Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

It´s alæf!

Sæl öll og margblessuð margsinnis!
 
Mér fannst kominn tími til að anda hér inni á þessu annars dauflega bloggi mínu. Málið er að ég hef annars vegar verið að vinna, hins vegar verið í fríi og hins, hins vegar haft ekkert að segja!! Samt hefur svo margt eitthvað gerst og en þegar ég sest niður til að blogga um það, þá bara gerist ekkert og engin orð komast á blað. Skil ekki alveg þetta ástand á mér, vona samt að það lagist þegar sumri fer að halla og mér fer að verða kalt á tánum á ný Cool! Ég er samt ekki búin að gleyma ykkur sem hafið stundum lesið þetta blogg og bloggvini hef ég lesið reglulega, en þegar ég ætla að skrifa eitthvað á bloggin ykkar þá bara gerist ekki neitt og mér dettur ekkert í hug að segja. Kannski er ég svona bloggbörnát....með kulnun á háu stigi. Ekki gefast upp á mér, ég mun snúa aftur, ég bara einhvern veginn get ekki alveg bloggað núna, of upptekin af því að vera í fríi LoL
 
Eigiði gott sumar og ég hlakka til að blogga á ný um leið og andinn blæs mér eitthvað í brjóst og andleysið hættir að hrjá mig. 
 
lof jú gæs og æll bí bakk........vonandi fyrr en seinna, knús og kvitt á línuna. Það verður að duga í bilinu Heart! péess...hér eru nokkrar myndir af sumarfríinu hingað til.....fyrir ykkur sem eruð farin að gleyma hvernig við lítum út LoL!
 Sumarfrí 067
matta16
sigrúnmattaleikjan_mskei_ii_08_155.sizedmatta19P1000468P1000425P1000432P1000427P1000443Sumarfrí 119Sumarfrí 113

Get ekki bloggað...

....neitt af viti þessa dagana, er að vinna allan daginn frá morgni fram á kvöld! Hef svo margt að segja samt....enda líf mitt fullt af óvæntum og skemmtilegum atburðum, eitt ævintýri líkast Cool!
 
Ég er í törn næstu tvær vikur, er að leiða sumarnámskeið í Neskirkju frá 9 á morgnana til sex á kvöldin. Það er yfirfullt á þessi námskeið og færri komast að en vilja og það er ekki grínið! Segiði svo að kirkjan sé ekki alveg að slá í gegn LoLHalo!
 
Góða nótt og sofiði rótt.....einhvern tímann á ég eftir að blogga um allt sem ég hef ekki tíma til að segja núna LoL! Bíðiði bara.....það fer bara of mikill tími í að vinna að eigin fegurð og heimsfrægð til að ég geti bloggað alveg á hverjum degi....Tounge, koma tímar!!! Síjúgæs Heart! 

Obbolítið hégómlegt blogg!

Ég hef verið pínu óánægð með sjálfa mig upp á síðkastið, það kallast víst að vera með ljótuna og feituna....ég hef verið haldin þessum tveimur kvillum núna í nokkra daga! Mér finnst alveg ofsalega gott að borða og nammi er einn af mínum stóru veikleikum. Stundum tek ég mig til og borða ekkert nammi í margar vikur og það er ekkert mál. Um leið og ég byrja aftur, þá get ég ekki hætt Cool....verð alveg lifandi Siggi sæti Whistling! Ég fór svo í Kringluna í dag, mamma gaf mér afmælisgjöf og ég vildi kaupa mér eitthvað, þar sem ég hef ekki bætt í fataskápinn síðan í mars (kreppan þið vitið). Ég verð aldrei eins áþreifanlega vör við það hvað ég þarf að passa mataræðið eins og þegar ég máta föt.....þessir stóru speglar í búðunum, alveg neonlýsing og allt verður svo sýnilegt. Ég keypti mér þó einn bol, sem ég er alveg voða ánægð með og síðan hlaupabuxur og brúnkukrem Cool! Þegar ég kom heim með alveg feituna á heilanum.....þá skellti ég mér á hlaupabrettið og fór alveg 4,5 km og síðan var makað á sig brúnkukremi alveg í stórum stíl.........ég vona að ég vakni með minni ljótu í fyrramálið og muni anda léttar þegar ég kíki í spegil og við mér blasir gervibrúnkt andlit.....þó verð ég líklegast ekki mikið grennri en brúnni verður konan og það er fyrir öllu sjáiði til, góð kona sagði mér í dag að feitur brúnn magi væri sætari en hvítur feitur magi LoL! Hégómi er stundum svo dásamlegt fyrirbæri!!!
 
Bið að heilsa í bili.....
 
 
 

Blaðr!

Það er svo merkilegt að stundum koma svona dagar þar sem ég hef einhvern veginn ekkert að gera....nenni samt ekki að taka til, vegna þess að það er það sem konur gera þegar þær hafa ekkert að gera, er það ekki...PoliceWhistling! Síðan er maður svona mest megnis að láta tímann líðam, framundan veit maður að það liggur fyrir manni að fara í matarbúð (eins og alltaf, stundum finnst mér ég eiga annað lögheimili í Bónus)! Ég fór þó á hlaupabretti áðan og fór 4.2 km á meðan ég horfði á National Treasure, book of Secrets! Það var mjög menningarlega og andlega hvetjandi! Ég hef einnig afrekað að setja í tvær þvottavélar í dag .....
 
Jams......held að þetta andleysi stafi af því að ég er í óstjórnlegu letikasti. Ég er alltaf að bíða eftir að stóra og ógurlega dugnaðarkastið komi yfir mig og ég geri stórkostlega hluti, finni upp einhvern nýjan hlut, skrifi ólýsanlegt tímamótaverk og verði grönn og sæt (verð að hafa það svona með...endurvekja hinn gamla draum minn um að hafa sléttan maga Cool). Ég veit svo sem ekkert hvort að þetta verði að veruleika...örgla aldrei, alla vega ekki slétti maginn hahahahah....
 
Best að fara að skúra eða eitthvað....fá smá raunveruleika tékk...
 
lots of luv!
 

Smá laugardagspirr....annars góð!!

Hér er búið að bora stanslaust í stigaganginum frá því klukkan 13.00. Þegar ég segi stanslaust, þá meina ég stanslaust Devil! Ég er sem betur fer á leið út úr húsi......en mikið svakalega getur stanslaust bor......verið ergilegt! Þetta er góð pyntingaraðferð fyrir þau sem hafa áhuga á slíku Whistling!
 
Farin að eiga félagsleg samskipti við fólk....Wizard! síjúsún!

Afmælisdagur númer 33!

Þó að ég sé nú ekki mikið fyrir athygli (hógvær með endemum Cool) þá get ég ekki látið hjá líða að tilkynna bloggheimum að ég á afmæli í dag! Ó já, ég er 33 ára gömul hvorki meira né minna og held að ég sé bara nokkuð sátt við það Whistling!!!
 
Dagurinn mun fara í að dást að tölvunni minni sem er ný komin til baka úr viðgerð og jafnvel vinna á hana þau verkefni sem sitja á hakanum! 
 
Jams....það er spennandi dagur framundan eins og allir dagar eru í mínu lífi eru svona almennt og yfirleitt Police
 
Annars er þó eitt sem að plagar mína þreyttu sál á þessum annars Drottins dýrðardegi......það er ekki til neitt kaffi Crying! Ég er bókstaflega að drepast úr kaffilöngun og sé kaffibolla alveg fyrir mér í hyllingum! Ætli ég verði ekki að drattast í búðina Whistling og kippa þessu stóra vandamáli í lag!!
 
Eigði góðan dag Heart!

Fyrsta útskriftin :-)!

Núna stalst ég í tölvu eiginmannsins þar sem hann er á Dylan tónleikum og ég er heima með ómegðina Police!

Mín tölva er komin í yfirhalningu hjá mínum klára bróður og vonandi verður hún klár og reddí bráðum! en tilefnið er ekki tölvuvandi minn heldur sá að mín yngsta litla krúsibolla var að útskrifast í fyrsta sinn á miðvikudaginn var. Hún lauk formlega sínu fyrsta skólastigi og nú er stefnt á grunnskólanám í Selásskóla næsta haust! Hún tók þetta mjög alvarlega og stóð sig með prýði!

Möttulíusinn minn, til hamingju með þetta Heart! Þú ert yndislegasti fimm ára Möttulíus sem er til InLove (smá tilheyrandi mömmuhlutdrægni Cool)!

P5210026P5210021P5210028P5210012

Góða nótt og sæta drauma Sleeping!


Tölva enn biluð!

Tölvan min er enn biluð (sest a þvi að enn eru ekki kommur yfir stafi a tilheyrandi stöðum)!
 
Hun er að fara i orlof til broður mins sem ætlar að reyna að laga hana og eg vona að það takist þvi að eg er half aðgerðalaus með hana svona, get ekkert skrifað eða profarkalesið eða neitt! Eg hef einhvern veginn ekki viljað blogga eða kommenta neitt a meðan astandið er svona en eg les reglulega alla mina bloggvini og set her inn eitt stort KVITT a linuna i bili! Vonandi horfir þetta tölvuastand til betri vegar nuna og tölvan lati það vera að hrynja, það væri heldur leiðinlegt enda kreppa i gangi og ekki i boði að versla ser nyja, enda þessi frekar ny og a ekkert að vera að lata svona!
 
Þangað til að þessu astandi lykur........segi eg bara hafið það gott og vi ses þegar allt er komið i lag!!
 
HeartHeartHeart

Ferming framundan!

img002Fyrir tæpum fjortan arum var fermingarbarnið svona kruttlegur og litill Kissing!
 
 
 
 
jakob Nuna er hann orðinn svona stor og finn og er að fermast  manudaginnn! 
Eg er með fermingarstress i maganum en byst við að þetta gangi allt vel og fari fram með miklum soma! 
 
 
Mun blogga meira og kvitta meira að fermingu lokinni! Þangað til eigiði goða Hvitasunnu! 
 
(afsakið að kommur vantar yfir stafi a viðeigandi stöðum, það er af þvi að tölvan min er enn ekki alveg i standi og þarf vist eitthvað að laga þetta frekar! Þið bara lesið kommur þar sem við a! Sma gestaþraut fra mer til ykkar! Tjuss Heart)

:-)!

Ég er bara ansi kát skal ég segja ykkur....en þið LoL!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband