-Roman Martyrology and Paul´s Concept of Salvation. Hér er verið að setja túlkun Páls á dauða Jesú og á áhrifum hans í samhengi við hugmyndina um göfugan dauðdaga eins og hún birtist m.a. í 2. og 4. Makkabeabók sem skrifaðar eru á frá 1. öldinni f. Kr. Og á 1. öldinni e. Kr. Þær lýsa stríðum Hasmónea við Antíokkus Epífanes á 2. öldinni f. Kr. En að því stríði loknu náðu gyðingar sjálfstjórn á smá tíma. Þó voru margir ósáttir við þá stjórn og ákveðinn hópur gyðinga flúði m.a í eyðimörkina (Qumran) og stofnaði eigið samfélag. Qumran ritin eru m.a talin vera frá þessu samfélagi. En lítum á hvernig Seely rekur hugmyndina um göfugan dauðdaga í gegnum þessar tvær bækur og yfir til Páls á 1. öldinni e. Kr.
2. Makkabeabók, skrifuð á 1. öldinni f. Kr. : Píslavotturinn var talinn geta kallað fram miskunn Guðs fyrir alla þjóðina sem um ræddi hvert sinn! Einn dauðdagi sem sagt er frá í 2. Makkabeabók sem að virðist vera öllum til góðs er dauði Eleazar. Hér má sjá sterk líkindi við dauða Sókratesar. Hann segir í versi .28: To the young a noble example of how to die a good death willingly and nobly for the revered and holy laws.
Eftir að hann deyr segir höfundurinn: So in this way he died, leaving in his death an example of nobility and a memorial of courage, not only to the young but to the great body of his nation.
Dauði Eleazar er sigursæll, hagnast öllum. Hér er sett fram ákveðið munstur réttlætis sem krefst hlýðni þrátt fyrir pyntingar. Dauða hans er líst sem afar mikilvægur fyrir hina gyðinglegu þjóð. Með því að líkja eftir hegðun hans munu aðrir hagnast að sama skapi! Hægt er að týna út þrjá mikilvæga þætti í dauða Eleazar: Hlýðni: Jafnvel þó að hann hefði vel getað bjargað sjálfum sér, neitar hann og fylgir lögmálinu og um leið innsiglar dauða sinn.
Hernaðarlegt samhengi: Dauði Eleazar er hluti af stríði Antíokkusar Epífanesar gegn gyðingum. Píslarvottarnir eru hluti af herför hans.
Að yfirstíga líkamlega veikleika: Eleazar kemst yfir sína líkamlegu veikleika með innri styrk sínum: I am enduring terrible sufferings in my body under this beating, but in my soul I am glad to suffer these things because I fear God.
Þessir þættir í dauða Eleazar er það sem má kalla Noble Death. Sömu hefð má rekja í gegnum 4. Makkabeabók og hjá Páli!
4. Makkabeabók: Þessi bók innifelur alla sömu þættina og 2. Makkabeabók og einn að auki en það er fórnarmyndlíkingar.Hér er dauði píslarvottanna öðrum til góðs. Fordæmi þeirra og hlýðnin hvetur til almennrar fylgni við lögmálið og þess vegna tapar Antíokkus: Since in no way was he (Antiochus) able to compel the Israelites to become pagans and to abandon their ancestral customs, he left Jerusalem and marched against the Persians.
Hlýðni píslarvottanna er það sem gerir þá að píslarvottum en um leið gerir þeim kleift að hrósa sigri yfir Antíokkusi. Vegna þess að þeir hafa verið hlýðnir þrátt fyrir allt sem Antíokkus hefur gert, hafa píslarvottarnir sigrað! Baráttan er um það hvort að Antíokkus geti fengið píslarvottana til að óhlýðnast lögmálinu. Ef þeir óhlýðnast vinnur Antíokkus, ef þeir eru hlýðnir, tapar hann! Það er almennt talið varðandi þessa dauðdaga að þeir höfðu áhrif vegna hlýðninnar og fordæmisgefandi eðlis þeirra.
Vegna þess að þetta tvennt var til staðar höfðu þeir þau áhrif að Antíokkus fór. Til viðbótar er svo hægt að bæta við fórnarmyndmáli.
Páll: Hjá Páli er hægt að rekja sömu þættina og eru í Makkabeabókunum. Mikilvægasta versið hjá Páli til að meta hvernig hinn trúaði fær hlutdeild í sigursælum áhrifum af dauða Jesú er Róm. 6.1-11. Páll segir að hinir kristnu hafi dáið syndinni með því að vera skírðir Kristi og dauða hans. Krossfesting Krists var liðinn atburður þegar hinn fyrsti kristni var skírður, samt talar Páll um að deyja með Kristi. Páll heldur því þar af leiðandi fram að dauði Krists sé ekki bundinn tímanum á sama hátt og dauði venjulegs fólks. Hann er á ákveðinn hátt mystískur atburður. Dauðinn hjá Páli merkir að vera fluttur frá yfirráðum syndarinnar. Óvinurinn er því mýtískur en ekki bókstaflegur eins og Antíokkus í Makkabeabókunum. Líkindin milli Páls og 4. Makkabeabókar eru til staðar. Þessi líkindi eru sláandi vegna þess að þættirnir sem að mynda hinn göfuga dauðdaga eru til staðar ásamt fórnarmyndlíkingunum.
Hlýðni: Páll leggur áherslu á, að það er vegna hlýðni Jesú fram til dauða að hann var reistur upp sem Drottinn. Hlýðnin er það sem að gerir dauða hans sérstakan. Hann deyr í hlýðni, er upphafinn og settur sem höfuð nýrrar aldar. Hlýðni hans réttlætir marga. Vegna þess að Jesús var hlýðinn, jafnvel gagnvart sínum eigin dauða, þá hefur syndin ekkert vald yfir honum. Það má ráða af þessu, að þessi áhersla Páls á hlýðni Jesú, sé mikilvægasti þátturinn í dauða hans. Það er vegna hlýðninnar sem að dauði Jesú fær hjálpræðisleg áhrif.
Hernaðarlegt samhengi: Páll notar oft hernaðarmyndlíkingar í bréfum sínum. Hér má nefna sem dæmi 1. Þess. 5.20. Hér um að ræða apólkalyptískt orðfæri um aldirnar tvær. Hina gömlu og hina nýju! Hugmyndin um tvær aldir sem eru í andstöðu kemur einnig fyrir í Róm 6. Það finnst hernaðarlegur tónn í hjálpræðishugmyndum Páls og hafa þær verið ræddar m.a. af Nygren og Schweitzer.
Að komast yfir líkamlega veikleika: Hér má finna hellenistískt orfæri hjá Pálí Róm. 7.14-25. Mannfræði Páls er ljós: Vald syndarinnar, sem starfar í veikleikum holdsins gerir það að verkum að fólk getur ekki hegðað sér á þann hátt sem það óskar innra með sér. Fólk vill hegða sér í samræmi við lögmálið en getur það ekki. Hér má greina spennuna á milli hins innra og hins ytra sem að finnst í Makkabeabókunum. Hjá Páli er það Kristur einn sem að deyr einn í hlýðni. En munstrið er til staðar. Á sama hátt og píslavottar Makkabeabókanna féllu ekki fyrir freistingum holdsins, þá féll Kristur ekki fyrir freistingum syndarinnar.
Fórnarmyndir: Fórnarmyndir finnast hjá Páli og þeim er bætt við dauðahugmyndina. En staða þeirra er secondary í samhengi við aldarguðfræði Páls.
Niðurstaða: Páll setur fram róttæka apókalyptíska útgáfu af mímetískum sigri sem að finnst í 4. Makkabeabók og sem er sett fram á óljósari hátt í 2. Makkabeabók. Páll lítur á að Kristur er sá eini sem að er hlýðinn gagnvart dauðanum. Að taka þátt í þeim dauða er nauðsynlegt fyrir hinn kristna en þar renna saman bókstafleg túlkun og ýmindun þátttökunnar. Þessi túlkun Páls er sett í ramma apókalyptíkur þar sem tveir mýtískir heimar eða aldir berjast við hvor aðra. Með því að taka þátt í dauða Jesú er manneskja færð úr þrældómi syndarinnar yfir í ríki sem að Jesús er yfir sem Drottinn.
Trúmál og siðferði | Breytt 22.5.2007 kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.5.2007 | 14:16
Tilvitnun!
Þar sem ég nenni ekki að blogga neitt af viti þessa dagana, þá ákvað ég að láta aðra hugsa fyrir mig og setja hér inn eina tilvitnun! Hún er í bók sem ég er að lesa um launhelgarnar í grísk-rómverskum trúarbrögðum. Alveg ótrúlega spennandi og heillandi heimur sem að birtast í þeim ritum sem að eru til um launhelgarnar fornu.
En hér er eins og ein tilvitnun sem léttir lund án efa og bætir og hressir!!
"For it appears to me that among the many exeptional and divine things your Athens has produced and contributed to human life, nothing is better than those mysteries. For by means of them we have been transformed from a rough and savage way of life to state of humanity, and have been civilized. Just as they are called initiations, so in actual fact we have learned from the fundamentals of life, and have grasped the basis not only for living with joy but also for dying with better hope"
Marcus, in Cicero, On the Laws (De Legibus), 2.14.36, with reference to the Eleusinian mysteries.
16.5.2007 | 19:02
Mín skoðun!
Ég hef fylgst með umræðum hér á blogginu um stöðu guðfræðinámsins og fólk hefur lýst þeirri skoðun sinni að það hafi áhyggjur af stöðu þess þar sem að guðfræðideildin útskrifar presta sem eiga jú að boða orðið hreint og ómengað!
Ég hef séð því fleygt fram að stofna ætti frekar prestaskóla sem að sér um að mennta prestana okkar svo að tryggt sé að trúin sé fyllt heilögum anda og fólk haldi sig við hina einu sönnu skoðun!
Mín skoðun er sú í fyrsta lagi að það sé alls ekki hægt að velja fólk til starfi með því að setja trú þess á vogarskálarnar og meta trúna eftir einhverjum kvörðum. Flestir guðfræðinemarnir sem að ég þekki eiga einlæga og fallega trú. En við erum ólík og höfum mörg hver ólíkar skoðanir. Það sem við eigum sameiginlegt er að við viljum þjóna kirkjunni okkar, trúum öll á Jesú Krist og þess vegna förum við í guðfræðinám. En við erum einnig ólík og komum mörg úr ólíku umhverfi trúarlega en ég tel það styrk okkar sem og um leið styrk kirkjunnar okkar.
Við getum átt samtal og við getum haft okkar skoðanir. Kirkjan er ekki samfélag um eina skoðun. Kirkjan endurspeglar allt litróf samfélagsins og prestar hennar eru ekki undanþegnir því. En um leið tel ég það enn og aftur okkar styrk. Prestaskóli sem væri um leið einhvers konar Biblíuskóli myndi ekki hvetja okkur til sömu gagnrýnu hugsunar og við lærum í Guðfræðideildinni.
Ég játa það hér og nú eftir 5 ára nám í þessari deild hef ég aldrei haft jafn fastan trúarlegan grunn og ég hef í dag. Ég hef gengið í gegnum hæðir og lægðir, ég glímt við Guð og á stundum hefur mér fundist ég vera að tapa þeirri glímu. En í dag í fyrsta skipti finnst mér ég standa styrkum fótum og ég hlakka til að takast á við framhaldið.
Ég tel að guðfræðinámið hafi styrkt mig í þessum sporum. Ég veit að það eru ekki allir sammála mér og ég mun mæta fólki sem að hefur eitthvað út á það að setja hvernig ég set fram mál mitt eða mun telja að ég sé hálfvolg í trúnni.
En það er ekki einn mælikvarði til á trú jafnt sem að það er ekki til ein rétt kenning. Kenningar eru kenningar og þær eru afar margar og mælikvarðar á hina réttu trú eru líka margir og persónubundnir. Trú er einnig samfélagsbundin, fer eftir úr hvaða trúarhefð einstaklingur metur sína trú og um leið trú annarra hverju sinni.
En í allri þessari flóru hljóma orð Jesú Krists í Jóhannesarguðpspjalli sem ég held að við ættum að taka til okkar og hugleiða áður en að við metum trú einhvers hálfvolga eða einhvern minna hæfan til starfa, en þau eru þessi:
"Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver annan, eins og ég hef elskað yður."
Ég tel þetta frumskyldu okkar sem erum kristin að umgangast náungann í kærleika.
Þetta er mín skoðun og þarf ekki að endurspegla skoðanir þjóðarinnar
þangað til næst!
Sunna
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar